Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
Ljósm. Erik Friis
Margrét Bertelsen Nielsen byijaði ekki að mála fyrr en sextug, en nú þegur hún í dag verður áttræð,
á hún myndir á sýningum víða um lönd - og hún málar íslenskt landslag.
ALLTER
ÁTTRÆÐLJM FÆRT
Einu sinni var lítil telpa að alast upp á Vesturgötunni í Reykjavík. Þegar hún var orðin ung stúlka,
tvítug að aldri, hélt hún út til Danmerkur. Þar giftist hún og starfaði í 40 ár og átti ekki afturkvæmt
til Islands. En Margrét Bertelsen hefur alltaf haldið sambandinu við gömlu vinkonumar og við
tsland, en maður hennar, Ame Nielsen forstjóri, var lengi islenskur konsúll í Odense. Margrét er
áttræð í dag, 25. apríl. Það vakti athygli þeirra sem hér muna hana og fjölskyldu hennar, að í tilefni
af 25 ára afmæli íslendingafélagsins i Óðinsvéum var efnt til málverkasýningar Margrétar B
Nielsen með myndum af íslandi, eins og hún hefur geymt það í minningunni. En um sextugt, þegar
flestir fara að hægja á sér, tók Margrét að mála, með þeim afleiðingum að hún hefur siðan verið
önnum kafin við málverkasýningar víða um lönd og hefur tvívegis hlotið verðlaun fyrir verk sín.
Margrét er fædd og uppalin
í Reylqavík. Fjölskylda
hennar bjó á Vesturgötu
16. Bertelsen faðir hennar var
danskur, en móðirin var Helga
Brynjólfsdóttir, systir Ingimars
Brynjólfssonar hjá fyrirtækinu
Brynjólfsson & Kvaran. En einn
bróðir Helgu var Friðrik Bertelsen
stórkaupmaður. Fór orð af því í
Reykjavík hve falleg og glæsileg
þessi unga stúlka var, segir ein
af íslensku vinkonunum Ragna
Sigurðardóttir. í Kaupmannahöfn
lærði Margrét tannsmíði og rak
um árabil tannsmíðastofu í Od-
ense, þar sem hún býr enn. Maður
hennar er Arne Nielsen, fyrrver-
andi forstjóri tryggingarfélags í
Odense, og eignuðust þau tvö
böm. Sonurinn er Svend Fry Ni-
elsen sem er dómari f Odense og
dóttirin Jara rekur þar snyrti-
stofu.
Tímamót urðu í lífi Margrétar
þegar hún sextug sneri sér að list-
málun, sem hún ekki hafði lært
neitt til fram að þeim tíma. Þróað-
ist það upp í að verða stór þáttur
í lífi hennar. Hefur hún á þessum
tuttugu árum átt myndir á fjölda
sýninga víða um lönd. Byijaði í
Danmörku í Bachs Kunsthaldel
og em sýningarstaðimir orðnir
yfir 20 í ýmsum bæjum í heiml-
andi hennar. En jafnframt hefur
hún átt myndir f sýninarsal Aca-
demie des Beaux Arts og fleiri
stöðum í Belgíu, í Frakklandi á
annan tug sýninga, í Noregi á
mörgum stöðum, svo og í Svíþjóð
og loks á þremur stöðum í Þýska-
landi. Og Margrét er félagi í lista-
klúbbnum Club des Beaux Arts í
Frakklandi.
Á sýningunni Grand Festival
Intemational de L’Art 1987 í
Nyon í Frakklandi hlaut Margrét
bronsverðlaun, en sýningargestir
vom um 3000. Sama ár hlaut hún
fyrstu verðlaun á þriðju haustsýn-
ingunni Salon d’Automne í Vaison
í Frakklandi, sem boðið hafði ver-
ið til 35 listmálumm, þar af
Margréti eftir sýningu í Les Cinq
A’s í Vienne árið áður. Sögðu
dönsku blöðin frá því að bókstaf-
lega hafi rignt yfir íslensk-fjónska
listmálarann Margréti Nielsen
boðum um að sýna í Frakklandi
eftir það, þannig að 12. sýningin
hennar þar í landi fellur saman
við áttræðisafmælið.
Margrét hefur hlotið lofsamleg
ummæli í blöðum fyrir myndir
sínar. Það vekur athygli þegar
litið er yfir úrklippur úr blöðum
að íslensku áhrifin í myndum
hennar velq'a sérstaka athygli. Til
dæmis segir sænski gagnrýnand-
inn Tord Bækström í Handels og
Sjöfarts-Tidning vegna sýningar
hennar í Gautaborg:„ Víðátta
fjallanna, hraunlandslag, klettar
og útlínur fjallanna á íslandi, Pro-
vinshéraði og á Sikiley, máiað af
manneskju með raunvemlega sér-
þekkingu, sem gegnrýnir djúpt
hin dramatfskustu náttúmfyrir-
bæri." Og franskur gagnrýnandi
segir að mjög fáum málurum ta-
kist að skila þannig sál fjallanna,
túlka máttuga og villta fegurð
þeirra, en það geri Margrét Niels-
en. Og danskt blað segir:„ List-
málarinn Margrethe Nielsen frá
Odense, sem er fædd og uppaldin
á íslandi, eins og greinilega má
sjá af verkum hennar, sýnir nú í
FVakklandi." Þar sem þjóðemis
Margrétar er getið, er hún í blað-
afrásögnum alltaf íslensk eða
íslensk-fjónsk. Svo að ísland á
greinilega stóran þátt í þessari
áttræðu konu, þótt hún hafi að-
eins tvisvar sinnum komið hingað
eftir að hún fór utan. Hafði hug
á að koma og sýna hér fyrir fáum
ámm, er veikindi komu í veg fyr-
ir það. Allt er áttræðum fært,
nefriist kunn bandarísk bók, og
sannar Margrét Bertelsen Nielsen
vissulega þá fullyrðingu.
