Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 Ég hélt að það væri að vora og hlýna og vonin hún kemst yfir ailt En þegar ég háttaði í holuna mína var helvítið is jökul kalt. Gæti verið pistill vikunnar. Nema hvað höfundurinn, sem þetta orti eitthvert kalt vor, hefur áreiðan- lega átt kaldara ból en við nútima hitaveituböm. Oft hefur vísan rifj- ast af gefnu tilefni upp á sein- komnum vorum. Birtan bregst þó aldrei. Og birtir f sinni þótt ylinn vanti. Seint ætlum við samt að verða raunsæ og búast við þessum svölu hefðbundnu vorum hér norð- ur undir heimskautsbaug. Gleðj- ast svo yfír hinum sem ánægjuleg- um uppákomum. Enda enn býsna margir í iandinu sem ólust upp á hlýviðrisskeiðinu mikla milli 1925-65. Svoleiðis fólk ganar út f ófæruna á vorin. Ekki hvarflaði að þessum pistlahöfundi, sem hann kom út af fundi og steig upp í bílinn sinn í ágætisveðri á Hverfisögunni um 7 leytið á þriðjudagskvöldi í sl. viku, að skenkja því hugsun hvort óhætt væri að renna upp í Skíða- skála í Hveradölum á eftir félög- unum sem famir voru í rútubfl frá Guðmundi Jónassyni. Ofan við Árbæ fór vindur að taka í bflinn, fyrsta aðvömn. Næsta aðvömn á Sandskeiði, þar sem skafrenning- urinn iðaði í strengjum yfir veginn og loks komin iðandi ofanhríð og skafrenningur yfir hálan veginn þegar hækkaði ofan við Litlu kaffistofuna. Mundi maður nú ekki missa af beygjunni og fylgja vegabrúninni inni á Þrenglsaveg? Upp brekkuna neðan Skfðaskál- ans sást varla lengur vegabrúnin, hvað þá Skfðaskálinn handan veg- arins. Eina úrræðið að aka út á vegabrún, bíða til að hleypa bflum framhjá, og taka svo snarlega U- beygju yfir á hinn kantinn til að rekja sig með honum að inn- keyrslunni að Skálanum. Hefði verið vitið meira að fara að dæmi skemmtikraftsins á leið austan megin frá, sem sneri við. En van- inn og þijóskan láta ekki að sér hæða. Stakan hans Bjama Gísla- sonar á við þennan bflstjóra: Dlt er að finna eðlisrætur, allt er nagað vanans tönnum Eitt er víst að fjórir fætur færu best á sumum mönnum. Er eins og þessi snöggu veðra- brigði komi okkur alltaf á óvart. Þó em þau og hafa alltaf verið einkenni á veðráttu þessa lands. I Skíðaskálanum var bíllinn auð- vitað skilinn eftir, enda mátti hinn vani bflstjóri frá Guðmundi Jónas- sjmi hafa sig allan við að koma okkur í bæinn upp úr miðnættinu. Morguninn eftir vom allir að sækja bfla sína við vegabrún í blíðskaparveðri. Aðeins einn hafði þó farið út af. Var þó á hjólunum. langt utan og neðan vegar. Ekki var þó hægt að kenna veðrinu um óhugnanlegu bflvelt- una á Vesturlandsvegi við Korp- úlfsstaði síðdegis á sunnudag. Fólksbfllinn sem kom úr bænum á móti rútunni okkar á breiðum og steyptum veginum sveiflaðist skyndilega í langan sveig á fullri ferð, þvert yfir akbrautina framan við rútuna, út af háum vegkantin- um, fór nokkrar veltur með gnei- staflugi og stöðvaðist saman- klesstur á þakinu. Bflstjóri rút- unnar hafði þegar kallað á lög- reglu og sjúkrabfl um talstöðina meðan á veltunni stóð. Og viti menn, andartaki siðar sást á koll út um brotna afturrúðuna og tveir piltar mjökuðu sér á maganum út um mjótt opið. Höfðu verið í beltum í veltunni og losuðu sig snarlega til að mjaka sér á mag- anum eftir loftinu og út. Enda komungir og mjóir. Sýndust heil- ir. Eftir fáar mínútur var sjúkra- bfllinn kominn á vettvang. Vel af sér vikið. Líklega staðsettur í Árbæ. Piltanir höfðu á ferðinni verið að vesenast eitthvað og litið af veginum og akstrinum, að því er okkar bflstjóri hafði eftir þeim. Svo óhugnanleg sýn vekur óhug og hugleiðingar um allt það stór- hættulega „vesen", sem menn hafa uppi í akstri og þær freisting- ar sem þeir koma upp í bflum sínum til þess. Má nefna snæld- umar, sem bflstjóramir halla sér til að skipta um og lesa á. Bflasím- ana, sem þarf að líta á til að velja númer og tala meðan bfllinn er á ferð. Sígarettukveikjarana sem bflstjórar eru að gjóa augunum á og kveikja sér í sígarettu. Ekki