Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
J>4
Morgunblaðið/Bæring
Halldór Finnsson, Þorsteinn Pálsson, Emil Magnússon, Soffanías Cecilsson og Svanur Guðmundsson
ræða málin í fundarhléi.
Afmælishátíð Sjálfstæðisfélags Eyrarsveitar
Fyrirlestur um
rannsóknir á
sænskum vísum
PRÓFESSOR Bengt R. Jonsson
flytur fyrirlestur um rannsóknir
á sænskum vísnakveðskap í
Norrænahúsinu á morgun,
mánudaginn 25. apríl, kl. 20.30.
Bengt R. Jonsson er forstöðu-
maður Svenskt Visarkivs. Hann
hefur lengi verið umsvifamikill í
norrænum þjóðfræðum, segir í frétt
frá Norræna húsinu. Hann hefur
um árabil verið ritstjóri tveggja
norrænna tímarita, Sumlen sem
fjallar um þjóðkvæði og þjóðlög og
Arv sem einkum er um þjóðsögur
og þjóðhætti.
Bengt R. Jonsson heldur fyrir-
lestur á vegum heimspekideildar
Háskóla Islands um Den nordiska
Balladens aldsta historia þriðjudag-
inn 26. apríl, kl 17.15 í stofu 423
í Ámagarði.
Söngskemmt-
un í Húsa-
víkurkirkju
Húsavík.
KÓR Reykjahlíðarsóknar í Mý-
vatnssveit hélt söngskemmtun í
Húsavíkurkirkju sumardaginn
fyrsta. Þetta er blandaður kór
með um 30 söngvurum. Stjórn-
andi er Jón Árni Sigfússon og
undirleikari Ragnar Þorgríms-
son. Ásmundur Kristjánsson og
Margrét Bóasdóttir sungu ein-
söng.
A söngskrá voru 16 lög, flest
eftir íslenska höfunda, og var
söngvurunum mjög vel tekið og
sérstaklega einsöngvaranum
Margréti Bóasdóttur.
Á þessu ári hefur kórinn annast
söng í Reykjahlíðarkirkju í 80 ár
og lengst af undir stjóm Sigfúsar
Hallgrímssonar frá Vogum og syni
hans Jóni Árna sem tók við starfi
að honum látnum. Það er mikill
menningarvottur að ekki stærri
sókn skuli eiga slíkan kór.
— Fréttaritari
Bíóhöllin:
Goldberg
leikurlög-
reglukonu
BÍÓHÖLLIN frumsýndi nýverið
kvikmyndina „Hættuleg fegurð“,
með Whoopi Goldberg í aðalhlut-
verki. I fréttatilkynningu segir
að myndin fjalli um kappsfulla
fíkniefnalögreglu í Los Angeles
sem á í útistöðum við yfirmenn
sína. Þegar þeir banna henni að
eitast við meintan glæpamann
grípur hún til eigin ráða.
Lögreglukonan Rita Rizzoli reynir
að hafa nendur í hári manns sem
hún telur vera eiturlyfjasala. Hún
uppsker ekki annað en reiði yfirboð-
ara sinna sem hóta henni stöðulækk-
un láti hún ekki af iðju sinni. En
þegar allt virðist ætla á versta veg
fær Rita upplýsingar sem leiða hana
á slóð eiturlyfjasalans. Kemur þá að
uppgjöri við skálkinn og lýð hans
þar sem Rita nýtur aðstoðar vinar
síns Jimenez.
Jarðhitaskól-
inn kynntur á
aðalfundi Brúar
BRÚ, félag áhugamanna um þró-
unarlönd, heldur aðalfund sinn
mánudaginn 25. apríl í Skólabæ,
Suðurgötu 26, og hefst hann kl.
20.30.
Auk aðalfundarstarfa kynnir Jón
Steinar Guðmundsson starfsemi
_^jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna.
Veitingar verða á boðstólum.
AÐALFUNDUR og afmælishátíð
Sjálfstæðisfélags Eyrarsveitar
var haldinn laugardaginn 16.
apríl sl. í kaffistofu S.E. Grund-
arílr*".
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
ræddi Þorsteinn Pálsson forsætis-
ráðherra um stjómmálaviðhorfin og
svaraði fyrirspumum. Flutt voru
ávörp í tilefni 25 ára afmæli félags-
ins. Avörp fluttu Sigríður Þórðar-
dóttir oddviti, Þorsteinn Pálsson,
Friðjón Þórðarson alþingismaður
og Ami Emilsson útibússtjóri.
55 þátt-
takendurá
Skákþingi
Norðlendinga
SKÁKÞING Norðlendinga var
sett í 53. sinn sl. fimmtudag, á
sumardaginn fyrsta, og er það i
þetta skiptið haldið á Dalvík. Þátt-
takendur eru alls 55 og koma
þeir víða að, allt frá Blönduósi
austur til Raufarhafnar. Teflt er
í þremur flokkum. í opnum flokki
eru 22 keppendur, í unglinga-
flokki 13-16 ára eru 16 keppendur
og í barnaflokki 12 ára og yngri
eru 17 þátttakendur.
