Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
f m
ABU JIHAD
LögTegluvörður við bústað Abu Jihads: árásarmennirair voru þaulkunnugir.
r
SIHBSTAÐIRINN
PALESTINUMENN HOTA HEFNDUM
Yasser Arafat og Abu Jihad: gamlir vopnabræður.
LEIÐTOGAR
Frelsissamtaka Palestínu,
PLO, hóta að hefna sín á
ísraelsmönnum, sem þeir
kenna um morðið á Khalil
Al-Wazir, æðsta
herforingja samtakanna, í
höfuðborg Túnis á
dögunum. Þeir hafa lýst
því yfir að Wazir, öðru
nafni Abu Jihad, „Faðir
baráttunnar“ eða „Faðir
hins heilaga
stríðs“,verði„ekki síðasti
píslarvottur málstaðar
Palestínumanna og
„píslarvættis hans verði
hefnt“. Róttæk
skæruliðasamtök Abu
Nidals I Beirút,
Byltingarráð Fatah, hafa
tekið í sama streng og
heitið þvi að hefna
morðsins „með kúlum og
blóði.“ Forystumenn PLO
segja að hins fallna
foringja verði hefnt með
árásum á ísraelsmenn á
Vesturbakkanum og
Gaza-svæðinu (í samræmi
við svokallað
Kaíró-samkomulag frá
1985), en ekki er útilokað
að einnig verði ráðizt á
skotmörk utan Israels.
Morð Abu Jihads hefur
stælt baráttuvilja Pa-
lestínumanna og-
magnað átökin á her-
teknu svæðunum.
Daginn eftir morðið varð mesta
blóðbað, sem þar hafði átt sér stað
síðan uppreisn Palestínumanna
hófst 9. desember. Að minnsta kosti
14 féllu og þar með höfðu 157 beð-
ið bana síðan uppreisnin hófst. Abu
Jihad stjómaði uppreisninni og leið-
togar PLO telja að ísraelsmenn
hafi myrt hann þess vegna. Auk
þess eru þeir vissir um að Banda-
ríkjamenn hafi veitt samþykki sitt
til morðsins, þótt stjómin í Wash-
ington neiti því og hafi fordæmt
tilræðið.
Israelsmenn hafa hvorki viljað
staðfesta né neita að þeir hafi myrt
Abu Jihad. Hins vegar herma heim-
ildir í Tel Aviv að ísraeiska leyni-
þjónustan, Mossad, hafí beðið stjóm
Yitzhaks Shamirs a.m.k. þrisvar
sinnum um leyfí til að ráðast á Abu
Jihad. Fyrst í stað vildi stjómin
ekki víkja frá „þegjandi samkomu-
lagi“ um að leiðtogar PLO skyldu
ekki myrtir. Afstaða hennar breytt-
ist þegar skæruliðar Fatah, fjöl-
mennustu samtaka hrejrfíngarinn-
ar, rændu hópferðabíl í Negev-
auðninni í síðasta mánuði og myrtu
þijá starfsmenn Dimona-kjamorku-
versins. Abu Jihad var leiðtogi
Fatah frá gamalli tíð og talið var
fullvíst að hann hefði skipulagt ár-
ásina. Síðan varð vemleg aukning
á tilraunum palestínskra skæmliða
til að laumast inn í ísrael.
Víkingasveit
Eftir árásina í Negev samþykktu
Shamir og helztu ráðherrar hans,
Shimon Peres varaforsætisráðherra
og Yitzhak Rabin landvamaráð-
herra, loks að Abu Jihad skyldi
ráðinn af dögum. Yfírmenn Israels-
hers, Dan Shomron og Ehud Barak,
tóku þátt í að skipuleggja aðgerð-
ina, sem var nauðalík árás ísraeis-
manna frá sjó á aðalstöðvar skæm-
liða í Beirút í aprfl 1973, þegar
þeir felldu þijá leiðtoga PLO, Kam-
al Nasr, Mahmoud Yussuf Najjer
og Kamel Adwan.
