Morgunblaðið - 24.04.1988, Síða 28
28
MÚRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
Svipmynd á sunnudegi /Georg Vassiliou
Ríkur
vmstrísimii forseti á Kýpur
VINSTRI sinnaður auðkýfingur, Georg Vassiliou, var nýlega kosinn
forseti Kýpur, aðeins níu mánuðum eftir að hann hóf afskipti af
stjórnmálum. Hann sigraði tvo reyndustu stjórnmálaleiðtoga eyjunn-
ar, Spyros Kyprianou, fráfarandi forseta, i fyrri umferð forsetakosn-
inganna og Glafkos Clerides, leiðtoga hægrimanna, í hinni siðari.
Vassiliou var í orði kveðnu óháður frambjóðandi, en naut stuðnings
öflugs kommúnistaflokks griskumælandi Kýpurbúa, Akel, sem fylg-
ir Rússum að málum og er andsnúinn svokölluðum „Evrópukommún-
isma“.
Stuðningsmenn hylla Vassiliou: naumur sigur.
Vassiliou og frú fagna sigri: deilan um framtið prófsteinninn á
hæfni hans.
í síðari umferð kosninganna, 21.
febrúar, naut Vassiliou stuðnings
róttæks sósíalista, dr. Vassos Lyss-
arides, sem hafði fallið út í fyrri
umferðinni ásamt Kyprianou, og
stuðningur hans réð úrslitum. Auk
þess hlaut Vassiliou fylgi margra
stuðningsmanna Kyprianous for-
seta og það kom á óvart, því að
búizt hafði verið við að þeir mundu
kjósa Clerides.
Vassiliou, sem er 56 ára gamall,
hefur óvenjulegan feril að haki.
Foreldrar hans voru í hópi stofn-
enda Akel 1941, þegar bannaður
flokkur kommúnista á Kýpur var
endurreistur. Faðir hans, Vasos, var
augnlæknir og barðist með komm-
únistum í borgarastríðinu í Grikk-
landi 1944-1949. Móðir hans, Fofo,
var tannlæknir og fjölskyldan sett-
ist að í Búdapest.
Þegar Georg var á fyrsta ári í
læknaskóla í Genf 1949 buðust for-
eldrar hans til að stunda skæruliða
kommúnista í Grikklandi. Vasos var
með skæruliðum í tvo mánuði, en
Fofo varð um kyrrt í Búdapest. Á
árunum 1950-1960 dvöldust Vass-
iliou-hjónin í Sovétríkjunum, lengst
af skammt frá Tashkent í Mið-
Asíu, þar sem skæruliðahemum var
komið fyrir. Þau sneru aftur til
Kýpur 1960 og tóku ekki þátt í
starfsemi kommúnista eftir það.
í Búdapest 1956
Georg Vassiliou fór aftur til
Búdapest 1950 og fékk vinnu í
verksmiðju. Hann hætti námi í
læknisfræði og hlaut svokallaðan
verkamannastyrk til að stunda nám
í ungverska hagfræðiháskólanum.
Hann var kommúnisti á námsárum
sinum, en kveðst hafa tekið sinna-
skiptum þegar hann sá uppreisnina
í Ungverjalandi bælda niður með
sovézkum skriðdrekum 1956. Nú
vill hann sem minnst gera úr stuðn-
ingi sínum við kommúnista á yngri
árum, en honum er enn hlýtt til til
kommúnistaflokksins á Kýpur
vegna þess að foreldrar hans áttu
þátt í stofnun hans. Hann talar
ungversku og rússnesku reiprenn-
andi og kann ensku og fleiri tungu-
mál.
Vassiliou hlaut doktorsnaftibót í
hagfræði í Búdapest fyrir ritgerð
um ríkisafskipti ( efnahagsmálum.
Árið 1958 fór hann til Lundúna til
að sérhæfa sig í „markaðssetningu"
og markaðsrannsóknum. Hann
starfaði um tíma í Bretlandi á sér-
sviðum sínum og hefur verið gisti-
prófessor við kunnan viðskiptahá-
skóla þar. Á námsárum sínum í
Bretlandi seldi hann farmiða á jám-
brautarstöð.
Þegar Vassiliou sneri aftur til
Kýpur 1962 var ekki að sjá að hann
hefði orðið fyrir varanlegum áhrif-
um frá kommúnisma, en hann hefur
alltaf verið orðaður við þá vegna
baráttu foreidra hans fyrir málstað
þeirra. Hann tók sæti í ýmsum
nefndum og í stjómum fyrirtækja,
fékk inngöngu í félög kaupsýslu-
manna og var fenginn til að út-
skýra hagfræðileg vandamál í sjón-
varpi. Brátt haslaði hann sér völl
sem einhver umsvifamesti verktaki
Kýpur og varð alger andstæða hug-
mynda manna um kommúnista.
Stórfyrirtæki
Vassiliou kom á laggimar
stærsta markaðsrannsóknar-fyrir-
tæki við austanvert Miðjarðarhaf
(„Middle East Marketing Research
Bureau") og hefur stjómað því úr
stórhýsi í útjaðri Nikósíu. Fyrirtæk-
ið hefur útibú í 11 löndum og með-
al viðskiptavina þess eru bandaríska
viðskiptaráðuneytið og skipulags-
málaráðuneyti Saudi-Arabíu. Velta
þess nemur um fimm milljónum
Bandaríkjadala á ári. Kona hans
er „lögfræðingur, menntuð í Bret-
landi og eins og klippt út úr tízku-
blaði". Þau eiga þrjú böm og það
elzta, 21 árs gömul dóttir, stundar
nám í landafræði í enskum háskóla.
