Morgunblaðið - 24.04.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
23
oykurmolarnir og „
Þegar breski poppsögvarinn Boy Ge-
orge, sem héit hér tónleika fyrir skemmstu,
var spuröur að því hvað hann vissi um fs-
land kom upp úr kafinu að það var tvennt;
hann vissi að kona vœri forseti og að Sykur-
molarnir vœru frá íslandi. Þessí saga segir
sitt um stöðu Sykurmolanna é Bretland,
en hljómsveitin er 6 förum til Bretlands í
byrjun maf til tónleikahalds. Þegar er upp-
seh á fyrstu tónleikana f London, 19. maí,
en þá leikur neðansjávarsveitin S.h.
draumur með Molunum.
í miðri síðustu viku kom heilsíðu plötudómur
um Life's too Good í Melody Maker og er þar
að finna mikinn grúa af lýsingarorðum. Ekki
verður rakið hér hvað gagnrýnanda blaðsins
finnst um hljómplötuna, en í dómnum heldur
hann því fram að platan sé ein besta hljóm-
plata sem út hafi komið. Þegar blaðamaður
átti tal við Sykurmolana fyrir skemmstu var
því kannski eðlilegt að byrja á plötudómnum.
Apókrýfur Sykurmolanna
Eruð þið ánngð með Melody Maker-
dóminn?
Hann er eiginlega of jákvæður. Það er talað
um okkur eins og þetta séu ný trúarbrögð sem
við erum að senda frá okkur; eins og þetta
sé flís úr krossinum; apókrýfur Sykurmolanna.
Platan kemur út á mánudag; hvað fylgir f
kjðtfarið?
Við veröum á ferð í Bretlandi frá 11. til 20.
maí og byrjum svo að spila í Bandaríkjunum
25. maí og þá í New York, Boston, Wash-
ington, San Francisco og Los Angeles. Að lok-
inni Bandaríkjaförinni förum við einn dag til
Hollands og síðan aftur til Bandaríkjanna í
boöi Electra. Þessi áætlum breytist þó frá
degi til dags því að okkur bjóðast alltaf ný og
ný tækifæri til að eyða frídögum okkar í að
halda tónleika; í að græða peninga, en við
erum orðin sérfræðingar í þeirri listgrein. Síðan
er búiö aö skipuleggja gróflega það sem eftir
er ársins, allt fram til 23. desember.
Það er þá ekki mikið sumerfrí framundan
Life’s too Good“
hjá ykkur?
Fer fólk ekki alltaf til útlanda í sumarfrfinu
sínu?
Verður ykkar Iff á þessu ári ekki líkast því
að vera vélarhiuti?
Jú, en við erum hlutar í okkar eigin vél, vél
sem heitir Sykurmolarnir, en starfar erlendis
sem The Sugarcubes. Við erum vél sem teng-
ist annarri stórri vél og viö stjórnum okkar hluta
sjálf. Við erum í raun ekki bundin neinum. Ef
hljómsveitin hættir til að mynda þá getur eng-
inn neytt okkur til að gera eitt eða neitt, við
getum sagt upp öllum samningum með þrjátíu
daga fyrirvara. Samningarnir tryggja bara það
að næst plötur okkar koma út hjá fyrirtækjum
sem hafa möguleika á að selja þær.
Við höfum ekkert breyst
Þið verðið f ferðaiögum í alft sumar og
takið þvf sumarfríið hér á landi; getið þið
gengið hér um án þess að fóik sýni ykkur
áhuga?
Það hefur alltaf verið fólk sem sýnir okkur
áhuga, en nú sýnir það okkur kannski of mik-
inn áhuga. Það eina var að fjölmiðlar sýndu
okkur ekki áhuga. Þegar okkur fór að ganga
vel ytra fóru þeir að taka við sér og á fyrstu
tónleikunum sem við hóldum hér heima eftir
það, í Hart rokk kaffi, þá voru áheyrendur nær
eingöngu fjölmiðlafólk. Maður sá heilu útvarps-
stöðvamar á sumum borðunum. Það káfar
ekki upp á okkur ef þessir menn vilja tala við
okkur, en það er aftur annaö mál hvort við
viljum tala við þá. Þetta sýnir svo enn og aftur
hvað meirihlutinn af þessum fjölmiðlamönnum
hefur sjálfstæðar skoöanir á því sem er að
gerast.
Sem minnir mann á lokaorðin á Casa-
blanca-tónleikunum 30. október sl.: Við höf-
um ekkert breyst, það voru bara fjölmiðlarn-
ir sem tóku við sér.
Það stendur ennþá.
Melody Maker reið á vaðið með að hrósa
ykkur og hefur hrósað ykkur ótæpilega síðan.
L/ta menn þar ekki á ykkur sem sína eign?
Jú, en það er þeirra mál. ( síðustu fjölmiðla-
ferð okkar út var það aðalvandamál þeirra sem
ræddu við okkur hvað við hefðum fengið já-
kvæða umfjöllun, m.a. i Melody Maker, og
hvort við værum ekki hrædd við að fá bakslag.
