Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
36
Sætar kartöflur
(Sweet potatios)
arið er að flytja inn „sætar kartöflur", þótt ekki fáist þær í öllum verslunum,
heldur aðeins í þeirn verslunum sem selja framandi ávexti og grænmeti, enda
I verður að telja sætar kartöflur með framandi grænmeti. Ég hef verið að leika
mér að matreiða sætar kartöflur og finnst það skemmtileg tilbreyting, sérstak-
lega á þessum árstíma, þegar okkar venjulegu kartöflur eru famar að verða
leiðinlegar.
Þótt sætar kartöflur séu ekki eins algengar og hinar sem við þekkjum betur
er þetta þó sú tegund kartaflna sem fyrr fluttist til Evrópu frá Nýja heiminum.
Haiti-búar kölluðu þessar sætu kartöflur batatas, en það var Kólumbus
sem flutti þær á undan hinum venjulegu til Evrópu árið 1493, en skömmu
síðar kom hann einnig með hinar auk margra annarra tegunda græn-
metis. Spánveijar fögnuðu þessari kartöflu vel, enda óx þessi hitabeltis-
planta ágætlega í hinum heita jarðvegi Spánar, en þar var hún kölluð
spánsk kartafla.
Sir Francis Drake flutti þær til Bretlands og Bretar urðu strax hrifn-
ir af þeim og á dögum Shakespeares vom þær sykraðar og seldar sem
sælgæti. Jósephina kona Napoleons lét rækta þessar kartöflur og urðu
þær mjög vinsælar í Parísarborg, og talið er að ungmeyjar Parísarborg-
ar hafi gefið ástvinum sínum sætar kartöflur til að lægja tilfinninga-
hita þeirra, sem þeim þótti stundum nóg um. Það undarlega er að
sætar kartöflur fluttust til Bandaríkjanna frá Evrópu, og höfðu þá
farið langan hring, þar sem þær em upprunnar í Mið-Ameríku. í Banda-
ríkjunum borða allir einhvers konar sætar kartöflur með kalkúnanum
á þakkargjörðardaginn og er algengast að búa til stöppu úr kartöflun-
um. Þetta er eins algengt hjá þeim og það er algengt hjá okkur að
bera rófustöppu með hangikjöti.
Sætar kartöflur hafa margbreytilega lögun og hýðið er rauðleitt en
kartaflan sjálf hvítgulleit. Onnur skyld tegund, yam, er mjög lík sætum
kartöflum. Hana hefi ég ekki séð hérlendis. Sú kartafla er miklu gul-
ari en sæta kartaflan. Notkun þessara kartaflna er lík, en yam er ekki
eins sæt og hin. Sætar kartöflur em yfirleitt soðnar með hýðinu, en
það gera Islendingar að öllu jöfnu við allar kartöflur. Kartöflurnar
em burstaðar vel og soðnar í saltvatni þar til þær era meyrar. Gott
er líka að baka þær.
Geymið sætar kartöflur aldrei í kæliskáp.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Stappa (mús) úr
sætum kartöflum
4 stórar sætar kartöfllur (IV2 kg)
50 g smjör
1 tsk. salt
V4 tsk. nýmalaður pipar
1. Burstið kartöflurnar vel upp úr köldu
vatni.
2. Setjið vatn í pott og látið sjóða, setj-
ið kartöflurnar í sjóðandi vatnið og sjóðið
við hægan hita þar til kartoflurnar eru
meyrar ef stungið er prjóni í. Þær eiga
að vera mjög vel soðnar.
3. Takið kartöflumar úr pottinum, af-
hýðið og setjið í pott.
4. Stappið kartöflumar vel með kart-
öflustappara.
5. Setjið salt, pipar og smjör út í og
hrærið vel með sósuþeytara. Látið hitna
vel í gegn.
Athugið: Þetta er gott meðlæti með
kjúklingum, skinku, saltkjöti og auðvitað
hangikjöti.
Stappa (mús) úr sætum og venju-
legum kartöflum
V2 kg sætar kartöflur
V2 kg venjulegar kartöflur
V2 tsk. salt
1 dl mjólk
30 g smjör (2 smápakkar)
nýmalaður pipar
V8 tsk. múskat
1. Afhýðið bæði sætu kartöflumar og
hinar, skerið í þykkar sneiðar.
2. Hitið vatn, setjið salt saman við.
Látið sjóða.
3. Setjið kartöflurnar í vatnið og sjóðið
við vægan hita þar til þær eru meyrar,
20—30 mínútur.
4. Hellið kartöflunum á sigti og látið
renna af þeim.
5. Setjið kartöflurnar í pott, merjið síðan
með kartöflustappara.
6. Setjið mjólk og smjör út í og hrærið
í með þeytara á heitri hellunni.
7. Setjið múskat saman við og hrærið
vel saman.
