Morgunblaðið - 12.06.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.06.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 Kann yfir tvö þúsund sönglög Rætt við Björgu Björnsdóttur frá Lóni í Kelduhverfi Þegar ég heimsótti organista námskeið sem haldið var í Skálholti á vegum þjóðkirkjunnar nú fyrir skömmu þá hitti ég þar m.a. roskna konu, Björgu Björnsdóttur frá Lóni í Kelduhverfi, sem setið hefur flestöll slík námskeið frá upphafi þeirra um miðjan síðasta áratug. Björg hefur lengi verið organisti í Kelduhverfi og kann ákaflega mikið af sönglögum og sálmum, varð m.a. efst í keppni sem Páll ísólfsson stóð fyrir á vegum Útvarpsins árið 1944 um það hver kynni flest sönglög á landinu. Ég fékk að spjalla stundarkorn við Björgu um líf hennar og störf. Björg Björnsdóttir fæddist að Lóni í Kelduhverfi þann 9. ágúst árið 1913, yngst af fimm systkinum sem komust til fullorðinsára. Elstur var Guðmundur sem lengi var bóndi í Lóni, næstur var Amgrímur sem lengst af var læknir í Ólafsvík og um nokkum tíma í Flatey á Breiðafírði. Þriðji í röðinni er Ámi Bjömsson tónskáld sem býr í Reykjavík. Fjórða systkinið var Sigurveig húsfreyja í Amamesi í Kelduhverfí. Foreldrar þessara systkina voru hjónin Bjöm Guð- mundsson og Sigríður Bjamína Ásmundsdóttir. „Ég hef átt heima í Lóni alla tíð, þó ég hafi verið á ýmsum stöð- um,“ segir Björg í upphafí sam- tals okkar. „Lón var á fyrri tíma mælikvarða nokkuð stór jörð og fólksfrek enda þá ekki komnar til sögunnar þær vélar sem vinna nú. Foreldrar mínir höfðu margt sauð- fé, tvær til þijár kýr og nokkrar geitur. Þegar nýræktin kom að marki til sögunnar gerðust geit- umar svo túnsæknar að það þurfti stundum að láta þær inn um miðj- an dag ef ekki var hundur heima til að ýta þeim burtu. Það var því smám saman hætt við geitabú- skapinn. Geitumar voru góðar að því leyti að það var hægt að koma þeim fram á svo miklu minna fóðri heldur en kindum. Það var silung- sveiði heima og líka selveiði og oft róið til fískjar. Silungurinn var borðaður mikið nýr og einnig flatt- ur og reyktur. En nú hefur silung- sveiði að mestu verið hætt og reyndar annarri veiði líka, eftir að ísnó laxeldisstöðin kom til sög- unnar. Það vildu slæðast laxar með í aflann og það má ekki, því lónsbændur eiga ekki laxinn. Ann- ars er ég sú vitlausasta mann- eskja sem hugsast getur til að tala um þessa hluti.“ Það er verst að þetta gefur svo lítið í aðra hönd Þegar ég var barn var oft lesið upphátt fýrir heimilisfólk enda þá ekki komið útvarp til sögunnar. Svo var hljóðfæri á heimilinu og alltaf einhver sem spilaði. Fyrst voru það eldri systkini mín og seinna ég, sem var töluvert yngri -en þau, það var fímm ára aldurs- munur á mér og systur minni sem var næst mér í aldursröð. Foreldr- ar mínir iðkuðu ekki tónlist en pabbi þekkti þó aðeins nótumar og spilaði svolítið. Hins vegar unnu þau bæði tónlist og vildu gjaman að við lærðum eitthvað í því. Árni bróðir minn var mest í tónlistinni. Ég man eftir því að einhver var að tala um það við afa minn hvað Áma gengi vel í músíkinni. Þá sagði nú afi hálf mæðulega: „Það er verst að þetta gefur svo lítið í aðra hönd.“ Þá voru litlir mögu- leikar hér á landi að ætla sér að lifa á þessu. Ég gekk í barnaskóla í sveitinni og var orðin ellefu ára gömul þeg- ar ég hóf námið, sem stóð í níu vikur. Svo var ég álíka tíma næsta vetur á eftir. Þriðja og síðasta veturinn var búið að lengja námið í tólf vikur og það vor tók ég fulln- aðarpróf, þrettán ára gömul. Nokkrum ámm seinna var ég þijá mánuði í unglingaskóla sem þá var rekinn í Lundi í Axarfirði. Það var gaman að sumu leyti en eitt var það sem ég var ekki nógu ömgg í og það var reikningur. Mér leidd- ist hvað mér gekk illa að ráða þar við ýmsar nýjar aðferðir. Hins vegar fannst mér gaman um