Morgunblaðið - 28.05.1988, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
JÓNASSEN
Sljórn Ungmennafélags íslands:
Ahyggjur vegna
byggðaröskunar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Jónas Sen, píanóleikari, „debut-
eraði“ sl. miðvikudag með tónleik-
um í Bústaðakirkju, sem haldnir
voru á vegum Nýja tónlistarskól-
ans en við þann skóla kennir Jón-
as. Á efnisskránni voru tvær só-
nötur eftir Beethoven og h-moll-
sónatan eftir Liszt.
Verkefnavalið er sérkennilegt,
þar sem sónötumar op. 109 og
110 eftir Beethoven eru miklu erf-
iðari sem tónlist, þ.e. í túlkun en
sem leiktækniverk og þykja fyrir
þá sök varla verðug viðfangsefni
nema fyrir þroskaða listamenn.
Jónas lék verkin fallega og víða
með sterkri innlifun og tilfínningu
fyrir sérkennileika formsins. Til
að nefna dæmi, í fyrsta þætti op.
109, sem að formi til er fantasía,
og stefíð fyrir tilbrigðin í síðasta
þætti sömu sónötu, var einstak-
lega fallega flutt. Opus 110 er
lýriskt verk en einnig fléttað sam-
an úr sterkum andstæðum sem
komu mjög glögglega fram í leik
Jónasar. Adagio-þátturinn og fúg-
an, sem er kóróna verksins var
sterkt mótuð 'og glæsilega flutt.
Tónleikunum lauk með h-moll-
sónötunni eftir Liszt. I þessu
magnaða verki leggur Liszt
áherslu á dulúð og opinskátt
hamsleysi, ljóðrænt lagferli og
tröllslega barsmíð. Allt þetta mátti
heyra í leik Jónasar. Upphafsstef-
ið dulúðugt (Lento assai), tröllsleg
áttundahlaup (Allegro energico)
er umhverfast síðan í hamslaus
hljómahlaup. Þegar látunum linnir
og vitnað er aftur til upphafsstefs-
ins, kemur Grandioso-kaflinn er
síðan umbreytist í ljóðrænt nætur-
ljóð en stef þess er umsköpun á
grófsterkri tónhugmynd sem birt-
ist í fjórtánda takti og heyrist
reyndar í ýmsum ólíkum gerðum
í gegnum allt verkið. Eftir ekta
Liszt „kadensu“ verður hamsleysið
ráðandi á ný þar til við tekur sér-
kennilegt tónles er leiðir síðan yfír
Jónas Sen
í Andante sostenuto og endar þessi
fallegi kafli á upphafsstefinu.
Lokaátökin hefjast með fugato-
þætti, sem er eins konar ítrekun
og er enn á ný tekið til við um-
myndanir stefjanna. Eftir voldug-
an hápunkt kemur saknaðarfullur
og ljóðrænn kafli, þar sem vitnað
er í stef verksins og síðast í upp-
hafsstefíð dulúðuga en endahljóm-
urinn deyr út og síðasti djúpi h-
tónninn er sem punktur í sögulok.
Þetta margslungna verk lék
Jónas glæsilega og með ótrúlegri
tilfínningu fyrir andstæðum út-
færslum tónhugmyndanna, án
þessa nokkurs staðar að ofgera.
Tónleikar Jónasar voru ekki aðeins
giæsilegt „debut“, er vitnar um
ögun og lærdóm, heldur og stað-
fasting á því að Jónas Sen er
hæfíleikamikill listamaður.
STJÓRN UMFÍ samþykkti á
fundi sínum í Vík í Mýrdal 13. -
14. maí s.l. tillögur varðandi
byggðaröskun, bindindismál og
stuðning við íslenska atvinnu-
vegi. I frettatilkynningu frá þeim
segir m.a. „Starf flestra ung-
mennafélaga í landinu hefur ver-
ið ótrúlega öflugt og sjá mörg
þeirra að mestu leyti um allt
íþrótta- og félagsstarf ungs fólks
í sínum byggðarlögum. Ymsar
blikur eru nú á lofti í þjóðfélag-
inu sem ógna heilum byggðarlög-
um og starfi félaganna í þeim.“
Stjóm UMFÍ samþykkti eftir far-
andi tillögur:
„Stjómarfundur UMFÍ lýsir yfír
áhyggjum sínum með þá byggða-
röskun sem átt hefur sér stað í
landinu að undanfömu. Stjómin
bendir á að efla þurfi atvinnumögu-
leika landsbyggðarinnar, auka al-
menna menntun og þátttöku í
æskulýðs- og félagsmálum. Slök
aðstaða til íþróttaiðkunar stendur
mörgum byggðarlögum fyrir þrif-
um, enda leitar margt ungt fólk til
stærri þéttbýlisstaða þar sem betri
íþrótta- og félagsaðstaða er fyrir
hendi."
