Morgunblaðið - 28.05.1988, Side 46

Morgunblaðið - 28.05.1988, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 AmiÞ. Hansen vega- verkstjórí—Minning Fæddur 19. desember 1905 Dáinn 16. maí 1988 I dag verður til grafar borinn frá Sauðárkrókskirkju föðurbróðir minn, Ami Þormóður Hansen, en hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks hinn 16. þessa mánaðar. Ami var fæddur og óx upp í for- eldrahúsum á Sauðá í Borgarsveit. Foreldrar hans voru Hans Christian Hansen, bóndi og beykir á Sauðá, ' og koná hans, Björg Jóhannesdótt- ir, bónda að Garði í Hegranesi. Ámi var langyngstur átta barna þeirra hjóna en aldursmunur systk- inanna svo mikill að Steinunn, sem var elst, var 25 árum eldri en Ámi. Að þessu er vikið í vísubroti úr af- mæliskveðju frá föður mínum til Áma: Leikur lítill sveinn löngum einn. Hiúir móðurhönd. Hilla Sauðárlönd. Ámi mun hafa flutt til Sauðár- króks skömmu eftir lát föður síns en hann lést árið 1930 og hafði þá búið á Sauðá í nær 50 ár. Um þær mundir kvæntist Ámi eftirlifandi konu sinni, Rannveigu Þorkelsdótt- ur, sem þá var við hjúkrunamám á Sauðárkróki, en hún var ættuð frá Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá aust- ur. Þau hafa síðan átt heima á Sauðárkróki og alllengi hin síðari ár á Hólavegi 25 þar í bæ. Á Sauð- árkróki búnaðist þeim Áma og Rannveigu vel að öðru leyti en því að j>eim varð ekki bama auðið. Á fyrstu árum sínum á Sauðár- króki stundaði Ámi ýmsa vinnu, i sem til féll, en vegavinnu á sumrum hjá bróður sínum Kristjáni Hansen, sem þá var verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins í Skagafírði. Jafnframt tók hann nokkum þátt í starfí þeirrar verkalýðshreyfíngar, sem þá var að festa rætur á Sauðárkróki og var meðal annars formaður verka- mannafélagsins Fram um skeið og alla tíð síðan var hann eindreginn verkalýðssinni. Mun hann þá hafa tengst vináttuböndum við margt ungt fólk á Sauðárkróki. Þau bönd rofnuðu yfírleitt ekki og mun Ámi hafa notið góðs þar af lengi. Á árinu 1941 tók Árni við starfi vegaverkstjóra eftir bróður sinn Kristján, sem þá var látinn. Verk- .: stjóm þessi var síðan aðalstarf hans lengi eða meðan aldur og heilsa leyfðu. Við þetta starf lagði Árni mikla alúð og stundaði það af myndarbrag. Hagsmuna vegagerð- arinnar vildi hann gæta sem best og gat þá komið fyrir að mönnum þætti of langt gengið í því efni. Alllangt er nú síðan Ámi lét af störfum. Ævikvöldsins hafa þau þó. ekki notið sem skyldi vegna heilsu- leysis þeirra, einkum Rannveigar. Við fráfall þessa frænda míns er margs að minnast og margt að þakka. Eg man vel eftir honum þegar ég var að vaxa úr grasi á Sauðárkróki en hann fulltíða maður á sínum bestu þroskaámm. Hann • kom mér fyrir sjónir sem hið mesta Ijúfmenni og svo bamgóð voru þau hjón bæði að við systkinin á Kirkju- hvoli hændumst mjög að heimili þeirra. En ljúfmennska, glettni og gamansemi eiga ekki alltaf við og Ámi gat vissulega verið óvæginn og harðskeyttur ef hann átti í úti- stöðum og deilum við menn en lítið var honum um það gefið að láta sinn hlut þegar svo stóð á. Síðar á skólaámm mínum réð