Morgunblaðið - 25.03.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 25.03.1988, Síða 16
"16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Kaupmannahöfn: Málverkasýning Guðrun- ar Sigurðardóttur Urup Kaupmannahöfn. MÁLVERKASÝNING Guðrúnar Sigurðardóttur Urup stendur nú yfir i norska Veritas-húsinu við Nýhöfn 16. Er þetta fyrsta einkasýning listakonunnar hér í Danmörku, en hún hefur búið í Kaupmannahöfn í áratugi. Guðrún sýnir 11 klippimyndir, 7 silkiþrykk og 2 qvass-myndir, myndir sem sóma sér vel við hina sérstæðu umgjörð, þykku bitana og burðarsúlurnar í sýningar- salnum. Hann er móttökusalur norska Veritas-fyrirtækisins í fornu pakkhúsi frá 1770, sem gert var svo frábærlega vel upp fyrir rúmum áratug og er salurinn vinsæll mjög til sýningar- halds. Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdðttir Guðrún Sigurðardóttir er fædd á Sauðárkróki, dóttir Sigurðar sýslumanns Sigurðssonar og konu hans, Stefaníu Amórsdótt- ur. Listhneigð er mikil í þeirri flölskyldu, þar sem bræður henn- ar tveir, Sigurður og Hrólfur, eru þekktir listmálarar, en móður- amma hennar, Stefanía Stefáns- dóttir, mjög listræn kona og frændur hennar ýmsir, eru og listamenn. Guðrún hélt ung til Reykjavíkur og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands undir handleiðslu Kurt Zier og Þorvaldar Skúlasonar og lauk þaðan ágætu prófi. Þá var hún teiknikennari í öllum bekkjum Austurbæjar- og Miðbæjarskóla sinn hvom veturinn og kenndi þá miklum íjölda nemenda sem að líkum lætur. Strax er siglingar opnuðust eftir stríð 1945, sigldi Guðrún til Kaupmannahafnar og hóf nám við Kunstakademíuna við Kóngs- ins Nýjatorg. Þaðan lauk hún prófí 5 árum síðar, en aðalkenn- ari hennar var prófessor Kræsten Iversen. Á námsámnum kynntist hún manni sínum, Jens Ump list- málara, sem var skólabróðir hennar á akademíunni, en próf- essorinn hafði beðið Jens að passa „litlu stúlkuna frá íslandi", er hún kom þar fyrst! Námsdvalir hefur listakonan Eitt verka Guðrúnar á sýningunni. kirkjuskreytingar, en Guðrún gætt bús og fjögurra bama þeirra og aðstoðað mann sinn, enda hafa þau unnið vel saman, þótt ólík séu í listsköpun sinni. En þar kom að hún hikaði ekki lengur við að fara aftur út á listabraut- ina, ekki sízt fyrir hvatningu manns síns og góðra vina. Guðrún hóf að mála aftur fyrir áratug og helgar sig nú listinni í æ ríkara mæli. Nú er annir vegna fjöl- skyldúnnar hafa minnkað, getur hún haft algjört næði við vinnu sína, sem henni er nauðsynlegt. Vinnustofur Ump-hjónanna „ . , em í fallegu húsi þeirra við Vej- Guðrun Sigurðardottir Urup lesö í Holte. Þar er oft gest- átt í Frakklandi og Ítalíu í lengri tíma í senn, en farið í ferðalög til að kynna sér listir m.a. til Rússlands og Mexíkó. Jens Ump er mjög þekktur listamaður hér í landi og hefur jafnan haft næg og stór verkefni, m.a. ijölmargar kvæmt, ekki sízt er góðir vinir og gamlir grannar frá Islandi em á ferðinni, en Guðrún ætíð mikill íslendingur eins og títt er um landa á erlendri gmnd. Jens, sem talar lýtalausa íslenzku, er sam- hentur konu sinni um gestrisnina, og má þá í því sambandi