Morgunblaðið - 28.05.1988, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
59
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
FHmeð
fullthús
eftir tvær
umferðir
FH sigraði KS 3:1 á heimavelli
sínum f Kaplakrika í gærkvöldi
og er því með fullt hús stiga
eftir tvo leiki í 2. deildinni.
Sigur heimamanna var sann-
gjam, þeir sóttu meira og spil-
uðu oft skemmtilega þrátt fyrir að
hvassvirði gerði leikmönnum erfítt
fyrir. Siglfirðingar
skoruðu fyrsta
markið skömmu fyr-
ir leikhlé. Eftir góða
fyrirgjöf Hafþórs
Kolbeinsonar skaut Paul Friar á
markið, knötturinn hrökk í Þorleif
Einarsson fyrir miðju marki og í
netið!
Skapti
Hallgrímsson
skrífar
Hörður Magnússon jafnaði strax í
byijun seinni hálfleiks og Pálmi
Jónsson tryggði FH svo sigur með
tveimur mörkum.
FH-ingar sýndu í þessum leik að
þeir verða örugglega í toppbaráttu
deildarinnar. Liðið leggur aðalá-
herslu á að leika skemmtilega, enda
margir liprir leikmenn í liðinu. í
fyrri hálfleiknum náðu FH-ingar sér
ekki verulega á strik, undan vindi,
en í seinni hálfleik sást oft fallegt
samspil FH-inga.
Siglfirðingar lögðu aftur á móti
mikið upp úr langspymum fram
völlinn á framhetjana. Það gekk
ekki nógu vel upp að þessu sinni,
en liðið gæti hæglega blandað sér
í toppbaráttuna í sumar. Liðið er
heilsteypt og ánægjulegt var að sjá
að Norðlendingamir léku stífa
sóknarknattspymu; voru með þijá
menn í framlínunni frá upphafi til
enda.
Um helgina
Knattspyrna
Laugardagur
1. deild kvenna:
ísaflarðarv. BÍ-Valur.....kl. 14.00
Akraneav. ÍA-Stjaman......kl. 14.00
Keflavíkurv. iBK-KR.......kl. 14.00
2. deild karla:
Sauðárk. Tindastóll-Vfðir.kl. 14.00
Laugardalsv. ÍR-lBK.......kl. 14.00
Fylkisv. Fylkir-ÍBV..........14.00
3. deild A:
Gróttuv. Grótta-Vfkveiji.....14.00
Njarðvfkurv. Njarðvfk-Reynirkl. 14.00
Stjömuv. Stjaman-ÍK.......kl. 14.00
Tungub. Afturelding-Grindavfk..l4.00
3. deild B:
Grenivíkurv. Magni-Einheiji..kl. 14.00
Dalvfkurv. UMFS-Huginn....kl. 14.00
Blöndósv. Hvöt-Þróttur N..kl. 14.00
Homarfl. Sindri-Reynir Á..kl. 14.00
4. deild A:
Hvaleyrarh. Haukar-Ægir...kl. 14.00
Gervigrasv. Árvakur-Emir ....kl. 17.00
4. deild B
Hverag. Hveragerði-Ármann.kl. 14.00
Ólafsvíkurv. Vfkingur-Hafnirkl. 14.00
4. deild D:
Svalbarðs. Æskan-Vaskur...kl. 14.00
Laugalandsv. UMSE b-Neisti kl. 14.00
Krossm. HSÞ b-Kormákur....kl. 14.00
Sunnudagur
4. deild A
Gervigras. Skotf.-Augnablik..kl. 14.00
4. deild B
Gróttuv. Hvatberar-Skallagr. kl. 14.00
Gervigrasv. Fyrirtak-Léttir....kl. 17.00
Landsleikur
Laugardalsv. Island-Italfa.kl. 20.00
Frjálsar íþróttir
Vormót Kópavogs fer fram á Fffu-
hvammsvelli f Kópavogi f dag, laug-
ardag.
Qolf
Opna Dunlop mótið í golfi fer fram
á Hólmsvelli f Leiru um helgina.
Byrjað verður að ræsa út kl. 09.00
f dag. Leikinn verður 36 holu högg-
leikur með og án forgjafar.
Morgunblaöiö/Þorkell
Hafþór Kolbalnsson og Ólafur
Kristjánsson stfga dans i Hafnarfirðin-
um í gærkvöldi.
FH-KS
3:1 (0:1)
Mörk FH: Pálmi Jónsson 2 (74., 85.),
Hörður Magnússon (48.)
Mark KS: Þorleifur Elíasson (43.)
Madur leiksins: Pálmi Jónsson.
Selfoss-Þróttur
2:2 (1:0)
Mörk Selfoss: Guðmundur Magnús-
son (20.), Bjöm Axelsson (83. mfn.).
Mörk Þróttar: Steinar Helgason (57.
mfn.) og Peter Frain (65. mfn.).
Maður leiksina: Bjöm Axelsson Sel-
fossi.
