Morgunblaðið - 24.04.1988, Síða 63

Morgunblaðið - 24.04.1988, Síða 63
* MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 Minning: Þorskanetin heQ* ferðina eftir vinnslulínunni. 400 tonn af þorskanetum bíða endurvinnslu við verksmiðju- dyrnar á Bíldshöfða 9. ef það á að leysa þetta vanclamál á viðunandi hátt fyrir umhverfíð, þá sé það ekki dýrara að koma efninu í endurvinnslu. Nælon eyðist seint og illa í náttúrunni og það hefur síst bætandi áhrif á andrúmsloftið að brenna plastefni." Hvað á að gera við ónýtt plast Úr því að það eru erfiðleikar með endurvinnslu á þorskanetum, er nokkur von til að þið í Hampiðj- unni getið losað landsmenn við annan plastúrgang? „Það er mjög mikilvægt að láta ekki hugfallast. Eins og neysluvenj- umar eru í dag, stenst það nokkum veginn á endum að innkaupapokam- ir sem fólk kemur með úr stórmörk- uðunum passa fyrir umbúðasorpið sem fer ofan í tunnu. Sorpið er að meginhluta umbúðir, eitthvað af matarleifum og slatti af bleium hjá bamafólki en mestan part eru þetta umbúðir. Endurvinnsla á plasti er mismun- andi eftir því hvað þú ert með í höndunum. Málið er tiltölulega ein- falt ef þú ert með einsleitt plast, til að mynda nælonnetin sem við erum að vinna úr. Aftur á móti er málið miklu erfíðara ef um margar tegund- ir af plasti er að ræða og jafnvel blandaðar málmi og pappír eins og heimilissorpið. Erlendis hefur verið reynt að skilja plastið frá öðru sorpi og síðan að einangra hinar ýmsu plasttegundir en það hefur gengið mjög örðuglega. Einna best hefur reynst að fínna afurðir sem eru úr blöndu af plastefnum og jafnvel pappírstreQum. Dæmi um slíkt eru girðingastaurar og vegastikur. Það má einnig segja að þrjár aðr- ar aðferðir komi til greina. I fyrsta lagi gera eins og við höfum gert hér á landi, að hreinsa plastið, bræða það upp og búa til plastkom úr því á nýjan leik sem síðan eru aftur notuð í plasthluti. í öðru lagi má taka plastúrganginn, hreinsa hann og bijóta svo plastið með efnafræði- legum aðferðum algjörlega niður í grunnefni sem síðan eru notuð í ný plastefni. Þetta er hátækniiðnaður sem er tæpast arðvænlegur á fs- landi í dag. Þriðja aðferðin er að brenna plastið og nota það sem orku- gjafa á sama hátt og olíu. Tvær síðastnefndu aðferðimar eru varla raunhæfar hér á landi. Til þess að slíkur rekstur standi undir sér þurfa hráefnismagn og rekstrar- Erlendur Sigur- jónsson, Selfossi einingar að vera miklu stærri heldur en eru fyrir hendi á íslandi." En hvað með dósimar og gos- flöskurnar úr plasti? „Við fyrstu sýn virðist endur- vinnsla á plastflöskunum og plast- dósunum ekki standa undir sér. Slík endurvinnsla hefur gengið erfíðlega erlendis. Þessar flöskur eru úr poly- ester (PET) með polyethylen-botni sem þarf að skilja frá við endur- vinnsluna. Nýjustu fregnir frá Holl- andi, en þar hefur verið unnið mikið að þessu máli, greina frá miklum erfíðleikum við að ná fram nægilega hreinu polyester-plasti, þannig að bærilegt verð fáist fyrir afurðina." Hvað fellur mikið til af þessum dósum og flöskum hér á landi? „Upplýsingar um það eru fram- leiðsluleyndarmál gosdrykkjafram- leiðenda. Ég hef nú svona til gam- ans verið að „skjóta“ á það, lauslega áætlað gæti verið um að ræða 200-300 tonn á ári.“ 200-300 tonn er töluvert magn. Er ekki raunhæft að safna þessu saman? Nú, til dæmis kom fram í könnun sem Skáís gerði fyrir Sam- band ungra sjálfstæðismanna, að 81,1% aðspurðra vildu taka upp sérs- takt gjald á einnota umbúðir undir drykkjarvörur sem sá fengi greitt sem skilaði umbúðunum inn? „Jafnvel svona skilagjald leysir ekki allan vanda. Til að leysa „rusl- vandamálið" þarf samvinnu allra í þjóðfélaginu, þeirra sem eru í endur- vinnslunni og framleiðendanna sem búa til umbúðir, almennings sem notar þær og sveitarfélaganna sem verða að kljást við sorpeyðinguna." Erfiðleikar erlendis og hér- lendis. Hampiðjan hætt að taka við ónýtum nælonnetum. Eruð þið að hætta? „Nei, vonandi kemur ekki til þess að plastendurvinnsla leggist af á íslandi. Það eru erfíðleikar hjá end- urvinnslufyrirtækjum víða um heim um þessar mundir. Hér á landi verð- um við sennilega að endurskipu- leggja reksturinn, freista þess að auka framlegð vinnslunnar með að- gerðum heima fyrir og áframhald- andi vöruþróun og markaðssókn. Ég nefndi áðan að ýmislegt benti til hækkunar á verði endurvinnsluefnis. Það er dapurlegt til þess að hugsa ef vélakosturinn væri horfinn af landi brott þegar birtir til. Plastúrgangur er vandamál sem þarf að leysa. Út um allan heim er verið að vinna að því að leysa vanda- máL tengt endurvinnslu á plasti. Við á íslandi verðum einnig að vera með.