„Stjómarfundur UMFÍ fagnar
þeim mikla árangri sem náðst hefur
í að minnka tóbaksreykingar á ís-
landi. Vegna samþykktar bjórfrum-
varps á Alþingi bendir stjómin á
mikilvægi þess að efla starf félags-
samtaka íslenskra ungmenna enda
er það viðurkennd staðreynd að
starf þessara hreyfinga er áhrifa-
mesta forvömin gegn neyslu ávana-
og fíkniefna.
Stjómarfundur UMFÍ bendir á
að með fyrirsjáanlegum samdrætti
á þjóðartekjum íslendinga er mikil-
vægt að draga úr innflutningi og
auka innlenda framleiðslu. Því skor-
ar stjóm UMFÍ á landsmenn að
styðja íslenska atvinnuvegi með því
að kaupa íslenskar vörur þar sem
þær em í flestum tilvikum sam-
keppnishæfar við erlendar vörur í
verði og gæðum.“
Mörg fleiri mál vom rædd á fund-
inum og má þar nefna fræðslusjóð
innan UMFÍ sem ætlað er að auka
og efla menntun og þekljingu félaga
sinna á íþróttum og félagsstarfi.
Starfsemi þjónustumiðstöðvar og
gistiaðstöðu UMFÍ í Reykjavík
gegnir nú sífellt veigameira hlut-
verki í þjónustu og aðstoð við félög-
in og leitast er við að þjóna þörfum
félaganna á sem bestan hátt hveiju
sinni. Að lokum má nefna að fyrir
hugað er að gera átak í skipulagi
og framkvæmdum í Þrastaskógi
sem er skógræktarsvæði UMFÍ í
Grímsnesi.
Innan UMFÍ em nú um 30 þús-
und félagsmenn í 230 félaögum
víðs vegar um landið.
(Fréttatilkynning)
Akranes
Einbýlishús við Jörundarholt á Akranesi er til sölu, ásamt
bifreiðageymslu.
Húsið er 116 fm að stærð, skiptist nánar tiltekið í for-
stofu, þvotta- og þurkherbergi, herbergi, baðherbergi,
eldh., búr, hjónaherb. og stóra stofu.
Upplýsingar eru veittar á Fasteigna- og skipasölu Vest-
urlands, Akranesi, símar 93-12770 og 12990 og utan
skrifstofutíma 93-11396.
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ. LARUS Þ. VALDIMARSS0N
L0GIVI. J0H. Þ0RÐARS0M HRL.
Til sölu og sýnis auk annarra eigna:
Ný íbúð - laus strax
Glæsil. 2ja herb. íb. í lyftuhúsi við Austurströnd. 62,5 fm nettó. Góð
lán áhv. Einkasala.
Bj'óðum ennfremur til sölu:
Sérhæðir i borginni. 6 herb. Gott verð.
4ra herb. í Kóp. Laus strax. Bílsk.
3ja herb. góð risíb. í gamla Austurbænum.
Einbýlishús í Garðabæ. Stór úrvalseign.
Einbýlishús i Austurborginni, 3x 70 fm. Nýendurbyggt.
í Selási - hagkvæm skipti
Tii kaups óskast 4-5 herb. ib. Skipti mögul. á nýju einbhúsi um 150 fm
á einni hæð.
í borginni eða nágrenni
Læknir sem flytur til borgarinnar óskar eftir nýl. einbhúsi um 200
fm. Nánari upplýsingar trúnaðarmál.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
að ib., sérhæðum, raðhúsum, og einbhúsum. Margskonar eignaskipti
mögul. Látið okkur um fyrirsögnina. Almenna fasteignasalan var stofn-
sett i júlí 1944.
Opið jdag laugardag
kl. 11-16.
AIMENNA
fasteignasalTn
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
MmgCsfi nÆ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 438. þáttur
Til þess er gagi að gelta.
Gagi er hundur. „Dazu ist der
Hund - zum bellen," segja Þjóð-
veijar. Hundur er líka nefndur
gagar(r). Egill Skalla-Grímsson
á í frumbemsku að hafa kveðið
vísu dróttkvæða sem meðal ann-
ars fjallaði um „þría síþögla
brimrótar gagra“. Út úr kenn-
ingunni brimrótar gagarr hafa
vísir menn fengið merkinguna
kuðungur. Þama var þá yrkis-
efnið þrír síþegjandi kuðungar.
Þeir kunnu ekki að gelta eins
og venjulegir gagar.
Sögnin að gaga merkir upp-
haflega að reigja höfuðið aftur
á bak, kerra hnakkann, og lýs-
ingarorðið gagháls merkir þann
sem þannig hefur sig. Þegar
hundur er nefndur gagi eða
gagar, sjá sumir fyrir sér kvik-
indi sem teygir upp hausinn og
spangólar. Seinna fékk líka
sögnin að gaga merkinguna að
spotta og hæða. í riddarasög-
unni um Flóres og Blankiflúr
segir á einum stað: „Jungfrúmar
tóku að hlæja og göguðu hana
[Blankiflúr] mjök“. Hefur þá
orðið þama svipuð merkingar-
breyting sem í sögninni að geyja
sem Upphaflega merkti að gelta,
en síðan að atyrða eða gera hróp
að.