Núverandi skákmeistari Norður-
lands er Jón Garðar Viðarsson og
mun hann ekki verja titil sinn. Á
skákþinginu verða tefldar sjö um-
ferðir í opna flokknum og níu um-
ferðir í hinum tveimur. Skákmótið
er haldið í félagsheimili Dalvíkinga,
Víkurröst. Strax að lokinni síðustu
umferð á sunnudaginn fer fram
hraðskákmót Norðlendinga og þar
er öllum áhugamönnum heimil þátt-
taka. Að því loknu fer fram verð-
launaafhending. Verðlaunin í opna
flokknum eru alls 60.000 krónur,
þar af fyrstu verðlaun 20.000 krónur
og eru sex fyrstu sætin verðlaunuð.
Auk þess fær sigurvegari farand-
bikar eins og sigurvegarar í ungl-
inga- og bamaflokkum.
Þýskir vor-
dagará
Hótel Borg
EFNT verður til „þýskra vor-
daga“ á Hótel Borg dagana 25.
til 28. apríl næstkomandi. Af því
tilefni munu koma hingð til lands
tónlistarmenn frá Svartaskógi í
Bæjaralandi, sem kalla sig „Orgi-
nal Taugwitztaler".
Hljómsveit þessi er skipuð átta
hljóðfæraleikurum og spila þeir
þýska kráar-, hlöðu-, og sveitatón-
list eins og hún tíðkast í þeirra
heimalandi. Boðið verður upp á
hlaðborð á kvöldin með þjóðlegum
þýskum réttum.
(Úr fréttatilkynningu.)
Þýska hljómsveitin „Original
Taugwitztaler" skemmtir á þýsk-
um vordögum á Hótel Borg.
Fyrirlestur
um lyfjafræði
TSUNEJI Nagai, prófessor, held-
ur fyrirlestur á vegum Málstofu
í lyfjafræði í Háskóla íslands.
Nefnist fyrirlestur hans „Influ-
ence of cyclodextrins on bio-
availability behaviors of drugs“.
Verður fyrirlesturinn fluttur á
ensku kl. 20.00 i stofu 101 í Odda.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Tsuneji Nagai er frá lyfjagerðar-
fræðideild Hoshi-háskóla í Tókýó,
Japan. Prófessor Nagai er mjög
virtur vísindamáður í lyfjafræði og
hefur ritað meira en 500 vísindaleg-
ar ritgerðir og bækur um rannsókn-
ir sínar. Rannsóknir hans hafa eink-
um beinst að ýmsum þáttum sem
hafa áhrif á aðgengi lyfja og hönn-
un á langvirkum lyfjaformum.
Hann hefur m.a. hannað langvirkt
lyfjaform til notkunar í munnholi.
(Fréttatilkynning)
Kaupmannahöf n:
Blómleg- starfsemi
meðal Islendinga
KauDmannahöfn. ^
Kaupmannahöf n.
KULDATÍÐ og rigning var hér
í Kaupmannahöfn um páskana,
en nú birtir I lofti, þrátt fyrir
nokkurt næturfrost. Bekkir í
almenningsgörðum hafa verið
þétt setnir og hvít-bláa krókusa-
breiðan við Rósenborgarhöllina
skartaði sínu fegursta. Hér í
Jónshúsi eru málverk Tryggva
Ólafssonar enn til sýnis og eru
í sjálfu sér vorboði, fersk og lit-
fögur sem aldrei fyrr. Hafa
mörg þeirra þegar selzt.
Páskaguðsþjónustu í St. Páls-
kirkju sóttu á annað hundrað
manns og var allt með miklum
hátíðarblæ. Hinn stóri íslenzki
kirkjukór söng á móti sendiráðs-
prestinum undir stjóm Maríu
Ágústsdóttur, sem og á pálma-
sunnudag, er séra Ágúst fermdi tvö
íslenzk böm í kirkjunni, Helgu
Björgu Ámadóttur og Randver'
Jónas Kristinsson, og sótti einnig
þá fjölmenni kirkju. I páskamess-
unni lék Sigríður Helga Þorsteins-
dóttir á fíðlu sem oft áður, en hún
og maður hennar, Jón Ingi Guð-
mundsson, eru nú að hverfa héðan
að námi loknu. Þá voru nokkur
íslenzk böm skírð um páskana, en
alls skírði sendiráðspresturinn 30
íslenzk böm víða á Norðurlöndun-
um á sl. ári. í guðsþjónustu í Ála-
borg í febrúar vom 2 böm skírð í
Klausturkirkjunni. Lék Ólafur Ein-
arsson á orgelið, en íslenzki kórinn
í Álaborg söng undir stjóm Sigríð-
ar Eyþórsdóttur og ung telpa, Inga
Hrönn Kristjánsdóttir, lék á fiðlu.
