Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 43

Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 43
43> MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 hennar, er stundum kölluð „Blóð- uga Mingo" af héraðsbúum. Hat- field-pettin átti þama í illdeilum við McCoy-ættina á árunum eftir 1880 (margir afkomendur þeirra búa þama enn) og einni kynslóð síðar stóðu verkalýðsforingjar fyrir blóð- ugum átökum gegn kolaframleið- endum. Jafnvel nú á dögum er því enn svo farið, að íbúamir em tilbúnir í allt til þess að veija fjölskyldu sína og atvinnu. Ættir sumra ^ölskyldna hafa búið þama kynslóðum saman og margir bæjarbúar eru tengdir, sem skýrir það, hvers vegna fréttir berast svo hratt út um dalinn rétt eins og þær hefðu verið sendar út á örbylgju. Saga sögð í búðinni hjá Strosnider kl. 10 fyrir hádegi er á alira vörum í bænum í hádeginu og um kvöldmatarleytið verður hún komin út í útkjálka héraðsins. Því var það ekki nema eðlilegt þegar orðrómurinn komst á kreik um Steve Forrest, að hann færi ekki fram hjá neinum. Fórnarlambið „Góði Guð, breyttu mér," var Steve vanur að biðja á hveiju kvöldi sem unglingur eftir að hann var kominn í rúmið. Það var skoðun hans, að biðja ætti til Guðs ef mað- ur bjó við vandamál. En sú grein babtistakirkjunnar, sem fjölskylda hans tilheyrði, kenndi, að „vanda- málið", sem hélt honum andvaka, væri synd, sem drottinn liti á með mikilli vanþóknun. Þar sem margt fólk í þessu bæjarfélagi í „biblíu- beltinu" svonefiida voru einnig þessar skoðunar, þá þagði þessi greindi, ljóshærði piltur yfir vanda- máli sínu og lagði þess í stað stund á dæmigerð áhugamál táninga: Stefnumót við stúlkur, framhalds- skólann, aukavinnu á kvöldin og síðar, eftir að móðir hans var dáin ur krabbameini, bættist við sú kvöð að hjálpa til við að annast fjórar systur, sem allar voru }mgri en hann. Það var fyrst eftir að Steve hafði lokið framhaldsskólanámi, að hann skýrði fjölskyldu sinni frá leyndarmáli sínu: Hann var kyn- villtur. Faðir hans mæltist til þess, að hann ieitaði til sálfræðings. „Ef til vill getur hann breytt þér og gert þig eðlilegan." Ein af frænkum Steves gaf fé til Roberts, þekkts sjónvarpsprests og hét á hann að biðja fyrir Steve. Jafnframt fullyrti hún, að Steve gæti hjálpað til með _því að fara snemma a fætur á sunnudögum, fara í sérstakan kyrt- il og leggja hendumar á sjónvarps- tækið, á meðan Roberts predikaði. En það voru ekki allir reiðubúnir til hjálpar. Strákamir í nágrenninu köstuðu í hann gijóti og kölluðu hann „homma" og það viðumefni barst síðan fljótt út um byggðarlag- ið. Einhveijir skemmdu síðan bflinn hans, brutu framrúðuna og sprengdu dekkin. Jafnvel lögreglan í Williamson, sem hafði stöðvað hann einu sinni vegna gmns um ölvunarakastur, virtist nú fylgjast gaumgæfilega með ferðum hans. Honum leið eins og hann væri orð- inn fangi. Þá gerðist það eitt sinn er Steve fór á bfl til Dallas, að honum opnað- ist nýr heimur. Þar höfðu kynvilltir menn sína eigin skemmtistaði og gátu sleppt fram af sér beizlinu. Steve ákvað því að flytjast til Dall- as, þar sem hann fékk vinnu í prentsmiðju. Hann tók á leigu íbúð í hverfi, þar sem margir kynvilltir