Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
Norrænt gigtlækna-
þing í Reykjavík
ÁLITIÐ er að gigt hriái um 20
af hundraði allra íslendinga
segir í fréttatilkynningu frá
Gigtsjúkdómafélagi íslenskra
lækna. í næstu viku verður
haldið í Reykjavík 22. þing
norrænna gigtlækna og verða
þátttakendur um 500 frá Norð-
urlöndunum, Bandarikjunum,
Bretlandi, Frakklandi, Ung-
veijalandi, Japan og víðar.
Gigtsjúkdómafélag íslenskra
lækna stendur fyrir þinginu að
þessu sinni og hefur undirbúning-
ur staðið í tvö ár en síðasta þing
var haldið í Kaupmannahöfn
1986. Á því þingi var formlega
gengið frá stofnun sambands
norrænna gigtlæknafélaga,
Scandinavian Society of Rheuma-
tology, en þó samtökin hafí ekki.
verið stofnuð fyrr hafa norræn
þing engu að síður verið haldin
Háskóli íslands:
Lokapréd-
ikanír í dag
SJÖ guðfræðistúdentar flytja
lokaprédikun sfna í dag, laugar-
dag, í kapellu Háskólans.
Þar sem hópurinn er svo fjöl-
mennur verður honum skipt.
Hefst fyrri athöfnin kl. 13.30 en
þá prédika Carlos A. Ferrer,
Gunnar Sigurjónsson, Irma Sjöfn
Óskarsdóttir og Páll Heimir Ein-
arsson. Seinni athöfnin hefst kl.
15 og prédika þá Sigurður Jóns-
son, Sveinbjörg Pálsdóttir og Þór-
hallur Heimisson. Þessar athafnir
f kapellunni eru opnar almenningi.
reglulega frá árinu 1944. Fyrsti
formaður samtakanna er Kári
Sigurbergsson, sem jafnframt er
formaður íslenska félagsins, og
Kristján Erlendsson er fyrsti rit-
ari þeirra.
Til gigtlækningaþingsins er
boðið heimsþekktum fyrirlesurum
frá Bretlandi og Bandaríkjunum
auk norræna sérfræðinga. Meðal
þeirra má nefna Alfred D. Stein-
berg, Evelyn V. Hess og Thomas
S. Thomhill frá Bandaríkjunum,
Vema Wright, Edward C. Husk-
insson og Paul A. Dieppe frá Bret-
landi.
Flutt verða yfírlitserindi og
kynntar niðurstöður nýrra rann-
sókna i gigtarlækningum. Um-
ræður verða m.a. um liðagigt,
slitgigt, gigt af völdum kristalla
og sjálfsofnæmissjúkdóma. Auk
þess verða fyrirlestrar um skurð-
aðgerðir hjá liðagigtarsjúklingum,
faraldsfræði gigtsjúkdóma og nýj-
ungar á sviði röntgenrannsókna.
Sérstakir fyrirlestrar verða um
vandamál sem fylgja liðagigt
bama og eldra fólks.
Samhliða þessu þingi munu
fulltrúar Gigtarfélaga Norður-
landa, sem em samtök sjúklinga,
ræða sameiginleg hagsmunamál
og málefni gigtsjúklinga, sem
glíma við mjög erfíð vandamál
sem þessir slæmu sjúkdómar hafa
í för með sér. Gigtarfélag íslands
var stofnað 1976 og er formaður
þess nú Jón Þorsteinsson yfír-
læknir.
Undirbúningsnefnd þingsins
skipa læknamir Kári Sigurbergs-
son, Kristján Steinsson, Kristján
Erlendsson og Jóhann Gunnar
Þorbergsson. Þinghaldið fer fram
í Háskólabíói og Hótel Sögu dag-
ana 31. maí til 3. júní nk.
Dóttir skáldsins og sonur hennar meðal leikara
Heimildarmyndinni um Halldór
Laxnes, sem Saga Film gerir
fyrir Stöð 2 í samvinnu við
Vöku/Helgafeli, miðar vel og
er tökum lokið erlendis. Nú er
verið að kvikmynda í Árbæjar-
safni og meiningin er að tökum
innanlands verði lokið 10. júní.
