Morgunblaðið - 12.06.1988, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. 'JÚNÍr'I8í88
ÍTALSKA
BEINT í /FT)
Rætt við Emilio Ugoletti og Roberto Tartaglione
um ítölskunámskeið á vegum Háskólans
Þessa dagana sitja nokkrir tugir manna þrjá tíma á
dag í Odda, húsi félagsvisindadeildar Háskólans og
nota öll skilningarvit til að komast inn í ítalskt mál
og menningn. Endurmenntunardeild Háskólans bíður
upp á nokkur námskeið nú sem endranær í ýmsum
greinum, en ekkert þeirra vakti jafn mikla athygli
og ítölskunámskeiðið. Þangað streymdu
þekkingarþyrstir landsmenn, óðfúsir að bergja af
ítalskri menningarauðlegð. Það er boðið upp á
námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna og
skemmst frá þvi að segja að aðeins um helmingur
áhugasamra komst að.
heldur einnig kennurum og kenn-
ir reyndar aðferðir okkar víða um
heim. Fyrir um tíu árum var það
stefna í kennslu erlendra mála að
nota efni, sem væri sem næst
raunveruleikanum, til dæmis not-
aðar segulbandsupptökur af sam-
tölum á götunni. En staðreyndin
er, að þegar slíkt efni er komið í
kennslustofuna, þá er það ekki
ýkja raunverulegt.
Raunveruleikinn í skólastof-
unni er kennarinn og nemendurn-
ir. Þess vegna finnst okkur kenn-
ir og myndbönd. Sem dæmi má
nefna að við erum með heilmarg-
ar myndir af veggjum og því sem
er að finna á þeim, auglýsingar,
veggjakrot, hurðir, glugga, sem
allt gefur okkur tilefni til að koma
heilmiklu áleiðis um tungumálið
og lífshættina, sem þrífast í skjóli
þessara veggja. Á einni myndinni
eru til dæmis svalir. Allir Róm-
arbúar vita, að ef einhver stingur
upp á stefnumóti við svalirnar,
þá er ekki átt við einhveijar sval-
ir, heldur svalimar þar sem Múss-
ólíni stóð, þegar hann lýsti stríðið
hafið. Þetta er dæmi um að kom-
arinn svo mikilvægur. Hlutverk
hans er að hvetja nemendur til
að spreyta sig á að kljást við
tungumálið, etja þeim út í að tala
það. Það getur hann aðeins ef
hann hefur hæfileika til að skapa
það andrúmsloft, sem til þarf.
Andrúmsloft, sem ýtir nemendum
til að tala.“
Hæfileiki þjóða til að læra
erlend mál í beinu sam-
hengi við menntunarstig'
þeirra
Og þá erum við komin að kenn-
aranum Roberto Tartaglione.
Hann var aðeins búinn að kenna
í tvo daga, þegar hann var spurð-
ur um nemendurna hér. Sagði þó
að sér sýndist þeir taka vel við
sér, að það gengi vel að koma
þeim á sporið. Þeir virtust vel að
Þegar ákveðið var að bjóða upp
á ítölskunámskeið, var haft sam-
band við ítalska sendiráðið í Osló.
Menningarfulltrúinn þar benti á
lítinn einkaskóla, Mondo Italiano,
sem væri tilvalinn til að standa
fyrir kennslunni hér. Skólinn væri
þekktur fyrir áhrifamiklar
kennsluaðferðir, sem skiluðu góð-
um árangri á skömmum tíma.
Ragnar Borg, ítalskur ræðismað-
ur hér, hafði milligöngu um útveg-
un kennara. En hvemig er það
þá, sem kennarar skólans bera sig
að við kennsluna og hvert er leið-
arljós þeirra? Það var Emilio Ugo-
letti skólastjóri, sem tók að sér
að leiða lesendur í allan sannleik
um skólann, tilurð hans og
steftiu . . .
„Skólinn var settur á laggimar
fyrir Qórum árum, af fólki sem
er langreynt í ftölskukennslu fyrir
útlendinga. En aðdragandinn er
nokkur. Fyrir ekki löngu siðan var
fremur lítill áhugi á ítölsku. Það
er til stofnun á Italíu, sem hefur
um langt skeið séð um kennslu
útlendinga bæði heima og heiman.
