Morgunblaðið - 24.04.1988, Side 59

Morgunblaðið - 24.04.1988, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 5^ úr þykku efni svefnpoka sem rúmaði þau öll. Vatnsbaukana þýddu þau við líkamshita og hjuggu sundur frosnar kjötdósir með exi. í upphafí ferðar voru nær 20 hund- ar í tágabúrum með vélinni. Við áreksturinn hafði helmingur týnst út þegar dymar opnuðust, hinir sem eftir lifðu spangóluðu og geltu nótt og dag sökum kulda og hungurs en fólkið hafði ekki skap í sér að bera þá út eða losa sig algjörlega við þá. Það má geta sér þess til, að þetta nábýli við hundana í nærri viku hafði verið illþolandi. Fallegan og vitran sheffer-hund leysti fólkið úr búri og gerði við hann sem félaga sinn. Stór bolabítur losnaði úr búri sínu, sem fólkið var hrætt við. Tókst því að koma honum inn í snyrtiklefa og binda hurðarflak fyrir með silkiborð- um. Við höfðum heyrt um hundana og fengum fyrirmæli á leiðinni að skilja eftir hjá þeim vatn og mat. Ég var með smá skammbyssu og af að sjá þá kvöl sem hundamir liðu af hungri stakk ég upp á því að skjóta þá. Enginn hreyfði mótmæl- um. Ólafur hjálpaði mér við aftök- una. Við bárum eitt og eitt búr burt frá vélinni, aflífuðum þá þar og lögð- um þá alla í eina gröf. Okkar mesta áhyggjuefni var þorstinn, hann hafði sagt til sín á uppleiðinni og öll drykkjarílát þá tæmst. Nokkmm tíma var eytt í að bræða snjó. Við studdumst við reynslu Geysisfólksins, notuðum gljákrómaða kaffíkönnu flugvélar- innar fyrir eldstæði. Hún var fyllt af pappamsli vættu í bensíni, svo var raðað kringum hana vatnsbaukum og eldur borinn að. Blossaði þá upp bál mikið en var útbmnnið áður en þýtt var í baukunum. Með þessu safnaðist þó nokkurt vatn til heim- ferðarinnar. Flugfólkið kom og þáði hjá okkur krapvatn að drekka. Tryggvi fékk komið á framfæri í gegnum talstöð björgunarvélarinnar orðum að okkur yrðu send drykkjar- föng og að Kistufellsbúar væm beðn- ir að koma á móti okkur til hjálpar og hafa ljósfæri. Þau orð komust aidrei til skila og að diykknum kem ég síðar. Skíðasleða hafði verið varp- að niður. Hann var með blikkfóðmð- um skíðum en hafði auðsjáanlega staðið missirum saman á blautri jörð svo ryðgað hafði sundur blikkið á stómm pörtum. Á þennan hálfónýta sleða var settur stóri svefnpokinn og mælingatæki úr Geysi er flugmönn- um þótti nauðsyn á að kæmust með til byggða vegna eftirmála. Með far- angri okkar var Ingigerði svo búið sæti. Björgunarflugmennimir neituðu að yfirgefa flugvél sína, kváðust þurfa að bíða eftir heimild til þess. Ég reyndi að gera þeim ljóst, í hve miklum háska þeir vom, skjólfata- lausir og allslausir uppi á jökli hundr- uð kilómetra frá mannabyggð. Fleiri reyndu að fá þá til að koma með en án árangurs. Sheffer-hundurinn sem Geysisfólkið hafði tekið ástfóstri við var eftir ósk þess ekki skotinn. Hann fór af stað með okkur en sneri fljótt við og var þrár eins og flugmennimir. Um klukkustund eftir að lagt var af stað kastaði amerísk flugvél niður til okkar orðsendingu og „þess farið á leit hvort við vildum veita flug- mönnunum leiðsögn niður af jöklin- um“ (ekki skorti háttvísina). Þeim yrðu send skíði og fatnaður. Gefið var jákvætt svar og vélin hvarf