Morgunblaðið - 25.03.1988, Page 42

Morgunblaðið - 25.03.1988, Page 42
SIEMENS heimilstæki Hrærivélar með hakkavél - blandara og grænmetiskvörn. Stgr. kr. 9.980,- Hrærivélar með blandara og grænmetiskvörn. Stgr. kr. 6.089,- Hámarksgæði - Lágmarksverð. Furuvöllum 1, Reynishúsinu, 600 Akureyri. S. 96-27788. CFTIR RRTHUR miLL£R Leikstjóri.-TheodórJúlíusson. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. 8. sýning föstud. 25. mars kl. 20.30. 9. sýning laugard. 26. mars kl. 20.30. 10. sýning sunnud. 27. mars kl. 20.30. MIÐASALA 96-24073 ISKFéLAG AKUREYRAR Páskar Páska.............skraut Páska.............kerti Páska.........serviettur Fermingargjafír o.fl. Opið laugardaga 10-12. KOMPAN SKIPAGÖTU 2 • AKUREYRI SÍMI 96-2 59 17 Ráðstefna um Há- skólann á Akur- eyri og atvinnulífið Háskólinn á Akureyri efnir til ráðstefnu um háskólann og atvinnulif- ið laugardaginn 26. mars á sal Verkmenntaskólans á Akureyri. Ráð- stefnan hefst kl. 10.00 og er áætlað að henni ljúki kl. 17.00. Morgunblaðið/JI Frá afhendingu tækisins á Heilsugæslustöðinni. Frá vinstri eru: Ragnar Steinbergsson framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar, Konný Kristjánsdóttir hjúkrunarforstjóri, Magnús Ólafsson heilsu- gæslulæknir, Hjálmar Freysteinsson yfirlæknir, Hörður Frímannsson ritari Lionsklúbbsins, Valdimar Brynjólfsson formaður fjáröflunar- nefndar, Guðjón Jónsson gjaldkeri og Ólafur Jensson formaður. Lionsklúbbur Akureyrar: Afhenti Heilsugæslustöð- inni lungnamælingatæki Tækið er af gerðinni vitalograph- -Alpha. Það var formaður Lions- klúbbsins, Ólafur Jensson, sem af- Haraldur Bessason, forstöðumað- ur Háskólans á Akureyri, setur ráð- stefnuna. Dr. Bjöm Dagbjartsson, forstjóri Þróunarsamvinnustofnunn- ar íslánds, ræðir um hagnýtt há- skólanám, en hann var formaður nefndar sem nýlega hefur skilað áliti um matvælatæknifræðibraut við há- skólann. Brynjólfur Sigurðsson, próf- essor við Háskóla íslands, ræðir um stefnumörkun og viðskiptanám, en hann er formaður nefndar sem vinn- ur að undirbúningi viðskiptafræðin- áms við Háskólann á Akureyri. Dr. Sigfús Jónsson bæjarstjóri mun síðan ræða vítt og breitt um sjávarútveg og tengsl hans við háskólann, en fyrirhugað er að sjávarútvegsbraut verði þungamiðja háskólanáms á Akureyri. Sigfús situr meðal annarra í undirbúningsnefnd sjávarútvegs- brautar. Eftir matarhlé mun Valur Am- þórsson kaupfélagsstjóri ræða um gagnvegi háskóla og atvinnulífs og að loknum framsöguerindum verður fram haldið umræðum í tveimur hóp- um. Öðrum hópnum, sem fjallar um viðskipti og viðskiptanám, veitir for- stöðu Gunnar Ragnars forstjóri en hinum hópnum, sem Þórarinn Sveinsson samlagsstjóri veitir for- stöðu, er ætlað að fjalla um matvæla- vinnslu og matvælafræði. í umræðunum munu fulltrúar Fé- lags stúdenta við Háskólann á Akur- eyri skrifa niður helstu atriði og gera stuttlega grein fyrir þeim í ráðstefnu- lok. Ráðstefnan er öllum opin og eru allir áhugamenn um atvinnumál sérs- taklega hvattir til að sækja hana. Eðlileg uppbygging Haraldur Bessason gerir ráð fyrir að nám á viðskiptafræðibraut geti hafist við skólann að hausti komanda og væntanlega hefst nám á matvæla- tæknifræðibraut og sjávarútvegs- braut haustið 1989. Haraldur sagði Dansleikur laugardaginn 26. mars. Hljómsveitin Miðaldamenn leikur fyrir dansi. HótelKEA. að menn þyrftu að átta sig á því að hér væri um nýjan skóla að ræða og í niðurlagi lagafrumvarps um skól- ann væri gert ráð fyrir endurskoðun eftir þriggja ára reynslutímabil. „Menn mega ekki halda að hér sé á ferðinni fullmótaður háskóli með fullt af starfsliði. Við erum rétt að byija og skólinn verður að fá að byggjast upp á eðlilegan hátt." Fastir lektorar Nú liggur fyrir ráðuneytisheimild fyrir því að ráðinn verði námsbraut- arstjóri fyrir sjávarútvegsfræðina og verður sú staða auglýst innan skamms. Þá gerir Haraldur