Áður var aðsókn í ítölskunám að
mestu bundið við útlendinga, sem
fannst málið fallegt og vildi gjam-
an læra það þess vegna. En fyrir
um tíu árum vaknaði allt í einu
mikill áhugi á Ítalíu og þá tungu-
málinu með. Útlendum ítölsku-
nemum ijölgaði ótrúlega á hveiju
ári. Stjómvöld gátu með engu
móti sinnt þessum áhuga og mik-
ill fjöldi einkaskóla spratt upp,
bæði á Ítalíu og utan hennar."
Að læra ítölsku
’bene e presto’
„Hugmynd okkar, sem stofn-
uðu skólann, var að koma upp
skóla, sem væri jafn traustvekj-
andi og ríkisskóli en jafn skilvirk-
ur og einkaskóli. Og nemendumir
áttu strax að finna að þeir lærðu
eitthvað. Kennslustjórinn, Ro-
berto Tartaglione, sem kennir
héma núna, kenndi áður ítölsku
við háskólann í Teheran, Ankara
og eins í Þýskalandi og á Ítalíu.
Aðferðimar, sem við notum er að
miklu leyti byggðar á reynslu
hans og forsendum. Við þurfum
ekki að kvarta undan undirtekt-
um. Skólinn hefur hlotið viður-
kenningu Matvælastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, FAO. Hún
er í Róm og mælir með skólanum
fyrir starfsmenn sína. Við erum
líka í sambandi við einn stærsta
hönnunarskóla á Ítalíu, Instituto
Europeo di Design, þannig að
próf frá okkur er metið sem full-
Margrét Björnsdóttir endurmenntunarstjóri Háskólans á tali við Emilio Ugoletti, skólastjóra Mondo
Italiano.
Myndir og málið á þeim
„Kennsluefni okkar er því ann-
að heldur en venjulega gerist. Við
álítum óþarfa að læra alls konar
frasa, heldur reynum að miðla
nemendum okkar þekkingu á upp-
byggingu málsins í takt við ítalsk-
an hugsunarhátt og lífshætti. Við
notum stutta texta, skuggamynd-
ast inn í málið, ekki bara að læra
einhveija frasa.
En aðferðir okkar byggjast
mjög á hæfíleika og áhuga kenn-
arans til að koma efni sínu til
skila. Við veljum því frekar kenn-
ara eftir persónu viðkomandi en
reynslu, og þjálfum kennarana
svo sjálfir. Tartaglione kennir því
ekki aðeins nemendum okkar,
sér í málfræðihugtökum og slík
þekking létti undir. Ugoletti hafði
áhugaverðum punkti að bæta við
þetta atriði . . .
„í Róm höfum við nemendur
alls staðar að og þykjumst því sjá
muninn á lærdómsgetu eftir þjóð-
um, á þá við vestrænar þjóðir.
Og það er ekki spurning um hvort
mál viðkomandi er líkt ítölsku eða
gild ítölskukunnátta til að hefja
þar nám.
Kennsla í erlendum tungumál-
um er yfirleitt byggð á þeim að-
ferðum, sem tíðkast í ensku-
kennslu, því þar er fyrir hendi
gríðarlöng reynsla í tungumála-
kennslu. En vandinn er að ítalska
er ekki enska! Ekki bara að tungu-
málið er ólíkt og annað að upp-
byggingu, heldur eru það allt aðr-
ar ástæður, sem draga fólk að
ítölskunámi en enskunámi. Þess
vegna fannst okkur skipta máli
að nálgast ítölskuna á annan hátt
en ensku. Nemendur okkar koma
ekki á námskeið til að læra að
biðja um bolla af kaffi á ítölsku,
á Italíu geta þeir notað ensku til
þess — heldur til _að skilja hvað
kaffibolli er fyrir ítala. Koma til
að fá innsýn í ítalska menning
og lífshætti í gegnum málið. Við
viljum koma til móts við þessar
óskir með því að kenna málið hratt
og vel, ’bene e presto’ eins og við
segjum á ítölsku."