á braut að sælq'a skfðin. Svo mikill dragbítur var f sleðanum að þrátt fyrir besta færi beittum við fímm okkur fyrir hann. Til að sækja nú flugmennina vom sendir til baka Þorsteinn Svanlaugsson og Þórarinn Bjömsson. Drógum við fjórir sleðann eftir það. Veðrið var kyrrt og bjart en fröst nokkuð. Skíðamannalestin seig áfram og við sleðamenn á eftir. Þokubelti huldi Kistufell og lá all- langt inn á jökul. Við gerðum okkur vonir um drykkjarfong og héldum hópinn. Skömmu áður en komið var í þokuna birtist flugvél og kastaði hún út fallhlíf með rauðum kassa hangandi neðan í. Lending tókst vel og fólkið þyrptist að með gleðilátum. Kassinn var opnaður og upp úr honum vom tíndar blöðmr og svartar töflur í kflóatali ásamt ýmsu fleiru svo sem; súkkulaði, vítamíntöflum, borðbún- aði o.fl. Flugfólkið kunni skil á þessu, þetta vom tæki til að hreinsa sjó til drykkjar. Jæja, miklu var nú til kost- að, fljúga með þetta inn á Vatnajök- ul og ætla sjálfsagt að færa okkur sjóinn lfka. Eftir þetta skiptist hópurinn; skíðafólkið hvarf inní þokubakkann en við fjórmenningamir urguðum sleðanum áfram. Svo hvarf dags- birtan smátt og smátt og því getur enginn trúað hvað glómlaust er á jökli í þoku og náttmyrkri. Okkar góði félagi Ingigerður bar sig eins og hetja þó stirð væri í hreyfíngum vegna meiðsla. Gekk hún spöl og spöl á eftir sleðanum til að halda á sér hita. Sagðist hún þá stundum sjá í harðtroðna skíðaslóðina undir öft- ustu sleðariminni. Jók það öryggi okkar að við væmm á réttri leið. Frostið óx með kvöldinu og útlitið versnaði. Ekki mátti tapa slóðinni. Ég þreifaði eftir henni með því að slá skíðunum örlítið til hliðar um leið og ég gekk, félagar mínir treystu á næmleik minn og njólafeyskjumar og ullin sönnuðu að ég var traustsins verður. Svo fór þó um síðir að slóðin týndist. Þá var kveikt á eldspýtum og skriðið og þreifað, án árangurs. Tryggvi Þorsteinsson sem taldist far- arstjóri vildi að sest yrði að til næt- urdvalar og byijað var þegar að byggja snjóhús. Ég var ekki sam- þykkur þessu, við hlutum að vera næstum komnir að Kistufelli. Við Ólafur gengum því áfram en steypt- umst hvað eftir annað á hausinn því skíðin rákust í eitthvað. Það var logn og kallast var á. Allt í einu birti augnablik og sást þá hvað olli því að við tolldum ekki á fótunum, við vomm inni í klasa af jökulstiýtum. Skömmu síðar komumst við Ólafur í kallsamband við menn er skotið höfðu úr merkjabyssu uppi á Kistu- felli. Breyttust nú aðstæður þvf menn þessir, Jóhann Helgason og Gísli Ólafsson, færðu okkur vasaljós. Hafði Tryggvi nær lokið srjóhús- byggingunni er við komum til baka en í því bar skyndilega að óvæntan mann utan úr myrkrinu. Þetta var Þorsteinn Svanlaugsson, snögg- klæddur, sveittur og móður. Hann hafði þá sögu að segja að þeir Þórar- inn hefðu beðið eftir flugvélinni sem koma átti með skíðin og ferðabúnað- inn fram í myrkur en þá var stilling þeirra þrotin. Þeir bmnuðu af stað á skíðum sínum harðtroðna slóðina en flugmennimir hlupu á eftir á blankskóm. Fljótt hefðu þeir farið að sýna þreytumerki og var þá reynt að setja á þá skíði en það bjargaði lítt, þeir höfðu gefíst upp á miðri leið. Þorsteinn tók það ráð að hlaupa