ARSÞING HSI
Reikningamir felldir
Um tíma leit út fyrir að slíta yrði þinginu
ÁRSÞING HSÍ hófst á Hótel
Esju í gærkvöldi. Þau stórtí-
ðindi gerðust að reikningar
sambandsins voru felldir með
15 atkvæðum gegn 7. Leit út
fyrir það um ttma að slíta yrði
þinginu en þvf var afstýrt og
halda þingstörf áfram f dag.
Iumræðum um reikningana
kom fram gagnrýni nokkura
þingfulitrúa að í þá vantaði 1200
þúsund krónur, sem fulltrúamir
töldu að HSÍ skuidaði félögunum
vegna ferðalaga yngri flokka.
Formaður HSÍ upplýsti að stjóm-
armenn litu svo á að sambandið
skuldaði félögunum ekki þessa
upphæð.
Þegar reikningamir vom bomir
upp reyndust 7 fulltrúar þeim
samþykkir en 15 vom á móti. Sú
staða var því komin upp að hugs-
anlega þurfti að slíta þinginu þá
þegar. Tillaga kom fram um að
vísa reikningunum til fjárhags-
nefndar og taka þá til umræðu
síðar á þinginu. Tillagan þurfti
samþykki 2/3 þingfulltrúa. Svo
fór að tillagan hlaut atkvæði nær
allra fulltrúa, enda sáu menn að
í óefni stefndi með þingið.
Niðurstöðutölur reikninga HSÍ
fyrir siðasta starfsár vom tæpar
60 milljónir króna.
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Jafnt í sveiflukennd-
um leiká Setfossi
LIÐ Selfoss og Þróttar skildu
jöfn f leik liðanna á Selfoss-
velli í gærkvöldi og verður ekki
annað sagt en úrslitin hafi ver-
ið sanngjörn. Bæði liðin áttu
til skiptis mjög góða kafla og
höfðu þá algjöra yfirburöi.
Liðin áttu í nokkmm erfíðleikum
með að hemja boltann í vind-
strekkingi og var mikið um langar
sendingar og háar og flögg línu-
varðanna vora oft á
lofti vegna rang-
stöðubrota.
í byijun fyrri hálf-
leiks sóttu bæði liðin
af krafti og leikurinn var mjög jafn.
Selfyssingar náðu smátt og smátt
yfírhöndinni og t einni sókninni var
Bjöm jtxelsson felldur innan víta-
teigs og dæmt víti sem Guðmundur
Magnússon skoraði ömgglega úr.
Eftir þetta mark breyttist leikurinn
Sigurður
Jónsson
skrífar
fráSelfossi
KNATTSPYRNA
u
„Líst ekkert á
alla þessa birtu
- sagði Sergio Brio við komuna til
landsins í gærkvöldi
Brynja
Tomer
skrífar
ÍTALSKA ólympíulandsliðið
kom til íslands f gærkvöldi en
það leikur á móti fslenska lið-
inu annað kvöld á Laugardals-
velll. ítalir eru jafnir A-Þjóðverj-
um f riðlinum, og nægir þeim
því að gera jafntefli í leiknum
annað kvöld til aö komast í
úrslítin á Ólympíuleikunum í
Seoul í september.
m
Eg sé að veðrið er betra en þeg-
ar ég kom hingað með Juvent-
us fyrir tveimur árum, þá rigndi
þessi lifandis ósköp. En mér líst
ekkert á alla þessa
birtu," sagði Sergio
Brio vamarmaður
liðsins er blaðamað-
ur Morgunblaðsins
hitti hann að máli í gærkvöldi á
Hótel Loftleiðum þar sem liðið dvel-
ur. „Ég er vanur að sofa í niða-
myrkri og veit ekki hvemig mér
gengur að sofna í fslensku birt-
unni." Hann bætti þvl siðan við að
honum þætti gaman að vera kominn
aftur til Islands því hann hefði ver-
ið ipjög hrifinn af landinu síðast
Sgar hann kom hingað.
ilska liðið kom til landsins með
einkaflugvél sem lagði af stað frá
Mílanó. Flugið tók tæpar fjórar
klukkustundir og fóm leikmennimir
beint inn á Hótel Loftleiðir. Þar
snæddu þeir kvöldverð og fóm
snemma að sofa. „Menn em alltaf
þreyttir eftir svona ferðalög," sagði
Dino Zoff þjálfari liðsins. I dag
munu leikmennimir skoða sig um
í miðbæ Reykjavíkur, og æfa á
Laugardalsvellinum klukkan 17.
Það verður eina æfing þeirra hér á
landi, en liðið æfði saman í Mílanó
í gærmorgun. Sijómarmönnum
ítalska knattspymusambandsins
verður sfðan boðið til kvöldverðar
á vegum menntamálaráðuneytisins
í kvöld.
ísland eins og annar helmur
Þetta er í annað sinn sem Dino
Zoff kemur hingað til lands, en
hann kom einnig hingað þegar Juv-
entus lék á móti Val á sínum tíma.
