Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
NÁTTÚRUUNDRIÐ TRÉ
OG ORKUBÚSKAPUR ÞESS
Á sumardaginn fyrsta verða viss
tímamót í hugum íslendinga þótt oft
sé kalsasamt þann daginn. Menn eru
minntir á að brátt hefjist nýtt vaxt-
arskeið í ríki náttúrunnar blóm og
jurtir fari að gægjast upp úr mold-
inni og tré og runnar laufgast.
Það er einmitt náttúruundrið tré
og orkubúskapur þess sem hér er
vakin athygli á — þegar vökvi fer
að streyma um stofn og greinar —
þegar ljóstillífun er hafín fyrir til-
stilli sólarljóss, lofthita og blað-
grænu. Þessi undur eru í raun leynd-
ardómurinn um lífíð á jörðinni.
Tré hafa þá sérstöðu í gróðurrík-
inu að þau bæta við vöxt sinn á
hverju ári en byija ekki upp á nýtt
eftir veturinn eins og blómplöntur
gera. Þau safna sólarorku í stofn
og greinar — he§a sama búskap á
vorin þar sem frá var horfíð síðasta
haust.
Meðfylgjandi skýringarmynd sýn-
ir í stórum dráttum hvemig tré, t.d.
birki, aflar sér næringar, eykur við
stærð sína og þroskast á vaxtartí-
manum þegar rétt skilyrði eru fyrir
hendi.
xx
Hér eru birtar glefsur úr bók
Hákonar Bjamasonar „Ræktaðu
garðinn þinn“, sem kom út í 3. og
endurskoðaðri útgáfu nú fyrir jólin
til frekari fróðleiks, en bókin hefur
að geyma leiðbeiningar um trjá-
rækt. Um aldursskeið trjáa:
„Tré hafa sín aldursskeið á sama
hátt og aðrar lifandi vemr, bemsku,
æsku, fullorðinsár og elli.
Á fyrsta og öðru aldursskeiði em
tréin viðkvæmari og þola verr áföll
en síðar. Vöxtur þeirra er oft hraður
fram til fullorðinsára og gildir það
einkum um hæðarvöxtinn. Þegar
hæfilegum þroska er náð fara trén
að bera blóm og fræ, en það er ekki
fyrr en þau em fullþroska sem fræ-
vöxtur verður mikill oftast á fárra
ára fresti eða árlega. Um það leyti
er hæðarvexti að mestu eða öllu lok-
ið en hins vegar heldur tréð áfram
að gildna enn um mörg ár.
Trén em langlíf — langlífari en
flest annað sem lifir á jörðu hér.
Þó er mikill munur á meðalaldri
hinna ýmsu tegunda . . . Elstu birki-
tré hér á landi em um 100 ára...
10-15 METRA HÁTT BIRKITRÉ *
GETUR BORIÐ ALLTAÐ 50 ÞÚSUND
LAUFBLÖÐ. MEÐ UÓSTILLÍFUNINNI
EYKST DAGLEGA VIÐARMAGN
TRÉSINS UM VAXTARTÍMANN. -
LAUFIÐ
BLAÐGRÆNAN BINDUR
UÓSORKUNA OG BREYTIR
KOLTVÍILDIANDRÚMS-
LOFTSINS í NÆRANDI
SYKRUR. FRÁLAUFINU
KEMUR HREINTILDI
(SÚREFNI) ÚTÍ
ANDRÚMSLOFTIÐ.
wm
UÓSTILLÍFUN
^atnsg^
STOFNINN
UM STOFN OG GREINAR
LIGGUR ÖRFÍNT ÆÐANET Á
MILLI YSTA VIÐARLAGS OG
INNSTA LAGS BARKAR. ÞAR
ER VAXTARLAG TRÉSINS,
FARVEGUR NÆRINGAR-
VÖKVANS MILLI RÓTAR-
KERFISOG LAUFS.
ÞAÐ ER ÞETTA ÆÐAKERFI
SEM GETUR SKEMMST
ÞEGAR SINA BRENNUR AÐ
RÓTUM TRÉSINS, OG
GETUR DREPIÐ ÞAÐ.
ðf/Y'. . ÁRLEGUR
'jf/ VIÐARVÖXTUR (árhripgir)
?;/ " * ,mergur
RÆTURNAR
ÞÆR SJÚGA STEINEFNARÍK-
AN VÖKVA ÚR JARÐVEGINUM
OG ÝMS KÖFNUNAREFNIS-
SAMBÖND OG FÁ UM LEIÐ
SYKRUR FRÁ BLAÐKRÓN-
UNNI. ÝMSAR SVEPPATEG-
UNDIR UMLYKJA OFT RÓTAR-
SPROTANA OG ÖRFA VÖKVA-
VINNSLU TRÉSINSÚRJARÐ-
VEGINUM. í STAÐINN FÁ
SVEPPIRNIR DÁLÍTINN
SKAMMT AF SYKRUFORÐA
TRÉSINS TIL EIGIN ÞARFA.