ég mig í vinnu hjá Áma og starfaði undir hans stjóm í mörg sumur. Sam- I starf okkar var með þeim ágætum að þar bar aldrei skugga á og þann- ig hefur frændsemi okkar verið síðan. Eftir að ég fluttist frá Sauð- árkróki lágu leiðir mínar og fjöl- skyldu minnar oft til Skagafjarðar í sumarleyfum og var þá gjaman komið við í hinu litla og hlýlega húsi þeirra Rannveigar og Áma á - IHólaveginum. Þar voru móttökur ævinlega góðar og fróðlegt var og skemmtilegt að ræða við hinn glöggskyggna og langminnuga aldna þul því hann kunni frá mörgu að segja, t.d. því fólki sem bjó eða ólst upp á Sauðá um síðustu alda- mót og hann var síðasti fulltrúi fyrir. Hjónaband þeirra Rannveigar og Áma var alla tíð mjög gott og þau vom samhent í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau fylgdust vel að, jafnvel svo, að ætla mátti á stundum að hvomgt mætti af hinu sjá. Rannveigu sendum við, ég, fjöl- skylda mín og systkini, nú okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Hansen Frá Sauðárkrókskirkju verður í dag til moldar borinn Ámi Þormóð- ur Hansen, fyrrverandi vegaverk- stjóri. Ámi fæddist á Sauðá í Borgar- sveit í Skagafírði 19. desember 1905. Foreldrar hans vom hjónin Christian Hansen, bónda þar, og kona hans Björg Jóhannesdóttir. Höfðu þau búið á Sauðá um nær- fellt tuttugu og þriggja ára skeið, þegar Ámi fæddist, en hann var yngstur átta systkina, sem öll em nú látin. Christian Hansen var danskur að uppmna og fæddur á Amager við Kaupmannahöfn. Ung- ur að ámm nam hann beykisiðn á sínum heimaslóðum, en fluttist til Islands rúmlega tvítugur að aldri, árið 1877. Stundaði hann í fyrstu beykisstörf á Sauðárkróki, sem þá var ungur verslunarstaður, en frá 1882 til dauðadags 1930 var hann bóndi á Sauðá í Borgarsveit, en úr landi þeirrar jarðar byggðist kaup- staðurinn Sauðárkrókur. Hansen á Sauðá, en svo var hann að jafnaði nefndur, var dugnaðarmaður og snarmenni. Sagt er, að hann hafí verið afrendur að afli, hæglyndur hversdagslega en skapmikill, vel vitiborinn og minnugur. Björg, móðir Áma, var frá Garði í Hegra- nesi, f. 1861, d. 1940. Er henni lýst svo, að hún hafí verið falleg kona, greind í besta lagi og vel skáldmælt, þótt eigi flíkaði hún kveðskap sínum, skemmtileg í tali, márgfróð, minnug og málhög. Erfði Ámi þessa eiginleika hennar. Bæjarstæði á Sauðá er fagurt og víðsýni þaðan mikið, bæði á haf út og fram um héraðið. Efni Sauð- árhjónanna urðu aldrei mikil, enda heimilið nokkuð þungt, en vel vom þau bjargálna, og var bú þeirra reyndar um sumt til fyrirmyndar. Réðust þau t.d. snemma í að hýsa jörðina myndarlega á þeirra tíma vísu, og brátt var þar allmikið slétt- að í túni. Oft minntist Ámi upp- vaxtaráranna þar, og gat engum dulist, að hann átti þar góða æsku og þroskandi. Mjög var gestkvæmt á Sauðá framan af öldinni, sem og fyrr, enda bærinn í þjóðbraut, að segja má, og var þar oft glaðværð i góðum hópi og fræðandi tal um margvísleg málefni. Á unga aldri hóf Árni störf við vegagerð í Skagafirði, og markaði hann sér þar starfsvettvang til frambúðar. Vann hann í fyrstu öll almenn vegavinnustörf, með þeim