Morgunblaðið - 28.05.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
43
Borgaraflokkurinn
og Ríkisendurskoðun
eftir Guðmund
Ágústsson
Skömmu fyrir þinglok voru sam-
þykkt á Alþingi lög um breytingar
á lögum um Ríkisendurskoðun sem
fólu í sér heimildir til handa Ríkis-
endurskoðun að fara ofan í gögn að
baki reikningum sem verktakar og
aðrir sjálfstæðir aðilar senda ríkinu
til greiðslu. Þá er mælt fyrir um í
breytingunum að neiti viðkomandi
aðili að láta af hendi gögn þá geti
Ríkisendurskoðun farið þess á leit
við sakadóm að hann úrskurði um
leit að gögnunum. Ástæða þessara
breytinga var sú deila sem upp kom
þegar ákveðnir læknar neituðu að
framvísa gögnum til Tiygginga-
stofnunar ríkisins fyrir unnin læknis-
verk.
í hugum flestra hefur þessi breyt-
ing á lögunum einskorðast við þessa
deilu og þá ijármuni sem þarna er
um að rseða. Hins vegar hefur lítið
verið Sgrundað hvaða áhrif þessi
lagasetning hefur á aðra aðila og
það hvort hún samrýmist þeim
grundvallarviðhorfum sem liggja að
baki stjómskipun íslands.
Þingmenn Borgaraflokksins hafa
ekki farið leynt með þá skoðun sína
að með þessarí breytingu er alit of
langt gengið í þá átt að fela löggjaf-
anum eftirlits- og rannsóknarvald
með stjómsýslunni. Stjómsýslan
þarf á virku aðhaldi að halda en það
á ekki að gera á kostnað réttar-
öryggis eða borgaranna. Rétt var
að færa Rfkisendurskoðun frá §ár-
málaráðuneytinu undir Alþingi á
sínum tíma, en það er varhugavert
að gefa henni víðtækari eftirlits-
heimildir en stjómsýslunni sjálfri til
að fara ofan í gögn er liggja að
baki reikningum sjálfstæðra aðila.
Rikisendurskoðun á að vera hlutlaus
endurskoðunaraðili með eftirlitsvald
sem einungis á að ná til þess að
krefjast gagna frá stjómsýslunni en
stofnunin á ekki sjálf að geta farið
af stað og rannsakað gögn hjá sjálf-
stæðum aðilum fyrir utan ríkiskerf-
ið.
Stjómskipun íslands er byggð á
þrígreiningu valdsins og því að hver
þáttur eigi að vera sem sjálfstæðast-
ur og hinum óháður. Því miður hef-
ur þessi skipting riðlast nokkuð hin
síðustu ár. Sérstaklega hefur það
farið í vöxt að löggjafínn gefí fram-
kvæmdavaldinu fíjálsari hendur til
ákvörðunar um efnisatriði með
reglugerðum. Með þessarí breytingu
á lögunum um ríkisendurskoðun er
annað upp á teningnum. Löggjafinn
er að taka til sín vald, að hluta til,
til eftirlits með valdinu sem hann
hefur þegar látið frá sér, en aðallega
felst þó í breytingunni vald til handa
Alþingi til rannsókna á stjómsýsl-
unni og aðilum tengdum henni und-
ir merki lýðræðis.
Enginn mótmælir þvi að eftirlit
er nauðsynlegt en hins vegar er
spumingin hvemig þvS eigi að vera
háttað. Á að gefa RSkisendurskoðun
vald til að fara fram á húsleit hjá
læknum ef þeir neita að afhenda
Tryggingastofnun ríkisins gögn um
ákveðin læknisverk eða er eðlilegra
að gefa Tryggingastofnun sem
stjómvaldi þessa heimild. Síðari
kosturinn er miklu eðlilegri þar sem
læknamir eru verktakar hjá Trygg-
ingastofnun og þaðan fá þeir greiðsl-
ur sínar. Tryggingastofnun ætti því
að vera heimilt að gera kröfu til
allra þeirra gagna sem hún telur sig
þurfa til að sannreyna reikningana.
Að gefa stofnun á vegum Alþingis
vald til að geta krafíst gagna með
hótunum gerir hana jafnsetta lög-
reglu eða öðram rannsóknaraðilum
því nú era slík stjómvöld þau einu
sem geta farið þess á leit við saka-
dóm, að hann kveði upp húsleitarúr-
skurði.
Það skal ekki gleymast að verk-
efni Alþingis er fyrst og síðast að
setja landinu lög. Álþingj hefur mjög
víðtækar heimildir í því efni og er
aðeins bundið af stjómarskránni. Sú
skylda hvílir líka á Alþingi að taka
sér ekki meira vald en stjómarskrá-
in gefur.
f stjómarskránni er ekki gert ráð
fyrir heimild fyrir Alþingi til að rann-
saka gjörðir framkvæmdavaldsins
en hins vegar er gert ráð fyrir rann-
sóknamefndum er hafí takmarkaðar
heimildir sbr. 39. gr. stjómarskrár-
innar. Samkvæmt því ákvæði er
hvorri þingdeild heimilað að skipa
nefndir til að rannsaka mikilvæg
mál, er almenning varðar. Slíkar
nefndir geta haft heimildir til að
Guðmundur Ágústsson
„Við höfum þegar nóg
af eftirlitssveitum og
rannsóknaraðiium þó
svo að ekki sé bætt við
nýjum og það á vegum
Alþingis.“
heimta skýrslur, munnlegar og skrif-
legar, bæði af embættismönnum og
einstökum mönnum. Ef viðkomandi
neitar hafa nefndimar ekki heimild
til að fylgja kröfum sínum eftir.