eftir hjálp en Þórarinn beið hjá flug- mönnunum. Ekkert var þeim til skjóls hvað þá til matar eða drykkjar og frost trúlega 12—15 stig. Hugsið ykkur mann aleinan í svartasta náttmyrkri og þoku langt inni á Vatnajökli, þessari rúmlega 8.000 ferkílómetra fannbreiðu, æð- andi áfram á skíðum eftir slóð sem hann alls ekki sér. Ef hann tapar henni lendir hann eitthvað út í buskann og þá em mörg mannslíf í veði. Þorsteinn hafði víst ekki tíma til heilabrota en honum tókst að fylgja slóðinni ofan í gryfjuna sem ætluð hafði verið til náttstaðar fyrir okkur. Björgunarmenn vom nú strax sendir til baka með sleðann og ljós- ið, en við mjökuðum okkur áfram í myrkrinu að Kistufelli og komumst þá upp úr þokunni, í veröld sem ljóm- aði af stjömum og norðurljósum. Ingigerður var hughraust og kvaðst geta gengjð yfir fellið. Það var þæfíngsfæri og fómm við mjög hægt og með hvfldum. Menn vom kátir og höfðu gamanmál á vömm. Þegar tók að halla undan og sjá nið- ur í upplýsta tjaldborgina hraðaði ég för, sat á skíðunum og lét þau renna. Þá var klukkan 3 og réttur sólar- hringur liðinn frá því ég gróf eftir vatninu í morgunkaffíð. Það vom strax sendir menn upp á jökul til hjálpar margnefndum flugmönnum og kl. 7 um morguninn vom allir komnir í tjaldstað nema sheffer- hundurinn, hann tók engum ráðum, en virtist heldur kjósa að spangóla við gröf kynbræðra sinna á Bárðar- bungu. Lengst allra í jökulgöngunni var Þórarinn Bjömsson, 28 klst. Þótt hann hefði ekki dregið þyngsla- hlass verður þetta að teljast til af- reka og köld hefur biðin verið og tvísýnt um endalok hennar hjá flug- mönnunum örmagna. í tjöldum sunnanmanna nutu víst fleiri en ég góðrar móttöku með heit- um mat og drykk í lítratali. Þeir höfðu tæki og búnað fram yfir okkur norðanmenn. En það var lftill friður til hvíldar í Kistufellsborg þessa nótt, bflar hriktu í gangi og tal, köll og traðk féll ekki niður til morguns. Veður var kalt en bjart og því var snemma búist til heimferðar. Ákveðið var af stjóm Loftleiða að senda flugvélar efir áhöfninni og var eitthvað búið að athuga um lendingarmöguleika á árfarvegum Jökulsár norðan við Urð- arháls. Maður heyrði strax óánægju fólksins. Af hættum og flugævintýr- um hafði það fengið nóg en fannst sér best borgið I samfylgd okkar á bflunum til Akureyrar. Flugstjórinn, Magnús, kvað ekki hægt að neita þessari ákvörðun Loftleiða, enda vom flugvélamar lentar er við kom- um norður af Urðarhálsi. Það var kvaðst með innileik og hlýju og því hugarfari að ekki væm allar þrautir enn á enda. Gola var suðaustan af jöklinum og þungfærar vélamar renndu þvert á farvegina og vom lengi að komast á loft. Á meðan bið- um við þöglir og kvlðafullir, nú var á enda okkar starf og ekkert eftir nema að morra hálfsofandi við bflstý- rið heim á leið. Ég gat ekki hrint því úr huga mér að eftirmál kynnu að verða vegna hundanna sem ég lógaði og ég yrði sekur fundinn. Sjálfsagt stóðu að þessari hundasendingu voldugir aðil- ar sem talið hafa sig orðið fyrir stjór- tjóni. Hver þessara hunda hefur ver- ið stórra fjárhæða virði og sennilega ætlaðir til sýninga eða kynbóta. Þeir ‘nefðu ef til vill lifað nokkrum dögum lengur á jöklinum og í slóð