langt síðan kona með bam lenti í slysi við að missa logandi síga- rettuna á gólfið og beygja sig ósjálfrátt til að grípa hana upp. Freistingin er lævís og óþarfi að hlaða slíkum upp í kring um sig. Kannski ráð að íjarlægja slíkar freistingar úr fiölskyldubflnum, a.m.k. ef þar geta sest undir stýri djarfhuga nýgræðingar, sem ekki hafa enn hlotið viðbragðsfestu við óvæntum uppákomum. Ekkert vantraust í því. Slíkt tekur langan tíma og þjálfun. Taugakerfi viðvaninganna hlýtur raunar eðli málsins sam- kvæmt að vera þanið undir stýri á farartæki á hraðferð meðan ósjálfráðu viðbrögðin eru ekki komin á fast. Taugamar á unga bflstjóranum, sem á vegi mínum varð á Laugaveginum, hljóta þó að vera í þvflíku ólagi að ekki hentar í bfl á ferð. A móts við húsið 160, ég á hægri akrein úr bænum, vindur hann sér snögg- lega af ytri akreininni þvert fyrir mig og inn á lóðina við Víðis- húsið. Ég ek áfram að gang- brautarljósunum, er siðasti bfll til að beygja á grænu ljósi upp Nó- atúnið. Þá geysist strákur út af lóðinni þeim megin og þvert fyrir mig aftur. Hefur ætlað að stytta sér leið, ef hann næði ekki ljósi. Mér varð fyrir að styðja á flaut- una um leið og ég færði mig snar- lega yfir á hina akreinina og var nokkuð samsíða honum langleið- ina að Miklubraut. Er að fara út á hliðarbrautina til að taka beygj- una inn Miklubrautina, er hann víkur sér snarlega fram fyrir minn bfl og stansar, enda ekki komið grænt ljós. Stígur út, kemur að bílum og hrópar: þú átt ekki að vera með þokuljósin, það er ólög- legt! Hvaða þokuljós hann sá veit enginn enn þann dag í dag. Nú er komið grænt ljós, en strákurinn úti, svo hvorugt kemst áfram. Um leið og hann vindur sér upp í bflinn aftur kemur rautt, svo hann tekur af stað með hávaða og sveiflar sér yfir eina akrein á þá þriðju og hverfur yfir Miklubrautina á grænu með látum. Hvað er hægt að gera við svona fólk í umferð- inni? Er kannski hægt að prófa taugakerfi bílstjóra áður en ök- uskírteini er fengið? Líklega hafa íslenskir áhorf- endur lítt skilið í Fyrirmyndarföð- umum í sjónvarpinu um daginn, þegar hann varð að sækja 17 ára son sinn og vin hans á lögreglu- stöðina eftir að strákamir höfðu framið það alvarlega brot að aka fjölskyldubflnum, án þess að nokkur fullorðinn væri með. En þar í landi verður einhver fullorð- inn með gilt skírteini að vera með og bera ábyrgðina í bíl með ungl- ingi með bráðabyrgðapróf þar til hann hefur þjálfast. Auðvitað þurfa allir einhvem vegin að fá þjálfun. En helst ekki of dýru verði keypta. Allrar ánægju í lífinu verður víst best notið í hófi. Og minnir á orð prófessors Sig- urðar Nordals: :„Það er mjög ánægjulegt að vera dálítið dmkk- inn, á dálitlum hesti, í dálítilli rigningu“. „Landið sem allirmenn þiá að sjá' (Mark Twain) Fá lönd eru jafn hrífandi og Indland. Hin mörg þúsund ára gamla menning er litrík og framandi í augum vesturlanda- búa og óvíða gefur að sjá aðrar eins andstæður. Menning og minjar sem eiga sér engar hliðstæður. Fólkið, dýralífið, ævagamlar borgir, einstæð listaverk og menningarQár- sjóðir sem láta engan mann ósnortinn. Flogið er með AIR INDIA frá London til Delhi, höfuðborgar Indlands. Þaðan liggur leið til Kathmandu, Nepal og Hima- laya. Því næst sigling á Ganges- fljótinu og heimsóknir í hinar frægu hallir og musteri, til dæmis í Kajuraho, Agra, Amber, Jaipur og Fathepur Sikri. •Innlfalið í verðl er glsting á lúxus hótelum, hálft fæði og kynnisferðir. Ferðinni lýkur svo í Bombey, viðskiptahöfuðborg Indlands, þar sem ólíkir menningar- straumar mætast. Aukavika í Góa, eða Suður-Indlandi. Indíafarar Sögu geta fram- lengt dvölina við sólgylltar strendur Góa, einum þekktasta baðstaðnum við Indlandshaf, eða farið í vikuferð um Suður- Indland. Indland: Brottför 5. nóv- ember, íslenskur fararstjóri, 19 eða 24 dagar. Sérstakt kynningarverð til 15. maí, 133.600 kr.* FERDASKRIFSTOFAN essemm/slA 21.17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.