Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
Frá Ströndum
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
STRANDAPÓSTURINN. 21.
árg. 141 bls. Útg. Átthagafélag
Strandamanna. 1987.
Strandapósturinn hefur nú
komið út í röska tvo áratugi. Það
er einkum fólk sem komið er á
efri ár sem birtir efni í ritinu,
minningabrot úr heimahögum.
Sumir, sem settu svip á fyrstu
árgangana, eru nú gengnir en
aðrir hafa tekið við. Ingólfur Jóns-
son frá Prestsbakka er einn fárra
sem ritað hafa í Strandapóstinn
frá upphafi. Hann er hér með
Ferðalok — lokaorð Hrútfirðinga-
þátta sem birst hafa í ritinu á
undanfömum árum.
Meðal annars efnis nefni ég Um
verslunarmál við Húnaflóa fyrir
90-100 árum eftir Játvarð Jökul
Júlíusson. Þó Borðeyri hafi ekki
náð að vaxa í hlutfalli við aðra
sambærilega verslunarstaði er
saga hennar merkileg; þar gerðu
héraðsbúar á 19. öld markverðar
tilraunir til að taka verslunina í
eigin hendur — jafnvel fyrir daga
samvinnuhreyfingar og kaupfé-
laga. Þar voru ekki aðeins
Strandamenn að verki heldur líka
Húnvetningar og Dalamenh. Upp-
lýsir Játvarður Jökull hvernig
Torfi í Ólafsdal tengdist þessari
verslun • og birtir síðan kafla úr
bréfum Torfa til Kristjáns Gísla-
sonar, »afhendingarstjóra á Borð-
eyri«.
Skúli Guðjónsson frá Ljótunnar-
stöðum, sem nú er látinn, lét
Strandapóstinum eftir það sem
hann átti í fórum sínum. Eru að
þessu sinni birtir tveir þættir hans,
Hundar og Hundsmálið. Skúli gat
verið gamansamur og í síðar-
nefnda þættinum segir hann frá
málatilbúnaði sem reis vegna þess
að maður nokkur taldi sneitt að
æru sinni. í kyrrstæðu og fámennu
samfélagi fyrri tíðar brugðust
menn jafnan hart við ef þeir töldu
vegið að heiðri sínum.
Ingvar Agnarsson er í hópi
þeirra sem mest hafa skrifað í
Strandapóstinn. Hér á hann meðal
annars þáttinn Fuglaskíturinn.
Segir þar frá lækningaraðferð sem
frumstæð mundi þykja nú, en
gafst vel á sínum tíma. Er síðan
útskýrt fræðilega hvers vegna
aðferð þessi kann að hafa gefist
svo vel sem raun bar vitni.
Hamarsbæli nefnist þáttur eftir
Guðmund Guðna Guðmundsson.
Það er persónuleg endurminning
frá upphafi kreppunnar miklu í
bland við frásögur af mönnum og
mannlífi í sýslunni. Athafnalíf var
þá víða blómlegt norður þar; eyð-
ing byggða ekki komin á þann
skrið er síðar varð.
Strandapósturinn hefur nú tekið
eftir öðrum héraðaritum, Skaft-
fellingi til dæmis, að birta
samtímaannál: Fréttir að heiman
1987 eftir Stefán Gíslason, sveit-
arstjóra á Hólmavík. Margt er þar
Sjómenn - útgerðaraðHar
VORUM AÐ FÁ í SÖLU ÞESSITVÖ FISKISKIP,
HÖNNUÐ OG SMÍÐUÐ HJÁ STÁLVÍK HF.
9,9 tonna stálbátur með eða án ályfirbyggingar.
Hentar vel til línu-, neta- og handfæraveiða. Veiði-
heimild fylgir ef samið er strax.
120 tonna fiskiskip hannað til línu-, neta- og tog-
veiða. Skipið er smíðað úr stáli, knúið af dieselvél
með einni skiptiskrúfu. Mjög auðveldlega hægt
að breyta því í frystiskip.
