Morgunblaðið - 25.03.1988, Page 63

Morgunblaðið - 25.03.1988, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS „Alvöru utanríkisráðherra“ Guðmundur skrifar: Einn af þessum fyrrverandi rit- stjórum Helgarpóstsins fékk nátt- úrulega strax undir sig umræðu- þátt í Ríkisútvarpinu. Þegar hann var að bjóða gesti velkomna til skrafs sunnudaginn 20. mars sagð- ist hann hafa rekist á gamlan út- varpsmann frammi á gangi, sem hefði fagnað því, að nú loks hefði Island eignast alvöru-utanríkisráð- herra. Er það nú svo? Var það alvöruráðherra, sem lét málsvara eins hryðjuverkahóps (af mörgum) svokallaðra Palestínu- araba hjálpa sér við að móta ut- anríkissteftiu íslands í eldfimu máli á stundinni í einni útvarps- stöðinni þennan sama sunnudag. Málsvarinn linnti ekki látum, fyrr en ráðherrann var búinn að jánka því, að hann væri reiðubúinn til að hitta gamla morðsveitaforingj- ann, brennuvarginn og sprengjuk- astarann, Yassar Arafat, til skrafs og ráðgerða um frið í Austurlönd- um, annað hvort hér á íslandi eða í útlöndum. Fylgir því kannski engin ábyrgð að vera alvöruráðherra? Hvað er verið að egna á ísland með þessum ógætilegu orðum, sem strax voru endursend út um allan heim? Meðan þeir prísa sig sæla, sem sleppa við að biandast í hinar hroðalegu deilur, mannrán og manndráp, fyrir Miðjarðarhafs- botnum, ætlar íslenskur ráðherra að fara að blanda sér og þjóð sinni í málið með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir land og þjóð. Og hvaða áhrif ímyndar hann sér eiginlega, að hann geti haft á þessar deilur og þennan ófrið? Heldur hann, að honum muni ganga betur en leiðtogum stór- velda, sem neyðast til þess að hafa afskipti af málinu og hafa varið ómældum tíma til þess í fjöldamörg ár? Rödd ráðherrans flutti íslenzku þjóðinni þennan boðskap á nokkr- um rásum hljóðvarps og sjónvarps þennan dag, og hjó ég eftir því, að hann taldi Islendinga hafa átt þátt í viðræðum á leiðtogafundin- um í Reykjavík 1986. Hvaða ógnar ímyndanir eru þetta? Heldur hann virkilega, að hús- ráðandi sé ábyrgur þátttakandi í umræðum gesta á leiguherbergj- um? Ber Óiafur Laufdal ábyrgð á hjónabandi, sem er stofnað með trúlofun á Hótel Borg? Ég tók líka eftir því, að hann taldi Yassar Arafat það til gildis, að öfgahópar sæktust eftir lífi hans (og mundu sjálfsagt elta hann til íslands), svo að eitthvað gott hlyti að vera spunnið í manninn. Satt er það, að margir hópar (eink- um fyrri skoðanabræður) hafa margsinnis reynt að fyrirkoma Arafat, og margir reyndu líka að drepa Hitler, en ég sé ekki, að það gefí skoðunum þeirra sjálfkrafa neinn gæðastimpil. Enginn sækist vonandi eftir lífí hins íslenzka ráð- herra, en ég sé ekki, að hann sé neitt verri maður fyrir það. Sjálfur stóð Arafat fyrr í þessum mánuði fyrir því, að PLO-menn hans tóku hóp saklausra manna í gislingu, og féllu sex manns í þeirri „að- gerð“, eins og ráðherra ætti að vera kunnugt af fréttum fyrir nokkrum dögum. En kannski tók hann ekki eftir þessu? Til sp arifj ár eigenda Kæri Velvakandi! Föstudaginn 11. mars 1988 birt- ist hér í Velvakanda grein eftir „Hafdísi", sem bar heitið „Hags- munum spariijáreigenda teflt í tvísýnu". Ég vil koma á framfæri stuðningi mínum við Hafdísi, ég er henni innilega sammála. Ég hef fylgst nokkuð með þessu máli varðandi nýja löggjöf um fjár- magnsmarkað hér á landi. Ég las bæði viðtal við viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, og framkvæmda- stjóra Fjárfestingarfélags íslands hf. Ég verð að segja, að mér fínnst viðskiptaráðherra hafa farið nokk- uð illa að ráði sínu. Greinilegt er að undirbúningsvinna við frum- varpið og athugun á §ármagns- markaðinum hefur verið í lág- marki, og það sem verra er að hún hefur verið framkvæmd án samráðs við fjárfestingarfélögin, eftir því sem Gunnar Helgi segir. Hins vegar fínnst mér ekki rétt að bera okkur sífellt saman við það sem er að gerast á þessum markaði úti í hin- um stóra heimi. Verðbréfamarkaðurinn hefur verið í örum vexti og er á góðri leið með að slá öll met. Auðvitað verður að setja löggjöf um þessa starfsemi sem aðra, svo að markað- urinn bara hreinlega springi ekki. En sú löggjöf þarfnast mikillar vinnu og þekkingar á fjármálum. Eflaust hefur mikil vinna þegar