Morgunblaðið - 25.03.1988, Page 26

Morgunblaðið - 25.03.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Sólarlandaferðir vinsælastar: Stefnir í metár hjá Polaris - segir Karl Sigurhjartarson forstjóri Frá Alcudiaströndinni á Mallorca. í baksýn er Ciudad Blanca íbúða- hótelið, sem er eitt þeirra hótela sem Polarisfarþegar gista á. „ÞAÐ er ljóst að það stefnir í enn eitt metárið hjá okkur og sólarlandaferðimar eru þar áberandi vinsælastar sagði Karl Sigurhjartarson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Polaris, er hann var spurður um eftirspurn í sumarferðir ferðaskrifstofunn- ar á sumri komanda. Karl sagði að þrátt fyrir mjög gott ár í fyrra, sem raunar var metár, væri aukningin nú á milli 30 til 40%. Polaris býður upp á sólarlanda- ferðir til Mallorca og Ibiza á Spáni og Florida í Bandaríkjunum og auk þess ferðir í sumarhús í fjórum Evrópulöndum, flug og bíl og svo- kallaðar ævintýraferðir til Thai- lands, Brasilíu, Mexico eða siglingu á Karíbahafi. Karl sagði að mest ásókn væri í Spánarferðimar auk þess sem Florida ynni stöðugt á. Eins hefði verið talsverður áhugi fyrir siglingu um Karíbahaf, enda væru þær ferðir tiltölulega ódýrar miðað við þá þjónustu sem þar er boðið upp á. „Það eru þó slólarferð- irnar til Spánar sem fólk hefur mestan áhuga á að þessu sinni, og mér virðist að heldur sé að draga úr áhuganum á sumarhúsum og flugi og bíl, miðað við undanfarin ár,“ sagði Karl. A Mallorca býður Polaris upp á dvöl á Alcudiaströndinni og sagði Karl að þar væri óvenju góð að- staða fyrir bamafjölskyldur enda hefði Polaris lagt sérstaka áherslu að hafa ofan af fyrir bömunum í þessum ferðum. Pjakkaklúbburinn svonefndi hefði notið mikilla vin- sælda, jafnt meðal bama og for- eldra auk þess sem boðið væri upp á fjölmargt til afþreyingar og skemmtunar, svo sem skoðanaferð- ir og siglingar um Alcudiaflóann, svo nokkuð sé nefnt. Polaris er með vikulegar ferðir til Mallorca og er nú þegar uppselt í margar þeirra. Karl sagði að Ibizaferðir Polaris hefðu notið mikilla vinsælda undan- farin ár enda væri þar allt miðað við þarfír hinna hressu og lífsglöðu. Það væri hins vegar misskilningur að halda að Ibiza væri aðeins fyrir ungt fólk. Þar væri boðið upp á eitthvað fyrir alla, ekki síður fyrir fjölskydlufólk en aðra. Því væri hins vegar ekki að neita að mannlífið þar væri fjölbreyttara og skraut- legra en víðast hvar annars staðar á Spáni. Polaris flýgur á þriggja vikna fresti til Ibiza og að sögn Karls er nú uppselt í allar ferðir nema þijár. Hann sagði að Floridaferðimar nytu einnig vaxandi vinsælda enda væm ferðir til Bandaríkjanna til- tölulega ódýrar núna vegna stöðu dollarans. Polaris biði einnig upp á siglingu um Karíbahaf á verði sem flestir réðu við og hefði fólk sýnt þessum ferðum talsverðan áhuga. Karl sagði að ferðamátinn flug og bíll hefðu fest sig í sessi og eins væri alltaf talsverð eftirspum eftir sumarhúsum og hefði Polaris úr að velja rúmlega 10 þúsund húsum víðs vegar um Evrópu. „Þessi mikla eftirspum að und- anfömu hefur vissulega komið á óvart í ljósi þess að mikil óvissa hefur verið á vinnumarkaði. Nú virðist, sem betur fer, séð fyrir end- ann þessum á vinnudeilum og því má búast við að eftirspumin eigi enn eftir að aukast," sagði Karl Sigurhjartarson, forstjóri Polaris. UPPLÖGÐ ÚTIVIST FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA BLAFJALLADAGUR Á SKÍÐUM Bláflallanefnd efnirtil sérstaks skíðadags í Bláfjöllum laugardaginn 26. mars. Tilgangurinn er að vekja athygli á heilbrigðri útivist til fjalla og veita almenningi kennslu í svigi og skíðagöngu. Boðið verður upp á ókeypis kennslu í svigi og göngu í öllum hæfnisflokkum. Allar skíðabrekkur og göngubrautir verða opnar ásamt öllum lyftum. Sérstök bamagæsla verður á svæðinu. Svifdrekamenn munu sýna listir sínar og Harmoníkufélagið leikur „skíðatónlist". Veitingar verða seldar á öllum kennslusvæðum. Hátíðin hefst kl. 10:00 og stendurtil kl. 17:00. FJÖLMENNUM í BLÁFJÖLL, GÆTUM FYLLSTU VARKÁRNIJAFNT í AKSTRI, SEM Á SKÍÐUM. BLÁFJALLANEFND TOB0PIN nuvátt Urbeinaður reylcriir 879r svínahnakki Ej Opið til kl. 20.00 í kvöld Laugardaga til kl. Iójoo — ---------- I Kjörbúð Lóuhólum 2-6 sími 74100 f _ in«VíUÍ mmmm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.