Morgunblaðið - 24.04.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
i
25
Þegar Nils var kominn undir
þrítugt fór hann til Ólafsvíkur
ásamt móður sinni og systur og var
þar fáein ár við vinnu en leiddist
þar fremur. Þegar systir hans og
mágur fluttu til Siglufjarðar þar
sem mágurinn hafði fengið starf í
apóteki þá gerðist Nils fylgdarmað-
ur þeirra á ferðalaginu. Málin fóru
hins vegar þannig að Nils settist
að á Siglufirði og átti þar heima í
fjörutíu ár. Hann kvæntist þar
skagfirskri konu, Steinunni Stef-
ánsdóttur og þau eru í hjónabandi
enn í dag. Þau hafa eignast fjögur
böm sem öll em gift og hafa stofn-
að sín eigin heimili. „Ég réði mig
fyrst hjá manni sem hét doktor
Paul, hann starfrækti heilmikla
verksmiðju á Siglufírði þá á sumrin,
á vetuma vann ég í verslun. Seinna
réði ég mig til skrifstofustarfa hjá
Síldarútvegsnefnd og þar var ég í
tuttugu ár. Þegar ég var 75 ára
flutti ég suður, þá vom bömin flutt
þangað. Ég vann lengi við skrif-
stofustörf eftir það og við bókhald
vann ég þar til fyrir tveimur ámm
að við hjónin fluttum hingað út á
Boðahlein. Ég neita því ekki að
mér finnst heldur óviðkunnanlegt
að vera hættur að vinna en maður
venst því eins og öðm. Pinnst þó
dagamir heldur langir stundum."
I samtali sem á eftir fór kom í
ljós að Nils hefur alla tíð verið frem-
ur lítill félagsmálamaður, „vildi fá
að vera í friði“, eins og hann orðar
það. Ekki er á honum að heyra að
hann telji sig hafa mætt miklu
mótlæti í lífinu. Þvert á móti segist
hann hafa átt góðu atlæti að fagna
yfirleitt. Enginn sérstakur trúmað-
ur kveðst Nils vera, en kirkjurækinn
í betra lagi. Bókamaður er Nils
talsverður og á margar góðar bæk-
ur, byijaði enda snemma að safna.
Uppáhaldsrithöfundur hans er Jón
Trausti en Steingrímur Thorsteins-
son er í fyrsta sæti hvað snertir
ljóðskald. „En maður hélt nú uppá
Kristján Jónsson líka.“ segir hann,
„ég hafði gaman af ljóðunum hans.“
Sjálfstæðismaður segist Nils
hafa verið alla tíð.„ Ég fór að kaupa
Morgunblaðið árið 1913 þegar það
kom út og hef keypt það alla tíð
síðan, sjálfstæðismaður varð ég
þegar Sjálfstæðisflokkurinn var
stofnaður." Þegar síga tekur á
seinni hlutann í spjalli okkar Nils
setjumst við inn í garðstofu hjá
Steinunni konu hans og fyrr en
varir snúast umræðumar um
stjórnmál dagsins í dag og stjóm-
málin á Siglufirði í gamla daga. „Ég
var alveg sérlega á móti kommún-
istum", segir Nils og brosir íbygg-
inn. „Af þeim var mikið á Siglufirði
hér áður, en aldrei lenti ég þó í
neinum slag við þá né aðra vegna
stjómmála." Þegar ég spyr um
síldina vilja þau hjón meina að sílda-
ræfintýrið hafi ekki verið eins stór-
kostlegt í návígi og sögur herma,
félagslífið í bænum hafi jafnvel lið-
ið fyrir allt aðkomufólkið og vinnu-
þrældóminn á sumrin.
Eftir að hafa þegið molasopa við
sporöskjulagaða eldhúsborðið stend
ég upp og þakka fyrir mig. Frammi
í forstofunni hjálpar Nils mér í káp-
una og ferst það svo vel úr hendi
að hann segir glaðhlakkalegur: „Ég
hefði átt að verða meðhjálpari", og
ég samsinni því. Að svo mæltu
kveðjumst við og Nils stendur út í
dyrum að gömlum og góðum sveita-
sið þar til ég er komin vel í hvarf
frá heimili hans. Þegar ég ek burtu
verður mér hugsað til orða sem
Nils lét falla í samtalinu: „Eg hef
yfirleitt lítið gert af því að grufla út
í hlutina, kannski of lítið,“ og ég
velti vöngum yfir því á leiðinni heim
hvort í slíkri afstöðu sé kannski
fólginn lykillinn að langlífi, en er
jafnnær - og þó. Það er vel líklegt
að í fyrmefndri afstöðu sé að fínna
lykil að lánsömu lífi. Glaður og lán-
samur maður er svo ef til vill heilsu-
betri og hefur meiri lífsvilja en aðr-
ir menn.
