Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988
25
Stj órnkerfið
í brennidepli
Reuter
Tœplega 5.000 fulltrúar sitja 19. ráðstefnu sovéska kommúnistaflokksins í Moskvu, sem hófst í
gær með setningarræðu Mikhaíls S. Gorbatsjovs, aðalritara flokksins.
RÁÐSTEFNA sovéska komm-
únistaflokksins var síðast hald-
in í Moskvu í febrúar árið 1941.
Nú 47 árum síðar telur Míkhail
S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi
ástæðu til að kalla fimm þúsund
fulltrúa saman til fundar til að
ræða framkvæmd og markmið
umbótaáætlana hans. Frá árinu
1941 hafa leiðtogar kommúni-
staflokksins látið nægja að
boða til flokksþinga sem að öllu
jöfnu hafa verið haldin á fimm
ára fresti. Þar hefur fulltrúun-
um gefist tækifæri til að sam-
þykkja næstu fimm ára áætlun
stjórnvalda. Nítjánda flokks-
ráðstefnan sem hófst í gær
þykir varpa nokkuð skýru þ'ósi
bæði á vanda og stefnu Gor-
batsjovs. Hún þykir ennfremur
bera þess vitni að aðalritarinn
líti svo á að sjálft stjómkerfið,
og einkum og sér í lagi mið-
stjórn flokksins, standi í vegi
fyrir pólitískum og efnahags-
legum umbótum i Sovétrikjun-
um. Gorbatsjov er og fullkunn-
ugt um að stefna hans nýtur
ekki stuðnings allra meðlima
miðstjóraarinnar. Flokksráð-
stefnan nú, sem er hin nitjánda
frá stofnun kommúnistaflokks-
ins, er þvi fyrst og fremst til
þess faliin að treysta stöðu að-
alritarans auk þess sem hann
mun vafalítið freista þess að
koma höggum á harðlínumenn
í flokknum.
í lögum sovéska kommúnista-
flokksins er ekki kveðið skýrt á
um hvert skuli vera verk- og vald-
svið þeirra sem flokksráðstefnur
sækja. Sagan sýnir að líkt og á
flokksþingum getur allt gerst á
slíkum samkundum. Nokkrar
fyrri flokksráðstefnur hafa reynst
merkilegar og mikilvægar ákvarð-
anir hafa verið teknar. Nægir í
því samhengi að nefna sjöundu
ráðstefnuna sem haldin var í aprfl
árið 1917 þar sem ákveðið var
að breyta starfsaðferðum og
stefnu kommúnistaflokksins og
hvatt var til tafarlausrar byltingar
í Rússlandi. Á þessari sömu ráð-
stefnu, sem haldin var í valdatíð
Leníns, var öllum meðlimum mið-
stjómarinnar vikið frá og nýir
kosnir í stað þeirra. Á þrettándu
ráðstefnu flokksins, sem haldin
var árið 1924 er Lenín lá banaleg-
una, var Leon Trotskíj hafnað sem
næsta Ieiðtoga flokksins. Trotskíj
var að lokum rekinn úr landi og
myrtur af flugumanni Jósefs
Stalíns árið 1940.
Svipuð rnarkmið
Ráðstefnan nú þykir minna
nokkuð á þá átjándu sem haldin
var árið 1941. Jósef Stalín, harð-
stjórinn alræmdi sem Gorbatsjov
sjálfur hefur keppst við að for-
dæma frá því hann komst til
valda, var þá einráður í Sovétríkj-
unum. Eitt helsta markmið ráð-
stefnunnar árið 1941 var einmitt
að ná fram breytingum í innanrík-
ismálum. Hvatt var til þess að
slakað yrði á framleiðslustjómun
í verksmiðjum og stjómendum
þeirra fengin aukin völd og
ábyrgð. Svo sem alkunna er hefur
Gorbatsjov m.a. haldið svipuðum
sjónarmiðum mjög á lofti á und-
anfömum þremur ámm.
1941 mæltu reglur flokksins
svo fyrir um að heimilt væri að
víkja fímmta hveijum manni úr
miðstjóm flokksins og var það
gert. Stuðningsmenn Gorbatsjovs
hafa látið að því liggja að hugsan-
legt sé að látið verði til skarar
skríða gegn harðlínumönnum í
forystusveitinni. Líklegt er talið
að tillögur um „endumýjun" í for-
ystusveitinni, eins og það heitir á
máli sovéskra kommúnista verði
lagðar fram á ráðstefnunni.
