Morgunblaðið - 12.06.1988, Side 68

Morgunblaðið - 12.06.1988, Side 68
NÝTT FRÁ KODAK RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST JPK. ALLTAF SOLARMEGIIU SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Egilsstaðir: Flóð stöðva flugvallar- framkvæmdir MIKLIR vatnavextir eru nú í Lag- arfljóti og Eyvindará við Egils- staði og hafa bæði fljótið og áin flætt yfir bakka sína. Vegna þess- ara vatnavaxta liggnr vinna við nýja flugvöllinn á Egilsstöðum nú niðri þar sem flætt hefur yfir veginn að flugvellinum. Hlýtt hefur verið í veðri fyrir aust- an að undanfomu og leysingar því töluverðar þar sem mikill snjór er í flöllum. Ef hlýindin halda áfram mun vatnsmagnið í fljótinu enn aukast. Slíkar leysingar eru algengar þama á þessum árstíma. Að sögn kunn- ugra eru þær með meira móti í ár. Ejrjafjarðará flæðir gegn- um flugskýlin EKKERT lát er á flóðunum í Eyja- fjarðaránni. í fyrrinótt braut áin sér leið gegnum gamlan veg sunn- an við flugvöllinn á Akureyri með þeim afleiðingum að hún flæddi "^■gegnum flugskýlin og slökkvistöð- > ina á flugvellinum. Náði vatns- hæðin mönnum í miðjan legg er mest var. Tjón á eignum er lítilsháttar að sögn Amar Ragnarssonar hjá Flug- málastjóm á Akureyri en fuglar hafa orðið hart úti og sagði Örn að egg og dauðir ungar lægju um allt flug- vallarsvæðið. „Það er orðinn árviss viðburður að þetta gerist en samt hefur ekkert verið gert til að koma í veg fyrir þessi flóð þrátt fyrir ítrekaðar beiðn- ir þar um,“ sagði Öm Ragnarsson. Frá slysstað í fyrrinótt. Morgunblaðið/Júlíus. Banaslysá ÞRJÁTÍU og tveggja ára kona beið bana, er ölvaður maður ók framan á bíl, sem hún var farþegi í aðfaranótt Iaugar- dagsins. Slysið varð kl. 02.20 á Skúla- götu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var ölvaði ökumað- urinn á leið austur Skúlagötu í stolnum Chevrolet. Móts við Vit- astíg ók hann yfir á ranga ak- rein og framan á Lödu, sem kom Skúlagötu á móti honum. Áreksturinn varð það harður að nota þurfti björg- unartæki slökkviliðsins til að losa fólkið úr bílunum. Ökumaður Lödunnar slasaðist mikið, en meiðsli hins ökumannsins eru óveruleg. Rétt áður en slysið varð hafði leigubílstjóri forðað sér undan Chevroletinum með því að aka upp á gangstétt. Morgunblaðið/Ól.K.M. JUrgen Schauer um borð í rannsóknakafbátnum Geo. Hann, ásamt félaga sínum og eiganda bátsins, Hans Fricke, uppgötv- uðu áður óþekkta kynjaveröld í undirdjúpunum við Kolbeinsey £ þessum báti. Þeir hafa farið meira en 700 ferðir á bátnum víða um heirn. Rannsóknarkafbáturinn Geo: Stórkostlag kynjaveröld Frá blaðamanni Morgunblaðsins Benedikt Stefánssyni dýpi í lítilli kvos efst á neðansjáv- arhryggnum. Þar er fjölskrúðugt. dýra- og plöntulíf, nánast hver steinn þakinn svampdýrum, þör- ungum og gróðri. Inn á milli stein- anna synda litlir rauðir fiskar, sem virðast njóta þess að baða sig í baneitruðu brennisteinsmettuðu umhverfinu. „Þetta sýnir ótrúlega aðlögun. Það er eitthvað þarna niðri sem við vitum ekki um, en fiskamir kunna að meta,“ sagði Jakob Kristjánsson, annar leið- angursstjórinn, þegar hann