VEITUM RÁÐGJÖF OG AÐSTOÐ VEGNA FJÁRMÖGNUNAR.
Teikningar og nánari upplýsingarhjá sölumönnum.
PEKKING QG ÖRYGGI í FYRIRRÚMI
Opið: Mánud.-fimmtud. 9-18 föatud. 9-17 og tunnud. 13-18._
Sölumenn: Sigurður Dagbjartsson, Ingvar Guðmundsson.
Hilmar Baldursson hdl.
LEITIN AÐ
SKALLAGRIGG
Ingólfur Jónsson frá Prests-
bakka.
fróðlegt um hagi sýslubúa, menn
og málefni. Meðal annars segir
um »kynjahlutfall í Kirkjubóls-
hreppi« að þar hafi nú um margra
ára skeið fæðst sveinbörn ein-
göngu. »Líkurnar á 15 sveinbama-
fæðingum í röð eru 1 á móti
32.768 (miðað við jafna tíðni
kynja), þannig að þróunin í Kirkju-
bólshreppi er með ólíkindum,« seg-
ir Stefán sveitarstjóri.
Kveðskapur héftir alltaf birst í
Strandapóstinum í bland við lausa-
málsþætti. Misjafn hefur hann
verið eins .og gengur; sumt ort til
húgarhægðar, annað býsna minn-
isstætt. Best þykir mér það sem .
hvorki er ort .um blíðan blæ né vor
á sæ heldur efni úr hversdagslífinu
með málfari sem hæfir, engu orð-
skrúði. Sem dæmi þess er Svala
eftir Jónu Vigfúsdóttur frá Stóru-
Hvalsá — um þriggja ára stelpu
Ȓ bleikri peysu og buxum og bund-
in slaufa um hár.«
Margt er fleira læsilegt í þessum
Strandapósti og má yfirhöfuð
segja að rit þetta sé til sóma öllum
sem að því standa.
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
WiIIiam Horwood: Skallagrigg
Útg. Penguin 1988
Skallagrigg segir í fyrstu frá
drengnum Arthur, sem er skömmu
eftir fæðingu úrskurðaður sem
bjargarlaus fáviti og er settur fimm
sex ára á heimili fyrir aumingja.
Upphaf sögunnar er í kringum
1927, þegar ástand í málefnum
fatlaðra á Englandi var frumstætt
sem víðast annars staðar og hælin
voru geymslustaður í orðsins fyllstu
merkingu og menn höfðu hvorki
þekkingu né áhuga- á að kanna,
hvort „fávitarnir" hefðu ef til vill
bæði greind og getu á við svokallað
venjulegt fólk. '
Arthur getur ekki tjáð sig, en
eitt orð segir hann þó „Skallagrigg"
og á hælinu verður þetta orð dreng-
ins tákn um von, þótt enginn skilji
við hvað hann á. En þó trúa Arthur
og vinir hans, að Skallagrigg mun
koma - einhvern tíma - og bjarga
þeim úr fjötrum.
Sagan um Skallagrigg berst
áfram, hinir fötluðu, segja hana
hver öðrum og áratugirnir líða og
þar kemur að stúlkan Ester Mar-
quand, sem stríðir við ekki óSvipaða
fötlun og Arthur á sínum tíma, fer
að reyna að rekja slóð Skallagr-
iggs. Esther er með krampalömun
og hún getur ekki tjáð sig, en með
óhemju vinnu óg dyggri aðstoð fjöl-
skyldu sinnar og síðast en ekki sízt
tækninni, nær hún ótrúlegum ár-
Skipholti 50 C (gegnt Tónabíói)
Sími 688-123
Opið 1-3
2ja-3ja herb.
Kríuhólar. Gullfalleg 55 fm 2ja
herb. íb. á 2. hœö í lyftuh. Góö sam-
eign. Verð 3,0 millj.
