Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988
15
Kaffimenning* í 30 ár
Myndiist
Bragi Ásgeirsson
Tíminn lætur ekki að sér hæða,
og það er fleira en mannfólkið sem
eldist, en jafnframt sannar hann
afstæði sitt með því að endumýja
lífíð jafnóðum — er því opinn á
alla enda, að segja má. Fyrir
skömmu kom ég við á Mokka-
kaffí á Skólavörðustíg og sá þar
sérdeilis fallega ljósmyndasýningu
áhugaljósmyndara hér í borg,
Davíðs Þorsteinssonar, mennta-
skólakennara. Myndimar sem eru
í svart-hvítu minna um margt á
sjálfan meistara Jón Kaldal og er
þá ekki leiðum að.líkjast.
Þetta eru myndir af ýmsum
gestum kaffistofunnar í rúman
áratug og ber hér ýmsa fastagesti
hæst, en einnig má þar líta tilfall-
andi gesti og jaftivel óþekkta
blómarós.
Yfír kaffibolla og nýbakaðri
ijómavöfflu upplýsir Guðmundur
í Mokka mig á því, að staðurinn
eigi 30 ára afmæli og leyfir mér
að glugga í albúm, sem geymir
myndir og minningar frá fýrstu
starfsárunum. Athafnasemin var
algjört nýnæmi í höfuðborginni,
þegar hann hleypti henni af stokk-
unum á sínum tíma og vakti enda
mikla athygli og þá einkum meðal
listamanna, sem ijölmenntu á
staðinn næstu árin og urðu marg-
ir fastagestir. Sumir hafa verið
Fasteignasalan
EIGNABORG sf.
- 641500 -
Ástún — 2ja
60 fm nottó á 4. hœð. Vestursv.
Vandaóar Ijósar innr. Laus.
Einkasala.
Hrafnhólar — 2ja
50 fm á 8. hæð. Vestursv. Laus strax.
Lyklar á skrifst.
Þverholt — 3ja
80 fm á 2. hæð. Afh. tilb. u. trév. í
okt. 1988, ésamt bilskýli. Verð 4,6 millj.
Kjarrhóimi — 3ja
75 fm nettó á 1. hæð. Suöursv. Þvotta-
hús innaf ib. Laus 1. ágúst. Einkasala.
Hlfðarhjalli — nýbygg.
Erum mað i sölu 2ja, 3ja, 4ra, 5
og 6 herb. ibúðir tilb. u. tróv.
Sameign fullfrág. Mögul. að
kaupa bílsk. Afh. eftir ca 14 mán.
Bygglngaraðili: Markholt hf.
Egilsborgir
Eigum eftir 2ja, 3ja og 5 herb. ib. i bygg-
áfanganum við Þverholt sam afh. tllb.
u. trév. i okt. og aprll ásamt bilskýli.
Sameign fullfrág.
Hamraborg — 6 herb.
132 fm á 2. hæð. Suðursv. 4
svefnherb. Vandaðar innr. Utið
áhv. Einkasala.
Nýbýlavegur — 3-4ra
98 fm á 2. hæð í fjórb. Nýtt eldhús.
Stór bflsk. Ákv. sala. Einkasala.
Kópavogsbr. — 8 herb.
140 fm jarðh. i þrib. 5 svefnherb. Miklð
endumýjuð. Ekkert áhv. Verð 5,7 millj.
Mýs eru sólgnar i kaffi
ÖLLUM kaffidrykkju-
mönnum getum viö fært
þaer gleðilegu fréttir, að
það er langt frá þvi :»ð
kafíið hafi skaðvænleg
áhrif á heilsuna, heldur
þvert á móti.
Vísindaleg rannsókn,
sem framkvæmd var við
hinn nafnkunna Corncll-
háskóla i Bandaríkjun-
um, sannar þetta áþreif-
anlega. Þeir gerðu til-
raunir með hvítar mýs,
eins og visindamönnum
er tamt, og reyndu áhrif
ýmiss konar drykkja á
mýslurnar.
Músunum var skipt 1
fjóra flokka, sem fengu
sams konar fæðu, en hins
/»/
' 1,1 >7
vegar hver sina tegund
af drykk. Flokkurinn,
sem íékk nýlagað k^|
á hverjum degi. var við
langsamlega bezta heilsu
og allar mýsnar af hon-
um lifðu við hestaheilsu,
þar til þær létust úr elli.
Vísindamennirnir höfðu
gaman af að gefa mýsl-
unum kaffið. vegna þes3
hversu æstar þær voru I
það. Þær virðast sem
sagt hafa svipaðan
smekk og mannskepnan,
blessaðar.