verkfærum og aðferðum, sem þá tíðkuðust en nú þættu fmmstæð, en síðar varð hann flokksstjóri og seinna verkstjóri hjá Vegagerðinni um langan aldur. Síðustu starfsár sín, áður en kyrrð elliára tók við, vann hann þó á skrifstofu Vega- gerðarinnar á Sauðárkróki. Vegna sinna löngu kynna af vegagerð og vegagerðarmönnum og sökum ævi- langs og lifandi áhuga á samgöngu- málum, hygg ég, að Árni hafi, á síðari árum sínum, verið flestum, ef ekki öllum samtímamönnum sínum fróðari um þróun vega- og samgöngumála í Skagafírði — og raunar einnig í nærliggjandi sýsl- um. Sem verkstjóra hélst Árna yfír- leitt vel á starfsmönnum, og segir það sína sögu um manninn, eigi síður en þeir traustu vegir, sem hann byggði. Margir ungir menn, sem fóru að vinna „í brautinni“ hjá Áma, ílentust þar og tóku þar út þroska í góðum félagsskap. Varð Ámi þeim hollur vinur, jafnt sem yfírmaður, og varð sú vinátta oft- ast varanleg. Mig brestur kunnug- leika til að rekja að nokkm gagni einstök verkefni við nýbyggingu vega í Skagafirði, sem Árni vann einkum að um dagana, en vonandi verða aðrir til að gera því efni verð- ug skil. Veit ég þó, að þar tala verkin sjálf skýmstu máli. Ámi kvæntist ungur Rannveigu Þorkelsdóttur frá Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá austur, f. 1901. Lifír hún mann sinn, en hefur verið sjúklingur hin síðari árin. Þau bjuggu alla tíð á Sauðárkróki. Á unga aldri hafði Rannveig hafíð hjúkmnamám, en sökum þungra veikinda varð hún að hverfa frá því námi, þótt hugur hennar og hæfi- leikar stæðu mjög til hjúkmnar- starfa. En Rannveigar beið þó mik- ið starf, því að um langan aldur fylgdi hún Áma „í brautina" ár hvert og sinnti þar oft ráðskonu- störfum við hlið hans, iðulega við mikið annríki í fjölmennum vinnu- flokkum, þótt eigi væri hún alltaf heilsuhraust. Oft var einnig mjög gestkvæmt á heimili þeirra, einkum á vetmm, þegar hlé var frá vega- vinnunni, og var þá viðmót húsráð- enda gott og glaðvært og viður- gemingur rausnarlegur. Hjónaband Áma og Rannveigar varð farsælt, þótt ekki yrði þeim bama auðið, og bjuggu þau sér gott heimili. Allt tal um bamleysi þeirra væri þó raunar villandi, því að böm vom þeim löngum náin og handgengin. Bæði vom hjónin þeirrar gerðar, að böm og ungling- ar hændust að þeim og urðu vinir þeirra. Get ég þar svo sannarlega vel úr flokki talað, því að ég naut þeirrar gæfu að vera náinn vinur þeirra allt frá fmmbemsku minni. Fjölskylda mín bjó lengi í sama húsi og þau á Sauðárkrðki, á Skag- fírðingabraut 5, við á neðri hæðinni en þau á þeirri efri. Em ýmsar mínar fyrstu minningar tengdar því ástríki, sem þau sýndu mér — þá þegar og raunar alla tíð síðan. Dvaldi ég hjá þeim mörgum og löngum stundum, ræddi við þau og fræddist af þeim. Engin átti ég þau leyndarmálin á mínum fyrstu ámm, að Áma og Rannveigu væri ekki trúandi fyrir þeim. Man ég sérstak- lega eftir samvemstundum mínum með Rannveigu í erfíðum og lang- vinnum veikindum hennar, sem oft þjáðu hana á þeim ámm, og reyndi ég þá að stytta henni stundir með því að teikna fyrir hana. Af trygg- lyndi sínu geymdi Rannveig síðan flestar þær