Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
Hvera
aðhafa
Drepið á ýmis
sjónarmið íforsjármálum
Um þessar mundir fara fram umræður á Alþingi um frumvarp til laga um
breytingu á barnalögum þeim sem lögfest voru þann 15. apríl 1981.116.
grein frumvarpsins, sem fjallar um forsjármál, er að finna breytingartillögu
þess efnis að foreldrum sé heimilt að semja um sameiginlega forsjá barns
þegar leyf i er veitt til skilnaðar að borði og sæng og til lögskilnaðar. Fram
til þessa hefur forsjá barna fráskildra foreldra ávallt verið óskipt hjá öðru
foreldrinu, oftast móðurinni. Verði þessi grein frumvarpsins óbreytt að lögum
þýðir það því nýmæli í íslenskum lÖgum.
Skilnuðum hefur f|ölgað
töluvert á íslandi á seinni
árum en stofnun hjóna-
banda ekki að sama skapi.
Þetta hefur orðið til þess
að hjónabandið hefur verið talsvert
til umræðu manna á meðal. Er
hjónabandið orðið úrelt stofnun?
Er fólk síður hæft til að vera í hjóna-
bandi nú en áður var? Hvers vegna
skilur fólk?
Þessum spumingum er erfítt að
svara. Hægt er þó að leiða getum
að ýmsum atriðum sem snerta þessi
mál. Margir vilja meina að hjóna-
bandið sé í dag ekki síður þörf
stofnun en það var hér á árum
áður. Inntak þess hafi hins vegar
að ýmsu leyti breyst og sé nú fólki
æ mikilvægara sem tilfínningalegt
athvarf í hörðum heimi.
Ekki virðist líklegt að hæfni fólks
til þess að búa í hjónabandi minnki
við aukna almenna menntun. Hins
vegar er það ugglaust margt fleira
sem glepur nú en áður var. Vinna
utan heimilis haslar sér æ stærri
völl í lífí fólks og uppá síðkastið
hefur það aukist að fólk eyði hluta
af frítíma sínum meðal starfsfólks
þess fyrirtækis sem það starfar
fyrir. Það þýðir minni tíma fyrir
maka og böm. Þetta er umhugsun-
anr.ál því fjölskyldubönd eru yfír-
leitt mun varanlegri en vinnustaða-
vinátta sem gjaman dregur vem-
lega úr ef vinnu við viðkomandi
fyrirtæki lýkur. Þetta eru því hugs-
anlega vond skipti fyrir ýmsa þegar
til lengdar lætur. Kannski eru for-
sendur þess að fólk gengur í hjóna-
band líka hæpnari nú en áður. Lengi
hefur þeirri skoðun verið haldið að
fólki m.a. gegnum skáldsögur og
kvikmyndir að fólk eigi að öðlast
æfílanga hamingju við giftingu.
Slíkar sögur enda oft á þeim punkti
þegar söguhetjumar hafa yfírstigið
alls kyns erfiðleika og rósum stráð
braut hjónabandsins blasir við. Það
hefur því vafalaust komið mörgum
lesendum og áhorfendum slíkra
verka á óvart þegar hin raunveru-
lega braut hjónabandsins reyndist
mun torsóttari en þeir í upphafí
hugðu. Það er ekki óeðlilegt að
Amor fatist flugið yfír haug af
óhreinum diskum og volandi smá-
bömum, að ekki sé talað um vand-
ræðin sem við blasa þegar peninga-
málin eru í ólestri eins og oft vill
verða hjá ungu fólki sem er í óða
önn að „koma sér áfram og eignast
eitthvað," eins og það er kallað.
Þrautaráð margra, þegar svo er
komið, er að skilja og reyna aftur
að komast á hina rósrauðu hjóna-
bandsbraut sem margir sjá sem
glæst takmark drauma sinna.
Tilsögn nauðsynleg í því
sem lýtur að hjónabands-
málum
En af hveiju veit fólk svona lítið
um það sem bíður þessi í hjóna-
bandi? Er enginn sem segir því
hvað sambúð karls og konu er í
raun og veru? Líklega verður að
svara þessu neitandi. Það er að vísu
hægt að leita til einkaaðila með
hjónabandsráðgjöf bæði í upphafí
hjónabands og við lok þess en skipu-
lögð fræðsla um hvað fólk verður
að leggja af mörkum og hvers það
getur vænst í hjónabandi er engin
til í íslensku þjóðfélagi. Sumir eru
þeirrar skoðunar að full ástæða
væri til að ungt fólk fengi í skólum
tilsögn í ýmsu því sem lýtur að
sambúð og veldur því oft að hjóna-
bönd steyta á skeri. Á sama hátt
og fólk er undirbúið undir fermingu
þá er að margra mati nauðsynlegt
að undirbúa fólk undir hjónaband.