í messukaffinu í félagsheimilinu
í Jónshúsi á páskadag las Stefán
Snævarr upp ljóð sín og smásögur,
en Stefán dvelur nú í Stokkhólmi.
Var ljóðabók hans „Hraðar en
hljóðið" einnig til sölu. Ætíð er vel
þegið að fá íslenzka gesti, sem vilja
skemmta löndum sínum hér.
Meðfylgjandi mynd er af séra
Lárusi Þ. Guðmundssyni prófasti í
Holti og konu hans Sigurveigu
Georgsdóttur, en myndin er tekin
við dyr St. Pálskirkju er séra Lárus
messaði þar í febrúarlokin. Þau
hjónin áttu dvöl hjá syni sínum
Georg lögfræðingi og fjölskyldu
hans, en ungu hjónin stunda hér
nám eins og mörg hundruð íslend-
ingar aðrir á ýmsum aldri.
Þá má minnast bókmennta-
kvölda, sem Bókasafn íslendinga-
félagsins undir forystu umsjónar-
manns þess, Kristínar Oddsdóttur
Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir
Séra Lárus Þ. Guðmundsson préfastur í Holti og Sigurveig Ge-
orgsdóttir kona hans.
Nefnist sýningm Blektár og sýna
þeir Phillip Jönsson, Lars Ravn og
Knud Odde þar ásamt Helga. Ný-
lokið er í Malmö sýningu á myndum
Helga Þorgils.
Konukvöld hafa verið hér í fé-
lagsheimilinu í allan vetur að venju.
í apríl verður konukvöldið aldrei
slíku vant opið körlum og þá höfð
ijölbreytt dagskrá. Hjónin í Fræði-
mannsíbúðinni, Snorri Þorsteins-
son námstjóri Vesturlands og Ey-
gló Guðmundsdóttir læknaritari,
munu flytja samléstur um sögulegt
útsýni vítt yfír úr Borgamesi með
sérstöku tilliti til kvenna í sög-
unni. Kirkjukór íslenzka safnaðar-
ins syngur og litskyggnusýning
verður frá íslandi. Snorri Þor-
steinsson námstjóri dvelur hér til
að rannsaka áhrif danskra lýð-
háskóla á íslenzkt skóla- og menn-
ingarlíf.
Á sumardaginn fyrsta verður
bamaskemmtun um miðjan daginn.
Þar munu ung íslenzk systkini frá
Malmö, Júlíana Guðrún og Jónas
Gunnhallsböm, skemmta. Sýnir
Jónas töfrabrögð, en Guðrún fim-
leika, og em þau mjög vel þjálfuð
og hafa oft komið fram í Svíþjóð
en foreldrar þeirra, Gunnhalli Ant-
onsson og Oddný Jónasdóttir, hafa
lengi átt heimili í Malmö.
Laugardaginn 23. apríl kl. 20
mun íslenzki kórinn í Lundi, sem
nefnist Lundarbaggamir, skemmta
í félagsheimilinu í Jónshúsi. Þetta
er blandaður kór, en piltamir
syngja líka einir og verður saga
Adams og Evu flutt í revíuformi.
Kristján Kristjánsson mun leika á
gítar og munnhörpu ásamt Guð-
mundi Ingólfssyni á bassa.
- G.L.Ásg.
Morgunblaðið/BAR
Tryggvi Ólafsson listmálari, en
hann sýnir verk sín i Jónshúsi
í Kaupmannahöfn um þessar
mundir.
Bonde, stóð fyrir. Var þar lesið úr
nýútkomnum bókum. — Ber að
nefna gjafir, sem borizt hafa hing-
að í Jónshús, en það eru geysivan-
daðar og viðamiklar gestabækur
með áletrun til Safns Jóns Sigurðs-
sonar og félagsheimilisins, sem
Ámi Kristmundsson bókbindari í
Reykjavík og kona hans Sigrún
Bjamadóttir hafa gefíð nýlega. —
Fyrir skemmstu var sagt frá sýn-
ingu Hauks Dórs og Preben Böyes
í Galleri Firo, en síðan hafa þeir
félagar sýnt aftur og slóst Færey-
ingur í hópinn, Gunleif Gmbe, og
sýndu þau í Galleri Thain á Nörre
Voldgade.
Helgi Þorgils Friðjónsson lista-
maður opnaði nýlega sýningu á
teikningum á Words End á Vest-
erbro og tekur um leið þátt í sam-
sýningu í sýningarsölum mennta-
málaráðuneytisins í Overgaden
neden Vandet á Kristjánshöfn.