Hættur „glasnost"
Gorbatsjov hefur sjálfur marg-
lýst yfír því að tilteknir hópar
beijist með kjafti og klóm gegn
framgangi umbótaáætlunarinnar.
En „glasnost“-stefnan, sem kveð-
ur á um aukið upplýsingastreymi
og opinskáar umræður hefur ekki
síður komið róti á huga manna í
Sovétríkjunum. Gorbatsjov og
fylgismenn hans í röðum sagn-
fræðinga og blaðamanna hafa I
raun fordæmt stjómarhætti allra
leiðtoga Sovétríkjanna frá því
Lenín safnaðist til feðra sinna.
Slík gagnrýni kann að reynast
hættuleg og vitað er að hún hefur
mælst illa fyrir í röðum þeirra sem
börðust fyrir foðurlandið og Jósef
Stalfn í síðari heimsstyijöldinni.
Að undanfömu hafa þær raddir
heyrst að ekki sé unnt að kenna
einum manni um böl Stalínismans
og spurt hefur verið hvort Lenín
sjálfur hafi ekki í raun lagt gmnd-
völlinn að honum. í nýjasta hefti
mánaðarritsins Novíj Mír (Nýr
heimur) er „stríðskommúnismi"
Leníns gagnrýndur og gefur
greinarhöfundur til kynna að þessi
stefna hafí ekki aðeins leitt hung-
ursneyð yfír þjóðina árið 1920 til
1921 heldur og lagt grundvöllinn
að ógnarstjóm Stalíns. Gorbatsjov
kveðst grundvalla stefnu sína á
kenningum Lenínismans og telur
að stöðnun og spillingu megi m.a.
rekja til þess að þeirri stefnu var
ekki fylgt að Lenín gengnum.
Endurskoðun sögunnar
Sovétborgarar em nú fræddir
um ógnir fortíðarinnar auk þess
sem fullyrt er að fyrri ráðamenn
og opinberir sagnfræðingar hafí
falsað staðreyndir og logið að al-
menningi. Sökum þessa hefur
m.a. verið ákveðið að fella niður
öll próf í sögu Sovétríkjanna í
skólum landsins. Dagblaðið Iz-
vestía skýrði frá þessu nú nýverið
og sagði þetta lofsverða ákvörðun.
Ljóst væri að nemendur gætu
ekki búið sig undir próf í grein-
inni þar sem nú væri opinberlega
viðurkennt að kennslubækumar
geymdu eintóma lygi.
Harðlínumenn hafa þegar var-
að við óheftri gagnrýni á stjómar-
hætti fyrri leiðtoga, einkum
Stalíns, og hafa birst greinar þar
sem haldið hefur verið uppi vöm-
um fyrir hann. Þeir hinir sömu
óttast að gagnrýni grafí undan
valdi flokksins en margir fylgis-
manna Gorbatsjovs telja á hinn
bóginn hugsanlegt að „glasnost"
reynist banabiti hans.
Heimildir: The Independent og
Economist.
Flugslysið í Frakklandi:
Tæknibúnaður flugvélar-
innar virkaði sem skyldi
Flugmaður sagður hafa flogið vélinni of lágt
París, Reuter.
AIRBUS-flugvélar sem flugfé-
lög ákváðu að láta yfirfara eft-
ir slysið í Habsheim i Frakkl-
andi á sunnudag hafa verið sett-
ar í umferð aftur. Ljóst er að
tæknibúnaður flugvélarinnar
sem hrapaði var í fuilkomnu
lagi og slysið er ekki hægt að
rekja til bilunar í honum.
Samgöngumálaráðherra Frakk-
lands, Louis Mermez, sagði í gær
að fmmrannsókn á tildrögum
slyssins sýndu að flugvélin og
búnaður hennar hefði verið i lagi.
„Orsaka slyssins er ekki að leita
í tæknibúnaði," sagði ráðherrann.
„Ekkert bendir til þess að hreyflar
hafi ekki brugðist rétt við þegar
flugmaðurinn jók kraft þeirra eins
og hann fullyrðir," bætti hann við.