myndir fram til þessa dags! Þegar ég hafði aldur til, fór ég einnig í ýmis ferðalög með Rann- veigu og Árna og var stundum með þeim „í brautinni" i smá tíma í senn. Á unglingsámm vann ég einnig um nokkurra vikna skeið undir verk- stjóm Áma. Þau böm vom áreiðan- lega mörg, sem hændust að þeim hjónum, á sama hátt og ég, og þar á meðal vom yngri systkini mín, Stefán og Helga. Þykist ég einnig geta, fyrir þeirra hönd, þakkað handleiðslu og vináttu við Rann- veigu og Áma í uppvexti okkar. Rannveig og Ámi vom miklir dýravinir og áttu um árabil sauðfé, sem þau höfðu sér til ánægju og önnuðust vel, og síðar áttu þau hesta, sem þau hirtu einnig af stakri kostgæfni. Vom böm, góðvinir þeirra, oft með þeim við hirðingu þessara gripa og höfðu af því sömu ánægju og hjónin. Ámi Hansen var fríður maður og bar sig vel. Andlitið var vel lag- að, yfirbragðið í senn greindarlegt og góðlegt, hárið dökkjarpt, áður en gránaði, með sveipum, og var hann hárprúður allt til dauðadags. Á yngri ámm þótti hann vel að manni og bar þess enn merki á efri ámm. Hann var prýðilega gef- inn og hafði ætíð vakandi áhuga á almennum þjóðmálum og, a.m.k. fyrr á tíð, einnig á stjórnmálum og tók þá um tíma þátt í félagsmála- qg stjómmálastarfí á Sauðárkróki. Á því sviði var honum eðlislægt að beita sér einkum fyrir hagsmunum þeirra, sem miður máttu sín í sam- félaginu. Gmndvallarskoðunum sínum á stjómmálum hygg ég að hann hafí haldið lítt breyttum fram til hins síðasta, og vissulega vom þær honum alvömmál, en þó ein- kenndust viðhorf hans af góðri yfir- sýn og hófsemi, og auðvelt átti hann með að sjá spaugilegar hliðar á þeim málum sem öðmm. Hann var óragur við að láta uppi skoðan- ir sínar á mönnum og málefnum, en fór þó oftast að með gát. Á tíma- bili valdist Ámi til ýmissa trúnaðar- starfa í sínu sveitarfélagi, sem hér verða eigi rakin en þess eins getið, að hann sat um nokkur ár í hrepps- nefnd Sauðárkrókshrepps laust efir 1940. Ekki er vafi á því, að Ámi Han- sen bjó yfir listrænum hæfíleikum og gekk þess enginn dulinn, sem kynntist honum vel, þótt sjálfur léti hann lítt yfir. Hann var vel hag- mæltur en ræktaði lítt vísnagerð sína. Margt kvað hann lipurlega um dægurefni, þá oft með gamansömu ívafi, en stunum var efniviðurinn annar og efnistökin og gat þá glitt í góðmálm, sem betur hefði mátt fægja, ef nægileg rækt hefði verið lögð við. Hin vandaðri kvæði sín bar hann lítt fyrir aðra og lauk þeim oft ekki (þjóðkunn urðu hins vegar sum Ijóð Friðriks, bróður Árna, eins besta og ástsælasta skálds, sem Skagafjörður hefur alið). Sem dæmi um kveðskap Áma, sem ég nú nefndi, má nefna þetta stutta kvæði: Nú andar blærinn yl á vangann eftir vetrar hreggið svala, fyllir hugi unaðs angan út við sjá og fram til dala. Fögnuð vekur; vorinngangan, vængjaðir þegar gestir hjala. Grænka tún og grær til heiða, gróðurilminn ber að vitum. Vorið svæfir vetrarleiða, er visnuð foldin skiptir litum. Krónur sínar blóm út breiða birtu mót i sólarhitum. Ámi var einnig mjög drátthagur, og hef ég séð eftir hann prýðilegar og vandaðar mannamyndir, þar sem listræn tök leyndust