Myndin verður um klukku-
stundar löng og er stiklað á
stóru í sögu Halldórs til þessa
dags. Meðal leikara eru Guðný,
dóttir skáldsins, og Halldór
sonur hennar.
Að sögn Þorgeirs Gunnarsson-
ar, leikstjóra, er búið að taka upp
atriði í Clervaux-klaustrinu í Lúx-
emborg og í Taormínu á Sikiley,
en eftir er að kvikmynda úti á
landi, uppi á öræfum, í Reykjavík
og í stúdíói.
Myndin er gerð eftir handriti
Péturs Gunnarssonar og er leikn-
um atriðum og gömlum’myndum
blandað saman. Efni hefur verið
safnað víða, m.a. frá Svíþjóð og
Þýskalandi og er verið að leita
fyrir sér um efni frá Rússlandi.
Einnig standa yfír samningar við
Ríkissjónvarpið um aftiot af efni
sem þeir eiga, bæði atriðum úr
myndum eftir sögum Halldórs og
með honum sjálfum. Kvikmynda-
taka á leiknu atriðunum er í hönd-
um Snorra Þórissonar og um alla
tæknivinnu sér Saga Film.
Foreldra Halldórs, Guðjón
Helga Helgason og Sigríði Hall-
dórsdóttur, leika Szymon Kuran
og Guðný Halldórsdóttir, dóttir
skáldsins. Halldór Halldórsson,
sonur Guðnýjar, leikur afa sinn
þriggja ára, Orri Ágústsson leikur
skáldið sjö ára, Lárus Grímsson
leikur hann sautján ára og Guð-
mundur Ólafsson leikur Halldór á
fullorðinsárum. Einnig verður í
myndinni viðtal við Halldór sjálf-
an.^
Áætlað er að sýna myndina í
haust, eða snemma í vetur.
Fyrirtækið Kvikk sf.:
Selur hausklofnings-
vélar til Sovétríkianna
FYRIRTÆKIÐ Kvlkk sf. í
Reykjavík er þessa dagana að
ganga frá sölu á tveimur haus-
klofningsvélum til Sovétríkjanna
og viðræður standa yfir um frek-
ari kaup Sovétmanna á vélum í
sjávarútvegi af fyrirtækinu. Að
sögn Bjarna Elíassonar, fram-
kvæmdastjóra Kvikk sf., er þetta
í fyrsta sinn sem slík viðskipti
eiga sér stað og taldi hann góða
möguleika á að með þessu væri
verið að bijóta ísinn fyrir um-
fangsmeiri viðskipti á þessu
sviði, meðal annars vegna þess
að Sovétmenn hafa boðið Kvikk
sf. að taka þátt i alþjóðlegri sjáv-
arútvegssýningu í Leningrad
árið 1990.
Vélamar tvær sem um er að
ræða verka þorskhausa í svokölluð
þorskfés, en þær eru framleiddar
af Baader Þjónustunni hf. í
Reylq'avík. Samningurinn er metinn
á um fíórar milljónir króna, en í
þeirri tölu er innifalinn kostnaður
við varahluti, uppsetningu og þjón-
ustu. Kvikk sf. er sölu- og markaðs-
Flestir fjallvegir að verða færir:
Lágheiðin mok-
uð í næstu viku
FLESTIR fjallvegir landsins
eru nú orðnir færir, að sögn
Sigurðar Haukssonar hjá vega-
eftirliti Vegagerðar ríkisins.
Víða eru þó þungatakmarkanir
vegna aurbleytu, og ennþá er
ekki búið að opna fyrir umferð
á Tröllatungu- og Þorskafjarð-
arheiði á Vestfjörðum, á Norð-
austurlandi eru enn lokaðir
vegirnir um Axarfjarðarheiði
og Hólssand, en Vopnafjarðar-
heiði er jeppafær. Hellisheiði
eystri er lokuð og einnig leiðin
til Ólafsfjarðar um Lágheiði,
en hún verður mokuð í næstu
viku.