Flugfélögin tvö, Air Franee og
British Airways, sem hafa tekið
vélar af þessari gerð í notkun,
hafa afturkallað bann við notkun
þeirra á flugleiðum. Airbus-vél-
amar eiga að vera hinar fullkomn-
ustu sinnar tegundar. Þær taka
150 farþega og eru hannaðar til
flugs á styttri flugleiðum. Aðeins
hafa verið teknar í notkun sex
vélar til þessa en Airbus-sam-
steypan mun á næstu mánuðum
afgreiða Q'ölda slíkra flugvéla til
flugfélaga um allan heim.
Athygli rannsóknarmanna bein-
ist nú aðallega að viðbrögðum
flugmannsins síðustu sekúndumar
áður en vélin hrapaði til jarðar
skammt frá flugbrautinni í Habs-
heim, þar sem 15.000 manns
fylgdust með sýningu flugvélar-
innar sem Air France hafði fengið
afhenta þremur dögum áður.
Jean Volff, saksóknari, sagði á
blaðamannafundi í Mulhouse í
Frakklandi í gær að hann væri
þess fullviss að flugmaðurinn hefði
flogið vélinni of lágt. „Vélin var í
30 feta (10 metra) hæð, sem er
of lágt miðað við þol hennar,“
sagði Volff. Hann sagði að frum-
rannsókn styddi ekki framburð
flugmannsins. „Þetta þýðir þó ekki
að við flugmanninn sé að sakast,"
bætti hann við.
Flugmaðurinn og aðstoðarflug-
maðurinn meiddust aðeins lítillega
í slysinu. Þeir fóru á vettvang
ásamt sérfræðingum frá loftferða-
eftirlitinu sem rannsaka orsakir
slyssins.
New York:
Reuter
Bandaríkjamaður myrtur í Aþenu
Bandarískur stjórnarerindreki, William Nordeen að nafni, lét lífið
í Aþenu í gær er bifreið sem hann ók var sprengd í loft upp
nærri heimili hans. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki ódæðinu
og engin samtök hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér. Að sögn lög-
reglu höfðu tilræðismennirnir komið fyrir fjarstýrði sprengju í
bifreið Nordeens og sprakk hún skömmu eftir að hann hélt frá
heimiii sinu í einu úthverfa Aþenu. William Nordeen var 52 ára
að aldri og hafði hann starfað sem sérfræðingur i varaarmálum
við sendiráð Bandaríkjanna í Aþenu frá árinu 1985.
Konur fá loks aðgang að karlaklúbbum
MARGIR bandarískir karla-
klúbbar hafa nú opnað dyr sinar
fyrir kvenfólki eftir að Hæsti-
réttur Bandarikjanna staðfesti
lög sem New York borg setti
árið 1984. Lögin kváðu á um að
ekki mætti neita konum um aðild
að klúbbum sem hefðu fleiri en
400 félagsmenn og félagarnir
notuðu i tengslum við atvinnu
sína og þar sem boraar væra
fram reglulegar máltiðir.
Flestir bandarískir karlaklúbbar
falla undir þessi lög og hafa því
opnað dyr sinar fyrir konum. í
mörgum borgum svo sem Los Ange-
les, San Francisco, Chicago, Wash-
ington og Buffalo hafa þegar verið
sett lög byggð á fyrmefndum lögum
í New York og þvi hefur úrskurður-
inn áhrif víða um Bandaríkin.
Forráðamenn klúbbs, sem ekki
þjónar ákveðnum trúarbrögðum eða
líknarmálefnum en er stór og býður
upp á mat, eiga ekki nema einn
kost vilji þeir koma sér undan lög-
unum. Þeir verða að geta sannað
að meðlimimir komi ekki saman
nema í þeim tilgangi einum að borða
saman, hittast og hvíla sig. Engar
skjalatöskur mega sjást. Ávísanir
yrðu grandskoðaðar til þess að
komast að því hvort einhver vinnu-
veitandinn hafi borgað fyrir starfs-
mann sinn. Umræðuefnin yrðu
bundin við íþróttir og veðrið, nema
auðvitað ef viðmælandinn er
íþróttamaður eða veðurfræðingur.
Þvi er mun einfaldara að veita kon-
um aðgang.
Nokkrir stórir klúbbar gerðu
konur að félögum áður en Hæsti-
réttur kvað upp úrskurð sinn enda
hafa ungir menn á uppleið veitt því
athygli að það getur verið þeim fjöt-
ur um fót í starfi að vera í klúbbum
þar sem engar konur em.
Heimild: The Economist.