Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 Sigurbjöm Friðbjamar- son — Minningarorð Fæddur 19. febrúar 1906 Dáinn 21. júní 1988 Sigurbjöm frændi minn barst aldr- ei mikið á í lifanda lífí. Hann fædd- ist inn í þennan heim án þess að nein undur eða stórmerki gerðust og kvaddi hann saddur lífdaga hljóðlega og hávaðalaust. Þannig var og líf hans allt eins og svo margra samtímamanna hans sem fæddust í sárri fátækt, var settur í fóstur til vandalausra og lifði sem daglauna- maður af tilfallandi wnnu allt sitt líf. Þessi kynslóð sem fæddist á tímum sem eru okkar tíð svo ólíkir, að miða mætti tímatalið við þá, er senn öll. Aldamótakynslóðin sem skilað hefur þessari þjóð meiru en aðrar kynslóðir hefur kvatt okkur, án þess að hafa hlotið þann þakkarskerf sem henni ber. Sigurbjöm Friðbjamarson fæddist að Kaðalstöðum í Hvalvatnsfirði í Suður-Þingeyjarsýslu 19. febrúar 1906. í þá daga vom 15 býli í Fjörð- um þótt nú séu þar tóftir einar og gamlar minningar. Foreldrar Bjössa frænda vom afi minn, Friðbjöm Fæddur 2. ágúst 1925 Dáinn 17.júní 1988 Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runninn, á bak við dimma nótt. (V. Briem) í dag verður til moldar borinn Jón Jabob Jónsson; á mínu heimili ávallt kallaður Jón afi. Hann var fæddur á Vatnsleysu í Skagafirði og var yngst- ur í hópi átta systkina. Jón giftist árið 1960 Málmfríði Geirsdóttur frá Álftagerði í Mývatns- sveit. Þau eignuðust þijár dætur, tvíburana Önnu Guðnýju og Freydísi Huld árið 1960, og Elínu Hildi árið 1961. Jón fór snemma að vinna fyrir sér eins og tíðkaðist í þá daga. Hann var nokkrar vertíðir í Vestmannaeyj- um og fór síðan að vinna hjá Pólum í Reykjavík. Seinna hóf hann svo störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og starfaði þar í um 20 ár eða þar til hann veiktist. Ungur veiktist hann af sykursýki, en á seinni ámm veiktist hann svo alvar- lega að hann varð þá að hætta vinnu. Málmfríður kona hans studdi hann alla tíð vel og dyggilega í þeirri bar- áttu. Ég kynntist fjölskyldu Jóns fyrst er ég var samtíma Elínu Hildi í skóla og hún kynnti mig síðar fyrir systmm sínum. Þær bjuggu þá í Reykjahlíð í Reykjavík. Þá var ég húsnæðislaus og bamshafandi. Þær tóku mig upp á sína arma og veittu mér húsaskjól og vináttu af sinni einstöku hjarta- hlýju, og mun ég ætíð minnast þess með innilegu þakklæti. Á þeim tíma kynntist ég svo Málm- fríði og Jóni. Þau kynni urðu svo að órofa vináttu er ég flutti í nágrenni þeirra. Þau vom jafnan við mig eins Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Jónsson, ættaður úr Fjörðum og af Flateyrardal, og amma mín, Rósa Sigurbjamardóttur, ættuð af Látra- strönd og úr Höfðahverfi. Bjössi var yngstur níu systkina og er sá síðasti sem kveður. Afi minn og amma bjuggu alla sína búskapartið við sára fátækt. Þau eignuðust aldrei jarðnæði en vom ýmist leiguliðar eða í húsmennsku á ýmsum bæjum á S-Þingeyjarsýslu og Eyjafirði. Þegar Sigurbjöm fæddist varð amma mín veik og varð að láta hann í fóstur aðeins nokkurra mánaða gamlan. Það var Bjössa til happs og hefur ásamt óvenju mildri og ljúfri lund, eflaust átt ríkan þátt í ham- ingjusömu lífi hans, að hann fór til úrvals fólks. Að Hraunkoti í Aðaldal tóku hann í