Vilk eigi goð geyja,
grey þykkir mér Freyja,
orti Hjalti Skeggjason á alþingi
999. „Mig langar svo sem ekki
til að lasta goðin, en ég verð að
segja þann skelfílega sannleika,
að freyja er tík.“
Gagari getur merkt ýmislegt.
Orðabók Háskólans segir: „forvit-
inn, framhleypinn maður; montinn
maður; kjaftaskúmur, sögu-
smetta".
agarinn strýkir flagarann
gagarinn byijar á litlum staf
og fyrirlítur endapunktinn,
segir Jóhannes úr Kötlum í Óljóð-
um.
Æri-Tobbi (Þorbjöm Þórðarson
smiður, 17. öld?) hafði mikið dá-
læti á agara og gagara sem
kunnugt er. Hann kvað (breið-
henda, samhend):
Heyrði eg sagt í haglda röngli
agara gagara skruggu skröngli
rimara stímara randa röngli.
Reif sig keila hans af öngli.
Lýsingarorðið gagur beygist
eins og fagur og merkir m.a.
öfugsnúinn, afundinn, einrænn og
bágrækur. Orð manna geta líka
verið gögur = ónotaleg eða ill-
kvittin.
Nafnorðið gagur er hvorug-
kyns og beygist eins og hreiður
eða veður. Önuglyndur maður er
vís til að svara okkur ekki öðru
en gagri einu.
Að gagra hesti er að beina
honum ýmist til hægri eða vinstri
°g að gagrast er að fara einför-
um, vera sérvitur og (um hesta)
að haldast ekki í hópi eða á vegi.
Mér er ekki ljóst hvers vegna
skemmtilegt afbrigði ferskeytlu-
háttar heitir gagaraljóð eða
gagraljóð, en ég ætla að renna
héma með einni slíkri vísu eftir
Kolbein Grímsson Jöklaraskáld
(þann sem kvaðst á við „hann úr
neðra"):
Grikkja þjóðin hefðarhrein,
haldin dýrri menntabaun,
horfði á það harmakvein
og hafði stóra óttans raun.
Þetta var úr rímum af Sveini
Múkssyni.
Ef maður vill gera sig gagran,
þá geglir (= grettir, afskræmir)
hann sig, svona eins og „mamma
beyglar alltaf munninn", þegar
hún er að fara á ball. En sá, sem
kann ekki eða hirðir ekki um að
bera skýrt fram, er göglumælt-
ur. Sumir segja góglumæltur og
enn aðrir auðvitað þvöglumælt-
ur, en þá erum við komin út í
aðrar ættir.
En hvers vegna skyldi gæsar-
ungi heita gagl og reyndar ein-
lægir aðrir fuglar? Hvers vegna
heitir kjaftakerlingin gagl líka,
og Grýla? Þetta eru ljótu göglin.
Getið þið hjálpað mér um skýringu
á þessu?
★
Orðaröð í íslensku er býsna
fijálsleg og stundum varasöm, en
ætti þó ekki að láta þaulvana
blaðamenn eða fréttamenn glepja
sig.
Eg sá í blaði um daginn mynd
af nokkrum ábúðarmiklum og al-
vöruþungum mönnum. Mér skild-
ist að þeir væru að bollaleggja
um húsnæðismál. Blaðamaður hóf
texta við myndina á orðunum:
„Lagt á ráðin." Hvað skyldu nú
mennimir hafa „lagt á ráðin"?
Og á hvaða ráð? Hveijar vom
þessar álögur?
Þær vom reyndar engar. Menn-
imir vora að leggja á ráðin um
úrlausnir í húsnæðismálum.
Blaðamaðurinn áttaði sig hins
vegar ekki á orðaröðinni „að
leggja á ráðin“ = legg'a ráðin
á. Eða þá að hann kunni ekki að
mynda þolmynd af sögninni að
leggja. Að réttu lagi hefði texti
hans átt að hefjast: Lögð á ráð-
in, því að auðvitað voru ráðin
lögð á eitthvað. Með öðrum orð-
um: I orðasambandinu að leggja
á ráðin er ráðin andlag með
sogninni að leggja, en ekki hluti
af forsetningarlið með á. Þama
er á atviksliður, af því að sleppt
er eða undirskilið á hvað ráðin
eru lögð.
Ef ráðið væri eitt, þá mætti
segja lagt á ráðið, en sem betur
fer em Islendingar hvorki ráðlitl-
ir né ráðalausir.
Nú bið ég góða fjölmiðlamenn
að fara rétt með þetta orðasam-
band framvegis. Það er enginn
vandi.