Morgunblaðið - 24.04.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 24.04.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 Það er alltaf eitthvað heillandi við stórsveitir þeirra Ellingtons, Basies og Fletchers Hendersons, á árunum fyrir og eftír atríð. Þá léku þessar sveitir í framlínu jassins á stöðum eins og Cotton Club og Harlem Ball- room. Það var sveiflan sem öllu réði á þeim árum og í sveiflunni var blús með söngvurum og „shouters“ eins og Joe Turner, Roy Brown, Jimmy Rushing og Jimmy Witherspoon. Stórsveit sænska píanistans Gugge Hedr- enius, sem lék einmitt með Jimmy Witherspoon fyrir skemmstu, hélt tónleika í Hótel íslandi fimmtudaginn 7. þessa mánaðar og vakti þá upp anda frá Harlem 1950. Sveitin, sem ber heitið Gugge Hedrenius Big Blues Band, hefur starfað síðan 1971 og hefur innanborðs maiga stór- stjömuna. Það mátti og heyra í Hótel íslandi og lét þar liós sitt skína hver einléikarinn öðrum betri. Sveitin hóf leik sinn undir ör- uggri stjóm Gugge um tíuleytið, en áheyrendur vom eitthvað á þriðja hundraðið. Aðstaða öll fyrir sveitina var fyrirtak, en heldur var andrúmsloft kuldalegt fram- anaf, vegna fjarlægðar sveitarinn- ar frá áheyrendum. Best fer um sveitir eins og þessa í litlum klúbb- um, þar sem reykur liðast um sviðið og lágvært skvaldur og glasaglamur rennur saman við tónlistina, enda áheyrendur næst- um ofan í hljómsveitinni. Tónlistin sem sveitin lék var blúsuð með afbrigðum; á köflum hreinn rytmablús, enda kallar Gugge hana Big Blues Band. Margir ópusamir voru úr smiðju Gugges sem er liðtækur lagasmið- ur ekki síður en snjall píanóleik- ari. Þó tók sveitin lög eftir aðra til skrauts og má þar nefna Elling- tonlögin Things Ain’t What They Used to Be og Black and Tan Fantasy. Lög úr smiðju fleiri meistara heyrðust og, þar á með- Gamla kempan Rolf Ericson blæs enn eins og hann sé hálfu yngri. Morgunblaðið/Bj ami Ljósmynd/BS Hljómsveitarstjórinn Gugge Hedrenius. ijósmynd/BS Brent Rosengren sýndi smlld- artakta. 1 M I j 1 Ly ♦ rJbhVliw J í-ý jggrá f ~ .■’ll' \ JP |'U j JiigfÍ Big Blues Band Gugge Hedrenius og Claes Jensson á leið til Kansas City. Ljósmynd/BS Morgunblaðið/Bjami Hakan Levin, einn snjallra ein- leikara sveitarinnar. al Chattanooga Choo-Choo og þá sveiflaði Bengt Rosengren, sem átti margan snilldar einleikskaf- lann þetta kvöld, saxófónólinni yfir höfuð sér og dansaði maga- dans. Hann var fremstur meðal jafningja í einleikarasveitinni en þeir voru hver öðmm betri, eins og áður segir. Söngvari sveitar- innar, Claes Jansson, kom á svið til að syngja í lögum eins og Kans- as City, sem hann og gerði af mikilli fimi. Hann hefur rödd á við bandaríska blús „shouters" og gott tempó. Framúrskarandi söngvari með framúrskarandi sveit. Tónleikamir 7. hófust kl. 22.00 eins og áður sagði og stóðu til um 1.00, en þá hvarf sveitin af vettvangi og Gugge var einn eftir með bassaleikaranum og léku af fingrum fram. Olafur Laufdal og Jassvakning eiga þakkir skildar fyrir að hlut- ast til um komu þessarar sveitar til landsins, enda engir venjulegir gestir á ferð. Texti: Arni Matthíasson A flótta undan fortíðinni Kv8kmynd8r Sæbjörn Valdimarsson STJÖRNUBÍÓ: Illur grunur — „Suspect" Leikstjóri Peter Yates. Handrit Eric Roth. Tónlist Michael Kam- en. Kvikmyndatökustjóri Billy Williams. Klipping Ray Lovejoy. Aðalleikendur Cher, Dennis Quaid, Liam Neeson, John Mahoney, Joe Mantegna, Philip Bosco. Bandarisk. Tri-Star Pict- ures 1988. Leikstjórinn Peter Yates á að baki einkar misjafiiar myndir. Allt frá hörmungunum The Deep, Krull g For Pete’s Sake uppí afbragðs- myndimar Bullitt, The Dresser og Breaking Away. Að þessu sinni sigl- ir hann tiltölulega lygnan sjó, þó á Illur gmnur góða spretti á milli. Sögusviðið er Washington. Kona nokkur, starfsmaður dómsmála- ráðuneytisins, fínnst myrt og er daufdumbur utangarðsmaður, fyrr- verandi hermaður í Víetnam (Liam Neeson), kærður fyrir morðið. Veij- andi hans er Kathleen Riley (Cher), yfirkeyrður lögfræðingur sem á í miklum erfíðleikum með að nálgast skjólstæðing sinn. í kviðdómnum er m.a. Eddie Sanger (Quaid), áróð- ursmaður úr þinginu. Þegar hann kemst að veigamiklum upplýsingum í málinu brýtur hann lögin með því að hafa samband við Riley. í sam- einingu tekst þeim að finna hinn seka. Sem margar bandarískar saka- málamyndir á síðari árum er Illur grunur jafnframt ádeila á illviðun- andi réttarfar og lög sem færir málaflutningsmenn geta túlkað og teygt í allar áttir. En fyrst og fremst spennumynd og réttarsalsdrama þar sem leikstjóri og leikendur sýna á köflum betri takta en maður á að venjast. Hér eru meira að segja nokkur eftirminnileg atriði sem minna á handbragð meistara Hitch- cocks! Þar ber hæst bráðskemmti- lega unninn kafli sem gerist inná bókasafni, flótti Rileys undan morð- ingjanum í rangölum ráðuneytisins og skemmtilegur lokakafli sem end- anlega undirstrikar sekt hins grun- aða. Hér er samspil leikstjóra og kvikmyndatökustjóra hreinasta augnajmdi. Og fléttan sjálf, hver er hinn seki, kemur skemmtilega flatt uppá áhorfandann. Það tekst nefnilega að fela kauða fyrir grun- semdum áhorfenda allt til endaloka. Á hinn bóginn er Illur grunur held- ur hæggeng á köflum og rokkar á milli drama, spennu og ástarsögu. En kostir hennar sem spennumynd- ar hafa vinninginn, tvísýn barátta tvímenninganna fyrir uppreisn und- irmálsmannsins gegn köldu réttar- kerfinu nær smámsaman sterkum tökum á áhorfandanum. Góður leik- ur Cher í hlutverki hins úttaugaða lögmanns er einkar ánægjulegur og sannar afdráttarlaust að hún er komin í fremstu röð og afburða frammistaða hennar í þeirri stór- skemmtilegu mynd Fullt tungl alls engin tilviljun. Quaid er pottþéttur að vanda og Mahoney er senuþjófur hér sem í Fullu tungli. Neeson vek- ur samúð áhorfenda í erfiðu hlut- verki hins daufdumba. Vönduð skemmtun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.