ARAGRÚÍÁNAMAÐKA
K STUÐLAR AÐ JARÐVEGS-T,f,1
-JMYNDUN ÞEIR NÆRAST
AJURTALEIFUM OG MYNDAjYf-
«• ÞÉTTRIÐIÐGANGA-NET &■*
USEM LOFT LEIKUR UM.
JARÐVEGURINN
HANN MYNDAST AF ROTN-
ANDI LEIFUM PLANTNAOG
DÝRAÁSAMT ÝMSUM
STEINEFNUM.
Álmur og hlynur geta orðið
500—600 ára. Margar fumtegundir
geta orðið allt að 800 ára ... Sitka-
greni getur orðið 800—850 ára.
Stórviðir í Kalifomíu em sumir rösk-
lega 3200 ára. Elstu broddfumr em
að minnsta kosti 4200 ára í Kletta-
íjöllum og Strandfjöllum N-Ameríku
og em því sennilega elstu lífvemr
jarðarinnar."
Á öðmm stað í bók Hákonar er
fjallað um hvemig tré afla sér nær-
ingar til að lifa, vaxa, þroskast og
bera fræ:
„Tré afla sér fæðu bæði úr and-
rúmslofti og jarðvegi. Úr lofti nema
þau koltvíildi (C02) en úr jarðvegi
soga þau vatn ásamt næringarefnum
... Grænukomin í blöðum plantna
em kveikja alls lífs á jörðinni. Fyrir
kraft sólarorkunnar kljúfa þau vat-
nið í ildi og vetni og þau sameina
vetnið og koltvíildi loftsins í sykur.
Ildið hverfur aftur til andrúmslofts-
ins en sykmmar breytast í margs-
konar lífræna næringu, sem er fæða
trésins.
Næringarefnin berast frá blöðum
um blaðstilkinn inn í greinar og fara
eftir sáldvefum inn í vaxtarlag,
merggeisla og ofan í rætur og víðar
allt eftir því hvar. þörf er fyrir
þau.. .
Til þess að sameina loftfæðu
tijánna og næringarefni úr jarðvegi
verður að vera stöðugur straumur
vatns frá rótum til blaða ... Rétt
er að benda á að trén verða að anda
einsog aðrar lifandi vemr til þess
að breyta næringunni í orku. Þau
draga til sín ildi loftsins gegnum
blöð, greinar, stofn og rætur eftir
því sem lífsstarfsemin krefst."
xx
„í þann tíð var ísland viði vaxið
milli fjalls og fjöru," segir Ari fróði
í íslendingabók um landnámstímann
oft er vitnað í þessi orð.
Mönnum kemur saman um að
hinar uppmnalegu tijátegundir sem
uxu þá hér hafí verið björk og víðir.
Sumir segja að það sé þessum uppr-
unalega tijágróðri á íslandi að þakka
að þjóðin lifði af hörmungar á fyrri
öldum — þessir skógar vom gemýtt-
ir og ekki skeytt um endumýjun.
Nú em aðrir tímar og mál að bæta
um.
Um birkið segir Hákon í bók sinni:
„Birki, betula: Til em um 40
tegundir birkis. Þær vaxa allar á
norðurhveli jarðar, sumar mjög
norðarlega og hátt til fjalla. Margar
þeirra em lágvaxnar, sumar aðeins
mnnar og nokkrar skriðular. Hér
ál andi em taldar tvær tegundir birk-
is: ilmbjörk (betula pubescens) og
fjalldrapi (betula nana).
Nöfnin birki og björk má rekja
aftur í sanskrít en þýðing þeirra er
hið bjarta eða ljósa tré ... Ilmbjörk-
in er hið eina tré sem myndað hefur
skóga á íslandi frá því ísöld lauk.
... Nú er það álit fróðra manna
að birkið hafí lifað af ísaldimar hér.
Enn sem komið er vita menn mjög
lítið um loftslag og gróðurskilyrði
meðan á ísöld stóð en þau hafa auð-
vitað verið mjög misjöfn á hinum
ýmsu íslausu svæðum.
Sums staðar hefur birkið staðið
með allmiklum blóma en á öðmm
stöðum hefur aðeins kræklubjörk og
fjalladrapa verið vært...
Er því síst að furða þótt íslenska
birkið sé ærið sundurleitt. . . . Þrot-
laus beit, sífellt traðk og skógarhögg
hefur allt að því gjöreytt hinum foma
uppmnalega gróðri. Fjórir fimmtu
hlutar skóglendisins em undir 2
metrar á hæð og aðeins tæpir tveir
hundraðshlutar mega kallast skógur
frá 8—11 metrar á hæð.
Skógarleifamar em nær allar
vaxnar upp af gömlum rótum sem
höggvið hefur verið ofan af hvað
eftir annað. Má það teljast hending
ein að finna óbæklað birkitré, sprott-
ið upp af fræi á ófriðuðu landi.“
— H.V. tók saman