Morgunblaðið - 28.05.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
55
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Fjölgið ferðum
strætisvagna
Til Velvakanda.
Fyrir skömmu birtist pistill í Vel-
vakanda þar sem því var haldið fram
að strætisvagnamir væru venjulega
tómir og fjölga þyrfti ferðum þess
vegna. Ég ferðast töluvert með
strætisvögnum og veit þvf vel að
þeir eru alls ekki tómir. Venjulega
er hvert sæti skipað og oft þurfa
margir að standa. Ég er hins vegar
sammála því að fjölga þyrfti ferðum
strætisvagna. Þeir vaganar sem mest
eru notaðir ættu að ganga á tíu
mínútna fresti yfir daginn og eins
mætti fjölga ferðum á kvöldin og um
helgar.
Ef þetta yrði gert er ég viss um
að fleiri myndu nota vagnana og
þannig yrðu tekjur Strætisvagna
Reylqavikur meiri. Mér skilst að jafn-
an hafi verið einhver hallarekstur á
S.V.R. og er það sjálfsagt vegna
þess að þjónustunni er ábótavant.
Ég vil einnig taka undir það að Qölga
mætti biðskýlum. Ég tel einnig að
gömlu strætisvagnaskýlin séu mun
betri en þessi nýju steinsteyptu. Þeir
sem hönnuðu þessi steinsteyptu skýli
ættu að prófa að híma í þeim i vondu
veðri. Tilfellið er að þau veita lítið
sem ekkert skjól.
Farþegi
Siglufjörður:
Oviðunandi
ástand
Til Velvakanda.
Siglfirðingum liggur mikið á að
fá veginn til Ólafsíjarðar mokaðan
en þangað er enn ófær vegna snjóa.
Ef vegurinn er opinn styttir það
leiðina inn í Eyjafjörð.um 300 km
fram og til baka frá Siglufirði. En
nú höfum við Siglfirðingar verið að
frétta að ekki verði byijað að moka
þennan veg fyrr eri 1. júní og þá
yrði hann væntanlega ekki oppnað-
ur fyrr en 10. júni. Það er mikil
óánægja með þetta hér á Siglu-
firði, vegurinn er orðinn fært fram
undir Heiðarhaft og tiltölulega lítið
•mál að moka hann með þeim
tækjum sem til eru. Þetta er óviðun-
andi ástand. Það sýnir sig að það
ætlar að verða erfítt fyrir okkur
Siglfirðinga að sækja þessa stjóm-
semi upp á Sauðárkrók, þar virðast
menn vera alveg áhugalausir enda
kemur þetta ástand ekki niður á
þeim.
6525-2529
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski naftileyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvf til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Þessir hringdu ..
Fleiri göngnljós
Vegfarandi hringdi:
„Ég vil taka heilshugar undir
þá umræðu sem verið hefur í
Velvakanda um gangbrautir og
það hvemig réttur gangandi veg-
farenda er þverbrotinn. Það er
undantekning ef bílar stöðva við
gangbrautir þar sem ekki eru
gönguljós og veldur þetta slysa-
hættu. Lausnin er sú að sett verði
upp gönguljós sem víðast."
Skert lqör ellilífeyrisþega
Ellilífeyrisþegi hringdi:
„Stjómmálamennimir tala mik-
ið um gamla fólkið þegar á að
fara að kjósa en þeir eru ekki
fyrr komnir í stjóm en þeir gleyma
öllum sínum loforðum. Nú hefur
verið lagður á matarskattur og
hefur það auk annars skert kjör
ellilífeyrisþega mikið. Þetta verð-
ur munað fyrir næstu kosningar."
Fara ekki eftir eigin
reglum
Ásta Ámadóttir hringdi:
„í hveijum strætisvagni blasir
við skilti með áletrun um að ekki
megi tala við bílstjóra í akstri.
Iðulega sér maður þó farþega
standandi f áköfum samræðum
við bílstjórana. Ef hins vegar böm
koma inn í strætisvagn með
fspinna er þeim sagt að fara út
og kasta þeim, það séu reglumar.
Bílstjóramir þurfa hins vegar ekki
að fara eftir reglunum eða hvað?"
Símar úr onyox
Kona hringdi:
„ Fyrir nokkmm ámm fengust
símar úr onyox, sem er efni svip-
að marmara, hér í Reykjavík en
nú virðast þeir hvergi fáanlegir.
Ég yrði þakklát ef einhver gæti
upplýst mig um hvar hægt er að
fá svona síma.“
Lúffur og húfa
Nýjar lúffur, dökkbláar með
hvítu loðnu fóðri og rauðri ská-
rönd á handabakinu með síma-
númerinu 44736 stöfunum S.G.J.
vom teknar í Kársnesskóla í vet-
ur. Þá var fyrir skömmu tekin
skyggnishúfa með bláu deri með
áletruninni Hrói hf. Vinsamlegast
hringið í síma 44736.
Gullarmband
Gullarmband (spöng) tapaðist
á Hótel Sögu eða á leið heim það-
an í leigubíl fyrir nokkru. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 83364 eftir kl. 19. Fundar-
laun.
Kettlingur gefins
Falleg átta vikna læða fæst
gefins á gott og ábyggilegt heim-
ili. Upplýsingar í síma 75692.
Skemmtisig/ing
Þýskur sigllngaskóll, Hochsee
Yachtschule, Nordsee,
vantarnokkra félaga til að taka þátt iskemmtisiglingu frá
Þýskalandi til Islands núna i sumar.
Snekkjan erafgerðinni SWANog er40 feta.
Farið verður frá Cuxhaven 30.júliog áætlaður komutimi til
Reykjavikur er20. ágúst. Frá Reykjavik verður síðan farið aft-
ur 22. ágúst og komið til Cuxhaven 9. september.
Nánarl upplýslngar fást hjá:
Hochsee Yachtschule Nordsee, Richard Wagner Str. 35, 2800
Bremen, Vestur-Þýskalandi. Sími: 9049-421-346650.
FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA
FELAGSFUNDUR
verður haldinn mánudaginn 30.
maí 1988 kl. 8.00 e.h. í Domus
Medica v/Egilsgötu.
Dagskrá:
Kjarasamningar.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS
Morgunverðarfundur mánudaginn 30. maí í Leifs-
búð, Hótel Loftleiðum kl. 8.00-9.30.
SÉRSTAÐA ÍSLENSKRA SMÁFYRIRTÆKJA
Þarfnast þau sérstaks samstarfsvettvangs?
Framsögumenn Vilhjálmur Egilsson framkvæmda-
stjóri VÍ, LofturAI. Þorsteinsson verkfræðingur
og innflytjandi, Haukur Alfreðsson verkfræðingur
hjá Iðntæknistofnun.
Sérefni skattamál smáfyrirtækja, virðiskauka-
stakkur.
Framsögumaður Jón Guðmundsson deildarstjóri
embættis ríkisskattsjóra.
Fundurinn er fyrir stjórnendur smáfyrirtækj-
anna.
Þessi glæsilegi bíll
er til sölu
Lincoln Town Car árg. 1984,
amerískur eðalvagn með öllum þægindum.
Verð kr. 1.390.000,-
Karl Ásmundsson, upplýsingar í síma 73879
eftir kl. 18.