Morgunblaðið - 24.04.1988, Síða 62

Morgunblaðið - 24.04.1988, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 ENDURVINN SLA Á PLASTI Vandamál og verðmætí Úrgangur og rusl er vandamál nútima samfélags. Hvað á að gera við ruslið? Brenna? Urða? — Eða kannski láta það vera og vona að tíminn og náttúran leysi vandamálið. Flestum er rusl og drasl þyrn ir í augum en þó má finna þá menn sem telja úrganginum ekki allt til foráttu; hafa jafnvel safnað honum og endurunnið. I áratugi hefur brotajárni verið safnað og pappír er endurunninn. En hvað með allt plastið sem til fellur? Á íslandi hefur eitt fyrirtœki hugað að endurvinnslu á plastúr- gangi; Hampiðjan hf. hefur síðan 1986 endurunnið ónýt þorskanet úr næloni. Hráefnið ónýt þorskanet Morgunblaðsmaður hafði tal af Gesti Bárðarsyni efnaverkfræðingi hjá Hampiðjunni hf. og fór þess á leit að hann gæfí nánari upplýsingar um endurvinnsluna. Hampiðjan hf. hefur um langa hríð verið plastvinnslufyrirtæki og því eðlilegt að menn þar á bæ veltu fyrir sér öllum möguleikum í plast- vinnslu. 1982 fóru menn að hugleiða endurvinnslu á plasti og framleiða úr því einhverja vöru. 1984 voru möguleikamir á endurvinnslu skoð- aðir alvarlega og fljótlega kom á daginn að áhugavert væri að endur- vinna nælon; þar eð það var mjög verðmætt hráefni og sölumöguleikar voru góðir. Sumarið 1985 var tekin - V ákvörðun um að kaupa og láta smíða tæki til endurvinnslu á plastefnum, þar á meðal næloni. Ýmis vandamál varð að yfírstíga. Ekki lá ljóst fyrir hve mikið magn af plasti félli til hér á Iandi og hver gæði þess væm. Fljótlega kom í ljós að í fyrstu væri hentugast að safna þorskanetum en af þeim falla nú til um 400 tonn árlega. Annað söfnun- arhæft plast er til dæmis trollnet, fískikassar, áburðarpokar og hey- bindigam. Framleiðsluvandamál varð einnig að leysa því ekki var hægt að kaupa tilbúna vélasamstæðu frá útlöndum sem hentaði fyrir endurvinnslu úr netum. Þvottakerfíð og þurrkunar- kerfíð varð að hanna og þróa innan fyrirtækisins. Tæki til skurðar og mölunar og ennfremur til plast- bræðslu og plastkomaframleiðslu vom aftur á móti keypt frá Vestur- Þýskalandi. Þessi tæki komu til landsins vorið 1986. Unnið var við uppsetningu og þróun tækjanna 1986 og framleiðsla hófst um haust- $ ið. Það sýndi sig að mölunarkvömin j afkastaði ekki því sem lofað var af framleiðanda og hefur af því hlotist óhagræði og óhagkvæmni í vinnslu. Aftur á móti er það þeim Hampiðju- mönnum gleðiefni að íslensku tækin skila sínu varðandi afköst og gæði. Ársframleiðslan 1987 var 400 tonn en að sögn Gests Bárðarsonar ætti að vera unnt að afkasta 800 tonnum þegar vandamál vegna skurðar og mölunar á efninu hr.fa verið leyst. Er verið að vinna að þeim málum. í fullum rekstri starfa 6 menn við framleiðsluna á þrískipt- um vöktum. Endurunninn plastefni eru nokkuð lakari að gæðum heldur en plast sem er unnið beint úr grunnefnum, Það er því ekki nothæft í alla plasthluti. Fljótlega var ljóst að markaðurinn fyrir endurunnið nælon var einna bestur á meginlandi Evrópu, Holl- andi og Vestur-Þýskalandi. Endur- unnið nælon er þar notað í margví- sleg áhöld svo sem handföng, tann- hjól og hjól undir skrifborðsstóla o.fl. Netadræsur verða nælonkorn Netin he§a sinn feril á vinnslulín- unni á færibandi. Fyrst fara netin í