Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 2
2 MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAÓUR 29. JÚNÍ 1988 VÉLFRYST SKAUTASVELL Húsdýragarður Grasagarðurinn kf.u.m. ■Gervigrasvöllur rdalshöll gjiVlMÍ Lóð Tónlistarhúss Húshitunartaxtar RARIK munu hækka um 13-15% Magni ogBlikuson Magni Kjartansson bóndi í Árpcrði í Eyjafirði varð landskunnur þegar hann hjúkraði Snældu-Blesa sinum sem lengst þegar hann fótbrotnaði um árið. En hann Magni er magnaður í hrossarækt- inni. Hann bregður á leik með nýlega fæddan son Bliku sem er systir Snældu-Blesa. Blika var hæst dæmda kynbótahryssan á landinu í fyrra. Ekki ætti faðernið að spilla fyrir, því að folaldið er undan þeim fræga Otri frá Sauðárkróki. Er ekki nema von að Magni sé kátur á svipinn því hér er fæddur einn stærstætt- aði gripur seinni tíma. Ríkisstjórnin frestar afgreiðslu hækkunarbeiðni Pósts og síma Á rikisstjórnarfundi í gær- morgun voru teknar fyrir beiðn- ir opinberra fyrirtækja um hækkun á gjaldskrám. Samþykkt var að veita heimild til 8% hækk- unar á gjaldskrá Rafmagns- veitna rikisins er beðið höfðu um 11,5% hækkun. Að sögn Þor- steins Pálssonar, forsætisráð- herra, kom ríkisstjórn saman um að gera ekki athugasemdir við 8% gjaldskrárhækkun Lands- virkjunar sem gengur í gildi næstkomandi föstudag. Gjald- skrár dreifiveitna hækka yfir- leitt um 5-8%. Ákveðið var á ríkisstjómarfund- inum að fresta beiðni Pósts og síma um 25-30% hækkun gjaldskrár. Var samgönguráðherra, sjávarútvegs- ráðherra og fjármálaráðherra falið að kanna nánar þörf stofnunarinnar fyrir hækkun og munu þeir gera tillögur í þá átt. Gjaldskrárhækkun Rafmagns- veitna ríkisins um 8% leiðir til 13-15% hækkunar á verði raforku til húshitunar að sögn Eiríks ISriem, - deildarstjóra hjá RARIK. Ástæða þessa er að niðurgreiðslur á rafhita og svonefndur afsláttur Landsvirkj- unar vegna rafhitasölu til heimila em óbreyttar, hafa ekki aukist í samræmi við hækkun heildsölu- verðs Landsvirkjunar. Stærstu dreifiveitur utan RARIK em í Reykjavík, Hafnarfirði, Suður- nesjum, Akureyri og Vestfjörðum. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að hækka gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur um 5% frá og með 1. júlí næstkomandi. Raf- orkuverð hækkar um 6% frá mán- aðamótum hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar að sögn rafveitustjóra, Jón- asar Guðlaugssonar. Finnbogi Bjömsson, stjómar- formaður Hitaveitu Suðumesja, sagði að rafmagn þaðan hækki í verði um 5-7% í kjölfar hækkunar Landsvirkjunar og hitunarverð hækki jafn mikið 1. júlí vegna al- mennrar dýrtíðar. Að sögn Svanbjöms Sigurðsson- ar, hitaveitustjóra á Akureyri, hækkar gjaldskrá um 8% frá og með föstudeginum. Kristján Har- aldsson, orkubússtjóri á Vestfjörð- um, sagði að ákvörðun um verð- hækkun raforku yrði tekin á fundi stjómar í dag og miðaðist líklega við hækkun RARIK. Hann sagði óveijandi hve lítinn aðlögunartíma Landsvirkjun gæfí dreifiveitum, með því að tilkynna um hækkun heiidsöluverðs á raforku örfáum dögum áður en hún skellur á. í Laugardal er fyrirhugað að koma upp vélfrystu skautasvelli og húsdýragarði. Vélfryst skautasvell í Laugardal Áætlaður kostn- aður er 45 millj- ónir króna ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur sam- þykkt tillögu fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins um að byggja vélfryst skautasvell í Laugardal. Svellið verður 62x32 metrar að stærð og er heildarkostnaður áætlaður um 45 milljónir króna. Júiíus Hafstein formaður íþrótta- og tómstundaráðs, sagði að stærð svellsins gerði meðal annars ráð fyrir að þar mætti leika ísknattleik. „Umhverfís svellið verða 2,5 metra háar jarðvegsmanir, þar sem gróð- ursett verða barrtré," sagði Júlíus. „Það er gert til að skapa allt að fjögurra metra háan skjólvegg umhverfis svellið en ein forsendan fyrir vélfrystu útisvelli er sæmilegt skjól." í þeim áætlunum sem liggja fyrir er gert ráð fyrir litlu húsi við svellið svipað því sem er við gervi- grasvöilinn. Þá er gert ráð fyrir bifreiðastæði austan við svellið og á það einnig að þjóna fyrirhuguðum húsdýragarði, sem ráðgert er að verði enn austar og nær Grasagarð- inum í Laugardal. „Verði af þessari framkvæmd, sem við vonum að verði samþykkt við gerð næstu flárhagsáætlunar, þá verður byijað á svellinu á næsta ári og það væntanlega tekið í notk- un upp úr áramótum 1990,“ sagði Júlíus. Bandaríkjadalur hefur hækkað um 5% frá gengisfellingu: Helmingur hækkunarinnar skilar sér til frystingarinnar - segir Friðrik Pálsson hjá SH GENGI Bandaríkjadals hefur hækkað um tæp fimm prósent gagnvart krónunni síðan gengi hennar var fellt um miðjan maí. