Morgunblaðið - 31.03.1988, Side 39

Morgunblaðið - 31.03.1988, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 C 39 Eydís og Daði í Gallerí List SÝNING á keramikverkum eftir þau Eydísi Lúðvíksdóttur og Daða Harðarson verður opnuð á morgun, skírdag, kl. 14 i Gallerí List, Skipholti 50b. Daði og Eydís hafa rekið saman verkstæði á Asi í Mosfellsbæ síðan í nóvember 1987. Þau vinna ýmist Ættfræði- námskeið SENN hefjast ný ættfræðinám- skeið hjá Ættfræðiþjónustunni í Reykjavík. Námskeiðin standa í 8 vikur. Á ættfræðinámskeiði fræðast menn um fljótvirkar og öruggar leitaraðferðir, fá leiðarvísa og yfir- sýn um helztu heimildir, sem notað- ar eru, og leiðbeiningar um gerð ættartölu og niðjatals. Þá æfa þátt- takendur sig í verki á eigin ættum eða frændgarði, en á námskeiðinu bjóðast þeim ákjósanleg skilyrði til ættarrannsókna, þar sem unnið er úr Qölda heimilda, útgefnum sem óútgefnum. M.a. fá þátttakendur aðgang og afnot af öllum mann- tölum á íslandi frá 1703 til 1930, íbúaskrám o.s.frv., auk kirkjubóka úr öllum landshlutum. Skráning er hafin í námskeiðin hjá forstöðumanni Ættfræðiþjón- ustunnar, Jóni Val Jenssyni. Hver námshópur kemur saman áinu sinni í viku, þijár kennslustundir í senn. Hámarksfjöldi í hveijum hópi er 8 manns. Auk 8 vikna grunnnám- skeiða er boðið upp á 5 vikna fram- haldsnámskeið. Áthygli skal vakin á, að þetta eru síðustu námskeiðin, sem í boði eru í Reykjavík á þessu starfsári. í sumar verða einnig hald- in slík grunnnámskeið á nokkrum stöðum úti á landi, ef næg þátttaka fæst. (Fréttatilkynning) saman eða sitt í hvoru lagi að gerð listmuna úr postulínsleir og hafa á síðustu mánuðum gert fjölda til- rauna með leirinn, liti og glerunga, form og skreytingar. Sýningin í Gallerí List er afrakstur þeirra til- rauna. Eydís Lúðvíksdóttir fæddist 16. febrúar 1950. Hún lauk prófi úr kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1971 og hefur síðan m.a. starfað við mynd- menntakennslu, útstillingar, hönn- un hjá Glit hf. uns kom að stofnun Leirsmiðjunnar Áss. Eydís starfaði einnig á eigin vegum og tók þátt í sýningunni Hönnun ’82 og hélt einkasýningar á Kjarvaisstöðum 1985 og 1987. Daði Harðarson fæddist 6. apríl 1958. Hann lauk námi í keramik- deild Myndlista- og handíðaskólans árið 1982 og var næstu tvö árin gestanemi við Skolen for Brugs- kunst í Kaupmannahöfn. Daði rak sjálfstætt verkstæði í Kaupmanna- höfn 1984—85 og starfaði við vöru- þróun og hönnun hjá Glit hf. á árun- um 1985—87. Hann hélt einkasýn- ingu í Gallerí Langbrók 1985 og hefur tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur frá 31. mars til 10, apríl. Hún er opin virka daga frá klukkan 10 tii 18 og helgidaga kl. 14-18, en er lokuð á föstudaginn langa. (Fréttatilkynning) Eydís Lúðvíksdóttir og Daði Harðarson í vinnustofu sinni. Athugasemd við greinina Leikminjar Mín vegna má Sveinn Einarsson vera önugur til eilífðamóns, en rangindum í minn garð í greininni Leikminjar í Morgunblaðinu 27. mars kemst ég ekki hjá að svara. Hann vænir mig um þá fákunnáttu að vita ekki um tengsl myndarinnar Gotcha og sjónleiksins Hremming, sem hefur gengið „lungann úr vetri" hjá Leikfélagi Reylqavíkur. Það má ekki minna vera en leik- húsmaðurinn uppfræði mig og aðra um þann skyldleika. Það er leiðin- legt að vera önugur, en eins og þeir best vita sem telja sig fylgjast með bíómyndum og leikhúsi er sá skyldleiki enginn. Varðandi aðkast um notkun á nöfnum myndbanda á frummáii er því til að svara að ég hef margoft útskýrt það óyndisúr- ræði sem kemur til vegna þess að oft er heitið ekki einu sinni íslensk- að í upphafi (kvikmyndin); að íslenska heitið höfðar sjaldnast til efnis myndarinnar og er því vel- flestum óskiljanlegt eða gleymt nokkrum mánuðum síðar (er mynd- bandið kemur út), en þó fyrst og fremst sökum þess að myndbanda- útgefendur sjá yfírleitt ekki sóma sinn í að nota annað nafn á kápum en frumheitið. Ég hef oft fundið að þeim vinnubrögðum í greinum mínum og mættu gjarnan fleiri taka undir þá gagnrýni. Virðingarfyllst, Sæbjörn Valdimarsson 16. og 30. júní verða sérstakar fjölskylduferðir til Costa Del Sol. í þessum ferðum sem kallaðar eru HNOKKA- FERÐIR, fá öll börn á aldrin- um 2-11 ára 40% afslátt og 12-15 ára 11.700 kr. afslátt. Hnokkaferðir okkar til Costa Del Sol hafa slegið í gegn. Fjöldi ánægðra við- skiptavina vitnar um það. Við bjóðum aðeins fyrsta flokks gististaði, þar sem aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar. PRINCIPTO SOL, SUNSET BEACH CLUB ofl. Fararstjórarnir Þórunn Sigurðardóttir og Sigríður Stephensen sjá um að allir séu ánægðir. Jakobína Davíðsdóttir, HNOKKA- FARARSTJÓRI, heldur uppi fjörinu hjá ungu kynslóðinni og léttir áhyggjum af foreldrunum. Öll börn fá fría húfu, Sögu- bol og meðlimakort í Hnokkaklúbbnum. í lok sumars verður svo dregið úr öllum kortunum og þá verða 5 börn svo heppin að fá fría ferð sumarið 1989 Askriftarsimirm er 83033 BROTTFARIR W- í™'3VXr. mörgsætitaus. FERÐASKRIFSTOFAN Suöurgötu 7 S.624040

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.