nefna 22 skagfirzkar húsmæður í or- lofsferð á vori, sem áttu hjá þeim indælan dag. íslenzk áhrif em sterk í mynd- um Guðrúnar Sigurðardóttir á sýningunni í Nýhöfn, ekki hvað sízt skagfírzkur innblástur, er áhorfandinn skynjar Drangey og Kerlingu í klippimyndunum og Mælifellshnjúk í pýramídunum af qvass-gerð. Sumir myndu þó sjá Keili þar. Abstraktdrættir mynd- anna minna jafnan á náttúmna og það geta verið, auk íslenzkrar náttúm, minningar frá mörgum og eftirminnilegum ferðum, enda heita nokkrar silkiþrykkmynd- anna: Undir suðrænni sól. En smekkvísi og einlægni listakon- unnar ræður jafnframt för. Guð- rún litar sjálf pappírinn, sem hún málar á, og hún segir hugmyndir að viðfangsefnunum koma ósjálfrátt; þannig hefur hún þróað sinn eigin stíl. Fyrstu sýningu sína heima hélt Guðrún í maí sl. í Galleríi Gang- skör í Reykjavík, en hér hefur hún áður tekið þátt í samsýning- um. Sýningin í Gangskör vakti athygli á íslandi og fékk lofsam- leg ummæli í blöðum. Þá mátu Sauðárkróksbúar mikils heim- sókn Guðrúnar og Jens norður þangað en þau hafa skreytt alla glugga Sauðárkrókskirkju. Gluggana í kómum teiknaði Guð- rún fyrir um 10 ámm, Jens teikn- aði og vann gluggana í sjálfu kirkjuskipinu, en Guðrún sá ein um gerð þeirra síðustu í forkirkj- unni, sem hún færði Sauðkræk- ingum eftir sýninguna í Reykjavík. Var auðvitað mjög ánægjulegt fyrir listakonuna að fá að vinna að fegrun gömlu sókn- arkirkjunnar sinnar, sem er hið virðulegasta guðshús. Hver veit nema fleiri verkefni bíði hennar heima á ókomnum ámm og væri það vel. — G.L. Ásg. Grindavík. „HRAFN Sveinbjarnarson III GK 11. Velkominn í heima- höfn. Megi gæfa, gengi og góður afli fylgja skipi, áhöfn og útgerð þess um alla framtíð." Þannig hljóðaði kveðjan á stórri ijómatertu sem Elías Jónsson bakara- meistari í Grindavík færði áhöfninni á nýja Hrafni Svein- bjamarsyni III þegar hann kom í fyrsta skipti til Grindavíkur á föstudags- morgun. Nýi Hrafn Sveinbjamarson III hét áður Magnús NK, en Þorbjöm hf. í Grindavík festi nýlega kaup á skipinu og kemur það í stað þess sem strandaði í síðasta mán- uði. Að sögn Eiríks Tómassonar framkvæmdastjóra er nýja skipið 263 brúttólestir með 1.000 hest- afla Bergen díselvél. „Skipið er í mjög góðu ástandi og fyrri eigendum til sóma hvem- ig þeir skila skipinu af sér. Það kemur nú frá Njarðvíkum þar sem það hefur verið í slipp. Undanfama daga hefur það verið málað og sett á það netalúga en það fer á net um helgina,“ sagði Eiríkur. Skipstjóri verður Pétur Guð- brú hins nýja skips. Frá vinstri: Skúli Óskarsson 1. vélstjóri, ar Tómasson, einn af eigendum Þorbjamarins hf. og Pétur Guðjóns- son skipstjóri. Hin veglega terta sem Elías Jónsson bakarameistari í Grindavík færði áhöfn Hrafns Sveinbjarnarsonar III í tilefni af komu skipsins til Grindavíkur. jónsson, 1. vélstjóri Skúli Óskars- son og 1. stýrimaður Pétur Vil- bergsson. Kr. Ben. Hrafn Sveinbjamarson III kem- ur til heimahafnar í Grindavík. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Nýr Hrafn Svein- bjarnarson III til Grindavíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.