Endurskoðunarmenn ríkisreikninga
skv. 43. gr. stjómarskrárinnar hafa
ekki neinar heimildir heldur til að
krefjast gagna.
Ai ofangreindu er ljóst að ekki
var gert ráð fyrir því þegar stjómar-
skráin var sett að Alþingi mætti
taka sér meira vald en til eftirlits
og það vel að merkja tekið fram
hvaða heimildir Alþingi hafi til þessa
eftirlits. Að Alþingi hafí heimildir
til að fara fram á rannsókn hjá borg-
uranum er senda ríkinu reikninga,
er því ekki samrýmanlegt þrígrein-
ingu valdsins.
Til lausnar á eftirlitsleysi löggjaf-
ans með fjárreiðum stjómsýslunnar
er nauðsyn á meira aðhaldi við gerð
fjárlaga. Alþingi á að neita ijárfram-
lögum nema fyrir liggi gögn er sýni
fram á nauðsyn fjárveitingarinnar
og á sá stjómsýsluaðili sem fer fram
á fjárveitinguna að geta sýnt þau
gögn er áætlun hans byggir á. Al-
þingi á ekki að tilefnislausu að
krakka í einstakar fjárveitingar eftir
að hafa samþykkt fjárlögin. Það á
hins vegar að neita frekari flárfram-“si
lögum við næstu fjárlagaafgreiðslu
nema skýlaus grein sé gerð fyrir
fyrri árs eyðslu. Með þessum hætti
á Alþingi að starfa en ekki með því
að setja á stofn rannsóknaraðila til
að fylgjast með hveijum og einum.
Við höfum þegar nóg af eftirlits-
sveitum og rannsóknaraðilum þó svo
að ekki sé bætt við nýjum og það á
vegum Alþingis.
Höfundur er þingmaður Borgara-
flokkaina fyrir Reykja vík.
Plötuklippur
Lokkar
«
Beygjuvélar fyrir
steypustyrktarjárn
Stangarklippurfyrir
steypustyrktarjárn.
G.J. Fossberg
vélaverslun hf.
Skúlagðtu 63 - Reykjavík
Símar 18560-13027
Líf á landsbyggðinni
eftirJóhönnu
Á. Steingrims-
dóttur
í þessum pistli ætla ég
að beina máli mínu til
bamanna ef þau skyldu
hafa gaman af að heyra
hvemig lífíð er í sveitinni
á vorin.
í sveitinni færist held-
ur en ekki líf í alla þá
sem geta starfað, eða
eins og gamla fólkið
sagði: „alla þá sem vettl-
ingj geta valdið".
Auðvitað skiljið þið
þetta orðtak, allir áttu
að vinna sem höfðu þá
heilsu eða þroska að geta
haldið á vettlingunum
sínum.
Á vorin óska bændum-
ir þess að þeir hefðu fleiri
hendur til að vinna allt
það sem gera þarf á
stuttum tíma ef vel á að
ganga með búskapinn
það árið.
Það verður að taka á
móti lömbum og kálfum
sem fæðast á vorin og
allt þetta ungviði þarf
hús og mat.
Flest lömbin sjúga að
vísu bara mömmur sínar,
en það þarf að hugsa vel
um lambamæðumar, í
öllum þeim stóra hópi
þarf að gæta að hverri
og einni og sjá um að þær
hafí nóg að éta og kom-
ist í hús þegar kólnar eða
rignir mikið því annars
minnkar í þeim mjólkin
og lömbin fá ekki nóg.
Alltaf eru einhver
lömb sem verða útundan
eða missa mömmur sínar
og þá verður að gefa
þeim mjólk úr pela.
Krakkamir í sveitinni eru
ólatir að hlaupa með
mjólkurpelatil lam-
banna, helst volga mjólk
sem mjólkuð er beint í
pelann í fjósinu, þannig
er mjólkin hollust, reynd-
ar bæði fyrir böm og
lömb.
Á nætumar verður að
fara á fætur og í fjár-
húsin til að gæta að fénu,
ef lömb eru að fæðast
þarf að setja mömmu
þess í spil, við héma
norðanlands segjum að
setja í spil þegar grind
er látin fyrir hom af
krónni svo að kindinni
er hlíft við troðningi
hópsins.
Þetta þarf að gera svo
ekki sé stigið ofaná ný-
fætt lambið og líka til
þess að einhver kindin
steli því ekki frá möm-
munni.
Fólkið í sveitinni sefur
stundum lítið á vorin, en
það er líka gaman að
vaka vorlanga nóttina ef
gott er veður, samt segja
langar vökur til sín með
þreytu, þreytu sem safn-
ast saman og er lengi að
hverfa þó menn nái að
sofa nótt og nótt án þess
að þurfa að fara á fætur,
til að líta eftir fénu.