verið lögð í þetta verkefni en það hlýtur að hafa verið byijað á vit- lausum enda. Þennan margslungna markað verður að skoða frá öllum hliðum áður en ráðist er í að setja honum einhveijar skorður. Ég tel, eins og Hafdís, að jafna verði aðstöðu fjárfestingarfélag- anna og banka, þannig að enginn sé öðrum fremri. Ég vil beina þeim tilmælum til ráðherra, þó af veikum mætti sé, að hann endurskoði frum- varpið með rök og ábendingar Gunnars Helga Hálfdánarsonar í huga. Fjármálaspekingur Víkverji skrifar Víkveija hefur borist svohljóð- andi bréf frá Gunnlaugi Sveinssyni, rithöfundi: „Kæri Víkveiji!! Djúp og inniieg aðdáun býr mér í hjarta, þegar ég hugsa um þá baráttu sem Moigunblaðið hefíir stundað til að bæta íslenska tungu og bægja frá erlendum orðskrípum. Ég vil nú leggja mitt litla lóð á vogarskálina og benda á orð, sem lengi hefur laumast fram á varir íslenskrar aiþýðu, án þess að hún gerði sér grein fyrir þeirri voðalegu hættu, sem af því stafar. Hér á ég við orðið dogg, í orðatiltækinu: Að rísa upp við dogg. Ef íslensk málsaga er skoðuð, kemur í ljós að þetta orðskrípi kem- ur inn í tunguna f upphafí 16. ald- ar, þegar enskir duggarar tóku að sigla til íslands. Skýringin mun væntanlega sú, að þegar enskar fleytur fórust hér við Island og skip- brotsmenn voru færðir til hvflu á íslenskum bóndabæjum og vöknuðu upp við hundgá, sögðu þeir. „A dog,“ og risu upp. Bláeygar heimasætur lýstu þessu síðan þannig, að útlendingurinn hefði „risið upp við dogg“. Hér er trúlega fyrsta dæmið og það skýrasta um það í hvereu voða- legri vök íslensk tunga á að veijast gegn enskum áhrifum. Er ekki stutt í það að fólk segi: „Þegar hann vaknaði reis hann upp við hot dog“. Þar sem „hot dog“ (pylsa með öllu) er nú miklu meira í tísku, en bara venjulegur „dog“ (hundur) hjá Ameríkumönnum. Ég vil nú skora á þig, Víkveiji góður, og unnendur ástkæra ylhýra málsins, sem hafa gengið svo vask- iega fram með jóreyk um ritvöllinn á síðum Morgunblaðsins, að þeir kveði niður þetta orðskrípi. Að sjálfsögðu væri best ef menntamálaráðherra bæri fram til- lögu á Alþingi, um að banna al- menningi að nota orðatiltækið „að rísa upp við dogg“, og í framhaldi af því yrði skipaður sérstakur mál- vörður, sem sektaði alla þá sem notuðu þessa útlensku slettu.“ XXX etta bréfkom Gunnlaugs vekur upp í minningu Víkveija sögu, sem eitt sinn gerðist. Nokkrir starfsmenn Morgunblaðsins höfðu verið að skemmta sér og lauk gleð- skapnum á heimili eins þeirra, sem átti hund. Einn gestanna sofnaði á gólfínu og vaknaði um morguninn við að hundur húsráðanda sleikti hann í framan. Páll heitinn Skúla- son, landskunnur fyrir glettni og ritstjóri Spegilsins, var þá prófarka- lesari á ritstjóm blaðsins. Honum var sögð sagan og hve ókvæða maðurinn hafí orðið við er hunds- tungan snart hann í framan. Þá sagði Páll: „Já, nú skil ég fyrst til hlítar orðatiltækið „að rísa upp við dogg“.“ XXX Kannski er það að bera í bakka- fullan lækinn að ræða trygg- ingafélög og bifreiðatryggingar í þessum pistlum, en nýlega varð Víkveiji fyrir því óhappi að á bfl hans var ekið. Víkveija og aðilan- um, sem olli árekstrinum, kom sam- an um að ástæðulaust væri að kalla til lögreglu og einnig að fylla út eyðublaðið, sem sent hefur verið bifreiðaeigendum. Þess í stað myndu þeir fara til tryggingafé- lagsins og tilkynna málavöxtu. En tryggingafélagið var ekki á þeim buxunum, nota skyldi eyðu- blaðið og var viðskiptavinum þess rheinað að gefa skýrelu með öðrum hætti. Þeir fengu ekki að ræða við fulltrúa félagsins eins og þeir ósk- uðu eftir. Satt að segja skyldi Víkveiji til- uið þessa eyðublaðs á þá lund, að með því væri verið að firra lögreglu því að þurfa að skipta sér af hvaða árekstri sem yrði í umferðinni. Til- gangurinn væri ekki að minnka þjónustu tryggingafélaganna á sama tfma og iðgjöldin hækkuðu um tugi prósenta. j) uiL gjarnan fa. c&> Lita. cx. þessci öt>rjóta*tegu diska. ykkar " * Ast er ... snertur af tunglsljósi. TM R#q. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1988 Los Angeles Times Syndicate Það er þungt loft hérna. Þú hefur vonandi ekkert á móti þvi að við bijótum eins og eina rúðu? Með morgunkaffínu HÖGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.