Hamraborg — Kóp. 75 fm
falleg 2 herb. íb. á 3. hæð. Áhv. 560
þús. húsnæðisstj. Bílageymsla. Verð
з, 5 millj.
Bræöraborgarstígur. 90 fm
góð íb. á jarðh. MikiÖ endurn. Verð 3,2
millj.
Langamýri. 100 fm 3ja herb. íb.
á 1. hæð ásamt bílsk. Sérinng. Afh. tilb.
и. trév. nú þegar.
4ra-5 herb.
Fellsmúli. 110 fm 4ra herb. íb. á
jaröhæð. Litið niðurgr. Góö sameign.
Garður búinn leiktækjum. Verð 4 millj.
Sundlaugavegur. 130 fm
glæsil. nýl. endurn. sérh. á 1. hæö
ásamt tvöf. 50 fm bílsk. Suðursv. Sér-
herb. á jaröh. Verð 6,2 millj.
Raðhús - einbýl
Brekkubær. 305 fm 9
herb. stórglsesil. raðh. á tvelmur
hæðum auk kj. Innr. allar úr
massifu beyki. 3 baðherb. Nudd-
pottur. Vönduð eign. Verð 9,5
millj.
Snæland. Glæsll. 110 fm
sólrik Ib. á 1. hæð. 4ra herb.
ásamt holi. Skemmtil. innr. Stór-
ar suðursv. Ahv. 600 þús.
húsnst.lán.
Flúðasel. 110 fm glæsil. 4ra-5
herb. endafb. á 2. hæð. Parket. Stórar
suöursv. Þvottah í íb. Bílskýli. Áhv. 760
þús. Verð 5,2 millj.
Asparfell. 110 fm gullfalleg ib. á
3. hæð í lyftuh. Nýjar innr. Parket.
Þvottah. á hæð. Öll þjónusta við hönd-
ina. Verð 4,7 mlllj.
Tómasarhagi. 160 fm
stóglæsll. sérhæð á 1. hœð með
bílsk. Stórar stofur. Svallr eftir
öllu húsinu til suðure. Ekkert
'áhv. Verð 8,6 millj.
Kelduland. 100 fm falleg Ib. á 2.
hæð. Áhv. 650 þús húsnæðísstjlán.
Verð 6,6 millj.
Réttarholtsvegur — Foss-
vogur. 116fm endareðhús á tveim-
ur hæöum auk kj. Nýl. eldhúsinnr. Suð-
ur verönd. Gott ástand. Verð 6,6 mlllj.
Seljabraut. 200 fm glæsil. innr.
raðhús á þremur hæðum. Tvennar svalir.
Bilskýii. Rúmg. eign. Verö 7,7 millj. Ákv.
sala.
Þverás. 2 glæsil. 150 fm einbhús
með bílsk. Húsin eru fokh. og afh. fullb.
utan í apríl. Teikn. á skrlfst. Verö 4,9
millj.
Réttarholtsvegur. 110 fm
endaraðhús á tveimur hæðum auk kjall-
ara. Nýl. eldhúsinnr. Suöurverönd. Gott
ástand. Verð 6,6 millj.
Digranesvegur — Kóp. 160
fm rúmg. einbhús. á góðum útsýnis-
stað. 50 fm bilsk. Mögul. á séríb. á jarð-
hæö. Ekkert áhv. Verð 7,9 mlllj. Æskil.
skipti á 5 herb. ib.
Þykkvibær. 110 fm 5 herb. einb-
hús (timbur), auk 40 fm bilsk. Nýtt þak.
Verð 6,9 mlllj.
Þverás. 3 glæsil. 210 fm einbhús
á tveimur hæðum. Afh. fokh. innan,
fullb. utan í júní. Verð 6,9 mlllj. Teikn.
á skrifst.
Túngata — Álftanesi. 2l0fm
7 herb. einbhús með 50 fm bílsk. Hús-
ið er aö mestu fullg. Mikið óhv. Verð
7,0 millj.