Niðurstaðan af rann-
sókn vísindamannanna
sannar þvi, að það er
langt frá því að vera
hættulegt að drekka
kaffi frá blautu barns-
beini. Þvert á móti er það
hollt og gott.
Mýs og menn hafa ýmislegt sameiginlegt svo sem kemur fram í
þessari frétt, er birtist í Mbl. stuttu eftir opnun Mokka, en þó án
nokkurra beinna tengsla við staðinn
viðloðandi kaffistofuna alla tíð, en
þeir eru fjölmargir sem voru fasta-
gestir um árabil, en eru nú sjald-
séðir vegna breyttra einkaað-
stæðna eða einfaldlega horfnir af
mannlífssviðinu.
Útlendir ferðalangar sóttu og
mikið kaffistofuna líkt og á svip-
aða staði í erlendum stórborgum
og þar á meðal fjölmiðla- og ljós-
vakafólk, og man ég eftir einni
upptöku, sem ég tók ofurlítinn
þátt í. Var hér á ferð sjónvarps-
flokkur frá BBC í London og var
m.a. ung kona, Vigdís Finnboga-
dóttir, þeim til aðstoðar.
Þjóðkunnir listamenn svo og
ýmsir skrítnir fuglar sátu sem
límdir við stólana á Mokka árum
saman, en hurfu svo sumir jafn
skyndilega og þeir komu líkast
því, að þeir hafi verið settir inn á
einhveija kaffíafvötnunarstofnun
og þeim fyrirlagt að forðast fyrri
félagsskap og umhverfí — jaftivel
skilja við makann!
Að sjálfsögðu tóku aðrir upp
þessa nýjung í hinu nýjungagjama
landi, jafnvel með húð og hári og
segja má, þannig að sumum þótti
fullnóg um. En þrátt fyrir að meira
væri lagt í þær — og ein jafnvel
klædd skinnum og íslenzkum eðal-
steinum og væri á sjálfum snerti-
punkti borgarinnar, Austurstræti,
þá lognuðust þær útaf á nokkrum
árum og sumar við næsta lítinn
orðstír.
Glæsilegt umhverfi gat einfald-
lega ekki komið í stað hins sér-
staka andrúms, sem einkenndi
Mokka frá upphafí með Guðmund
og freyju hans sem gestgjafa. Hér
komust og menn ekki upp með
neina vitleysu, enda er Guðmundur
einhver mesti snillingur, sem ég
veit um við að bægja í burt óæski-
legu fólki — og gera það með
góðu, svo að viðkomandi kveðja
jafnvel með virktum. Og þá er
mér minnisstæð sú fágæta nátt-
úrugáfa, er blómstraði suður í
Róm fyrir 35 árum, er hann talaði
við allra þjóða kvikindi, lét móðan
mása í gríð og erg, — og allir virt-
ust skilja hann til fullnustu eða
máski varðaði það heimsendi að
viðurkenna annað. En það skiptir
minna máli, enda verður það aldr-
ei upplýst.
Slíkir menn eru víst fæddir
heimsborgarar.
Kvenblóminn úr nánustu fjöl-
skyldu hefur verið iðinn við að
aðstoða við afgreiðsluna um árin,
jafnt tengdamóðir, mágkona sem
dætumar tvær, sem nú hafa hleypt
heimdraganum, en voru ekki til í
árdaga Mokka.
Kaffíð kostaði fyrst fímm krón-
ur og sú mæta kona, Guðrún Á.
Símonar, ritaði þá í gestabókina
„fímmkallamir rúlla" — og svo
mjög hafa þeir rúllað, að þeir hafa
gleypt allar hæðimar fyrir ofan,
þar sém fjölskyldan hreiðraði um
sig nokkmm áum. Reif mörg lög
af veggfóðri til að komast að
innsta kjama þess — gera það sem
upprunalegast eins og lífrænt eð-
alkaffíð.
011 árin hafa verið mjmdlistar-
sýningar á veggjunum og þeim
ekki markaður neinn bás. En í
upphafi varð þó að vera B í nöfn-
um allra sýnendanna, er fyrir-
huguð einkasýning mín varð að
samsýningu. Og þafinig sýndu þar
auk mín, Barbara Amason og
Bjami Jónsson á veggrýminu.
Benedikt Gunnarsson sýndi gler-
mynd f glugganum, en Jón Bene-
diktsson höggmynd á palli.
Teiknaði á rómantíska auglýs-
ingu fyrir staðinn, sem ekki var
notuð einhverra hluta vegna, en
hins vegar vom stafímir með heiti
kaffistofunnar notaðir í skiltið,
sem enn trónir fyrir utan.