okkar var auðvelt að fara til að sækja þá meðan veður hélst kyrrt. En þegar dagur leið og ekkert heyrðist gert í hundamálinu dvínuðu áhyggjur mínar og hurfu. Strax eftir heimkomuna fréttist að í farmi Geysis væri lík og aðstand- endur byðu allt að heilli milljón króna fyrir að ná því úr flakinu. Eins og áður er getið fengum við orðsending- una á leiðinni inn að Vatnajökli að við væmm beðnir um að fara á slys- staðinn þó að tækist að bjarga áhöfn- inni á annan hátt. Þar yrði okkur sagt um erindið. Vegna þessarar dularfullu bónar og banns við ferðum óviðkomandi manna á margnefndum slysstað ákváðum við eins og fyrr segir að snúa strax við ef sannaðist að áhöfninni væri bjargað. Sjálfsagt hefðu viðbrögð okkar björgunarleið- angursmanna orðið önnur, hefðum við fengið vitneskju um líkið og — milljónina! Ekki er ég trúaður á, að lík hafí verið á farmskrá Geysis. Það var aldrei á það minnst. Ég stakk upp á því við Magnús flugstjóra að við færðum saman ýmiskonar vaming, t.d. dót úr spmngnum ferðatöskum er dreifst hajfði um stórt svæði, svo auðveldara væri að ná þessu síðar. Ekki taldi hann það ómaksins vert, þessa staðar yrði ólíklega vitjað því allt hyrfí strax í snjó. Hefði hann þá átt að minnast líkkistunnar og við hefðum öll sýnt þá háttvísi að rétta hana við og gengið svo frá henni eftir réttum áttum að hætti kristinna manna. Eins og sjá má í upphafi máls míns hefí ég verið hvattur til að birta frásögn þessa af Geysisslysinu 1950. Má þó segja að það sé að bera í bakkafullan lækinn svo mikið sem búið er að skrifa um það mál. Þó langt sé um liðið mætti frásögnin þó verða björgunarsveitum til glöggvunar ef sama staða kæmi upp og það þyrfti að sækja fólk á jökla. Ég veit að menn segja nú: „Þetta er ekkert mál að skjótast upp á há- jökla, ferðatæknin er orðin svo full- komin, það er ólíku saman að jafna og var fyrir 40 árutn." En hvað duga fullkomin tæki. Hamingjan þarf að vera með í ferð. Enn eru það höfuð- skepnumar sem æðstu völd hafa á láði, legi og ( lofti. Hamingjan hélt vemdarhendi yfír Geysisáhöfninni þrátt fyrir öll óhöpp- in og mistökin. Það hefur ekki verið skýrt hvað olli því að flugvélin á leið frá Lúxemborg kom að austan yfír hálendi íslands (talað var um að heyrst hefði í henni yfir Álftafirði) og hélt í vestur með nokkuð rétta stefnu á heimavöll. Ef til vill hefði allt farið vel hefði hún verið ( ofurlí- tið meiri hæð. ísing gat hafa valdið nokkru um, því á hálendinu var þessa nótt og lengur eitt mesta óveður, norðan hvassviðri og snjókoma. Margnefndur jeppaleiðangur úr Reykjavík sem kom norður yfír há- lendið og slóst síðar í för að Kistu- felli var á sama tíma og Geysir fórst veðurtepptur við Gæsavötn í fleiri daga. Sjálfur gisti ég þessa örlag- aríku nótt við Kverká. Tek ég orð- rétt upp smákafla úr „Ferðum", tímariti Ferðafélags Akureyrar, frá árinu 1972: „Við tjölduðum í skjóli við bílinn og bámm gijót á skarir. Rétt eftir kl. 11 vorum við háttaðir í poka okk- ar og sungum kvöldsálm að venju, en vindbyljir og regndembur önnuð- ust undirleik á tjalddúknum. Á þeirri stundu vom nokkrar manneskjur og hundar á fljúgandi ferð í illviðri og náttmyrkri yfír Vatnajökli. Sú ferð endaði