„Mér finnst ísland afskaplega heill-
andi land, og eins og að koma í
annan heim að koma hingað. Lands-
lagið er afar sérkennilegt hér, en
ólíkt því sem ég hef séð annars
staðar," segir hann. Aðspurður um
liðið segir hann að deildarkeppnin
á Ítaiíu reyni mjög mikið á leik-
mennina, ekki eingöngu lfkamlega
heldur einnig andlega. „Þar er mjög
mikið skrifað um knattspymu í öll-
um dagblöðum og það er að vissu
leyti mikið andlegt álag fyrir leik-
mennina. En þetta er sterkt og
gott lið sem ég treysti til að ná
góðum árangri. Annars er íslenska
liðið einnig mjög gott og lék betur
en ég átti von á í leiknum á Ítalíu."
„Mér finnst gaman að vera kominn
aftur hingað," sagði hinn einstak-
lega skemmtilegi markvörður Stef-
og Þróttarar tóku verulega á. Þessu
svöruðu Selfyssingar með aukinni
sókn á móti og leikurinn varð mjög
skemmtilegur. Þróttarar fengu
nokkur ævintýraleg tækifæri innan
vítateigs Selfyssinga í fyrri hálfleik
sem sköpuðust vegna skringilegra
aðstæðna og mistaka markmanns
og vamarmanna Selfoss. Selfyss-
ingar náðu ekki að nýta sér þijú
dauðafæri í fyrri hálfieik þar sem
mark var nánast borðleggjandi.
Bjöm Axelsson, Sveinn Jónsson og
Heimir Bergsson áttu þá allir skot
af stuttu færi og mörkin lágu í loft-
inu.
Þróttarar komu mjög ákveðnir til
seinni hálfleiks og bókstaflega kaf-
sigldu heimamenn sem varla kom-
ust fram fyrir miðju. Þessi kraftur
Þróttara gaf þeim mark þegar
Steinar Helgason fékk sendingu inn
í vítateig og skoraði örugglega jöfn-
unarmarkið. Nokkm síðar tók Nik-
ulás Jónsson Þróttari aukaspymu
fram undir miðlfnu. Anton mark-
vörður Selfoss hélt ekki boltanum
og Peter Frain var fljótur að átta
sig og afgreiða boltann í netið.
Undir lok leiksins tókst Selfyssing-
um að rétta sinn hlut og ná tökum
á leiknum og sóknir Þróttara misstu
marks. Bjöm Axelsson komst f gott
færi rétt utan vítateigs og átti skot
í þverslá. Guðmundur Erlingsson
markvörður Þróttar snéri sér við
en fékk þá boltann í andlitið og
jöfnunarmark Selfyssinga var stað-
reynd.
Liðin virðast vera n\jög áþekk^
Sóknarmenn beggja liðanna voru
beittir og sköpuðu hættur. Þrátt
fyrir strekkinginn og löngu send-
ingamar þá brá oft fyrir mjög góð-
um leikköflum sem gerðu það að
verkum að leikurinn varð þokkaleg-
ur á að horfa.
MorgunblaöWyÞofkell
(tölsku leikmannanna við komuna f gærkvöldi. Fremst á myndinni er
Sergio Brio, vinstra meginn við hann er Antonio Virdis leikmaður AC Mflanó
og hægra megin er Roberto Cravero.
ano Tacconi. „En ég er svolftið
þreyttur því ég hef verið að leika
með aðallandsliðinu. Nu ætla ég að
fá mér góðan kvöldverð og hvíla
mig vel fyrir leikinn. íslenska liðið
er nefnilega mjög sterkt og við
verðum að ganga ákveðnir til leiks,
því við verðum að ná þessu stigi
sem okkur vantar til að komast til
Seoul. Ég á von á því að íslending-
ar leiki vel á sunnudaginn, og ár-
angurinn gegn A-Þjóðveijum hér á
íslandi sýnir vel hversu vel liðið
getur leikið á heimavelli. Ég er feg-
inn því að veðrið skuli vera betra
núna en þegar ég kom síðast," seg-
ir Stefano og brosir. „Ég fékk nefni-
lega svo mikinn bakverk síðast og
það var bara vegna kuldans." Hann
hristir höfuðið og hlær um leið og
hann segir þetta. „Guðmundur
Torfason er góður leikmaður, ég
man best eftir honum úr leiknum
á Ítalíu. Annars er fslenska liðið
hættulegur andstæðingur og við
göngum til leiks fullir virðingar, en
höfum einnig baráttugleðina með
okkur inná Laugardalsvöllinn,"
sagði Stefano Tacconi.
Ekki er enn ljóst hvemig liðið verð-
ur skipað f leiknum á sunnudaginn,
en alls komu til landsins 18 leik-
menn. Þar á meðal em Antonio
Virdis leikmaður AC Mflanó,
Andrea Camevale sem leikur með
Napolí og De Agostini leikmaður
Juventus. Formaður ftalska knatt-
spymusambandsins, Antonio Mat-
arrese, kemur til landsins í dag, en
vararitari sambandsins, Giuglielmo
Petrosino kom í gærkvöldi og einn-
ig Antonio Cannizzaro blaðafull-
trúi. Einnig komu til landsins um
tíu ítalskir blaðamenn, sem munu
skrifa um leikinn þrátt fyrir verk-
fall ítalskra blaðamanna sem nú
stendur yfir.