Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 14

Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Helgihald í Dómkirkjunni um bænadaga og páska Fjölbreytt helgihald og fögur tónlist flutt af færustu listamönnum Á SKÍRDAG kl. 11 verður að venju messa með altarisgöngu og annast hana sr. Guðmundur Guðmundsson æskulýðsfulltrúi. Á föstudaginn langa messar sr. Hjalti Guðmundsson kl. 11. Ein- söng í þeirri messu syngur Elín Sigurvinsdóttir. Kl. 14 þann dag verður sr. Þórir Stephensen með guðsþjónustu, þar sem að venju verður lögð megináhersia á tónlist helgaða þessum degi. Einar Jóhannesson leikur einleik á klarinett, Adagio úr klarinett- konsert eftir Mozart. Dómkórinn syngur þekkt kórverk, lesin verða lok píslarsögunnar og flutt stutt hugleiðing. Að lokum verður litan- ían sungin. Að venju verða engin ljós tendruð í kirkjunni þennan dag. Á laugardag verður bamasam- koma með venjulegum hætti. Á þáskadag messar sr. Þórir Stephensen kl. 8. f.h., en sr. Hjalti Guðmundsson kl. 11. Stólvers í báðum þeim messum verður hið fagra tónverk Páskadagsmorgunn eftir Sveinbjörn Sveinbjömsson. Einsöngvarar verða Kristinn Sig- mundsson. Marta Guðrún Hall- dórsdóttir og Guðný Ámadóttir. Kl. 14 á páskadag verður sr. Þórir Stephensen með skírnar- messu en á annan í páskum verða svo fermingar á báðum messutím- um. Páskarnir em mikilvægasta trú- arhátíð kristinna manna. Þess er því vænst, að menn hugleiði boð- skap þeirra og dymbilvikunnar. Það verður ekki síst gert með kirkjugöngu þessa umræddu daga. Sr. Þórir Stephensen. Iv/i Okkur langar að vekjaathygli yðar á nýrri út- færslu skammtara fyrir plástra og sáravotdúka. Þessi útfærsla er mjög hentug fyrir heimili og sjálfsagður hlutur í öll fyrirtæki. PU^' - Skammtararnir eru sér hannaðir með hreinlæti og hagkvæmni í huga, ekkert fer til spillis. Hreinlæti í meðferð sára er afar mikilvægt, ekki síst nú á tímum. Heiidsöiubirgðir ÚTSÖLUSTAÐIR: APÓTEK UM LAND ALLT □sQssfeEmS Mo Ármúla 34-Pósthólf 8556-128-Reykjavik ö 91-689-100 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.