Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 33

Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 33 segir í greinargerðinni að sameigin- leg forsjá hafi þann kost að ef ann- að foreldri andast eða verður óhæft til þess að gegna forsjánni þá sé fyrir hendi skipan forsjár sem gerir afskipti stjórnvalda óþörf. Eins og fram hefur komið eru uppi talsverðar efasemdir um að tímabært sé að lögleiða sameigin- lega forsjá hér á landi. Sumt sér- frótt fólk telur þá hættu vera fyrir hendi að sameiginleg forsjá verði talinn réttur foreldra en ekki verði litið nægilega mikið til hagsmuna bamsins. Þeir sem að frumvarpinu standa segja hins vegar að þessu frumvarpi sé fyrst og fremst ætlað að tryggja hagsmuni bamsins og vonast til að það fækki forsjármál- um, verði það að lögum. Þeir benda á að sameiginleg forsjá geti verkað sem hvatning til foreldra sem ekki búa saman að leggja sig fram um á að halda í lífsbaráttunni. Það er ugglaust öllum hollt að hafa það hugfast að stundum verða böm fyrir svo óbætanlegu tjóni við slíkar deilur, að sem fullorðnu fólki veitist þeim erfitt að fóta sig í tilverunni. Sameiginlega forsjá - gallar og kostir Sumir kynnu að halda að sameig- inleg forsjá myndi henta við slíkar kringumstæður sem hér að ofan var lýst. Sérfróðu fólki ber saman um að sú geti varla verið raunin. Menn leggja áherslu á að sameiginleg forsjá geri miklar kröfur til foreldra og annarra sem í það mál bland- ast. I átjándu grein lagafrumvarps- ins segir svo að samningur um sam- eiginlega forsjá sé því aðeins gildur að valdsmaður staðfesti hann og skal samningur staðfestur nema telja verði að hann sé barni eigi fyrir bestu. Sumir sem um þessi mál hafa fjallað vilja meina að valdsmaður sé sjaldnast í þeirri aðstöðu að geta sannreynt hvað sé barni fyrir bestu. Það hvílir því þung ábyrgð á herðum þeirra for- eldra sem slíkan samning gera. Ef illa tekst til getur slík skipan orðið til þess að draga forsjármál á lang- inn. Samningur um sameiginlega forsjá er uppsegjanlegur ef sam- komulagsgrundvöllur er ekki fyrir hendi lengur. Ef slíkur samningur er gerður, en heldur svo ekki, blas- ir oft forsjárdeila við. I greinargerð sem fylgir fyrr- nefndu lagafrumvarpi er lögð áhersla á, að í samningi um sameig- inlega forsjá barns felist ekki í sjálfu sér að barn búi hjá báðum foreldrum og því síður jafn lengi ár hvert hjá hvoru um sig. Þar sem þessi skipan hefur verið reynd býr bamið venjulega hjá öðru foreldra sinna, miklu fátíðara er að þessu sé á annan veg háttað, en þá helst ef fólk býr í grennd hvort við annað og barnið þarf t.d. ekki af þeim sökum að skipta um skóla eða barnaheimili. Það krefst mikillar aðlögunar og tillitsemi ef fólk, sem býr ekki sam- an, á að geta vandræðalaust haft með höndum sameiginlega forsjá bama. Sé fólk vel hugsandi, þrosk- að og tillitsamt getur þetta þó geng- ið vel. Komi hins vegar fleiri inni í málið krefst það nýrrar aðlögunar og þess meiri sem fleiri bætast í hópinn. Reynslan sýnir að mjög margt fólk sem skilur, giftir sig aftur eða tekur upp sambúð við annan aðila. Samkvæmt íslenskum lögum deilir fólk, sem giftist eða býr með aðila sem hefur forsjá barns, forsjánni með maka sínum. Þessu er á annan veg farið í þeim löndum þar sem sameiginleg forsjá hefur verið reynd fram að þessu. Vegna þessarar sérstöðu íslenskra laga er líklegt að sú staða kunni að koma upp að þrír eða fjórir aðil- ar fari með forsjá eins barns ef t.d. báðir foreldramir gifta sig aftur. Þetta telja margir að geti orðið þungt í vöfum og geri miklar kröf- ur til tillitsemi og aðlögunarhæfni allra forsjármannanna. Samningur um sameiginlega forsjá er uppsegj- anlegur ef aðilar telja að samkomu- lagsgrundvöllur sé brostinn. Setjum nú svo að annað kynforeldrið skilji við hinn nýja maka sinn. Þá kann svo að fara að samningurinn falli úr gildi og sú staða getur komið upp að hver hinna fjögurra forsjár- manna geti farið fram á að fá for- ræði barnsins. Þessi skipan mála getur því leitt af sér enn flóknari forsjármál en nú eru tíðust, þó vafa- laust yrðu þau mál fá. Ef