Morgunblaðið - 28.05.1988, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
-49
FYRIRMYNDARFAÐIR
Bill Cosby er
hamingjusamur maður
Sjónvarpsþættimir um fyrirmyndarfoðurinn Cliff
Huxtable njóta sem kunnugt er gífurlegra vinsælda
um allan heim, og hafa þeir gert Bill Cosby að
auðugasta skemmtikrafti í heimi, en samkvæmt bestu
heimildum þénar hann um það bil tvo og hálfan milljarð
króna á ári hveiju á þáttunum.
Vegna leiks síns í sjónvarpsþáttunum hefur Bill
Cosby verið útnefndur vinsælasti faðir í heimi, og hefur
hann sannarlega ekkert á móti þeirri útnefningu, því
sjálfur vill hann mjög gjaman vera álitinn
fyrirmyndarfaðir.
„Mitt eigið fjölskyldulíf er jafn rólegt og innihaldsríkt
og fjölskyldulífið í sjónvarpsþáttunum, og er það mest
að þakka Camillu konunni minni,“ segir hann sjálfur.
Bill Cosby hitti konu sína árið 1963 og þau giftu
sig einu ári seinna. Hann segir að það sé fyrst og
fremst henni að þakka að sjónvarpsþættimir urðu að
veruleika. Böm þeirra em fimm talsins. Fyrsta bamið,
dóttirin Erika, fæddist árið 1965, og næst í röðinni
em Erinne, Ennis, Esa og Evin, sem fædd er 1977.
Fjórar dætur og einn sonur (Ennis), alveg eins og í
sjónvarpsþáttunum. Það er engin tilviljun að þættimir
byggjast á hans eigin fjölskyldulífí, því líkt og í
þáttunum, þá er fjölskylda hans eins og ein stór heild.
„Ég álít mig vera ágætis faðir í einkalífínu. Bömin
mín vita að mér þykir vænt um þau. Þau vita að ég
er þess konar faðir sem veitir þeim hjálparhönd, hvað
sem fyrir kemur. Og það held ég einmitt að sé það
mikilvægasta sem felst í því að vera faðir," segir hann.
En hvers vegna byija nöfn allra bama hans á
bókstafnum E? Hann hefur margoft verið spurður að
þessu, og svarið er álltaf það sama:„Nöfnin byija á E
eingöngu vegna þess að það stendur að sjálfsögðu
fyrir„excellence“ (afburðagæði)."
Bill Cosby er annars mjög upptekinn af eigin
fjölskyldulífi, og hann vill helst af öllu tala um
hjónaband sitt, og það hve mikils virði Camilla konan
hans er honum. Sérstaklega þegar um er að ræða
fyrstu árin í sambúð þeirra, en þá var hann hvorki
ríkur né frægur.
„Það er hún sem hefur stutt mig í öllu mótlæti. Ég
hefði aldrei getað orðið það sem ég er í dag án hennar
stuðnings. Hún trúði alltaf á mig og var þess valdandi
að ég missti aldrei móðinn," segir hann með tilfínningu
í röddinni. „Ég mun aldrei geta gleymt því hvað hún
hefur verið mér mikils virði sem lífsförunautur."
Fjölskyldan býr í dag á stómm búgarði í
Massachussets, og Bill Cosby lýsir lífi sínu sem sérlega
hamingjuríku ogfriðsælu.
„Það er hamingja sem felst í því að tilheyra
einhveijum, og að vita að það er einhver sem ég get
fullkomlega treyst. Og sá sem ég treysti er sá sem ég
elska. Þetta er undursamleg tilfinning, og ég vona og
tel mig vita að Camilla upplifir hana líka.“
Og ástarjátningamar til eiginkonunnar halda áfram:
„Vitið þið hvað það er sem gerir Camillu svo
stórkostlega? Hún er ótrúlega falleg í útliti, en hún
er ennþá fegurri hið innra. 0g það er það sem skiptir
öllu máli. Égóska hveijum manni konu sem Camillu!"
Bill Cosby sést hér dansa við hina ellefu ára gömlu
dóttur sína, Evin, sem finnst mikið til þess koma
að fara út að skemmta sér með pabba sinum.
Kr. 695,— fermetrinn
Njóttu sumarsins sem best og fáðu x
þér grasteppi sem endist ár eftir ár.
Tilvalið á svalirnar, veröndina,
leikvöllinn, gufubaðið, sundlaugar-
bakkann, og hvar sem þér dettur í hug.
Teppaland • Dúkaland i
Grensásvegi 13, sími 83577, 105 Rvk. Í
NÁMSKEIÐ f NUDDI
Danska nuddkonan Lone Svargo Riget heldur nám-
skeið í nuddi í Reykjavík helgina 4.-5. iúní. Þetta er
síðasta námskeiðið sem hún heldur á Islandi áður en
hún yfirgefur landið.
Hún býður einnig upp á einkatíma fyrir einstaklinga.
Tímapantanir og upplýsingar eru í síma 17923
alla daga frá kl. 17-20.
Vinum mínum og vandamönnum, sem glöddu
mig með heimsóknum, gjöfum og á annan
hátt á 70 ára afmæli mínu 11. þ.m., flyt ég
einlægar þakkir fyrir ánægjulegan dag.
Gunnar Þorsteinsson,
Kársnesbraut 67, Kópavogi.
JL Hafnarfjörður
Kjörskrá vegna forsetakosninga,
sem fram eiga að fara þann 25. júní °1
1988, var lögð fram til sýnis á bæjar-
skrifstofum Hafnarfjarðar, Strand-
götu 6, þann 25. maí sl. Skrifstofan
er opin frá kl. 9.30-15.30 alla virka
daga. Kærufrestur vegna kjörskrár
er til 10. júní 1988.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Sýning á
MlClC
heimilistækjum í dag,
laugardag, kl. 10-16
IVfipip
jáM;
SUNDABORG 13. S. 68 85 88-68 85 89