Fólk þarf að vita hver er lagalegur
réttur þess og hvers sé eðlilegt að
vænta í tilfínningamálum í hjóna-
bandi. Þegar til skilnaðar kemur
er sá aðilinn sem síður vill slíta
hjónabandinu oft fullur af sársauka
og telur skilnaðinn óréttlátann. Ef
horft er á samdrátt karls og konu
er erfítt að koma auga á að það
-sé eitthvað viðkomandi réttlæti að
maður verði t.d. hrifinn af einni
konu fremur en annarri. Sé gengið
út frá því að það sé ekki tengt rétt-
læti að verða ástfanginn af einum
fremur en öðrum er á sama hátt
erfítt að tengja það óréttlæti að
einhver hættir að vera ástfanginn
af öðrum. Ef fólki væri í upphafi
ljóst að hver og einn vill helst vera
hjá þeim sem honum líður vel hjá
og engin lög megna að halda tilfinn-
ingum manna föngnum þá er hætt
við að margir myndu hegða sér á
annan hátt en þeir gera sé þessi
vitneskja óljós.
Lengi vel var mikið um það talað
manna á meðal að hjónaskilnaður
væri öðrum hvorum aðilanum „að
kenna". Enn eru margir fúsari að
taka afstöðu í sambandi við hjóna-
bandsmál annarra en t.d. að segja
skoðun sína á ýmsum málum sem
upp koma í þjóðfélaginu. Margir
telja þó að erfítt sé að dæma í
málum, sem svo mjög fara fram
fyrir luktum dyrum, eins og raun
ber vitni með samlíf hjóna. Löggjaf-
inn endurspeglar þá skoðun að er-
fítt sé að dæma í slíkum málum.
Sök hefur því verið útrýmt úr lög-
gjöf í sambandi við hjúskaparlög.
Tölur sýna að margt fólk tekur
þann kost að slíta hjónabandi sínu.
Þetta hefur í för með sér að mörg
börn alast upp hjá öðru foreldri sínu
en hafa takmarkaðan samgang við
hitt foreldrið. Þeir sem um þessi
mál §alla tala um að fólk sé oft
ekki tilbúið til þess að axla þá
ábyrgð sem skilnaði er samfara.
Að sögn þeirra sem til þekkja geng-
ur sumum illa að skilja að sambúð-
arslit leiða til þess að samgangur
þeirra við bömin minnkar óhjá-
kvæmilega mjög mikið og verður
með öðru móti. Einnig þeir sem fá
forsjá bama sinna verða að sætta
sig við að ýmislegt sé öðruvísi en
þeir gjaman vildu hafa það. Ef fólk
vill ekki skilja þessar staðreyndir
veldur það því sjálfu og baminu
miklum erfíðleikum og leiðir oft til
deilna um forsjá eða umgengni.
Það kemur oft fyrir að fólk getur
við skilr.að ekki komið sér saman
um hver eigi að fara með forsjá
sameiginlegra bama. Þetta leiðir
stundum til illvígra deilna og oft
dragast þessi deilumál á langinn
þegar leita þarf umsagna barna-
vemdamefnda eins og skylt er að
gera áður en Dómsmálaráðuneyti
úrskurðar í slíkum málum. Sé um
mjög erfið mál að ræða þá getur
Dómsmaálráðuneytið leitað til
Bamavemdarráðs að auki. Barna-
vemdarnefndir kveðja gjaman til
sérfróða menn, svo sem sálfræð-
inga, til þess að ræða við málsaðila
Og bömin. Aðstoð sérfróðra manna
er keypt að, hafí bamaverndar-
nefndir ekki slíkum mönnum á að
skipa, eins og oft er raunin í þorpum
og sveitum.
A ekki að láta börn þurfa
að velja á milli foreldra
sinna
Það er vandaverk að reyna að
fínna út hvað bömum er fyrir bestu
í þessum efnurri. Böm innan 12 ára
eru sjaldnast spurð beint hvar þau
vilji vera, heldur er reynt að fínna
út með prófum og öðrum athugun-
um hvar baminu líði best. Raunar
er það samdóma álit fróðra manna
að ekki eigi að koma nokkru barni
í slíka stöðu að það þurfi að velja
milli foreldra sinna. Talið er best
að hinir fullorðnu axli þá ábyrgð
að leysa úr svo flóknu máli sem
því, hjá hvoru foreldranna bam eigi
að búa, ef til skilnaðar kemur. Það
er hætt við að veikbyggðar axlir
kikni undir þeirri byrði sem slík
ákvörðun er. Böm eiga oft erfitt
með að segja hug sinn og vilja hvor-
ugt foreldra sinna særa. Þess vegna
bregða sum böm á það ráð að tala
tungum tveim og flækist þá stund-
um í lyganet sem erfítt getur orðið
að losna úr. Foreldramir, sem ekki
hafa áður reynt bam sitt að lygi,
eiga bágt með að trúa því að slíkt
geti átt sér stað og ásaka þá
kannski hvort annað um að fara
með lygi og flækja þannig málið
enn frekar. Sársauki vegna slíkra
vandræða situr í barnssálinni fram
á fullorðinsár og gerir bömum sem
slíkt reyna erfitt um vik að beita
hæfileikum sínum þegar þau þurfa