“ í gær, laugardaginn 23. apríl, var til moldar borinn Erlendur Sig- uijónsson, Víðivöllum 2, Selfossi. Erlendur fæddist 12. september 1911 á Tindum í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu, Foreldrar hans voru Guðrún Erlendsdóttir Eysteinssonar, bróður Bjöms Ey- steinssonar, og Siguijón Þorláksson ættaður frá Brennistöðum í Skaga- firði. Erlendur ólst upp í foreldrahús- um þar til hann fór til búnaðamáms að Hólum í Hjaltadal veturna 1930-1932. Haustið 1936 tók hann að sér bamakennslu austur í Fljótshlíð. Við kennsluna var hann í 2 vetur en þá fluttist hann að Selfossi. Á Selfossi kynntist Erlend- ur Helgu Gísladóttur frá Reykjum í Hraungerðishreppi. Þau giftust 16. júní 1940. Ári síðar fluttust þau austur á Hvolsvöll þar sem Erlend- ur fékk vinnu við kaupfélagið. Hálfu öðm ári síðar lést Siguijón á Tind- um, faðir Erlendar, og varð það til þess að þau fluttust norður að Tind- um. Eftir eitt ár fyrir norðan flutt- ust þau aftur til Selfoss og nú til þess að vera. Erlendur byggði sér hús skammt frá Laugardælum sem hann kallaði Tinda. Þar bjuggu þau þar til flutt var í nýtt hús við Víði- velli 2 sem varð framtíðarheimilið. Það má með sanni segja að Erlend- ur hafi lifað hamingjusömu lífí. Helga var honum góður lífsföm- nautur og saman stofnuðu þau gott þeimili, en Helga var honum einnig sú kjölfesta í lífinu sem hann þarfn- aðist. Það var ekki einungis að §öl- skyldulífið væri gott, hann var einn- ig heppinn með starf. 1948 réðst Erlendur til starfa við Hitaveitu Selfoss skömmu eftir að fram- kvæmdir hófust við hana. Þetta var mikið gæfuspor bæði fyrir Erlend, en ekki síður fyrir hitaveituna. Þama var Erlendur að hefja sitt ævistarf. Eftir þetta var erfítt að greina á milli Erlends og hitaveit- unnar enda helgaði hann hitaveit- unni alla krafta sína. Tvo menn ber hæst í sambandi við uppbyggingu og viðgang hitaveitunnar, en það em Erlendur og Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ámes- inga. Selfossbúar standa í þakkar- skuld við þessa menn fyrir hina ágætu framkvæmd sem hitaveitan er. Erlendur í hitaveitunni, eins og flestir þekktu hann, var einstakt snyrtimenni, einn af þessum lán- sömu mönnum sem aldrei sér á þótt þeir vinni óhrein verk. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var vel unnið, enda var Erlendur handlag- mn í betra lagi og hafði mikla löng- un til að gera allt vel, en um leið varð allt að gerast fljótt, ekkert mátti dragast. Einn var sá þáttur í fari Erlend- ar sem ekki verður gengið framhjá, en það var áhugi hans á bflum. Erlendur eignaðist marga bíla um dagana, en átti þá flesta stuttan tíma. Mikið hlakkaði hann til þegar búið var að ákveða kaupin og biðin gat verið erfið ef um nýjan bfl var að ræða. Allir vom á einu máli um það að betra væri að kaupa bíl af Erlendi en öðmm mönnum þar sem hann hófst þegar handa um að end- urbæta gripina um leið og hann fékk þá. Fyrir rúmu ári missi Er- lendur Helgu sína og varð einmana og eirðarlaus á eftir, kennski var það gott að fá að fara núna. Fyrir mig, sem þetta ritar, vináttan sem þróaðist með fjöl- skyldu Erlendar og minni eitt af því besta sem mig hefur hent um mína daga og verður aldrei full- þakkað. Það er gott að eiga góða vini og það er einnig gott að njóta minninganna um þá, að þeim gengnum. Erlendur eignaðist fjögur böm. Erlu, sem hann eignaðist áður en hann giftist. Hún er fædd 11. júní 1934. Maður hennar er Árni Guð- mundsson