Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
29
þeir sneru við honum baki vegna
þess að þeim fannst hann halda illa
á málum í viðræðum við Kýpur-
Tyrki.
„Nýstárlegur“
Þótt Vassiliou nyti stuðnings
Akels telja vestrænir fulltrúar hann
ekki kommúnista og benda á að
hann styðji t.d. tollabandalag Kýpur
og Evrópubandalagsins og hafí allt
aðra afstöðu en þeir í fleiri málum.
En e.t.v. mun há honum að 48%
kjósenda þorðu ekki að kjósa hann,
því að þeir töldu að hann yrði verk-
færi Akels. Ymsum fannst hann líka
nokkuð óspar á kosningaloforð og
það kann einnig að koma honum í
koll. Algengt var að æstustu stuðn-
ingsmenn segðu fyrir kosningamar:
„Kýpur verður paradís á jörðu!"
Grískum Kýpurbúum fínnst
Vassiliou „nýstárlegur", eins og fv.
ráðherra hefur komizt að orði, og
þeir virðast yfírleitt vilja gefa hon-
um færi á að sýna hvað hann hefur
til brunns að bera. Grikklands-
sérfræðingurinn Kenneth Mac-
Kenzie skrifar: „Helzti veikleiki
hans er sá að hann hefur alls enga
stjómmálareynslu og styðst ekki
við dyggan hóp aðstoðarmanna,
sem hann getur dreift til verkefn-
um. Styrkur hans er fólginn í því
að hann er viðfelldinn og á merki-
lega auðvelt með að ná til fólks,
sem er skýringin á því að margir
óháðir kjósendur kusu hann. Staða
hans getur orðið sterk, ef honum
tekst að sýna að hann sé raun-
verulega óháður ættjarðarvinur,
sem sé hafínn yfír leynimakk og
flokkadrætti."
Áhrif Vassilious munu standa og
falla með því hvort honum tekst
að leysa deiluna við Kýpyr-Tyrki
og stjómina í Ankara um framtíð-
arstöðu eyjunnar. Kýpurmálið
komst í algera sjálfheldu í 10 ára
forsetatíð Kyprianous, þar sem
Kýpur-Tyrkir ákváðu að koma á fót
óháð smáríki með stuðningi 30.000
tyrkneskra hermanna frá megin-
landinu. Kyprianou krafðist brott-
flutnings tyrkneska herliðsins og
65.000 tymeskra landnema og setti
það sem skilyrði fyrir því að viðræð-
ur gætu hafízt.
Þrýstingnr
í kosningabaráttunni hét Vassili-
ou nýjum tilraunum til að binda
endi á þráteflið með sveigjanlegri
afstöðu. „Við verðum að hafa skýr
markmið: tryggingar fyrir öryggi,
brottflutning tyrkneska herliðsins
og raunverulegt sambandsríki,"
sagði hann. Þótt hann hefði enga
reynslu af deilunni kvaðst hann
reiðubúinn að ræða við Rauf Denkt-
ash, leiðtoga Kýpur-Tyrkja, „án
fyrirfram skilyrða,“ en tók fram að
sáttaumleitanir gætu tekið tíma.
Grískir Kýpurbúar sannfærðust
um að Vassiliou gæti reynt nýjar
leiðir til að leysa deiluna og fleiri
vandamál og það var enn ein skýr-
ingin á sigri hans. Hófsöm afstaða
hans í Kýpur-málinu varð til þess
að sigri hans var yfírleitt vel tekið
í erlendum höfuðborgum, þrátt fyr-
ir tortryggni í hans garð vegna
stuðnings fjölskyldu hans við
kommúnista. Jafnvel Bretar, sem
hafa herlið á Kýpur, virtust sætta
sig við afstöðu hans.
Hins vegar er ljóst að Vassiliou
mun eiga fullt í fangi með að finna
lausn, sem Kýpur-Grikkir geta sætt
sig við, því að þeir vilja ekki sam-'
þykkja tilslakanir. Síðan Vassiliou
tók við embætti hefur hann raunar
sett skilyrði, sem benda til þess að
stefna hans verði lítt frábrugðin
þeirri stefnu, sem Kyprianou fylgdi.
Hann hefur þegar orðið fyrir þrýst-
ingi frá harðlínumönnum, sem
leggjast gegn hvers konar viðræð-
um við Tyrki meðan þeir hafa her-
lið á Kýpur. Eftir á að koma í ljós
hvort hann er nógu viljasterkur til
að framfylgja þeirri stefnu, sem
hann boðaði í kosningabaráttunni.
GH
I dósum, ískalt Coca Cola
úr íslensku vatni.
DrckkiA Coca Cola Skráselt vörunuTki Framlciöandi Vcrksmiöjan ViTilfcll hf.
Handbolta - bílahappdrættíö
Stöndum saman - ÍSLAND á verðlaunapall á Ólympíuleikunum! *
Sameiginlegt átak okkar gerir það mögulegt
35 BÍLAR
Dregið 9. maí næstkomandi
Greiðum heimsendan gíróseðil (kr. 400,-)
FLUGLEIDIR fZ aðalstuðningsaðili HSÍ
ATTlR-OCTAVO SIA