ráð fyrir því að ráðnir verðu að minnsta kosti sex fastir lektorar við háskólann fyr- ir næsta vetur, en aðeins brautar- stjóramir tveir þau Margrét Tómas- dóttir og Stefán Jónsson, eru fast- ráðnir við skólann. Haraldur sagði að stefnt yrði að frekara ráðstefnu- haldi á komandi árum og hæfist til dæmis undirbúningur von bráðar fyrir stóra ráðstefnu sem í bígerð væri að halda sumarið 1989. Hún hefði hlotið yfírskriftina „Menning undir leiðarstjömu" og væri ætlunin að bjóða ýmsum menntamönnum erlendis frá til ráðstefnunnar. Námskeið þetta er haldið að til- stuðlan atvinnumálanefndar og eru þátttakendur beðnir um að skrá sig til þátttöku f síma 21000. Þor- leifur Þór Jónsson atvinnumála- fulltrúi sagði í samtali við Morgun- blaðið að mikil þörf væri á auknu gistirými í bænum og ódýrasta leiðin til þess að auka það væri að nýta ónýtt rými í heimahúsum. Síðustu árin hefði ferðamönnum til landsins fjölgað um 10-12% ár- lega, en þó væri ekki vitað hversu mikið sú fjölgun skilaði sér út á landsbyggðina. „Gisting í heima- húsum er mjög vinsælt form hjá sumum hópum ferðamanna svo sem hjá Þjóðveijum og þó sérstak- Lionsklúbbur Akureyrar af- henti Heilsugæslustöðinni á Ak- ureyri nú i vikunni svokallað „spirometer“-tæki ásamt fylgi- hlutum til eignar, en þvi er ætlað að mæla starfshæfni lungna. Tækið mun hafa kostað hingað komið um 120.000 krónur og var hluta andvirðisins safnað með blómasölu í bænum á konudag- lega hjá Bretum. Þetta svokallaða „bed and breakfast“-fyrirkomulag er víða til án þess þó að haldin hafi verið sérstök námskeið fyrir þá er bjóða upp á slíka þjónustu. Þá er til athugunar að stofna hags- munasamtök þessa fólks. Bærinn stendur fyrst og fremst í þessu til að vekja athygli heimamanna á þessum möguleika og jafnframt til að lyfta undir með ferðamennsku. Slíkur heimarekstur er ekkert ann- að en rekstur lítils fyrirtækis og þarf vissulega að standa vel að slíku fyrirtæki,“ sagði Þorleifur Þór. Ekki liggja fyrir tölur um hversu margir stunda slíkan fyrirtækja- henti Hjálmari Freysteinssyni, yfir- lækni Heilsugæslustöðvarinnar, tækið. Hingað til hefur stöðin þurft að senda fólk til mælingar á Fjórð- ungssjúkrahúsið. Ólafur vildi koma á framfæri kæru þakklæti til bæj- arbúa fyrir góðar viðtökur á konu- daginn. rekstur heima fyrir. Kennslugögn munu koma frá Fræðslumiðstöð iðnaðarins og er meiningin að Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akureyri og í Reykjavík liggi með upplýsingar um hvar slíka þjónustu sé að fá. Þorleifur sagði að fólk hefði þetta allt frá tveimur og upp í átta herbergi hér norðanlands til að leigja út fyrir ferðamenn og vitað væri um heimagistingu fyrir allt að 20 manna hópa fyrir sunn- an. Hingað til hefur þurft leyfi frá lögreglustjóra og heilbrigðiseftir- lits viðkomandi staðar til reksturs- ins. „Með námskeiðinu viljum við gera fólki grein fyrir því að heima- gisting er ekkert annað en rekstur á litlu fyrirtæki. Á námskeiðinu verður rætt um hvemig vinna má ræstingu og húshald á hagkvæman hátt, hvemig leggja á upp morgun- verð og rætt verður um menningu og tjáskipti milli ólíkra þjóða, svo eitthvað sé nefnt. mn. Akureyrarbær: Námskeið í „heimagistingu“ Akureyrarbær ætlar að standa fyrir námskeiði ætlað fólki sem rekur eða hefur áhuga á að reka gistiþjónustu í heimahúsum fyr- ir ferðamenn. Lengd námskeiðsins er áætluð um 46 klukkustundir að viðbættum 25 klukkustundum í „ferðamannaensku“ ef þörf krefur. Kennt verður tvö kvöld í viku, á mánudögum og miðvikudög- um, fjórar stundir í senn. Námskeiðið hefst síðari hluta mars og stendur i tvo mánuði. Námskeiðsgjald er 9.500 krónur. ASKIÐUNI l SKEMMTIECMER.. í Hlíöarfjalli er gott færi og nægur snjór co CD CÖ "D ; 03 | "cö /O Q. ol Ath.: MUNIÐ FLUGLEIÐATRIMMIÐ 3.APRÍL OG SKÍÐAMÓT ÍSLANDS 14.-17. APRÍL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.