Bakaðar sætar kartöflur
3 stórar kartöflur
30 g smjör
nýmalaður pipar
múskat
1. Þvoið kartöflurnar, skerið langsum í
tvennt.
2. Hitið bakaraofn í 200°C.
3. Raðið kartöflunum á grind, skurð-
flötur snúi upp.
4. Skerið örlítið ofan í kartöflumar.
Setjið í heitan ofninn og bakið í 50—60
mínútur.
5. Bræðið smjörið og smyijið kartöflum-
ar öðru hveiju með því meðan á bakstri
stendur. Malið pipar yfir.
6. Berið kartöflurnar fram heitar með
miklu smjöri.
Baka með sætum kartöflum
Bakan:
250 g hveiti
100 g sykur
150 g smjör eða smjörlíki
1 egg
1. Setjið hveiti og sykur í skál.
2. Skerið smjörið smátt og myljið saman
við mjölið.
3. Setjið eggið út í og búið til deig.
Hnoðið vel saman.
4. Setjið deigið á botninn á springmóti,
25 sm í þvermál.
Fyllingin:
250 g soðnar sætar kartöflur
100 g smjör
100 g púðursykur
IV2 dl ijómi
2 egg
V2 tsk. múskat
1 tsk. kanill
150 g valhnetukjarnar
5. Meijið kartöflumar með kartöflu-
stappara. Hrærið smjör og sykur saman
við í hrærivél.
6. Setjið síðan 1 egg í senn út í og loks
ijómann.
7. Setjið múskat og kanil út í.
8. Meijið helming valhnetukjamana 0g
setjið út í. Valhnetur er hægt að meija
með kökukefli.
9. Hellið soppunni ofan á botninn, setjið
síðan heilu valhnetumar ofan á meðfram
brúninni á mótinu. Þær sökkva að ein-
hveiju leyti ofan í.
10. Hitið bakaraofn í 200°C, blásturs-
ofn í 180°C. Setjið botninn í ofninn og
bakið í 40—45 mínútur. Stingið með pijóni
í botninn til að aðgæta hvort þetta er
bakað.
11. Berið fram heitt eða kalt með þeytt-
um ijóma. Mér finnst betra að bera þetta
fram kalt.
Búðingur úr sætum kartöflum
3 frekar stórar sætar kartöflur
3 egg
2 bollar mjólk
2 dl sykur
1 tsk. kanill
100 g möndlur
15 g smjör
1 dl romm eða ávaxtasafi
1. þeytið egg með sykri, setjið mjólk út í.
2. Hellið sjóðandi vatni á möndlumar,
látið standa í 5 mínútur, takið þá húðina af.
3. Saxið möndlurnar.
4. Afhýðið sætu kartöflurnar, rífið síðan
gróft á rifjárni. Setjið saman við eggja-
hræruna ásamt kanil og möndlum.
5. Smyijið eldfasta skál, setjið maukið
í skálina.
6. Skerið smjörið smátt og setjið ofan
á skálina.
7. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn
í 170°C. Setjið skálina í miðjan ofninn og
bakið í IV2 klst.
8. Ef þetta dökknar mikið að ofan, þarf
að leggja álpappír ofan á.
9. Hellið rommi eða ávaxtasafa yflr það
sem er í skálinni og berið fram.
Athugið: Þetta er gott meðlæti með
kalkúna, skinku eða sem sjálfstæður rétt-
ur, sem borinn er milli annarra rétta eða
í lok máltíðar.
Sætar kartöflur með lárperu
(avokado)
1 kg sætar kartöflur, stórar
1 meðalstór lárpera
1 appelsína
*/8 tsk. salt
nýmalaður pipar
Vs tsk. múskat
1. Burstið kartöflurnar vel.
2. Setjið vatn í pott og látið sjóða. Setj-
ið kartöflurnar í vatnið og sjóðið við væg-
an hita í 20—30 mínútur eða þar til kart-
öflurnar eru meyrar. Stingið ptjóni í þær
til að aðgæta það.
3. Afhýðið kartöflurnar, setjið í kvörn
eða hrærivélarskál.
4. Afhýðið lárperuna, takið úr henni
steininn, skerið smátt og setjið með kart-
öflunum í kvörnina (hrærivélarskálina).
Meijið sundur. Setjið í skál.
5. Rífið börkinn af appelsínunni, kreis-
tið síðan úr henni safann. Setjið saman
við maukið.
6. Setjið salt, pipar og múskat út í.
Hrærið vel saman.
7. Smyijið eldfasta skál, setjið maukið
í skálina.
8. Hitið bakaraofn í 180°C, blástursofn
í 160°C. Setjið í miðjan ofninn og bakið
í 30—40 mínútur.
Þetta er gott meðlæti með alls konar
pylsum eða skinku.
í síðasta þætti féll niður magn af mjólk
í jólakökuuppskriftinni, en það á að vera
3 dl.