Morgunblaðið - 25.03.1988, Side 37

Morgunblaðið - 25.03.1988, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 37 Lýðháskólinn í Sund i Þrændalögwn i Noregi. Lýðháskóli í Noregi: Samnorrænt námskeið fyrir aldraða í ágúst Lýðháskólinn í Sund í Þrænda- lögum býður upp á samnorræna sumardvöl dagana 1.—14. ágúst í sumar. Ferðin verður skipulögð á vegum starfs aldraðra i Hall- grímskirkju i Reykjavík. Brottför er áformuð 27. júlí en heimkoma 16.—18. ágúst. Dagamir fyrir og eftir námskeiðið verða nýtt- ir til dvalar í Osló og/eða til skoðun- arferða eftir því sem unnt er. 25 manns geta komist með í þessa ferð. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst og innritun ljúki fyrir páska. Hana annast Dómhildur Jónsdóttir í Hallgrímskirkju og veit- ir hún allar nánari upplýsingar. Þeir sem voru í Vrá sl. sumar kannast við svona ferð, en þangað fer í sumar 30 manna hópur úr Kópavogi og er fullbókað nú þegar. Noregsferðin verður um sumt með öðrum hætti og önnur viðfangsefni að fást við í Þrændalögum. Aldurs- takmarkið er 60 ár og verða þátt- takendur að vera við ferðafæra heilsu. (Fréttatilkynning) Ráðstefna um fram- tíðarsýn húmanista FLOKKUR mannsins heldur ráð- stefnu laugardaginn 26. mars kl. 13.30 á hótel Holiday Inn undir yfirskriftinni Framtíðarsýn húmanista. í frétt frá Flokki mannsins segir m.a.: „Á ráðstefnunni verður fjallað um hvemig þjóðfélagið í dag ein- kennist af skorti á húmanisma og hvemig hin ýmsu svið þjóðfélagsins gætu litið út þegar húmanisminn eða manngildisstefnan ræður ríkjum. Á ráðstefnunni verða flutt stutt ávörp um niðurstöður rann- sóknarhópa, unnið verður í um- ræðuhópum að nánari útfærslu þessara hugmynda og auk þess mun formaður flokksins, Pétur Guðjóns- son, ávarpa ráðstefnugesti. Aðgangur er ókeypis og er ráð- stefnan opin flokksfélögum og öll- um þeim er styðja manngildis- hugmyndir húmanista." (Fréttatilky n ning) Athugasemdir frá samtökun- um Tjörnin lifi vegna sýn- ingar á skipulagi ráðhússreits Morgunblaðinu barst i gær eftirfarandi bréf frá samtökun- um Tjörnin lifi til Davíðs Odds- sonar, borgarstjóra: í tilefni af sýningu þeirri á skipu- lagi ráðhússreits sem nú fer fram að Hallveigarstíg 1 viljum við taka fram: 1. Þar sem ekki er fullnægt skil- yrðum 17. greinar skipulagslaga við auglýsingu og framkvæmd um- ræddrar kynningar, teljum við að hún hafí ekkert lagalegt gildi skv. skipulagslögum nr. 19/1964. Við viljum árétta að kynningin getur heldur ekki talist lögmæt kynning á þeim breyttu teikningum að ráðhúsi sem borgaryfírvöld sækja nú um byggingaleyfí fyrir. 2. Þrátt fyrir að kynningin hefur ekkert lagalegt gildi, verður hér fundið að því hvemig að henni er staðið, og viljum við í því sambandi benda á eftirfarandi: a. Algert ósamræmi er milli þeirra gagna sem sýnd eru. Þama ægir saman myndefni af eldri gerð hússins og þeirri byggingu sem nú er sótt um byggingaleyfí fyrir, án þess að þær séu auðkenndar. Engin grein er gerð fyrir því að teikningar hafa tekið breytingum og bygging- amar stækkað til muna frá því verðlaunatillagan var birt og frá því deiliskipulag Kvosarinnar var staðfest. Útlit hússins er breytilegt frá einni mynd til annarrar, méira að segja sýna líkönin tvö ekki eins byggingu. Aðkoma að bílageyslum er ýmist um eina eða tvær gjár, og nær því mislangt út eftir Tjamar- götu. Stærð hússins er einnig breytileg, jafnvel innan fjölda af myndum sem hanga saman, án þess að nokkur skýring sé gefín. Áberandi er að eldri gerð hússins er sýnd á öllum myndum þar sem líkan af ráðhúsinu hefur verið fellt inn í ljósmynd af nágrenninu. Þess er þó hvergi get- ið, að byggingin sem nú er sótt um byggingarleyfi fyrir er 5000 m3 stærri en þessar myndir gefa til kynna. b. Mælikvarða vantar á flölda mynda og á annað líkanið, og er því erfítt að gera sér grein fyrir stærðum. c. Einu tölumar sem birtar eru um stærð eða byggingarmagn eru á fagteikningum arkitekta sem lagðar voru fram sem fyrirspum á bygginganefndarfundi 25. febrúar 1988. Þessar teikningar em flóknar