Sverrir
Roberto Tartaglione skýrir ítölsku út á ítalska vísu. Þeir sem
heima sitja, geta hafið námið með því að lesa ítölskuna á töfl-
unni að baki kennarans.
ekki. Það er áberandi hvað Hol-
lendingar eru fljótir að tileinka
sér tungumál, en Bandaríkjamenn
seinir. Skýringin liggur í skóla-
kerfi þessara landa. I Hollandi er
almenn menntun enn mjög góð,
skólakerfið gott og þjóðin stendur
á háu menntunarstigi. í Banda-
ríkjunum hefur skólakerfið nánast
verið eyðilagt og um leið er vegið
að menningunni, ekki þessari með
stóru M-i, heldur almennri menn-
ingu og menntun. Auðvitað góðir
skólar innanum, en hér á ég við
skólakerfið í heild. Á Ítalíu erum
við því miður á góðri leið með að
rífa niður skólakerfið og í stað
stöðugrar lífsmenningar verður
ruslmenningin æ meira áberandi."
En hvað er það sem gerir
ítölsku svo vinsælt viðfangsefni?
Ugoletti á svar við því. „Þar
til fyrir um tuttugu árum börðust
enska og franska um hvor ætti
að vera alþjóðlegt tungumál.
Enskan varð ofan á, flestir tala
ensku eða skilja hrafl í henni.
Þegar svo þriðja málið er valið,
þá eru öll mál nokkum veginn
jöfn og ekki ólíklegt að viðkom-
andi velji þá mál einfaldlega eftir
því hvort honum finnst málið á
einhvem hátt heillandi. Spænska
eða þýska er kannski valin, því
áhugi á þessum málum er vax-
andi, eða þá ítalska vegna þess
að ítalska og allt ítalskt er í tísku.
Ítalía er líka land andstæðnanna
og slíkt vekur forvitni. Landið þar
sem fátækt er svo áberandi, þó
landið sjálft sé auðugt. Hver sveit
á Ítalíu hefur sín einkenni, nær
að tala um bandaríki Ítalíu . . .
Allir ítalir hafa í sér grískt,
arabískt, þýskt eða norrænt blóð,
þjóðin afar blönduð, svo þar er
að finna allar þær andstæður, sem
finnast í mannskepnunni."
Tungumál ekki aðeins leið
til samskipta heldur til að
opna hugann
„Ítalska er ekki tungumál til
samskipta eingöngu, heldur opnar
það hugann fyrir svo mörgu nýju.
Það er líka sérstök manngerð, sem
laðast að því. Fólk sem fer í ítölsku
er yfirleitt fullt af áhuga og for-
vitni um lífið og tilvemna. Þess
vegna er líka svo gaman að kenna
málið. Fyrir íslendinga getur
ítalska verið heillandi, einmitt
vegna þess hve hún gefur innsýn
í menningarheim, sem er svo gjör-
ólíkur þeim íslenska. Slík sambl-
öndun getur orðið afskaplega
fijó . . .“
Eftir að hafa hlustað á þá
Ugoletti og Tartaglione tala svo
glaðbeitta um kennslu, byggða á
að vekja löngun nemendanna til
að tjá sig á ítölsku, vaknaði
kannski viss grunur um að það
væri meira en að segja það að fá
íslenska byijendanemendur til að
opna munninn á ítölsku. En um-
mæli félaganna voru ekkert oflof.
Það var nokkuð ótrúlegt að sjá
til Tartagliones við kennsluna.
Hvemig honum varð allt að um-
ræðuefni og það sem meira var,
tókst sannarlega að fá nemend-
urna til að taka undir við sig.
Yfirleitt hafa byijendatímar á
sér dauðyflisbrag, líka af því að
málafákunnátta sneiðir gjaman
burt allt skopskyn. En ekki þarna,
enda kennarinn ekki síður gæddur
leikarahæfileikum en kennara-
gáfu... Sökum mikillar aðsóknar
stendur jafnvel til að bjóða upp á
fleiri námskeið seinna meir. Von-
andi að það verði, svo að þeir, sem
nú geta aðeins þagað á ítölsku,
geti fengið útrás seinna meir.
Þeir ættu ekki að verða sviknir
af tilboði ítalanna . . .
Texti: Sigrún Davíðsdóttir
Vegna mistaka í vinnslu þess-
arar greinar, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær, birtir
blaðið hana aftur. Beðist er
velvirðingar á þessu.