fóstur hjónin Jónas Þorgrímsson og kona hans Friðrika Eyjólfsdóttir. Þau gengu honum í foreldra stað og þar fann hann sitt heima — þar var hans æsku- og uppvaxtarheimili. Þegar hann komst á fiillorðinsár varð hann vinnumaður hér og þar, en fór vestur í Sléttu- hrepp á Homströndum að áeggjan og ég væri ein af dætmm þeirra og syni mínum hafa þau verið sem um þeirra eigið bamabam væri að ræða. Þau gættu hans jafnan er ég þurfti að vinna aukavinnu frameftir á kvöldin og Jón var syni mínum sann- kallaður afi. Hjá honum átti drengur- inn jafnan skjól og þangað sótti hann, þótt hann eltist og flytti úr nágrenn- inu. Þegar Jón var hættur að vinna var dagurinn oft lengi að líða hjá honum. Þá fékk hann sér göngu um nágrennið og stundum kom hann í heimsókn til okkar. Gekk ég þá með honum til baka og á þessum göngu- ferðum var margt spjallað. Þá rifjaði hann oft upp minningar frá fyrri tíð. Sérstaklega minntist hann bemsku- ára sinna og æsku. Þá vom vissulega aðrir tímar. Einnig minntist hann oft áranna í Vestmannaeyjum. Þá heyrði ég fyrst mörg orð og orðatiltæki sem við vom höfð í sjómennsku á þessum ámm og einnig dró hann oft upp myndir frá þeim tíma og ámm sínum fyrir noi^an. Myndir sem fyrir ungt fólk í dag em framandi. Með þessum fátæklegum orðum vil ég þakka Jóni Jakobi fyrir góð kynni og einstaka vináttu og hjarta- hlýju í minn garð og drengsins míns. Hann var drengnum mínum sem afi Ólafs bróður síns um 1932. Þar hitti hann þá konu er síðar varð eiginkona hans, Jómnni Sigurðardóttur, og giftust þau 5. apríl 1935. Hjónaband þeirra var með afbrigðum farsælt og eignuðust þau tvær dætur, Berg- ljótu og Friðriku' Rósu. Jómnn var ljósmóðir og gekk undir því fallega nafni Ljósa á okkar heimili. Það biðu Sléttuhrepps sömu örlög í Reykjavík; afi sem drengurinn bar ómælda virðingu fyrir og traust til. Málmfríði og dætmm Jons bið ég Guðs friðar. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Soffía Guðlaugsdóttir og fjölskylda og Fjörðanna, að fara í eyði. í stríðsbyrjun fluttu bæði foreldrar mínir og Bjössi og Ljósa til Húsavfk- ur, sem varð næsti áfangastaður beggja á.þessu tímaskaiði umróts og sviftibreytinga. Þar bjuggu þau tii 1954 er þau fluttu til Reykjavíkur eins og svó margir aðrir af þessari sömu kynslóð. A þessum ámm var Húsavík stórt þorp. Plássið hafði ekki ákveðið sig hvort það ætti að verða sjávar- og útgerðarstaður eða landbúnaðar- þorp. Niðurstaðan varð sambland af rollum og þorski, kúm og síld. At- vinna daglaunamanna var stopul og færðist til eftir árstíðum, en upp úr 1950 verða þau ár fleiri sem enga vinnu var að fá. Þá varð Völlurinn neyðarúrræði sumra, eða brottflutn- ingur til gjöfulli staða. Á þessum ámm um og eftir seinni heimsstyrjöldina var mjög náinn samgangur fjöiskyldna okkar. Ekk- ert gladdi okkur systkinin meira en að fá að dvelja um nótt hjá Bjössa og Ljósu. í blámóðu minninganna em þessar stundir einhveijar þær kæmstu sem við áttum. Hlýjan og umhyggjan sem umlukti þessi hjón, gaf þeim sem nutu öryggi og gleði. Bjössi erfði frá móður sinni — sem var einhver blíðasta kona sem ég hef kynnst — blíðu og milt skap, en upp- eldið gaf honum innrajafnvægi sem einkenndi hann ætíð. Öfund og kýtur vom honum