bóndi. Þau búa á Böð- móðsstöðum í Laugadal. Böm þeirra em Karólína, Garðar og Auðunn. Karólína á 2 böm og Garð- ar á 2 böm. Með Helgu átti Erlend- ur 3 syni: Gísla forstjóra í Reykjavík. Gísli er fæddur 30. des- ember 1940. Kona hans er Jóni'na Hjartardóttir. Böm þeirra eru: Helga, Hjördís og Hulda. Helga á tvö böm. Sigurður Jóhannes trér smiður á Selfossi. Hann er fæddur 23. mars 1946. Kona hans er Auð- björg Einarsdóttir. Börn þeirra em Linda, Röngvaldur og Eva. Linda á eitt bam. Rögnvaldur, fæddur 17. ágúst 1952, dáinn 16. ágúst 1957. Ég og fjölskylda mín vottum ást- vinum Erlendar innilegustu samúðjST^ Blessuð sé minning hans. Jón Guðbrandsson Minning: Guðgeir Magnús son blaðamaður Fæddur 2. desember 1927 Dáinn 13. apríl 1988 Guðgeir föðurbróðir minn er far- inn á fund feðranna. Ég mun minn- ast hans. Ekki endilega vegna frændskaparins né náinna kynna og tíðra funda meðan leiðir okkar lágu saman. Miklu fremur vegna þess, að tilvera hans hefur leitt mér eitt og annað fyrir sjónir. Meðal annars það, hvers virði það getur verið að hafa hugsjónir og málstað sem efni- við í rökræður um það sem mestu máli skiptir: mannlífið sjálft, sam- félagið og umhverfið. í uppvextinum átti ég frænda í fjarskanum sem virkjaði starfskrafta sína í þágu al- þýðufólks sem blaðamaður á Þjóð- viljanum. Með trú á málstað. Hann var víðs fjarri, en um leið nálægur í fréttaflutningi, greinum og við- tölum við fólk á síðum Þjóðviljans. En starfsferill hans varð styttri en margra annarra. Guðgeir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð. Foreldrar hans, afi minn og amma, voru Magnús Guð- mundsson, kaupfélagsstjóri frá Sleðabijótsseli í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði og Jónína Geir- mundsdóttir frá Hóli í Hjaltastaða- þinghá, einnig á Héraði. Á báðum þessum bæjum var ég í sveit sem drengur og kynntist gildi vinnunnar í gegnsærri veröld búskaparins. Guðgeir ólst upp hjá afa og ömmu, er sagður hafa verið bráðþroska, orðvís og snemma læs af eigin rammleik. Pabbi segir hann hafa verið grúskara í uppvextinum, hefði meðal annars fengist við að safna plöntum og þurrka, svo og safna frímerkjum. Guðgeir fluttist með afa og ömmu til Raufarhafnar árið 1942 þar sem afi gerðist verksmiðjustjóri í Síldarverksmiðju ríkisins. Afi veikt- ist alvarlega þremur árum síðar og dó hann 1947, sex árum áður en ég fæddist. Guðgeir var elstur fjögurra systkina og lenti forsjá fjölskyldunn- ar þar af leiðandi að nokkru á hans herðum. Guðgeir stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, en haus- tið 1946 settist hann í annan bekk Verslunarskóla íslands og lauk stúd- entsprófi þaðan 1951. Að því loknu innritaðist hann í Heimspekideild Háskóla Islands og lagði stund á sögu, bókmenntir og íslensku, en hvarf frá námi eftir tvö ár. Hann réðst til starfa á Þjóðviljanum 1954. Fyrst sem auglýsingastjóri, en síðar sem blaðamaður. Þar starfaði hann óslitið til ársins 1973 er veikindi bundu enda á starfsferil hans fyrir fullt og allt. Hann þótti ritfær í besta lagi. I heil fímmtán ár var hann öryrki, dvaldi lengst af á heimili sínu, en oft á sjúkrahúsum eða stofnun- um, yfírleitt í góðu yfirlæti. Ég býst við því að unnt sé að aðlagast slíkri tilveru og lifa við þau skilyrði sem langvinn veikindi búa manni. Guð- geir var oftast sæmilega kátur þá sjaldan við hittumst á síðustu árum. Hann fylgdist ágætlega með þjóð- málum, kvað upp sína dóma um menn og málefni. Það háði honum nokkuð að geta ekki lesið sér til gagns vegna sjóntruflana sem fylgdu í kjölfar krankleikans. Síðustu tvö ár dvaldi hann á Hjúkr- unardeild Vífílsstaðaspítala. Við leiðarlok vil ég fyrir hönd aðstand- enda færa læknum og hjúkrunar- fólki á Vífílsstöðum innilegar þakkír fyrir að annast Guðgeir í langvinnum veikindum. Sú umönnun vekur trú á að tilvera og líðan fólks sem á við langvinn veikindi að stríða, líkt og Guðgeir, geti verið bærileg þrátt fyrir allt. Jóhann Hauksson FLUGLEIDIR -fyrir þig- 8 ó 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.