Morgunblaðið - 23.03.1988, Page 23

Morgunblaðið - 23.03.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 23 Þátttaka íslands í vor- hátíð NATO í Norfolk eftir Ivar Guðmunds- son, Washington D.C. Það hefír verið siður undanfarin 34 ár, að deild Norður-Atlantshafs- vamarbandalagsins í Norfolk í Virginiafylki hefir gengist fyrir vor- og blómahátíð, sem kennd er við alparósina (azelia). Hátíðahöld- in fara m.a. fram með skrúðgöngu að bandarískum sið, þar sem sér- lega búnum skrautvögnum, er minna á þátttökuríki NATO, er ekið í fylkingunni. Sérlega kjörin „drottning" blómahátíðarinnar fer í fararbroddi, en eftir fylgja „prins- essur“ frá NATO-ríkjunum 15. Norfolk er aðalbækistöð Atl- antshafsfíota Bandaríkjanna og hefír það komið í hlut flotans að aðstoða við undirbúning og fram- kvæmd vorhátíðarinnar ásamt full- trúum frá NATO- löndum. Borgar- stjórinn í Norfolk og lið hans að- stoðar við hátíðarhöldin. Þátttaka íslands í þessum há- tíðarhöldum hefir ekki verið áber- andi að öðru leyti en því, að Island hefír lagt til „prinsessu", einsog önnur NATO-lönd og fulltrúar frá sendiráði íslands í Washington hafa venjulega verið viðstaddir með sendiherrann í broddi fylking- ar. Við alparósar-hátíðarhöldin, sem venjulega standa yfir í eina viku fara fram margskonar skemmtanir og leikir. I vor hefst hátíðin þriðjudaginn 19. apríl og lýkur sunnudaginn 24. íþróttakeppni, listsýningar, leik- sýningar og útiskemmtanir verða daglega á dagskránni. Aðalskrúð- gangan fer fram laugardaginn 23., en hátíðinni lýkur daginn eftir með flugsýningum. íslenskur skrautvagn kem- ur til sögunnar Það var ekki fyrr en á hátíðinni í fyrravor, að íslendingar áttu sinn eiginn skrautvagn í skrúð- göngunni. Áður hafði það fallið í hlut Bandaríkjaflotans að sjá um íslenska vagninn og var undir hælinn lagt hvemig til tókst í það og það skiptið. Þeir sjóliðar, sem skreyttu vagninn, voru ekki ávallt vel kunnugir íslandi eða íslenskum venjum og sérkennum. Þetta varð oft til þess, að íslensku prinses- sunni var ekið í vagni, sem ekkert átti skylt við né minnti á ísland eða Islendinga. íslendingafélagið tekur af skarið í fyrravor tók svo íslendingafé- lagið í Norfolk, undir forystu for- manns síns, Sesselju Siggeirsdótt- ur Seifert, að sér að láta gera vagn í líki víkingaskips, þar sem víking- ur stóð í stafni. Því miður var hjálmur hans skreyttur hrútshom- um, sem fyrst mun hafa komið í tísku í Wagner-óperum, illu heilli. Þetta tókst þó svo vel þrátt fyrir hrútshomin, að íslenska skipið hlaut önnur verðlaun hjá sýningar- nefndinni. Talið fmmlegt og við- eigandi „flot“, einsog þessir skrautvagnar í bandarískum skrúðgöngum em nefndir. Nátt- úmöflin vom ekki jafn gjafmild við landann að þessu sinni, því það var hellirigning allan daginn, jafn ofsaleg og úrkoman getur verið hvað verst á íslenskum afréttum. Segja má að það hafi verið þrek- virki af stjóm Islendingafélagsins í Norfolk að láta gera þennan vagn. Fyrst varð að fá að láni vömbíl í heila viku, en síðan kostaði það félagið um 1.200 dollara (um 40 þús. kr.) að útbúa vagninn. Leitað var til Coldwater og Iceland Sea- food til fjáröflunar. Fisksölufyrir- tækin gáfu físk, sem félagar í ís- lendingafélaginu keyptu og hressti það upp á fjárhaginn. íslendingafélagið hafði gert sér vonir um, að það væri kominn tími til, að ísland legði nú til sjálfa drottninguna á alparósarhátíð NATO. Aðeins tvö önnur NATO- lönd en ísland hafa orðið útundan við drottningarval í þau 34 ár, sem alparósarhátíðin hefír verið haldin. Það em Spánn, sem hefír verið hálfvolgur félagi í þessum félags- skap sem kunnugt er, og Tyrkland. Bandaríkin hafa lagt til drottn- ingu samtals 14 sinnum, Bretland Qóram sinnum og Þýskaland þrisv- ar sinnum. Kanada, Ítalía, Holland og Noregur þrisvar sinnum og eft- irtalin lönd einu sinni hvert: Grikk- land, Danmörk, Lúxemborg, Frakkland, Portúgal og Belgía. Ef ástæðan fyrir því, að Island hefír orðið útundan í drottningar- vali, er, að við áttum ekki nógu þokkalegt „flot“ í skrautgöngun- um, þá er sú mótbára úr sögunni. Þakka má það ötulli stjóm og for- göngu íslendingafélagsins í Nor- folk. Alparósarprinsessan í ár verður Kristín, dóttir Gunnars Guðjóns- sonar hjá Eimskip í Norfolk. Drottningin er þýsk. Þvottheldni og styrkleiki í hámarki í fjórum gijástigum • Kópal Innlmálnlngln fæst nú í fjórum gljástigum. • l\lú velur þú þann gljáa sem hentar þér best og málnlngln er tilbúln beint úr dóslnni. • IMú heyrlr það fortiðlnnl tll aö þurfa að blanda málnlnguna með herðl og öðrum gljáefnum. VELDU KÓPAL í FJÓRUM GLJASTIGUM:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.