framandi og ásókn í Fædd 25. maí 1908 Dáin l.júní 1988 Ég vil með nokkrum línum hér í blaðinu minnast kunningjakonu minnar, frú Sigfríðar Jónsdóttur, sem andaðist á Elliheimilinu Gmnd, Reykjavík, 1. júní sl. Sigfríður, eða Sissí eins og hún var oftast nefnd, var Suður-Þingey- ingur, fædd þar og uppalin. Hún var þar af ágætu fólki komin og vom margir þjóðfrægir gáfumenn í henn- ar ætt. Snemma á ævidögum hennar kom í ljós að hún var greind, rösk til verka og hafði listræna hæfileika. En fyrir 70 ámm var tíðarandinn ólíkur þvi sem nú er. Helst áttu stúlkur aðeins að læra heimilisstörf. Kvennanám í listgreinum var algjör undantekning á þeim tíma hér á landi, enda fátækt landlæg hjá almenningi. Eftir bamaskólalærdóm fór Sissí í húsmæðraskóla. Seinna lá svo leið- in til Suðurlands og Reykjavíkur, þar sem hún stundaði ýmis störf, þar á meðal afgreiðslustörf í verslunum. Hún sótti námskeið bæði i hand- mennt, söng og fleiri listgreinum. Svo handlagin var hún að allt virtist leika í höndum hennar, eins og stund- heimili sínu í fjölda ára og var það henni mjög hjartfólgið starf. Hún fylgdist vel með „bömunum sínum", eins og hún kallaði þau, og mundi hún nöfn þeirra allra. Þessar fátæklegu línur ná ekki yfir nema brot þess sem upp í hug- ann kemur á skilnaðarstundu. Eg veit að hennar verður sárt saknað innan íjölskyldunnar og ég veit líka að hún fór héðan með gott vegar- nesti því sá er ríkastur sem mest hefur gefið. Ingunn Stefánsdóttir _____________________________43« veraldleg gæði óþekkt í eigin hugar- heimi. Síðast þegar ég sá Bjössa var hann orðinn sjúklingur á Sjúkrahús- inu á Húsavík. Eftir að við höfðum spjallað saman um stund studdi ég hann á fætur og við stóðum við her- bergisgluggann sem var í austur og sást Brekkan öll upp að Strandbergi og Reykjaheiðin. Við horfðum á þetta nokkra stund og áður en við sett- umst aftur sagði Bjössi: „Ég held mig langi ekkert til að horfa á þetta lengur. Þetta hefur breyst svo mikið, ég þekki mig varla lengur." Já — þannig vom þeir tímar sem þetta fólk lifði á, að staðir voru nær óþekkjanlegir og unga fólkið af allt annarri gerð og innræti. Bjössi frændi minn vann engin stórvirki í lífinu. Hann var hvorki í forystu fyr- _ t ir miklum breytingum né reyndi að 1 hindra komu þeirra. Hann vann störf sín í kyrrþey og af trúmennsku og alúð og sinnti fjölskyldu sinni af ást og umhyggju. Hann var farsæll mað- ur og hjartahreinn. Ég veit, að ég tala fyrir hönd systkina minna og móður þegar við nú að leiðarlokum þökkum samfylgdina. Minningin um Bjössa er okkur kær og við munum ætíð geyma ljúfa mynd þessa manns í hugskotumokkar. Aðstandendum, en þó einkum frænkum mínum Frið- riku og Beggu, votta ég innilegustu samúð mína. Þröstur Ólafsson um er sagt um sérlega handlagið fólk. Á snotra heimilinu hennar var oft gestkvæmt, enda var hún gestris- in og skemmtileg heim að sækja og gerði þar engan mannamun. Sissí var glæsileg kona, vel skáld- mælt og kvæði hennar hafa verið lesin upp í útvarpi. Einnig fékkst hún við tónsmíðar og hafa lög sem hún samdi verið leikin opinberlega. Mál- aralist var henni hjartfólgin og mál- aði hún nokkur verk á seinni árum. Söngrödd hafði hún mikla og söng í mörg ár í kórum, þar