Stundum álpast lömb-
in frá mömmum sínum
að skoða heiminn og þó
að heimurinn þeirra sé
bara fjárhúsið og túnið
villast þau oft svo að það
þarf að leita að þeim og
komaþeimafturtil
mömmu sinnar, sem æðir
ráðvillt og örvæntingar-
full fram og til baka
jarmandi þar til lambið
er fundið.
Já, krakkar, lamba-
mömmumar haga sér
líkt og mömmur ykkar,
ef þið týnist hlaupa þær
„Stundum álpast
íömbin frá
mömmum sínum
að skoða heiminn
og þó að heimur-
inn þeirra sé
bara fjárhúsið og
túnið villast þau
oft svo að það
þarf að leita að
þeimogkoma
þeim aftur til
mömmu sinnar,
sem æðir ráðvillt
og- örvæntingar-
full fram og til
bakajarmandi
þar til lambið er
fundið.“
og leita og kalla. Krakk-
amir í sveitinni eru
áhyggjufull þegar lömb
týnast því ef lambið
fínnst ekki samdægurs
eru mestar líkur á að það
deyi, en sem betur fer
kemur það sárasjaldan
fyrir.
Já, það þarf margt að
gera í sveitinni. Krakk-
amir tína rusl og raka í
kringum bæinaog
brenna það sem safnast
hefur yfír veturinn og
snjórinn hulið, bóndinn
þarf að plægja og herfa
þar sem á að sá káli og
höfrum handa kúnum og
vinna upp bletti í túninu
sem ekki hafa reynst
nógu vel sumarið áður.
Það er farið í bæinn
og keypt fræ og áburður
sem er keyrður heim á
stórum vörubílum, síðan
er borið á og sáð, bæði
í túnbletti og matjurtar-
garða. Að bera á túnin
tekur marga daga og svo
verður auðvitað að
mjólka kýmar kvölds og
morgna. Krakkamir
moka flórinn oggefa
kálfunum mjólk, líka þarf
að gefa kisu mjólk og það
er engin hætta á að
krakkamir gleymi því.
Margar kisur eiga kettl-
inga á vorin, hér eru fjór-
ir kettlingar.
Kisa passar kettling-
ana vel og sýnir mikla
hugprýði ef henni fínnst
ástæða til að veija þá.
Kettlingar eru uppátekt-
arsamir eins og krakkar.
Einu sinni tók einn kettl-
ingurinn héma upp á því
að stríða kúnum; þegar
gefíð var á jötumar
skreið hann ósköp
laumulega undir heyið
fyrir framan kýmar,
sérstaklega virtist hann
hafa gaman af að
hrekkja eina kúna. Kettl-
ingurinn faldi sig í hey-
inu og þegar kýrin fór
að éta skaust hann upp,
teygði fram loppuna og
klóraði í granimar á
henni. Kúnni brá voða-
lega, og hún stökk aftur
í flór eins langt og band-
ið gaf eftir, fnæsti og
hristi hausinn. Þetta lék
kettlingurinn lengi án
þess að óhapp hlytist af,
en kisa virtist aldrei vera
róleg þegar hann var að
þessum hrekkjum og
fylgdist alltaf með hon-
um, sat í fóðurganginum
og hafði ekki af honum
augun. Einu sinni varð
honum hált á stríðninni.
Hann var búinn að fela
sig í heyinu framan við
kúna og beið eftir því að
hún færi að éta, en í
þetta skipti hafði kisi litli
ekki falið sig á réttum
stað. Kýrin teygði langa
tunguna fram, slæmdi
henni utan um stóra hey-
tuggu og vöðlaði henni
upp í sig, en einmitt í
þessari tuggu hafði kettl-
ingurinn falið sig og nú
lenti hann inni í kjaftin-
um á kusu sem japlaði á
tuggunni án þess að
verða vör við kattarögn-
ina. Kisa hafði að vanda
fylgst með leiknum og
nú greip hún til sinna
ráða; eins ogörskot
stökk hún fram hvæsandi
og læsti klónum í fésið á
kúnni sem brá svo við
að hún rak upp öskur,
við það missti hún tugg-
una út úr sér, kettlingur-
inn valt ofan í jötuna
rennandi blautur af slef-
unni úr kjafti kýrinnar,
kisa greip í hnakkann á
honum, bar hann í bæli
sitt og fór umsvifalaust
að þrífa hann.
Já, þær eru samar við
sig mömmumar og hver
annarri líkar. Sagan af
kisa var nú bara útúrdúr
til gamans.
Það er mikið að gera
í sveitinni á vorin, svo
margt að sjaldnast er
hægt að ljúka öllu því
sem þyrfti að gera, og
ekki nema skiljanlegt að
bóndinn óski þess að hafa
fleiri hendur.
Krakkar, getið þið
annars hugsað ykkur
karl sem hefði Qórar, eða
jafnvel sex hendur?
Það hlyti að vera skrý-
tið að sjá svoleiðis karl
vinna.