og tölumar em svo ill-læsilegar að þær em leikmönnum nánast óskilj- anlegar og meira að segja geta fag- menn varla skilið hvað þar stendur. Jafnvel nú, þegar þessari kynningu er að Ijúka, virðast starfsmenn Byggingaþjónustunnar þar sem sýningin fer fram, vita sáralítið um stærð hússins. Þeir þurftu lengi að leita að þessum tölum þegar við spurðum um þær í gær, og þrátt fyrir góðan vilja gátu þeir t.d. ekki greint hvort byggingin á að verða 21 þúsund eða 24 þúsund rúmmetr- ar. Augljóst er að almenningur stendur enn verr að vígi við að reyna að átta sig á þessum svokölluðu upplýsingum. Norræna húsið: NORSKI vísnasöngvarinn Erik Bye kemur fram i Norræna hús- inu í kvöld kl. 20.30 og syngur eigin vísur og annarra við undir- leik pfanóleikarans WiUy Andre- sen. Einnig les hann upp úr bók- um sínum. Þeir eru staddir hér í boði Norræna hússins vegna Norskra bókadaga, sem standa yfir í Norræna húsinu tíl 28. mars. Erik Bye er afar vinsæll sjón- varpsmaður í Noregi, en hann hefur starfað hjá norska ríkisútvarpinu í 30 ár og stjómað og haft umsjón með dagskrám um hin ólíkustu efni. d. Gestabók sú sem liggur frammi og höfð er til marks um hve margir hafí sótt sýninguna, er með lausum blöðum sem ekki eru tölusett, — auk þess sem segir í prentuðum texta á hveiju blaði að sýningin standi yfír frá 24. apríl til 25. mars 1988. Allt ber þetta að sama brunni og sýnir að þessi kynning er bæði formlega og efnislega ófullnægj- andi og embætti yðar til lítils sóma. 3. Að lokum viljum við benda yður á, að aðdragandi þessarar kynningar og ummæli yðar í fjöl- miðlum um þá afgreiðslu sem at- hugasemdir almennings við hana munu fá, hafa leitt til þess að fjöldi borgarbúa tekur ekki kynninguna alvarlega og sér því ekki ástæðu til að senda inn athugasemdir. Við bíðum þess því enn að skipu- lagsuppdráttur með ráðhúsi Reyk- víkinga fái þá lögboðnu afgreiðslu sem ein er yfírvöldum sæmandi. Með kveðju, f .h. samtakanna Tjörnin lifi, Guðrún Pétursdóttir Auk þess er hann afkastamikill rit- höfundur og hefur hlotið ýmsar við- urkenningar fyrir bækur sínar. Hann er einnig vinsæll vísnasöngv- ari og hefur sungið inn á margar hljómplötur og haldið tónleika víða. Erik Bye stóð, ásamt fleirum, að skemmtun, sem haldin var til styrktar Vestmanneyingum vegna gossins 1973 og var heiðraður með fálkaorðunni. Willy Andresen, sem leikur með Erik Bye, er einnig gam- alreyndur tónlistarmaður og hefur starfað hjá norska ríkisútvarpinu um árabil. (Fréttatílkynning) Erik Bye syngnr vísur og les úr eigin bókum Plötusnúður ársins 1988 NÚ ER framundan diskótekara- keppni félagsmiðstöðvanna Íriðja árið í röð. Sem fyrr er það jtrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og félagsmiðstöðin Frostaskjól sem standa að þess- ari keppni og hefur hún mælst vel fyrir. í ár munu félagsmið- stöðvar frá Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Mosfellssveit og Akur- eyri senda diskótekara í keppn- ina. Keppnin er fyrst og fremst hugs- uð fyrir unga og efnilega plötu- snúða til að spreyta sig og koma sér á framfæri. Sá eða sú sem vinnur þessa keppni hlýtur nafnbótina „Plötu- snúður ársins 1988“ og kemur fram undir því nafni í fjölmiðlum og fjöl- mörgum diskótekum. Vegleg verðlaun fylgja þessum titli frá Japis, en auk þess fá allir þátttakendur sem komast í úrslit plötuverðlaun. Þetta er kjörið tækifæri fyrir unga og efnilega plötusnúða að koma sér á framfæri og er öllum opin þátttaka á aldrinum 13—17 ára (f. 71—73 að báðum árum meðtöldum). Skráning og pöntun æfíngatíma fer fram í félagsmið- stöðvunum. Undanúrslit verða 21., 23. og 24. marz í félagsmiðstöðinni Frosta- skjóli og úrslitin föstudaginn 25. marz á sama stað. Allar nánari upplýsingar eru góð- fúslega veittar í Frostaskjóli. (F réttatilky nning) rri?jif7)irri0r r/ír t E,iíMiIViiJiKlrdUr Hárblásari FOEN® 1200 • 1200W • 2 hitastillar • Handhægur íveski • 220V ogllOV AEG AFKÖST ENDING GÆÐI Pæst hjá umboðsmönnum um land allt. BRÆÐURNIR ÖRMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.