E.Pá.
Garðabær:
Félög og stofnanir fá
spildu til uppgræðslu
Mikið og vaxandi starf í Skógræktar-
félagi hafnarfjarðar og Garðabæjar
NÚ á þessu vori verður félögum
og stofnunum í Garðabæ gefinn
kostur á að fá spildu innan lög-
sagnarumdæmis bæjarins til upp-
græðslu og trjáræktar. Kom þetta
m.a. fram í máli Ólafs Vilhjálms-
sonar, formanns Skógræktarfé-
lags Hafnarfjarðar og Garðabæj-
ar, á aðalfundi félagsins um sl.
mánaðamót.
Fyrir nokkmm ámm samdist um
það við bæjaryfírvöld í Hafnarfirði,
að einstaklingar, félög og stofnanir
fengju úthlutað spildum til gróður-
setningar. í ræðu sinni á aðalfundin-
um sagði Ólafur, að Skógræktarfé-
lagið og Garðabær hefðu nú gert
um það samning við Ríkisspítalana,
að þeir létu eftir nokkurt svæði í
landi Vífílsstaða til uppgræðslu og
skógræktar.
Er þetta land vestan í Rjúpna-
hæð, fyrir ofan Vífilsstaðavatn, og
er alls 53 hektara stórt. Er hver
spilda um hálfur annar hektari og
verður byrjað á að úthluta þeim til
félaga og stofnana í Garðabæ en
síðar til einstaklinga.
í skýrslu Ólafs um félagsstarfið
á síðasta ári kom fram, að það hefði
verið mikið og gott og færi vaxandi
með ári hverju. Aukins áhuga á
uppgræðslu landsins og skógrækt
gætti nú víða og endurspeglaðist
m.a. í góðri fjölgun félaga í skóg-
ræktarfélaginu. Sagði hann að lok-
um, að enn sem fyrr yrði unnið að
því að koma upp útivistar- og yndis-
skógum og fjölga lundunum á landi,
sem nú væri aðeins hrjóstur og ber-
angur.
Þess má að síðustu geta, að for-
svarsmenn félaga og stofnana í
Garðabæ, sem áhuga hafa á að „taka
flag í fóstur“, geta haft um það
samband við garðyrkjustjóra bæjar-
ins eða Ólaf Vilhjálmsson, formann
Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og
Garðabæjar.
Aðalfundur
Islandsdeild-
ar Amnesty
Aðalfundur íslandsdeildar
Amnesty Intemational verður
haldinn á morgun, mánudaginn
25. apríl, á Kjarvalsstöðum.
Fundurinn hefst klukkan
20.30. Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra:
Mörg verkefni bíða
nýrrar sljórnar
NÝLEGA var haldinn aðalfund-
ur Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra. Kosin var ný stjórn
félagsins og skipa hana eftir-
taldir: Þórir Þorvarðarson
formaður, Haukur Þórðarson
varaformaður, Margrét Þóris-
dóttir féhirðir, Guðlaug Svein-
bjarnardóttir ritari og Edda
Björnsdóttir meðstjórnandi.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Páll Svavarsson.
Félagið byijar nú í vor fram-
kvæmdir í Reykjavík. Byggð
verða tvö hús sem munu taka við
sem svefnskálar í stað gömlu
bygginganna sem em úr sér
gengnar og krefjast mikils við-
halds ef nýta ætti þau lengur,
bæði vegna aldurs og ekki síður
vegna þess tjóns er varð í janúar
1986 er heitavatnsleiðsla sprakk
og hluti húsnæðisins eyðilagðist.
Unnið er að endurbótum á gamla
húsnæðinu sem til stendur að
nýta áfram.
Félaginu er gert kleift að fara
í þessar framkvæmdir nú vegna
jákvæðra viðbragða landsmanna
við símahappdrætti félagsins. Fé-
lagið þakkar af alhug stuðning
landsmanna við félagið og upp-
byggingu þess til að hlúa sem
best að fötluðum bömum, sem
hefur alltaf verið megin markmið
félagsins og mun svo verða áfram
um ókomin ár, eða svo lengi sem
þörf verður fyrir félagið.
Allt útlit er fyrir að félagið
þurfí að auka starfsemi sína vem-
lega á næstu ámm. Hjá félaginu
em langir biðlistar eftir meðferð
og lengjast þeir frekar en stytt-
ast. Félagið hyggur á freicari
framkvæmdir á næstu ámm í
Reykjadal og einnig endurbætur
og lagfæringar á æfíngastöð fé-
lagsins á Háaleitisbraut 11-13 í
Reykjavík. Það mun takast með
áframhaldandi stuðningi lands-
manna.
(Úr fréttatilkynningu.)
Leiðrétting
Óli Kr. Sigurðsson aðaleigandi
OLÍS var sagður Jónsson á
tveimur stöðum i frétt um verk-
fall verslunarmanna í Hvera-
gerði, en fréttin birtist á blaðsíðu
29 í Morgunblaðinu í gær. Morg-
unblaðið biðst afsökunar á þess-
um mistökum.
Nafn féll niður
í hópi fermingarbarna, sem
fermd verða í dag í fermingar-
guðsþjónustu kl. 14 í Árbæjar-
kirkju er Almar Daneliusson,
Bröndukvísl 10. Hann fermist þar
ásamt tvíburabróður sínum, Ellert.
Nafn Almars hefur fallið niður í
nafnalista fermingarbamanna, sem
var hér í blaðinu í gær og er beðist
velvirðingar á því.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!