skoð- aði myndband úr ferð Geo. ÞAÐ RIKTI mikill fögnuður um borð í ms. Árvakri á föstu- dagskvöld þegar Hans Fricke og JUrgen Schauer sneru úr sjö klukkustunda og tuttugu mínútna leiðangri sínum um undirdjúpin við Kolbeinsey á kafbátnum Geo. „Þetta er stór- kostleg kynjaveröld þarna niðri, ólík nokkru sem ég hef séð,“ sagði Hans þegar hann steig upp úr bátnum á þilfari Árvakurs. Bátsveijar á Geo fundu geysi- öflugt hverasvæði á um 96 metra Skreiðargreiðslurnar: Ikenze endurgreiðir sex milljónir króna SAMKOMULAG hefur tekizt i deilu skreiðarútflytjenda hér á landi og Mike Ikenzis, umboðs- manns við skreiðarsölu í Nígeríu og ræðismanns Islands þar. Hefur Ikenze fallizt á að endurgreiða 75.000 pund, 6 milljónir króna, af 300.000, 24 milljónum, sem honum voru á sínum tíma fengin til að liðka fyrir sölu skreiðar til Nígeríu. Málsókn gegn Ikenze hefur því verið felld niður, en hún var hafin fyrir nokkrum misser- um í London. Árið 1984 voru miklir erfiðleikar á sölu skreiðar til Nígeríu og samein- uðust þá allir helztu útflytjendur skreiðar hér á landi í sérstök sam- tök, sem hétu Stockfish Marketing Board. Horfur voru taldar á því að nígerísk stjómvöld væru fáanleg til skreiðarkaupa, væri aðeins um einn útflytjanda héðan að ræða. Til að liðka fyrir þessum samningum var tekið lán að upphæð 300.000 pund, nú um 24 milljónir króna, í Lands- bankanum og féð fengið Mike Ikenze til að liðka fyrir samningum að sögn útflytjenda hér. Samningar náðust ekki og kröfðu útflytjendur Ikenze þá um féð. Hann sagði fénu hafa verið eytt til að liðka fyrir viðskiptunum eins og um hefði verið samið og honum bæri alls ekki að endurgreiða það. Útflytjendur voru á öðm máli og höfðuðu mál gegn honum fyrir rétti í London. Ikenze leitaði meðal annars ásjár forseta íslands vegna þessa, en stjómvöld á íslandi höfðu engin bein Ráðið leggur til að æskulýðsfull- trúi ríkisins starfi áfram og sinni upplýsingamiðlun miHi ríkis og æskulýðsfélaga. Einnig verði boðað til ráðstefnu á hálfs árs fresti með öllum æskulýðsfélögum, þar sem stefnu ríkisins í æskulýðsmálum afskipti af málinu. Málalok urðu síðan þau, að fyrir skömmu var sam- ið við Ikenze um greiðslu fjórðungs fjárins, 6 milljóna króna, og fer það til innborgunar á skuld skreiðarút- flytjenda í Landsbankanum. Þijá §órðu fjárhæðarinnar verða þeir að greiða sjálfir. verði komið á framfæri og skipst á skoðunum um æskulýðsstarf. Þá er lagt til að það Ijármagn sem Æsku- lýðsráð hefur haft til styrkveitinga verði falið ráðherra til úthlutunar í samráði við æskulýðsfulltrúa. Æskulýðsráð vill leggja ráðið niður Æskulýðsráð ríkisins hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem lagt er til að ráðið verði lagt niður. Segir í bréfinu að við athugun hafi komið glöggt i ljós að að ráðið hafi aldrei getað starfað eftir æskulýðslögunum. Bæði hafi skort pólitíska viðurkenningu og fjár- magn til að framfylgja lögskipuðum verkefnum. Þá hafi verið bent á að auðveldlega megi færa verkefni ráðsins til æskulýðsfélaga eða í annað samstarfsform.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.