Samkvæmt heimildunum í Tel
Aviv vom mennimir, sem vom vald-
ir til að taka þátt í aðförinni gegn
Abu Jihad, úr Mossad, víkingasveit
sjóhersins, Hakommando Hayami,
og úrvalssveit landhersins, Sayeret
Matkal, sem bjargaði gislum úr
klóm flugræningja í Entebbe í Ug-
anda 1976. Að sögn yfirmanns ör-
yggismála PLO, Abu Iyad, var
„heilinn á bak við tilræðið nýr yfir-
maður Mossact', sem hann nafn-
greindi ekki.
Glæsilegur bústaður Abu Jihads
í Túnisborg er í úthverfínu Sidi Bou
Said og stendur við sjóinn. Sjö eða
átta hermenn, vopnaðir vélbyssum
og skammbyssum búnum hljóðdeyf-
um, tóku þátt í árásinni og munu
hafa farið f land á gúmbátum frá
fallbyssubáti ísraelska sjóhersins.
Samkvæmt sumum fréttum vom
þeir klæddir einkennisbúningum
túnískra þjóðvarðliða. Þeir nutu
líklega stuðnings a.m.k. 30 starfs-
manna Mossad og munu hafa þótzt
vera skemmtiferðamenn og notað
fölsuð frönsk, grísk og skandinavísk
vegabréf til þess að komast inn í
landið. Þeir tala arabísku og könn-
uðu allar aðstæður til öryggis.
Aður en árásin var gerð rofnaði
allt símasamband í hverfinu þar
sem Abu Jihad bjó. Túnísk rann-
sóknamefnd hefur skýrt frá því að
ísraelsk flugvél af gerðinni Boeing
707, „með einkennisstöfunum
4/997“, hafi verið á sveimi um 55
km undan ströndinni og truflað Qar-
skipti í landi með flóknum rafeinda-
tækjabúnaði, þegar árásin var gerð.
„Rannsóknin hefur leitt f ljós að
Israelsmenn vom viðriðnir þessa
lúalegu hryðjuverkaárás, sem þeir
skipulögðu og framkvæmdu," sagði
í tilkynningu. „Árásin á heimili Abu
Jihads var þess eðlis að aðeins ríki
gat framkvæmt hana.“
Innrás
Árásarmennimir fóm til bústað-
ar Abu Jihads í smárútum, um-
kringdu hann og notuðu kúbein til
að bijótast inn. Árásin var gerð kl.
1.55 eftir miðnætti að staðartíma
16.apríl. Túnískur bflstjóri, sem sat
í bfl sínum fyrir utan, hlustaði á
útvarp og drakk te, var skotinn til
bana. Oryggisráðstöfunum var
greinilega áfátt og árásarmennimir
virtust gerþekkja bygginguna.
Tveir palestfnskir lífverðir reyndu
að stöðva þá, en vom felldir með
vélbyssuskothríð.
Abu Jihad, sem var nýkominn
heim og sat við skriftir í skrifstofu
sinni á annarri hæð, heyrði hávað-
ann og hljóp niður. Hann var vopn-
aður skammbyssu, en féll fyrir 70
vélbyssukúlum árásarmannanna í
viðurvist konu sinnar og unglings-
dóttur. Önnur dóttir þeirra, sem er
tveggja ára, var sofandi.
Þjónustustúlka sá einn árásar-
mannanna kvikmynda það sem
fram fór. Kona Abu Jihads, Intiss-
ar, tók eftir því að einn úr árásarlið-
inu var Ijóshærður og talað arabísku
með erlendum hreim. Hann skipaði
henni að fara inn í svefnherbérgi.
Þar komst hún út á svalir og hróp-
aði á hjálp, en árásarmennimir óku
burt á ofsahraða.
Seinna fundust þrír bflar árásar-
mannanna, tvær smárútur af
Volkswagen-gerð og Peugeot 305,
á ströndinni, um 40 km fyrir norðan
Túnisborg. Rannsókn hefur leitt f
ljós að þrír menn um fertugt með
Ifbönsk vegabréf, Khalil Kati,
Haqouata Allam Mustapha og Gor-
iah Najir Rachad, höfðu tekið bflana
á leigu og fótspor í fjörunni bentu
til þess að þeir hefðu flúið sjóleiðina.