gegnum forskurð eða „höggstokk- inn“ svonefnda sem saxar þau niður í sneiðar. Þaðan fer hráefnið í gegn- um málmleitartæki sem stöðvar færibandið og gefur merki ef málm- ur hefur slæðst með netunum. Þessu næst fer efnið niður í kvöm þar sem það er blandað vatni og saxað niður í stutta þræði, 10-25 mm á lengd. Neðst í kvöminni er óhreint vatnið skilið frá. Síðan fara nælonþræðimir í jöfnunartank þar sem þræðimir eru enn á ný blandaðir vatni. Þessu næst er efninu dælt í aurskilju þar Grsenleitar netadraesur ordnar að svörtnm nsel- onkornnm. Vatnskvöm Loftblásari-, Aurskilja INN Höggstokkur Málmskynjari- KALT VATN Þeytivinda Frárennsli Dæla I \ í Loftblásari Dæla Varmaskiftír- -Heitaloftsþurrkari k HEITT Efnisblásari-I V Frárennsli VATN Vinnslulína Hampiðjunnar hf til endurvinnslu á plasti Pökkun ÚT Geymir r Meöhöndlun •«T ' I □ i □ Blástursþurrkun Strengsprautan TE\ i---------- bír<iW&; —Milligeymir sem grófur sandur og aðrir aðskota- hlutir em skildir frá. Það er gert með þeim hætti að í aurskiljunni eru sérstök hólf «g neðst í þessi hólf er dælt inn vatni sem leitar upp hólfín, uppstreymið á vatninu er nóg til að nælonið berst áfram með vatns- straumnum en aur og þyngri óhrein- indi sökkva til botns. Tölvustýrður loki losar aurinn neðan úr hólfunum þegar þörf krefur. Eftir að grófur sandur og aur hefur verið greindur frá, fer nælon- efnið í þvottavindu. Þar er sprautað inn hreinu vatni og netaþræðimir þvegnir mjög rækilega. Þetta vatn fer síðan í safnþró og er því næst .dælt yfír í kvömina og jöfnunartankinn. Þvottakerfíð notar töluvert magn af vatni, u.þ.b. 20 rúmmetrar fara um kerfíð á klukkustund, en inn í það og út úr því fara u.þ.b. 3 til 4 rúmmetrar af vatni á klukkustund. Vatnið fer gagnstæða stefnu mið- að við leið netaþráðanna; það hefur sinn feril í þvottavindunni og að endingu er það notað í kvöminni. Hreint vatn er notað til að þvo næst- um því hreina netaþræði og óhreint vatn er notað til að skola grófari óhreinindi. Eftir að vatnið heftír ver- ið fullnýtt er leitt úr kvöminni í safn- eða skilbrunn þar sem grófustu óhreinindi botnfalla áður en því er veitt í holræsakerfí borgarinnar. Iðntölva vakir yfír framleiðsluferl- inu og ræsir og stöðvar um tug raf- mótora þvotta- og þurrkunarkerfís- ins samkvæmt ákveðinni röð. Eftir að öllum vatnsþvotti er lokið fara netaþræðimir eftir snigli upp í þeytivindu sem snýst u.þ.b. 1.000 snúninga á mínútu. Eftir snúninga í þeytivindunni er rakastigið í nælon- inu enn u.þ.b. 20%. Nælonið fer því næst í gegnum loftþurrkara. Þar er notaður varmaskiptir með 75 gráðu hitaveituvatni. Eftir að hitaveituvat- nið hefur verið notað í þurrkaranum er það leitt í þvottavinduna og notað þar. Þessi þurrkunaraðferð væri tæp- ast hagkvæm í nokkru öðru Evrópu- landi heldur en íslandi því kílóvatt- stundin í heitu vatni kostar nú um 60 aura miðað við kælingu niður í 35 gráður Celsíus. Þetta er nálægt 25% af verði hagstæðasta raforku- taxta til iðnaðarfyrirtækja hér á landi, ef stóriðja er undanskilin. Rafmagnsverð í Evrópu er svipað eða hærra en þessi taxti. Þegar hér er komið sögu er neta- þráðunum blásið áfram með heitu lofti eftir rörakerfi yfír í millisíló. Fram til þessa hefur allt vinnslu- ferlið einkennst af niðurbroti og hreinsun en nú er að því komið að móta