Áður en Vassiliou hóf stjóm-
málaferil sinn fyrir tæpu ári hafði
hann oft haldið því fram í ræðum
á Rotary-fundum og víðar að for-
seti Kýpur yrði að vera hafínn yfír
flokkadrætti og dægurþras. Hann
hafði fundið að því að Kyprianou
forseti væri bundinn af fyrirmælum,
sem h"nn fengi frá flokki sínum
(Lýðræðisflokknum) í viðræðum um
sameiningu Kýpur. Þeir sem sættu
gagnrýni Vassilious áttu erfitt með
að svara honum, þar sem hann stóð
fyrir utan vettvang stjómmálanna.
Framboð Vassilious kom mjög á
óvart, en hann undirbjó kosninga-
baráttu sína af kostgæfni og naut
dyggrar aðstoðar sérfræðinga sinna
í markaðssetningu. Þeir kynntu sér
sigurmöguleika óháðs frambjóð-
anda eins og hans, styrk og veik-
leika líklegra mótframbjóðenda,
skoðanir stuðningsmanna og and-
stæðinga og álit venjulegra Kýp-
urbúa á því hvaða kosti forseti
þyrfti að hafa til að bera. Enginn
hafði áður háð eins nútímalega og
vel skipulagða kosningabaráttu á
Kýpur og hún bar þann árangur
að Vassiliou sigraði, að vísu með
litlum mun, og varð þriðji forseti
eyjunnar síðan hún hlaut sjálfstæði
fyrir 28 ámm.
Að mörgu leyti virðist Vassiliou
dæmigerður stuðningsmaður einka-
framtaks, en þótt hann hafí aðal-
lega umgengizt auðuga kaupsýslu-
menn hefur hann alltaf staðið lítið
eitt til vinstri við miðju í vissum
málum síðan hann sneri baki við
kommúnisma. Hann hefur aðhyllzt
svipaðar skoðanir og lýðræðis-jafn-
aðarmenn og það hefur m.a. komið
fram í viðhorfum hans til velferðar-
mála, heilbrigðismála og „dagvist-
unarmála“ útivinnandi húsmæðra.
Þess vegna naut hann stuðnings
kommúnista, sem hafa heldur ekki
gleymt því að foreldrar hans voru
virkir marxistar.
„Rauða hættan“
Kommúnistar vissu að frambjóð-
andi úr þeirra röðum hafði enga
sigurmöguleika, því að meirihluti
kjósenda hefði ekki þorað að kjósa
hann. í fyrstu studdi Akel annan
óháðan og vinveittan frambjóðanda,
Georg Ioannides, en flokkurinn varð
að hætta stuðningi við hann'þegar
ljósmjmd af honum í hátíðarbúningi
frímúrara skaut upp kollinum.
Stuðningur kommúnista átti
drýgsta þáttinn í sigri Vassilious
og hann naut góðs af skipulags-
hæfíleikum þeirra. Sigur hans var
ekki sízt merkilegur fyrir þá sök
að svör fengust ekki við mörgum
spumingum um feril hans í kosn-
ingabaráttunni.
Samstarfsmenn Vassilious segja
að hann sé harður í hom að taka,
en f kosningabaráttunni lagði hann
sérstaka áherzlu á að hann hefði
verið blásnauður og þurft að leggja
hart að sér á yngri ámm, þegar
hann kom sér áfram af eigin ramm-
leik. Hann gaf sér góðan tfma til
að spjalla við kjósendur að banda-
Kyprianou: úr leik eftir 10 ár i
embætti.
rískum sið og heimsótti verksmiðjur
til að heilsa upp á starfsfólkið. Á
blaðamannafundum kom f ljós að
hann er eindreginn stuðningsmaður
umbóta Mfkhails Gorbatsjovs í Sov-
étríkjunum. Helzta vfgorð hans, al-
laghi (breyting), hefur svipaða
merkingu og glasnost, en með því
er átt við að hreinsa verði til í stjóm-
kerfinu og stjómmálalífinu.
Andstæðingar Vassilious gerðu
mikið veður út af því að ef hann
færi með sigur af hólmi kynni það
að hafa „rauða hættu" f for með
sér. Hann var stimplaður útsendari
KGB og þvf var haldið fram að
hann væri valdalaus leiðtogi valda-
ráns, sem kommúnistar mundu
standa fyrir eftir kosningar. Um
leið sakaði Kyprianou hann um að
vera leiguþý Breta og brezka sendi-
ráðið sá sig tilneytt að bera það til
baka.
í kosningabaráttunni reyndi
Vassiliou að gera lítið úr tengslum
sfnum við Akel án þess að fæla frá
sér fjölmennasta hóp stuðnings-
manna sinna. „Ég læt ekki stjóma
mér að tjaldabaki," sagði hann.
Vafalaust verður hann að launa
kommúnistum stuðninginn, en hann
hefur oft sagt að kommúnistar hafí
stutt Kyprianou í átta ár, þótt hann
stæði hægra megin við miðju, unz