helg- ar, þá vom oft kvöldvökur og þá fluttum við atriði sem við útbjugg- um. Mér hefur alltaf fundist gam- an að hlusta á söng og hljóð- færaslátt. Einu sinni þegar ég var pínulítið stelpukrili heima hafði mamma lagt sig og pabbi fór að reyna að hafa yfir fyrir mig kvæð- ið „Ein er upp til fjalla" eftir Jón- as Hallgrímsson. Þá sagði ég: „Æi, syngdu það fyrir mig pabbi," og pabbi bjó þá til lag við það því hann kunni ekkert lag við kvæðið. Þannig lærði maður kvæði og texta og yfirleitt gekk mér vel að Guðmundur Gottskálksson og Andrés Pálsson. Björg Björnsdóttir. læra lög og texta þó ég segi sjálf frá. Ég las líka dálítið af kvæðum og hafði m.a. uppáhald á Jónasi, Steingrími og Matthíasi. Ég held að Steingrímur hafí átt flest kvæð- in á lagalistanum sem ég setti saman fyrir söngvakeppnina í út- varpinu árið 1944. A listanum vora eitthvað yfír 2000 lög að minnir mig.“ Var þtjá daga verið að rekja úr mér garnirnar „Páll ísólfsson sem var með þjóðkórinn þá tilkynnti að nú ætl- aði Utvarpið að efna til söngva- keppni. Maður átti að skrifa niður nöfn á öllum lögum sem maður kunni og senda til Páls og svo átti að veita þeim verðlaun sem flest kynni lögin. Ég fékk fyrstu verðlaun en úrslitin lágu ekki fyr- ir fyrr en rétt fyrir jól árið 1946. Þá var mér tilkynnt að ég væri hæst í keppninni. Þá var ég látin koma til Ákureyrar til Þorleifar Norland sem prófaði mig. Friðrik Hjartar fékk önnur verðlaun. Páll sagði í útvarpinu að ákveðið hefði verið að prófa þau tvö sem væm með lengstu listana og ef þau stæðust prófíð þá þyrfti ekki frek- ar vitnanna við. Þorleif sem próf- aði mig sat með listann fyrir fram- an sig og tilnefndi lög héðan og þaðan af listanum og ég var að reyna að bera mig að gaula þetta, sumt spilaði ég. í þijá daga var þannig verið að rekja úr mér garn- irnar. Sumt af þessum lögum hafði ég lært af nótum en önnur hafði ég lært af eldra fólki. Ég ætlaði varla að trúa úrslitunum þegar þau lágu fyrir og fannst þetta allt með miklum ólíkindum. Eg býst við að aðrir hafi verið montnari af þessu en ég. Ámi bróðir minn var búinn að tala við mig áður en ég fékk bréfíð um úrslitin rétt fyrir jól. Eftir það vissi þetta öll Norður- Þingeyjarsýsla, því þá hlustuðu allir í símann. Ég byijaði að jæra á hljóðfæri heima hjá mér, Ámi bróðir minn kenndi mér. Svo fór hann að heim- an og þá var ég komin stutt í náminu. Ámi hafði verið við tón- listamám í þijár vikur á Húsavík hjá Kristjáni Sigtryggssyni bók- bindara og seinna sex vikur á Akureyri hjá Sigurgeiri Jónssyni sem þar var lengi söngkennari og organisti. Svo fór Ámi suður til frekara náms en af mér var það að segja, að mér fannst leiðinlegt að hætta við hljóðfærið og reyndi að fíkra mig áfram sjálf, hafði bækur sem ég gat stuðst við mér til leiðbeiningar. Svo reyndi ég að rifja upp það sem mér hafði verið kennt. Raunar var það Amgrímur sem lærði fyrst á hljóðfæri af okk- ur systkinunum. Hann lærði á Húsavík hjá Þorleifu Pétursdóttur síðar Norland, hann kenndi Áma þegar heim kom. Ámi varð orgel- leikari í kirkjunni heima eftir að hann kom frá Akureyri og var það í nokkur ár. Um haustið 1928 fór hann suður og var við nám hjá Páli ísólfssyni og haustið þar á eftir flutti hann alveg suður. Hin systkinin mín fóm burtu um svip- að leyti. Þá var mamma dáin, hún dó árið 1927. Hún veiktist af heila- bólgu á sunnudegi og dó á mánu- degi, rúmri viku síðar, 53 ára göm- ul. Guðmundur bróðir var þá gift- ur og tóku þau hjón við búskap á Lóni. Ég var um fermingu þegar þetta var. Þetta var mikið áfall fyrir mig en maður verður að bera sig að því að taka því sem að höndum ber. Pabbi var eftir þetta til heimilis hjá bróður mínum og mágkonu. Ég var þar mikið við- loða en fór samt að heiman tíma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.