Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MtÐVIKUÐAGUR 29. .ÍÚNÍ' Í988 ð. Vífilfell hf., Bylgjan og Stöð 2: „Leggjum rækt við landið “ Átak í skógrækt og almennri um- gengni Verksmiðjan Vífilfell h.f., út- varpsstöðin Bylgjan og sjón- varpsstöðin Stöð 2 munu í sumar sameina krafta sina í þágu bættr- ar umgengni og skógræktar hér á landi. Tilgangurinn er að vekja landsmenn til umhugsunar um landvernd og ábyrgð gagnvart landinu. Átakið, sem hefst næst- Karl gerði jafntefli KARL Þorsteins gerði jafntefli við enska alþjóðlega meistarann Le- vitt í gær á opna Kaupmannahafn- armótinu { skák og er með 6 vinn- inga eftir niu umferðir. Staðan á mótinu er óljós, en Karl er senni- lega í 4.-7. sæti ásamt stórmeistr- unum Kupreitchik og Berbero. Um helgina tapaði Karl fyrir sov- éska stórmeistaranum Vaganjan, sem er efstur á mótinu, en vann síðan Andreason frá Svíþjóð í áttundu umferðinni. Tíunda og síðasta um- ferð á mótinu verður tefld í dag. Karl hefur hvítt en ekki er víst hver andstæðingur hans verður. komandi mánudag, 4.júlí, mun standa í þijár vikur. Að því loknu munu fyrirtækin afhenda Skóg- rækt ríkisins 1.750 þúsund krón- ur sem nota á til að gróðursetja hundrað þúsund tré á tuttugu hektara svæði ofan Geysis í Haukadal. Ætlunin er að hvetja fólk til að ganga frá einnota umbúðum eftir notkun. í þessum tilgangi mun tek- ið við flipum og töppum frá Vífil- felli í porti Bylgjunnar við Snorra- braut þessar þjrár vikur. Hver skilvís notandi fær viðurkenningar- skjal að launum, auk annarra verð- launa. Lokadag átaksins, 24. júlí, verður haldin hátíð á Miklatúni þar sem fram koma landsþekktar hljómsveitir og skemmtikrajftar. Viðurkenningarslq'ölin eru einnig happdrættismiðar og mun dregið um þijá ferðavinninga á hátíðinni. Þeir eru tvær sólarlandaferðir fyrir tvo og ferð fyrir tvo á Ólympíuleik- ana í Seoul í haust. Skógrækt ríkisins telur þessa gjöf bera vott um þann hug sem nú ríkir meðal þjóðarinnar til þess að endurheimta horfin landgæði og efla gróðurríki Islands meir en nátt- úran hefur megnað. Astæðan til þess að Haukadalur í Biskupstung- um varð fyrir valinu er sú að hér er um sögufrægan stað að ræða, þar má þegar sjá glæsilegan árang- ur skógræktar, auk þess sem fjöldi ferðamanna leggur árlega leið sína um svæðið. Bandarískir heimildaþættir um Norðurlönd Hyimildaþættir um Norðurlönd undir heitinu „The Nordic Ex- perience" eru nú í undirbúningi hjá bandaríska fyrirtækinu „Mac- Neil/Lehrer Productions" og mið- ast framleiðsla þeirra við dreif- ingu til sjónvarpsstöðva víða um heim. Tökur á kynningarþætti standa yfir þessa dagana í Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð en af fjárhagsástæðum verður not- ast við eldra efni frá íslandi og Noregi í þættinum. Fyrir sjálfa þáttaröðina verður hins vegar kvikmyndað á öllum Norðurlönd- nniini. í heimildaþáttunum, fímm talsins, verður fjallað um sögu, stjómmál, efnahagsástand og menningu á Norðurlöndum. Hver þáttur verður klukkustundar langur. í bréfí frá framleiðanda segir að sjónvarps- þættimir muni stuðla að auknum skilningi og áhuga á þessum heims- hluta. í fyrsta þætti verða Norðurlönd skoðuð í sögulegu ljósi, landfræði- legu og stjómmálalegu. Sérstaklega verða samskipti Norðurlandaþjóða við risaveldin tvö athuguð. Annar þáttur fjallar um norræna samvinnu, stöðu fjölskyldu og bama á Norðurl- öndum auk refsinga brotamanna. í þættinum verður sýnt frá árlegum kvennafrídegi hérlendis. Velferðar- kerfíð er meginefni þriðja þáttar en í fjórða þætti segir af björtum sum- amóttum og vetrarmyrkri, islensk- um eldfjöllum og jarðhita. Fimmti og síðasti þáttur í röðinni snýst um allt frá hönnun til efnahagslífs og stöðu Norðurlanda á alþjóða vett- vangi. NJÓTTU ÞESS TVISVAR Á DAG, EDA OFTAR. Nýtt MACS tannkrem! Einstök flúorsamsetning nýja Macs tannkremsins verndar bæði tennur og tannhold. Og bragðið er . . . þú verður bara að prófa það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.