þjuggu og standsetti hana eftir eig- in höfði. Hann hætti þeirri matseld, sem hann hafði alizt upp við, lærði að búa til kínverskan mat og hélt „parakvöld" heima hjá sér á föstu- dagskvöldum fyrir hina nýju, kynvilltu vini sína. Þar bauð hann þeim upp á glas og framreiddi fyrir þá ýmsa framandi rétti. í fyrsta sinn á æfinni fannst honum sem hann væri ekki lengur utangarðs. Hann fór í sundlauga- partí, sótti tónleika og hvaðeina. „Mér leið eins og ég væri umvafinn fólki, ég átti þúsundir vina.“ En jafnframt átti Steve sér elskhuga, skrifstofumann í verzlun, sem deildi með honum íbúðinni og Steve leit- aði athvarfs hjá á kvöldin, eftir að hann var búinn í vinnu. „Farðu aldrei framar í burtu“ Þegar Steve Forrest kom aftur heim til Williamson þremur árum síðar og þá aðeins í stutta heimsókn var hann orðinn annar maður. Hann hafði haldið fast utan um launin sín, sem voru um 17.000 dollarar á ári, látið klippa hár sitt stutt og fengið lýtalækni til að laga á sér nefíð, en hann hafði nefbrotnað í slysi í æsku. Hann klæddist polo- skyrtu og sýndi myndir, sem hann hafði sjálfur tekið, af miðborg Dall- as. Allt yfírbragð hans bar nú með sér sjálfsöryggi borgarbúans, sem telur sig hafa náð tökum á heimin- um. Systur hans og frænkur létu óspart í ljós aðdáun sína og faðir hans sagði: „Okkur þykir vænt um þig. Við erum stolt af þér. Láttu ekki eins langan tíma líða þar til þú heimsækir okkur næst." En þessi góði tími í lífi Steves átti ekki eftir að standa lengi. Þeg- ar hann var kominn aftur til Dallas reyndist honum erfitt að losna við lungnakvef. Það slitnaði upp úr hjá honum og elskhuga hans, hann létt- ist og eftir því, sem mánuðimir liðu, fylgdu veikindi á veikindi ofan. Læknir ráðlagði Steve að gangast undir alnæmispróf, en hann neitaði því. Hann hafði þegar á botninn var hvolft aldrei verið flöllyndur. „Ég var á móti börunum," rifjaði hann upp síðar. „Að mínu mati voru þeir staðir fyrir skyndikynni og það var einmitt þar, sem alnæm- ið breiddist út.“ Snemma á þessu ári og það mörgum mánuðum áður en unnt hefði verið að staðfesta illan grun Steves með prófi, vissi hann að sífelldur niðurgangur, munnangur og lungnakvef gátu aðeins þýtt eitt. Þó gat, hann ekki horftzt í augu við það. í staðinn hélt hann kyrru fyrir í rúminu heilu dagana og stundum vissi hann jafnvel ekki hvaða dagur var. Þegar hann var ekki sofandi, þá var hann drukkin*' jafnvel dauðadrukkinn. Á daginn íhugaði hann sjálfs- morð og á nóttunni sótti að honum martröð, þar sem verið var að grafa hann lifandi. Hann baðst varla fyr- OVENJUUSO UTSALA FYRIK VANDLÁIA Eggert feldskeri rýmir til fyrir nýjum vörum Útsalan hjá okkur stendur til 30. apríl. Eggert býðnr loðfeldi og leðnrvörur á lækkuðu verði, til þess að liægt sé að rýma til fyrir nýjum vörum. Þetta er einstakt tækifæri. Eggert feldskeri efnir ekki til útsölu á liverju ári, svo að nú getur þú vafalaust fondið eittlivað við þitt liæfi. EGGERT feldsbri CC (X Efst á Skólavörðustígnum, sími 11121. SEM SAGT: ÓVENJULEG ÚTSALA FYRIR VANDLÁTA Sending frá ESCADA * TÍZKAN Laugavegi 71 II haeó Simi 10770 ÍFRAM ÍSLANDí r Sjé bls. 29

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.