eigi, þótt ekki fengi hann umtalsverða tilsögn á því sviði. Ritfær var hann með ágætum og hneigður til fræði- starfa, þótt eigi hefði hann aðstæð- ur til þeirra, meðan þrek og heilsa leyfðu. Rithönd hans var og sérlega skýr og falleg, enda var hann eftir- sóttur ritari í ýmsu félagsstarfi fyrr á árum. Vel lesinn var hann og alla tíð bókhneigður. Skákmaður góður var Ámi og iðkaði skák frá ungum aldri fram á efri ár, þótt minna væri um hin síðustu árin, en með skákfréttum fylgdist hann af mikl- um áhuga allt þar til yfír lauk. Að eðlisfari var Árni gleðimaður og í raun blóðheitur nokkuð og skap- mikill, þótt hann hefði allgott taum- hald á þeim eðlisþáttum. Hann undi sér vel í glaðværum hópi og naut fyrrum, og meðan þrek leyfði, ver- aldlegra lystisemda að hætti Skag- fírðinga, en á efri árum átti hann kyrrláta daga á heimili sínu á Hóla- vegi 25. Heilsuleysi bagaði hann mörg hin síðari árin, og þau hjónin bæði, en andlegum þrótti og áhuga á mönnum og málefnum hélt hann þó fram undir dánardægur. Átti ég síðast góða og skemmtilega stund með honum fyrir fáum mánuðum, og var hann þá hress og skemmtinn að vanda og lét margt fjúka um liðna tíð jafnt sem um dægurmál. Ekki kveið hann dauða sínum en var forvitinn um það, sem tæki við. í þungum veikindum þeirra hjóna hafa vinir og ættmenni rétt Arna og Rannveigu hjálparhönd að stað- aldri og veit ég, að þau mátu þá hugulsemi að verðleikum. Ég og íjölskylda mín viljum að lokum þakka Árna Hansen góða vináttu og samveru á liðnum árum og sendum Rannveigu innilegar samúðarkveðjur okkar. Páll Sigurðsson Guðmundur V. Guð- mundsson Fæddur 30. nóvember 1924 Dáinn 18. maí 1988 Miðvikudagsmorguninn 18. maí sl. fengum við þær sorgarfréttir, að Gummi frændi, Guðmundur Við- ar Guðmundsson, væri dáinn. Þó vissum við, að hann ætti við mjög alvarlegan sjúkdóm 'að stríða, sem uppgötvaðist fyrir fáum mánuðum. Þegar góður fjölskylduvinur kveður svo alltof fljótt og óvænt, kallar hugurinn fram margar minnisstæð- ar og ánægjulegar samverustundir. Alltaf var mikil tilhlökkun hjá okk- ur, þegar Gummi, Sally og krakk- amir voru að koma upp í Borgar- nes, hvort sem það var um páska- hátíðina eða á sumrin, þegar fjöl- skyldumar fóru saman í tjaldúti- legu. Ekki var síður notalegt að koma suður til þeirra hjóna. Alltaf var Gummi boðinn og búinn til að aðstoða og aka okkur um borgina. Við minnumst þess sérstaklega, hversu barngóður hann var, hve öll böm hændust að honum og alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla við okkur krakkana og nú síðast okkar böm. Þó Gummi væri dulur og hægur og lítið fyrir að trana sér fram lét hann verkin tala. Hann var glettinn og gamansamur og hafði innilega smitandi hlátur. - Kveðja Nú kveðjum við góðan frænda og vin, sem við eigum svo margar yndislegar minningar um. Elsku Sallý, börn, tengdabörn og bama- böm. Við vottum ykkur innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að veita ykkur styrk á þessari sorgar- stund. Blessuð sé minning hans. Anna, Jórunn, Berta, Svana og Gummi í Borgarnesi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.