Að sögn Gísla Felixsonar,
rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á
Sauðárkróki, er áformað að hefía
snjómokstur á Lágheiði næstkom-
andi mánudag. A Lágheiði eru
óvenju mikil snjóalög, sérstaklega
Skagafjarðarmegin og bjóst Gísli
við að það tæki um það bil þrjá
daga að moka heiðina, það færi
þó eftir hversu meyr snjórinn
væri. Sendir verða snjóblásarar
upp á heiðina beggja megin frá.
Ekki verður heiðin þó opnuð fyrir
umferð strax að loknum mokstri
því vegurinn þarf að fá tíma til’
að þoma áður en það er gert, og
fer það að sjálfsögðu eftir veður-
fari næstu dagana á eftir.
setningarfyrirtæki, sem hefur
einkaleyfí á hausklofningsvélinni.
Viðræðumar við Sovétmenn hóf-
ust í mars í fyrra, en þessi kaup
voru í raun ákveðin um mánaðamót-
in október/nóvember í fyrra, þó að
ekki sé gengið frá þeim fyrr en nú.
Að sögn Bjama Elíassonar eru
samningamir nú tilbúnir og bíða
undirritunar.
Bjami sagði að þessi samningur
bryti blað í viðskiptum við Sovét-
menn, því hingað til hefðu þeir að-
eins keypt sjávarafurðir, lagmeti,
ull, og eitt sinn málningu, af Islend-
ingum, en íslensk tækniþekking og
fískvinnsluvélar hefðu ekki verið
seld þangað fyrr milliliðalaust. Þau
viðskipti hefðu verið innan ramma-
samningsins um viðskipti ríkjanna,
en viðskiptin nú væru beint á milli
íslenskra og sovéskra fyrirtækja.
Bjami skrifaði bréf til
Kúdijavtsevs, aðstoðarsjávarút-
vegsmálaráðherra Sovétríkjanna, í
desember sl. þar sem stungið var
upp á að Kvikk sf. setti upp litla
sýningu á tækjum í sjávarútvegi í
samvinnu við nokkur önnur íslensk
fyrirtæki. í apríl barst svo formlegt
boð frá Expocenter í Sovétríkjun-
um, þar sem Kvikk sf. var boðið á
sjávarútvegssýningu í Leníngrad
árið 1990, og ætla forráðamenn
fyrirtækisins að ræða við íslenska
framleiðendur um að sýna sameig-
inlega þar, þar á meðal fyrirtæki
sem hafa átt samstarf við Kvikk
sf., svo sem Baader Þjónustuna,
Klaka í Kópavogi, Vélsmiðju Heið-
ars, Hans-vélar, og Póls-Tækni á
ísafírði.
Morgunblaðið/JúlíU8
Félagur í Lögreglukórum Norðurlanda ganga til Kjarvalsstada í
gærmorgun.
Reykjavík:
Lögreglukóramót
Norðurlandamót lögreglukóra
hófst í Reykjavík gær og komu
um 130 gestir frá hinum Norður-
löndunum tíl landsinsi tilefni þess.
Kóramir söfnuðust í gærmorgun
saman við lögreglustöðina og gengu
þaðan suður Snorrabraut, austur
Flókagötu og að Kjarvalsstöðum þar
sem Böðvar Bragason, lögreglu-
stjóri, setti mótið. Að því loknu sátu
þáttakendur hádegisverðarboð borg-
arstjóra Reykjavíkur, Daviðs Odds-
sonar, og í gærkvöldi sungu kóramir
í Háskólabíoi. Dagurinn í dag fer í
í skoðunarferðir um Reykjavík og
næsta nágrenni og á morgun, sunnu-
daginn 29. maí klukkan hálfþrjú
verður svo haldin söngskemmtun í
Hallgrímskirkju. Þar syngja kóramir
kirkjulega söngva. Aðgangur að tón-
leikunum er ókeypis.
Myndin um Laxnes:
Kvikmyndað í Arbæjarsafni