Morgunblaðið - 24.04.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
£7
Reuter
March Fong Eu, háttsettur emb-
ættismaður í Kaliforníu, heldur
á vopni Sirhans Sirhans, sem
myrti Robert Kennedy.
Morðið á Robert
Kennedy:
Myndir og
skjöl horfin
úr skýrslu-
bunkanum
Sacramento, Kaliforníu. Reuter.
SKJÖL um rannsókn morðsins á
Robert Kennedy voru opnuð á
þriðjudag og kom þá í ljós að
2.400 ljósmyndir vantaði í skjala-
pakkana. Þá sýna skjölin að lög-
reglan vísaði á bug án skýringa
ábendingum um að banamenn
Kennedy hefðu verið tveir.
John Bums, skjalavörður Kali-
fomíuríkis, sagði á miðvikudag að
lögreglan hefði ekki tekið mark á
eða látið kanna nánar fullyrðingar
um að fleiri en átta kúlnaför hefðu
fundist á morðstaðnum. Aðeins var
hægt að skjóta átta skotum úr
byssu Sirhans Sirhans, sem dæmd-
ur var fyrir morðið.
Menn, sem unnu að rannsókn
morðsins, töldu að tveir menn hefðu
skotið á Kennedy, sem var myrtur
í Ambassadorhótelinu í Los Angeles
5. júní 1968. Byggðu þeir það á
því að bandaríska alríkislögreglan
hefði fundið 10 kúlnaför í dyra:
karmi á morðstaðnum í hótelinu. í
skjölunum er engin skýring gefin á
því hvers vegna ekki var tekið tillit
til kenningarinnar um tvær skyttur.
Burns segist hafa átt von á því
að finna 5.300 ljósmyndir í skjölun-
um en þar hafi aðeins verið 2.900
myndir. Vanti því nær helming
myndanna og kvaðst hann enga
skýringu hafa á því. Einnig hafi
ýms skjöl verið fjarlægð því þar
vanti skjöl og skýrslur vitna, sem
vísað er til í þeim slqolum, sem
eftir eru.
Skjölin, sem opnuð voru, eru á
um 50.000 vélrituðum síðum, m.a.
afrit af viðtölum við 4.400 menn,
sem báru vitni eða voru yfirheyrðir
vegna morðsins. Meðal rannsóknar-
gagna var doppóttur kjóll, sem not-
aður var er morðið á Kennedy var
sviðsett síðar vegna morðrannsókn-
arinnar. Vitni gáfu sig fram sem
sögðu að kona klædd samskonar
kjól hefði hlaupið frá hótelinu hróp-
andi: „Við drápum hann, við dráp-
um hann“. Meðal skjalanna var
1.500 síðna lokaskýrsla lögreglunn-
ar. Niðurstaða hennar er að Sirhan
hafi verið einn að verki og að eng-
ar vísbendingar hafi fundist um að
samsæri hafi verið gert um að
myrða Kennedy.
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN
ITIVOLI!
MOBIRA TALKMAN í TÍVOLÍ!
í dag veröur glæsilega útbúinn sýningarbíil frá Mobira staðsettur í
skemmtanamiðstöð Suðurnesja-Tívolíinu í Hveragerði.
Þar kynnum við Mobira Talkman farsímann, fylgihluti á borð við textaprentara og
brenglar^, auk Mobira Cityman handsímans sem kemst nánast ofan í brjóstvasa
eigandans!
MOBIRA TALKMAN
Eini farsíminn á
íslandi með ábyrgð
og ókeypis kaskó-
tryggingu í þrjú ár!
Þetta er aldeilis tækifærið:
Að taka syrpu með krökkunum í
leiktækjunum og reynasíðan farsímatækni
eins og hún gerist þróuðust með því
að hringja í ömmu!
IX
Hátæknlhf.
Ármúla 26, símar: 91 -31500 - 36700
15%
staðgreiðslu-
afslátturámeðan
sýningarbíllinn
erálandinu
Askriftarsíminn er 83033