á meðal í kór Hallgrímskirkju. Það er trú mín að hún hefði getað náð langt á vegi sönggyðjunnar ef aðstæður hefðu verið betri. Ekki sneiddi mótlætið alltaf fram- hjá þessari hæfileikagæddu konu, enda var auðvelt að særa saklausa og viðkvæma sál hennar. Þá hjálpaði að hún fékk létta lund í vöggugjöf, svo var einkadóttirin efnisstúlka sem giftist miklum ágætismanni og dótt- , urbömin þijú eru gott og dugandi menntafólk og vom henni til ómældr- ar gleði. Sumir dansa eftir einróma stefi í kringum gullkálfinn. Það verður ekki sagt um Sissí, en hennar næma lista- mannseðli gaf henni „auðlegð hjart- ans“. Fegurð himinsins, dýrð jarðar, áhrif ástar og sorgar urðu henni yrkisefni. Svo margþætt og frjótt hugarfar er mikil auðlegð þeim sem hýsir. Sissí var heilsuveil á seinni árum og á síðustu árum var hún þrotin af kröftum, bæði andlega og líkam- lega. Þá er gott að duftið hverfi til jarðarinnar en andinn til Guðs sem gaf hann. Guð blessi minningu hennar. Margrét Hjálmtýsdóttir Vegna mistaka við vinnslu þess- arar greinar sem birtist í blað- inu í gær er hún endurbirt hér. Beðist er velvirðingar á þessum " mistökum. Þuríöur Bárðar- dóttir — Minning Fædd 25. nóvember 1913 Dáin 20. júní 1988 í gær fór fram útför stjúpmóður minnar, Þuríðar Bárðardóttur, en hún lést 20. júní eftir langa sjúk- dómsbaráttu. Hún fæddist að Ljótar- stöðum í Skaftártungu árið 1913 og voru foreldrar hennar hjónin Guðrún Þórðardóttir og Bárður Gestsson. Fjögurra ára missti hún föður sinn og varð þá elst þriggja föðurlausra systkina. Árið 1920 giftist Guðrún seinni manni sinum, Brynjólfi Odds- syni, og fluttist Þuríður þá með móður sinni að Þykkvabæjarklaustri. Þau Guðrún og Brynjólfur eignuðust 6 böm og tóku auk þess eitt bam að sér. Strax axlaði Þuríður þá ábyrgð að vera elst í stómm systk- inahópi og stóð við hlið móður sinnar í þeim störfum sem fylgja stóru heim- ili. Á Þykkvabæjarklaustri dvaldi hún til ársins 1940 er hún fór til Vest- mannaeyja og ári síðar gerðist hún ráðskona hjá Lárusi Ársælssyni, en hann hafði þá nýverið misst konu sína frá þremur ungum bömum þeirra. Um fjögurra ára skeið fóstraði Þuríður böm Lámsar og urðu þau henni mjög kær alla tíð síðan. 1945 fluttist hún svo til Reykjavík- ur og hóf þar störf á saumastofu. 28. september 1946 giftist svo Þuríð- ur föður mínum, Stefáni Nikulássyni stýrimanni frá Stokkseyri. Þau bjuggu fyrstu árin í Reykjavík en reistu síðan hús að Meltröð 2 í Kópa- vogi og bjuggu þar æ síðan. Þar bjó Þuríður föður mínum myndarheimili og stóð það mér og mínum ávallt opið. Við stöndum öll í þakkarskuld fýrir þá elsku sem hún auðsýndi okkur. Okkar hagur var hennar hag- ur og deildi hún með okkur gleði og sorg. Sonum mínum kenndi hún að lesa og skrifa og sá að miklu leyti um þann þátt uppeldisins er laut að kristilegri uppfræðslu. Fátt gladdi stjúpmóður mína meir en að fá ömmudrengina sína í heimsókn, og nú síðast langömmubömin tvö, enda var oft glatt á hjalla hjá ömmu og afa í „Kópó“. Alltaf leyndist eitthvað gómsætt í kökustaukunum þrátt fyr- ir skert þrek hennar síðustu árin. Þuríður starfrækti smábamaskóla á Minning: Jón Jakob Jónsson Sigfríður Jóns- dóttir — Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.