hráefnið. Netaþræðimir fara í svonefnda strengsprautu (Extrud- er). I sprautunni er nælonið brætt, litað og mótað í streng eða borða. Á þessu vinnslustigi er áríðandi að hita efnið ekki of né van, svo sem minnst af æskilegum eiginleikum nælonsins tapist. Borðinn eða strengurinn er þessu næst kældur í vatnsbaði og leiddur undir skurð- arhníf sem heggur hann niður í plastkom sem eru hin endanlega afurð frá Hampiðjunni. Að endingu er komunum pakkað í stórsekki, 1 tonn af nælonkomum í hveijum sekk. Erfiðleikar Nú er Hampiðjan hætt að taka við netum, hvað veldur? Gestur Bárðarson sagði blaðamanni að erf- iðleikar væru ýmiskonar. „Miðað við söluverð á endurunnu næloni í dag, er það verð sem við þurfum að greiða fyrir hráefnið komið að verk- smiðjudyrum of hátt.“ Gestur var spurður nánar um ástæður þessa. „Verðfallið á olíunni voru góð tíðindi fyrir flesta, en ekki fyrir þá sem fást við endurvinnslu á plasti. Áður en við fórum af stað höfðum við athugað verð á endurunnum plasttegundum og nælonverðið hafði fram til þessa verið stöðugt og til- tölulega óháð sveiflum á olíuverði. Olíuverðið féll í árslok 1985. Fyrri hluta árs 1986 lækkaði verðið á polyethylen á vestur-þýska markað- inum um 30-40%. Vestur-þýski markaðurinn er ráðandi á megin- landinu. Verðfallið leiddi til þess að Morgunblaðið/Sverrir Þelr Hampiðjuinenn, Gestnr Bárðarson og Theódér Guð- mnndsson, ræða nm taeknileg vandnmál. fyrirtæki það sem áður höfðu endur- unnið til dæmis polyethylen reyndu nú að bjarga sér með því að skipta yfír í arðbærari vinnslu svo sem á næloni. Afleiðingin var aukið fram- boð og skiljanlega lægra verð. Verðfallið á endurunnu næloni í Vestur-Þýskalandi var verulegt. í dag er verðið um 30% lægra en 1985, en verðfallið virðist hafa stöðvast og mikil verðhækkun á polyethylen á seinni hluta síðasta árs gefur von um hækkun á nælon- verði í framtíðinni. Hvenær sú hækk- un kemur er ekki hægt að spá neinu um nú. Þegar til lengri tíma er litið þá er ljóst að plastefni munu al- mennt hækka í verði, ræður þar mestu að þau eru unnin úr auðlind sem ekki er óþijótandi. En í dag er ástandið þannig að við erum með allmiklar birgðir af nælonkomum og hér fyrir utan eru um 400 tonn af þorsknetum. Miðað við verðið núna á nælonkomum og þorskanetunum er þessi endur- vinnsla taprekstur fyrir okkur." Má þá reikna með þvi að hrúg- ur af fínriðnum þorskanetum fari að safnast fyrir í verstöðvum landsins? „Það verður að skoða það dæmi á hveijum stað. Er ódýrara fyrir sveitarfélag eða þjóðarbúið í heild að urða netin, brenna þau eða reyna að losna við þau með einhveijum öðmm ráðum. Ég held að þrátt fyr- ir lágt verð í dag sé endurvinnsla hagkvæmasta og þrifalegasta lausn- in. _ Ég veit af endurvinnslufyrirtæki í Danmörku sem borgar ekki krónu fyrir sitt hráefni. Menn og fyrirtæki keyra hráefnið til þeirra og afhenda við verksmiðjudymar. Þetta gera þeir glaðir vegna þess að þar í landi gilda þær reglur að þeir sem losa úrgang í einhveijum mæli þurfa að borga sérstakt losunargjald í sorp- eyðingarstöðvum, það kostar líka peninga að eyða msli. í Danmörku þykir það betri kostur að keyra efn- ið til endurvinnslu heldur en að borga losunargjaldið. Það er margþætt vandamál hvað á að gera við úrgang. Ég hygg að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.