á Bárðarbungu." En víkjum nú aftur að slysinuv - sjálfu. Við áreksturinn brotnuðu báð- ir vængir af flugvélinni og bolurinn einnig, þannig að afturpartur hans lá á hvolfí en framparturinn á hlið- inni. Við þennan snúning á bolnum rifnuðu göt á byrðinginn. Það var lán, því á klefa flugfreyju opnaðist rifa út milli gildra máttarstoða. Þar náðist hún út með naumindum, ann- ars hefði hún orðið að vera innilokuð ( flakinu. Ævi fólksins var ill en ekki von- laus eftir að í hendur þess barst öxi. Þá hófst löng örvæntingarfull barátta að bijóta með henni leið að senditækjum vélarinnar. Jafnframt var, þegar veður lægði, raktir sundur taustrangar og dökkt neyðarmerki táknað á sléttan snjóinn. Svo rann upp sú stóra stund að flugvél fann slysstaðinn. Það var kastað til fólks- ins dósamat, vatnsbaukum, súkkul- aði og vítamíntöflum o.fl. eins og fyrr er sagt, en geta mátti sér til að áhöfnin væri sárþjáð af þreytu, kulda og matarleysi sólarhringunum saman. Það var nauðsyn að láta fólk- ið hafa þá strax tjöld, hitunartæki, tilbúinn mat, skjólfatnað og ullarvoð- ir. Veðri mátti ekki treysta til skjótr- ar björgunar. Þá hefði áhöfnin getað komið sér upp tjaldbúðum fjarri-l^. hundaspangóli og bensínmengun og getað átt þolanlega ævi meðan beðið var eftir björgun. Kem ég nú aftur að því að við vorum illa búnir til jökulgöngunnar. Ymislegt höfðum við þó tekið með að heiman til öryggis þó búist væri til ferðar í skyndi. Veðurútlitið seinnipart nætur við Kistufell var svo slæmt að ekki var búist við nema tilraunagöngu inn á jökul og því flest sem til björgunar og öryggis heyrði skilið eftir í tjöldunum. Það var undarlega lítið flogið af íslenskum flugvélum okkur til lið- sinnis þennan dag. Aðeins ein, sú sem flaug yfír okkur á fímmta tíma göngunnar sem fyrr segir. Það var sjáanlegt þegar á slysstað' - var komið að ekkert mátti útaf bera í bakaleið ef vel átti að fara. Við settum traust okkar á amerískar flugvélar sem sífellt voru á sveimi yfír jöklinum og mundu flugmenn þeirra hafa staðið í talsambandi við landa sína í björgunarvélinni. Hvernig stóð á að þeir brugðust svo trausti okkar og höfðu næstum stefnt öllu í voða, skiluðu ekki hjálp- arbeiðni til Kistufellsbúa, drykkjar- beiðni afgreidd sem áður er sagt og síðast láta okkar menn, Þorstein og Þórarin, bíða árangurslaust til myrk- urs við björgunarflugvélina og þeim með því stefnt í lífshættu ásamt flug- mönnunum sjálfum. Ekki hefði það verið góður kostur fyrir sleðamenn og flugfreyjuna að hafa náttstað í snjóhúsi á jöklinum eins og þó kom til mála. Flestir vor- um við blautir í fætur því skiðaskór þeirra tíma þoldu ekki svona langa stöðu á klaka sem á skíðin hlóðst, sólamir urðu gegnblautir. Fatnaður okkar var orðinn rakur af svita og ekki nógu skjólgóður til langrar dval- ar. Ingigerður flugfreyja var þegar búin að líða það af kulda og hör- mungum að ekki var á bætandi, en hamingjan var með og því endaði jökulgangan vel, allar frásagnir eru eins og skemmtileg skáldsaga sem endar vel. Höfuadur er kunnur fjallagarpur frá HelluvaðiíMývatnssveit, bú- settur á Akureyri. Nokkrir jeppanna á leið að Kistufelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.