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, segir að þessi hækkun skili sér í um 2,5% verðhækkun til fryst- ingarinnar. Hækkun hefur haft áhrif til lækkunar á verðbólgu innanlands, ef eitthvað er, að sögn Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar. Við síðustu gengisfellingu þann 16. maí var kaupgengi dalsins skráð á 43,16 krónur. I gær var dalurinn hins vegar skráður á 45,31 krónu, eftir að hafa lækkað lítillega í verði í kjölfar ráðstafana seðlabanka annarra helstu iðnríkja í fyrradag. Hækkunin á þessu timabili nemur því um 4,98 prósentum. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, hefur þessi hækkun komið að góðu þeim íslensku fyrirtækjum sem selja vör- ur sínar fyrir dali, svo sem þeim sem selja fiystar fiskafurðir til Bandaríkjanna. Hins vegar verði jafnframt að hafa í huga þá lækkun sem orðið hefur á frystum fiskaf- urðum í Bandaríkjunum sem vegur þann hagnað upp. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagði að búast mætti við að um helmingur hækkunar dalsins skilaði sér I hærra verði til frystingarinn- ar. Samkvæmt því hækkar afurða- verðið um 2,5%. „Heildaráhrifín af hækkun dalsins eru okkur augljós- lega í hag,“ sagði Friðrik. „Maður veit auðvitað ekkert hvaða fram- hald verður á þessu, það eru sveifl- ur bæði upp og niður," sagði Frið- rik. Þórður Friðjónsson taldi heldur ekki hyggilegt að slá því föstu að styrkleiki dalsins muni haldast. Hin góða staða hans nú stafar einkum af hagstæðum vöruskiptajöfnuði Bandarílg'anna að undanfömu og bjartsýni sem ríkti í kjölfar fundar • .... ■jsJí* <2 Morgunblaðið/ GÓI: Stuðst er við teilcníngu Teilcnístofu Reynis Vilhjálmssoriar fra apríl 1986. leiðtoga helstu iðnríkja heims. Þó kvað Þórður að sér sýndist sem breytingar yrðu ekki miklar á næst- unni, að minnsta kosti fram í miðj- an júlí er fréttir af vöruskiptajöfn- uði Bandaríkjanna í maímánuði fara að birtast. Að sögn Þórðar meta Norðmenn nú stöðu sína þannig að þeim beri að draga úr þorskafla. Ef þorskur minnkaði á mörkuðum í kjölfar þessa er hugsanlegt að það styrkti mjög stöðu Islendinga. Verðbólguáhrif þau sem hækkun dalsins hefur innanlands kvað Þórð- ur vera lítilvæg í landi þar sem verðbreýtingar væru upp á 3 til 5 prósent á mánuði, eins og hér á landi að undanfömu Þau áhrif væru þó frekar til lækkunar, þar sem Islendingar kaupa mest inn frá Evrópu og innflutningsverð ræðst af evrópskum gjaldmiðlum. Mosfellsheiði: Bílbelti komu í veg fyrir stórslys FÓLKSBIFREIÐ, sem var á leið frá Þingvöllum til Reykjavíkur, fór út af vegin- um hjá Svanavatni á Mos- feUsheiði um hádegi í gær. Þrír menn voru i bílnum og sluppu þeir svo tíl ómeiddir, en bíIUnn er talinn gjörónýt- ur. Mennimir voru allir í bflbelt- um og er talið fullvíst að beltin hafí komið í veg fyrir stórslys. Ovíst um lánveitingn til fóðurstöðvanna ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra gerði á ríkisstjómar- Þörungaverksmiðjan: Samning- ar tókust Miðhúsum, Reykhólasveit. SAMNINGAR tókust í gær milli starfsmanna og stjómar Þörunga- verksmiðjunnar hf. á Reykhólum, samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Sæmundssonar, fuUtrúa verkalýðsfélagsins Grettis hjá Þörungaverksmiðjunni. Um samdist að eftirvinna fellur niður og einn launataxti gildir fyrir alla vinnu umfram dagvinnu. Séu útköll utan vinnutíma greiðast þijár vinnustundir hið minnsta og auk þess einn tími fyrir ferðir. Kaffitímar verða tveir, tuttugu mínútur í hvort sinn. Að öðru leyti er samningurinn í samræmi við bráðabirgðalög ríkis- stjómarinnar að sögn Guðmundar. Reinhard Reynisson, sveitarstjóri, sagði alla ánægða að þessari samn- ingalotu væri lokið. Sveinn fundi í gær grein fyrir áliti sljómar Byggðastofnunar um að rikisstjórnin verði að tryggja að byggðasjóður beri ekki skaða af 80 miBjón króna lánveitingu til loðdýrafóðurstöðva, þar sem óvist sé að lánin fáist endur- greidd vegna slæmrar stöðu stöðvanna. Ríkisstjómin gaf ekki loforð um annað en að mál Byggðastofnunar yrðu skoðuð við næstu fjárlagagerð. Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að þetta séu ekki þau svör, sem um hafi verið beðið, og því sé óvist að stofnunin geti lánað fóðurstöðv- unum féð, sem þær þurfa. „Án þess að geta svarað fyrir munn stjómar Byggðastofnunar, þá tel ég ólíklegt að við munum fara út í erlenda lántöku," sagði Guðmundur Malmquist. „Það var samþykkt að gera þetta með því skilyrði að ríkisstjómin styddi við bakið á stofnuninni." „Ég gerði grein fyrir því að ég myndi svara Byggðastofnun á þann veg að ákvarðanir um ijárveitingar til stofnunarinnar á næsta ári yrðu samkvæmt venju teknar við gerð íjárlaga. „Það er engin ákvörðun tekin um þessi mál fyrirfram en við munum skoða stöðu Byggðastofn- unar,“ sagði Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.