Morgunblaðið - 29.06.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MtÐVIKUÐAGUR 29. .ÍÚNÍ' Í988
ð.
Vífilfell hf., Bylgjan og Stöð 2:
„Leggjum rækt
við landið “
Átak í skógrækt
og almennri um-
gengni
Verksmiðjan Vífilfell h.f., út-
varpsstöðin Bylgjan og sjón-
varpsstöðin Stöð 2 munu í sumar
sameina krafta sina í þágu bættr-
ar umgengni og skógræktar hér
á landi. Tilgangurinn er að vekja
landsmenn til umhugsunar um
landvernd og ábyrgð gagnvart
landinu. Átakið, sem hefst næst-
Karl gerði
jafntefli
KARL Þorsteins gerði jafntefli við
enska alþjóðlega meistarann Le-
vitt í gær á opna Kaupmannahafn-
armótinu { skák og er með 6 vinn-
inga eftir niu umferðir. Staðan á
mótinu er óljós, en Karl er senni-
lega í 4.-7. sæti ásamt stórmeistr-
unum Kupreitchik og Berbero.
Um helgina tapaði Karl fyrir sov-
éska stórmeistaranum Vaganjan,
sem er efstur á mótinu, en vann síðan
Andreason frá Svíþjóð í áttundu
umferðinni. Tíunda og síðasta um-
ferð á mótinu verður tefld í dag.
Karl hefur hvítt en ekki er víst hver
andstæðingur hans verður.
komandi mánudag, 4.júlí, mun
standa í þijár vikur. Að því loknu
munu fyrirtækin afhenda Skóg-
rækt ríkisins 1.750 þúsund krón-
ur sem nota á til að gróðursetja
hundrað þúsund tré á tuttugu
hektara svæði ofan Geysis í
Haukadal.
Ætlunin er að hvetja fólk til að
ganga frá einnota umbúðum eftir
notkun. í þessum tilgangi mun tek-
ið við flipum og töppum frá Vífil-
felli í porti Bylgjunnar við Snorra-
braut þessar þjrár vikur. Hver
skilvís notandi fær viðurkenningar-
skjal að launum, auk annarra verð-
launa. Lokadag átaksins, 24. júlí,
verður haldin hátíð á Miklatúni þar
sem fram koma landsþekktar
hljómsveitir og skemmtikrajftar.
Viðurkenningarslq'ölin eru einnig
happdrættismiðar og mun dregið
um þijá ferðavinninga á hátíðinni.
Þeir eru tvær sólarlandaferðir fyrir
tvo og ferð fyrir tvo á Ólympíuleik-
ana í Seoul í haust.
Skógrækt ríkisins telur þessa
gjöf bera vott um þann hug sem
nú ríkir meðal þjóðarinnar til þess
að endurheimta horfin landgæði og
efla gróðurríki Islands meir en nátt-
úran hefur megnað. Astæðan til
þess að Haukadalur í Biskupstung-
um varð fyrir valinu er sú að hér
er um sögufrægan stað að ræða,
þar má þegar sjá glæsilegan árang-
ur skógræktar, auk þess sem fjöldi
ferðamanna leggur árlega leið sína
um svæðið.
Bandarískir
heimildaþættir
um Norðurlönd
Hyimildaþættir um Norðurlönd
undir heitinu „The Nordic Ex-
perience" eru nú í undirbúningi
hjá bandaríska fyrirtækinu „Mac-
Neil/Lehrer Productions" og mið-
ast framleiðsla þeirra við dreif-
ingu til sjónvarpsstöðva víða um
heim. Tökur á kynningarþætti
standa yfir þessa dagana í Dan-
mörku, Finnlandi og Svíþjóð en
af fjárhagsástæðum verður not-
ast við eldra efni frá íslandi og
Noregi í þættinum. Fyrir sjálfa
þáttaröðina verður hins vegar
kvikmyndað á öllum Norðurlönd-
nniini.
í heimildaþáttunum, fímm talsins,
verður fjallað um sögu, stjómmál,
efnahagsástand og menningu á
Norðurlöndum. Hver þáttur verður
klukkustundar langur. í bréfí frá
framleiðanda segir að sjónvarps-
þættimir muni stuðla að auknum
skilningi og áhuga á þessum heims-
hluta.
í fyrsta þætti verða Norðurlönd
skoðuð í sögulegu ljósi, landfræði-
legu og stjómmálalegu. Sérstaklega
verða samskipti Norðurlandaþjóða
við risaveldin tvö athuguð. Annar
þáttur fjallar um norræna samvinnu,
stöðu fjölskyldu og bama á Norðurl-
öndum auk refsinga brotamanna. í
þættinum verður sýnt frá árlegum
kvennafrídegi hérlendis. Velferðar-
kerfíð er meginefni þriðja þáttar en
í fjórða þætti segir af björtum sum-
amóttum og vetrarmyrkri, islensk-
um eldfjöllum og jarðhita. Fimmti
og síðasti þáttur í röðinni snýst um
allt frá hönnun til efnahagslífs og
stöðu Norðurlanda á alþjóða vett-
vangi.
NJÓTTU ÞESS TVISVAR Á DAG,
EDA OFTAR.
Nýtt MACS tannkrem!
Einstök flúorsamsetning nýja Macs tannkremsins
verndar bæði tennur og tannhold.
Og bragðið er . . .
þú verður bara að prófa það.