Þeir héldu að við værum búin að ski.iuleggja
þetta allt frá upphafi og töluðuð um „media
hype", eða blekkingu sem sérstaklega væri
ætluð fjölmiðlum. Hvað sem því líður þá- er
þetta ekki komið frá okkur, þetta umstang allt
er skapað af fjölmiðlum og ekki síður á ís-
landi. Við höfum hitt sjóaða poppara sem voru
á toppnum fyrir fimm árum eða svo og þeir
eru að koma til manns og segja, bíðið þið
bara, þið eigið eftir að fara niöurávið. Það kem-
ur okkur þó ekki við, ef það er gangurinn, þá
bara gerist það. Við þurfum oft að taka það
fram við blaðamenn, sem komnir eru út í fárán-
Takturogtregi
Sem einn þeirra sem elt hefur
Sykurmolana, stærstu bflskúrs-
hljómsveit Vestur-Evrópu, á tfu tfl
fimmtán tónleikum sfðustu seutján
mánuðl, var undirritaður orðinn
langeygur eftir stóru plötunni sem
sveitarmeðlimlr voru sffellt að lofa.
Sú bið er á enda, því á mánudaginn
kemur út ptatan Ufe’s too Good.
Plötuna mætti í raun kaila yfirlit
yfir starfsferil sveitarinnar og í því yfir-
litl er hver perlan af annarri, ellefu
ógleymanleg lög; Traitor, Motorcrash,
Birthday, Delicius Demon, Mama,
Cold Sweat, Blue Eyed Pop, Deus,
Sick for Toys, Take R'n'B og Petrol.
Ekkert lag er hægt að kalla uppfyllingu
og níu þeirra myndu standa undir því
að vera a-hlið á tveggja laga plötu.
Ekki vil óg ganga svo langt að segja
að þetta sé basta rokkplata sem ég
hafi heyrt, en ég man ekki eftir ann-
arri betri i svipinn. Það er þó öruggt
að Life’s too Good er besta íslenska
rokkplata sem ég hef heyrt á þessum
áratug. Lagið Take R’n'B vil ég síðan
tilnefna sem eitt af tuttugu bestu lög-
um allra tíma (i gervinu Tekið í takt
og trega færi það í hóp tíu bestu eða
jafnvel fimm bestu, en það er annað
mál). Sex stjörnur.
Ární Matthíasson
Ljósmynd/BS
legar vangaveltur, að við erum mestallan okkar
tíma á íslandi og erum bara áhorfendur að
allri þessari velgengni. Við þekkjum ekki þetta
fólk sem verið er að skrifa um og birta myndir
af þó við vitum að þetta erum við.
Það er ótrúlegt að fólk geti litið yfir það sem
við höfum gert á síðustu árum og haldið að
það sé stórkostlegt samsæri. Það er þó að
vissu leyti ánægjulegt að viö skulum hafa örv-
andi áhrif á ímyndunarafl fólks. (slendingar eru
mikil bókmenntaþjóð.
Þannig að þið eigið eftir að verða efniviður
f Ijótar sögur.
Vonandi.
Rík og f rœg
Það er alltaf draumurinn að verða ríkur
og frægur. Þið eruð orðin fræg, eruð þið
orðin rík?
Ekki enn, en annars er það okkar einkamál.
Við höfum ekki fengið peningafúlgu í okkar
einkaneyslu, en við höfum fengið fúlgur í veltu;
til að reka batteríið sem er Sykurmolarnir. Við
emm með átta manns í vinnu hér heima og
ytra og það eru allskyns smáatriði sem tengj-
ast þessu. Þetta er orðið einskonar SÍS. Við
ætium að stofna fyrirtæki sem á að heita Hug-
leysi Vm h/f, sem sér um peningahliðina. Þaö
verður ekki fjárfestingarfélag, þannig að fólk
getur gleymt því að fara aö rukka okkur um
lóðun á snúru fyrir sex árum.
Við höfum eytt miklum tíma í það að reyna
að skapa okkur eigin lífsrými og veriö með
stóran kjaft við stórfyrirtæki úti, en höfum um
leið verið á hrakhólum með æfingarhúsnæði,
með fjármuni, tæki og hljóðfæri og jafnvel með
húsnæði fyrir okkur sjálf. Það hefði ekkert ver-
ið auðveldara en að skrifa undir samning og
þá hefðum við getað haft það fint. Það sem
við höfum verið að gera undanfarið hefur verið
að skapa okkur starfsfrið, en nú þegar allt er
um garð gengið þá fáum við ekki frið fyrir for-
vitni því það halda allir að við séum orðin rík.
Þegar við vorum fyrst að fara út og fara í
sjónvarpsviðtöl og blaðaviðtöl þá var farið með
okkur eins og tuskur og það fór ótrúlega mik-
il orka í það að fá að vera við sjálf, að fá að
ráöa því hvað viö segðum og gerðum. Líkleg-
ast hefði verið auðveldara að láta undan og
gera eins og okkur var sagt, en nú erum við
að uppskera eftir þá baráttu og fólk er farið
að spyrja okkur um það hvað við viljum.
Hvað með stöðu hljómsveitarinnar á ís-
landi? Búist þið við almennum vinsældum
eftir það sem á undan er gengið?
Við erum orðin svo vön því að vera erfið
og tormelt; að vera úti í horni með okkar áhuga-
mál, að við myndum ekki kunna við það ef
fólk færi að taka okkur vel. Ætli okkur þætti
þá ekki eitthvað vera að? Fólk öskraði á okkur
að vera ekki með þennan hroka þegar allir
íslensku fjölmiðlarnir ætluðu að éta okkur með
húð og hári í vetur. Við bara trúðum þessu
ekki, það var of gott til að vera satt að núna allt
í einu væru Sykurmolamir orðnir svona
skemmtilegir. Okkar hroki er þó alltaf heiðar-
legur, ef það er þá hroki.
Viðtal: Arni Matthíasson