TEXTI:
GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR
Fuglakomur skoðaðar
við Stokkseyri
Fuglaverndarfélag íslands
efnir tíl fuglaskoðunarferðar
sunnudaginn 24. apríl nk. Ætl-
unin er að huga að farfuglakom-
um við Stokkseyri og i grennd.
Sé veður hagstætt, má sjá stóra
hópa farfugla koma af hafí. Auk
þess bjóða Stokkseyri og nágrenni
uppá fjölbreytt fuglalíf á þessum
árstíma, en þar má sjá ýmsar teg-
undir gæsa, anda, vaðfugla, máfa
o.fl.
Lagt verður upp frá Umferðar-
miðstöðinni að vestanverðu kl. 10
og áætlaður komutími er milli 18
og 19. Þátttökugjald er 600 kr.,
frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna.
Leiðsögn verður í höndum reyndra
fuglaskoðara. Þátttaka er öllum
heimil en fólki er bent á að hafa
sjónauka með.
Á 7. áratugnum stóð Puglavemd-
arfélagið fyrir vinsælum fuglaskoð-
unarferðum, en þær lögðust niður
um miðjan 8. áratuginn. Er nú
ætlunin að reyna á ný og fara ekki
troðnar slóðir í verkefnavali. Fram-
haldið ræðst af þátttöku í þessari
ferð.
(Úr fréttatilkynningu)
Tónleikar á vegum Tónlistarskólans
Tónlistarskolinn í Reykjavík
heldur tvenna tónleika eftir heler-
ina.
Pyrri tónleikamir verða í Bú-
staðakirkju mánudaginn 25. apríl
og heíjast þeir kl. 20.30. Á þeim
tónleikum leikur hljómsveit Tónlist-
arskólans ásamt tveimur einleikur-
um og einsöngvara og eru tónleik-
amir hluti af lokaprófí þeirra frá
skólanum.
Á efnisskrá eru þessi verk: Klari-
nettkonsert í A-dúr eftir Mozart,
einleikari á klarinett Ármann
Helgason, Konsert í F fyrir óbó og
hljómsveit, einleikari á óbó Hólm-
fríður Þóroddsdóttir, Serenaða op.
48 fyrir strengjasveit eftir Tsjajk-
ovskíj og Folk Songs eftir Luciano
Berio, einsönngvari Guðný Áma-
dóttir, mezzósópran.
Stjómendur á tónleikunum em
Bemharður Wilkinson og Mark
Reedman.
Seinni tónleikami emr 8. stigs
söngtónleikar og verða í sal skól-
ans, Skipholti 33, þriðjudaginn 26.
apríl kl. 20.30. Hlíf Káradóttir,
sópran, og Sigurdríf Jónatansdóttir,
mezzósópran, flytja !ög eftir
íslenska og erlenda höfunda.
NISSAN
Vertu
NISSAN PATHFINDER
Nissan megin
við stvrið í ár
IF,“D=I» ^ NISSAN SUNNY
• Kraftmikil 2,4 eða 3ja lítra vél
• Aflstýri.
• Lúxusinnrétting.
• Fimmgíra beinskiptur eða
NISSAN SUNNT
COUPÉ
• Glæsileg innrétting.
• Kraftmikill: 1500ccog
1600 cc fjölventla vél.
• Beinskiptur eða
sjálfskiptur.
• Aflstýri.
NISSAN MICRA
• 1000 cc 4ra strokka vél.
* Beinskiptur 4ra - 5 gíra.
• Framhjóladrifinn.
• Eyðslugrannur með
afbrigðum.
* Betri smábíll finnst varla.
sjálfskiptur, hátt og lágt drif.
• Kosinn jeppi ársins af tímaritinu
„Four Wheeler".
• Fjölskyldubíllinn með möguleikana. • 4ra, 5 gíra beinskipting eða
• 3ja dyra — 4ra dyra — 5 dyra. sjálfskipting.
• Þrjár vélastærðir: 1300, 1500, • Aflstýri.
I600cc. — fjölventla.
NISSAN SUNNY
WAGON 4WD.
• 5 dyra.
• 5 gíra beinskipting
með fjórhjóladrifshnappi.
• Aflstýri.
NISSAN PRAIRIE
4WD.
• Sérstaklega lipur.
• Kraftmikil 2000 cc vél.
• Hæð milli gólfs og lofts 1,4 m.
• 5 gíra beinskiptur.
• Aflstýri.
Rauðageröi
Sími: 91 -33560