tíunduð eru rök gegn sameig- inlegri forsjá sem fram koma í greinargerð með umræddu laga- frumvarpi þá má m.a. benda á að slík skipan gengur gegn því við- horfi norrænna sifjalaga að farsæl- ast sé fyrir uppeldisstarfið að einn uppalandi fjalli sem mest þar um. Telja menn vænlegra að rýmkva fremur reglur um umgengnisrétt og auka upplýsingastarfsemi á því sviði. Bent er á að samkomulag um sameiginlega forsjá sé oft skamm- góður vermir og sú hætta sé fyrir hendi að ágreiningur fráskilinna foreldra haldi áfram og barnið verði þannig í auknum mæli skotspónn og bitbein þeirra átaka. Þess má geta að þegar forsjárreglur voru endurskoðaðar í Vestur-Þýskalandi árið 1979 var því hafnað að lög- festa heimild fyrir foreldra til að mæla fyrir um sameiginlega forsjá. I umræddir greinargerð eru einn- ig tíunduð rök með sameiginlegri forsjá. Meðal þeirra er sú röksemd að sameiginleg forsjá geti verið láusn á miklum átökum og tog- streitu milli foreldra útaf forsjá barna og sætt það foreldrið sem barnið býr ekki hjá betur við sinn hlut, ef því er tryggður afskiptarétt- ur af persónuhögum barnsins og hlutdeild í umsýslu vegna fjármála þess. Bent er á að ef samningurinn rofnar þá þá geti sá tími sem liðinn sé orðið til þess að hægara sé að leiða forsjármál til lykta. Einnig að standa saman að umönnun barna Það er margra manna mál að mjög skorti á að fólk hafi yfirleitt aðgang að nægilegri ráðgjöf í sam- bandi við hjónaskilnaði. Oft hefur tekist að koma í veg fyrir forsjár- deilu með því að ræða við fólk í tíma og hugsanlega væri hægt að fækka hjónaskilnuðum með því að fá fólk til að ræða saman og að- stoða það við að leysa úr deilum sínum. Samkvæmt upplýsingum Dómsmálaráðuneytisins var úr- skurðað í um það bil 40 forsjár málum á hverju hinna þriggja s.l. ára. Langtum fleiri mál berast en úrskurðað er í og það þýðir að mjög margir deiluaðilar sættast. Úr- skurðum í forsjármálum hefur greinilega ekki fjölgað í neinu hlut- falli við fjölgun hjónaskilnaða og er það m.a. þakkað því að æ meiri áhersla er lögð á sáttameðferð og sáttatilraunir af hálfu ráðuneytisins og bamavemdaryfirvalda. Vafalaust er það takmark flestra þeirra sem ala af sér bam að það komist til manndóms og verði nýt manneskja sínu þjóðfélagi. Slíkt fólk er líka sannkallaður auður hvers þjóðfélags. Með þetta tak- mark í huga er það verðugt við- fangsefni að reyna að sjá til þess með öllum ráðum að sem flest börn komist klakklaust í gegnum þá þraut sem upplausn heimilis getur haft í för með sér. En þó vissulega sé þar þarft verk að vinna ber á hitt að líta að betra er heilt en vel gróið. Lokamarkmiðið hlýtur því að vera að búa fólk svo undir lífið og sambúð við aðra að það gangi í hjónaband með þá vitneskju í vega- nesti sem tryggir því farsæld í þeim efnum um ókomna æfitíð. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir (Grein þessi er samin að tilhlutan nefndar sem annanst undirbúing fyrir Norrænt barnaverndarþing sem halda á hér á landi í sumar. Við ritun þessarar greinar var stuðst við upplýsingar frá Drifu Pálsdóttur deildarstjóra hjá Dóms- málaráðuneyti, Sigríðir Ingvars- dóttur formanns Barnaverndarráðs og Helgu Þórólfsdóttur félagsráð- gjafa hjá Pélagsmálastofnun Reykjavíkur í Vonarstræti. Námskeiö Sjálf sþekking - Sjálfsöryggi Á námskeiöinu kynnast þátttakendur: © Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiöbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiöur Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar: 62 30 75 og 21110 kl. 11-12. SUNDAHÖFN Vijjum ráða í eftirtaiin störf: 1. Akstur og stjórn vörulyftara Upplagt fyrir eldklára og glögga ökumenn, helst með meirapróf eða reynslu. Um er að ræða störf með og án vaktavinnu. Þeir sem vilja slá til hringi sem fyrst í stjóm- stöð, sími 689850. Sundahöfn er skemmtilegur vinnustaður. Þar er hressandi vinnuandi viö nútímaleg skilyrði. Gottmötuneyti. Hjá EIMSKIP eru miklirframtíðarmögu- leikar fyrir dugandi fólk. EIMSKIP KRÖFTUGTFÓLK KRÖFTUGT FYRIRTÆKI OÍTIROn AFGREIÐSL UKASSAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.