Pingás. Vorum aö fá í sölu ca 210
fm raöh. ó tveimur hæðum m. bílsk.
Skilast fokh. i júni. Teikn. ó skrifst. Verö
5,0 millj.
Viðarás. Glæsil. raðh. (á einni hæö).
4ra-5 herb. 112 fm auk 30 fm bílsk. Afh.
fullb. utan, fokh. innan í í feb.-júní ’88.
Teikn. á skrifst. Verð 4,2 millj.
Verslunarhúsnæöi
Sudurlandsbraut. Um 300 fm
versl.- og skrifsthúsn. í nýju húsi. Tilb. u.
trév. Laust tH afh. Mætti selja í minni ein.
Audbrekka — Kóp. til leigu 120
fm verslunarhúsn. Hentar vel sem sö-
luturn eða matsölust.
j, Tht' compoUlng
scarcli to imcsrth a
5 tctTcr tliat coultl
ncvcr bc tolti
W I L L I A M
HORWOOD
Vantar allar geröir góóra eigna á skrá
f Krístján V. Kristjánsson viöskfr., Sigurður Öm Sigurðarson viðskfr.,
Eyþór Eðvarðsson sölum.
Kápumynd
angri í að tjá sig. Auðvitað á sinn
hátt.
Hún er þess fullviss að Skallagr-
igg er ekki bara eitthvað sem fatí-
aður drengur nefndi áratugum áð-
ur, hún þykist vita að hanri sé til
og hann gæti verið á lífi enn. En
fyrst er að finna Arthur. Frá honum
verður leiðin að liggja.
Sagan Williams Hoorwood er
■sögð af miklum tilfinningahita, inn-
sæi í heiminn hinna fötluðu, sem
verða að reiða sig á umhverfið til
að koma skilaboðum sínum áleiðis.
Stundum er dulúðin í kringum Skal-
lagrigg að verða einum og upphaf-
in, en það má höfundur eiga, að
eftir hinar lengstu krókaleiðir finn-
ur hann lausnina og hún er sann-
færandi þegar á allt er litið.
Lýsingin á Esther verður ákaf-
lega lifandi og áhrifamikil, það er
með ólíkindum, hversu vel henni
verður ágengt og gaman að reyna
að fylgja henni eftir, þegar hún fer
að glíma við Skallagriggmálið.
En löng saga er sögð, áður en
þar er komið; samskipti hennar og
föður hennar og síðan kynnin við
föðurfjölskylduna, sem höfðu snúið
baki við aumingjanum. Þessu er
lýst af skilningi og leikni.
Maður er leiddur inn í býsna
framandlegan heim í þessari bók,
og maður hristir ekki fram úr er-
minni að lesa hana. En hún skilur
mikið eftir.
Bókinni lýkur ekki fyrr en á 21.
öldinni og með lausninni hefur
sögumaður einnig fundið uppruna
sinn og er sú flétta haglega gerð.
Bókin er nýkomin út og vonandi
hún verði fáanleg hér í búðum hið
fyrsta.
Fyrirlestur
umjökul-
hörfun á
miðhálendinu
Mánudagskvöldið 25. apríl
greina jarðfræðingarnir Ingi-
björg Kaldal og Skúli Víkingsson
frá nýlegum rannsóknum sínum,
en með því að mæla jökulrákir
og kortleggja jökulgarða og aðr-
ar jökulmenjar hafa þau dregið
upp skýrari mynd af hörfunar-
sögu ísaldaijökulsins á hálend-
í fyrirlestrinum fjalla þau um
niðurstöður þessara rannsókna í
máli og myndum og taka fyrir val-
in svæði til nánari umfjöllunar.
Fyrirlesturinn, sem er öllum op-
inn, verður í stofu 101 í Odda,
Hugvísindahúsi háskólans og hefst
kl. 20.30.