Margur ágætur og þjóðkunnur
listamaðurinn hefur sýnt verk sín
á veggjunum um árin, en engin
Norðurlandskjördæmi
vestra
Hlíðarhjalli - sérh.
Eigum eftir nokkrar aérh. viö
Hliöarhjalla. Afh. fullfrég. utan,
tilb. u. trév. innan ásamt bílskýli.
Áætl. afh. júli-ág.
Vallhólmi - olnb.
220 fm alls. 3 svefnh. á efrl hæð. A
neðri hæö er forstherb., sauna og atór
bflsk.
Hlfðarhjalli - einb.
272 fm fokh. á tveimur hæðum. Tvöf.
bílsk. 2ja herb. ib. er samþ. á jarðh.
Seljandi býður efitir veðdláni og getur
lánað allt að 3 millj. til 5 ára.
Lóð — Mosbæ
766 fm við Reykjabyggö. Allar teikn.
fylgja. Bygghæf strax.
EFasleignasalan
EIGNABORG sf.
Hamraborg 12, s. 641 500
Sölumenn:
Jóhann Hallöánaraon, hs. 72057
Vilhjálmur Einsrsson, hs. 4U9(L
Jón Einksson hdl. og C
Runar Mogenson hdl. #1
Friðrik Sóphusson, iðnaðarráðherra, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, og Pálmi Jónsson, alþingismaður,
hafa viðtalstíma í Norðurlandskjördæmi vestra á næstu
dögum sem hérsegir:
29. júní miðvikudag í Sjálfstæðishús-
inu, Grundargötu 11, Siglu-
firði, kl. 17.00.
30. júní fimmtudag í Sjálfstæðishús-
inu, Aðalgötu 8, Sauðárkróki,
kl. 10.00 f.h.
30. júní fimmtudag í Fellsborg,
Skagaströnd, kl. 18.00.
1. júlí föstudag í Sjálfstæðishúsinu,
Blönduósi, kl. 10.00f.h.
1. júlí föstudag íVertshúsinu, Norð-
urbraut 1, Hvammstanga, kl.
14.00.
Tillaga um auglýsingu sem aldrei birtist
Guðmundur i Mokka við Kaffivélina
myndskoðun hefur þó ríkt um val
sýninga, sem sennilega var skyn-
samlegasta lausnin í jafn litlu þjóð-
félagi. Ungt fólk átti hér griðar-
stað fyrir myndir sínar og þreytti
hér margur knár frumraun sína á
listasviði.
íbúar landsins eru vísast allir
af konungakyni og rekja ættir
sínar til vígdjarfra herkonunga svo
sem Magnúsar berfætta og afa
hans Haraldar Harðráða. Færri til
rólega mannsins þar á milli er
nefndur var Ólafur friðsami (Olav
Kyrre), er ríkti fyrst fyrst ásamt
Magnúsi bróður sínum 1066-1069
varð seinna einvaldur Noregs og
blómstraði fjárhagur landsins í tíð
hans. Báðir voru þeir synir Har-
alds harðráða og frillu hans Þóru
Þorbergsdóttur. Magnús berfætti
fékk viðumefnið vegna þess að
hann klæddist stuttum kyrtli af
skoskum hætti svo að sá í be'ar
fætuma.
Þessi norræni siður með viður-
nefnin er ágætur og má Guðmund-
ur Baldvinsson vel við una með
Mokka- viðumefnið og hann líkist
helst þeim í miðjunni með því að
hafa haldið kyrm fyrir í friðsemd
á staðnum í 30 ár og ávaxtað sitt
pund.
— Og hvað svo sem uppi er á
veggjum kaffistofunnar hveiju
sinni, sem vísast ergir suma, en
gleður aðra, þá er það trúa mín,
að fáir geti hugsað sér Skólavörðu-
stíg án Mokka kaffís, sem með
tímanum hefur orðið einhvers kon-
ar kennileiti götunnar. Og stefnu-
mótin, sem menn hafa sett sér á
þessum stað, skipta vafalítið tug-
þúsundum og mörg þeirra vafalítið
endað fyrir framan (kvistótt) alta-
rið.
Þannig hefur lífrænn sköpunar-
krafturinn verið á fullu á þessum
stað frá upphafi og Guðmundur
og freyja hans markað sérstaka
sögu í list- og veitingamenningu
höfuðborgarinnar með kaffí sem
konungum sæmir.
Félagsheimili -
Sumarbústaðaeigendur
Við skiptum um! Af þeim sökum
seljum við húsgögn, rúmdýnur og
salemistæki.
Upplagt í sumarhúsið.
Upplýsingar í súm 82200.