Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988
"Minning:
Sveinn S. Einarsson
Véla verkfræðingur
Fæddur 9. nóvember 1915
Dáinn 19. júní 1988
Sveinn S. Einarsson verkfræðing-
ur er látinn. Fregnin um andlát hans
kemur sem reiðarslag, enda þótt öll-
um, sem til þekktu, væri ljóst, að
hann barðist við alvarlegan sjúkdóm
síðustu mánuðina, sem hann lifði.
Með Sveini er genginn einn hæf-
asti og reyndasti ráðgjafaverkfræð-
ingur þessarar þjóðar í því, sem
stundum er kallað verkefnaútflutn-
' ingur, einkum er varðar störf sér-
fræðinga við rannsóknir og nýtingu
í jarðvarma. í 30 ár helgaði hann
sig því erfiða verkefni að fá menn
til að meta að verðleikum jarð-
varma, þá orkulind, sem falin er í
iðrum jarðar, og unnt er að beisla
og hagnýta til raforkuvinnslu og
hitunar.
Sveinn hafði góða stjómunar-
hæfiieika. Að loknu prófi í vélaverk-
fræði frá Kaupmannahafnarháskóla,
DTH, árið 1940 starfaði hann við
ýmis fyrirtæki hélendis, venjulega
sem stjómandi. Árið 1962 stofnaði
hann ásamt dr. Gunnari Böðvarssyni
verkfræðistofuna Vermi sf. og veitti
henni forstöðu um 7 ára skeið. Á
þeim árum sá hann m.a. um hönnun
og hafði yfimmsjón með byggingu
jarðgufuveitu Kísiliðjunnar hf. við
Mývatn og fyrstu ísiensku jarðgufu-
aflstöðvarinnar í Bjamarfiagi við
Námaflall.
Löngu fyrir orkukreppuna á átt-
unda áratugnum hafði Sveinn af
framsýni gert hagkvæmnisáætlanir
um hitaveitur með jarðvarma á ólík-
legustu stöðum á Islandi, en þá var
innflutt orka ódýr og almennt tak-
markaður áhugi á því að hagnýta
sér jarðvarma, nema í Reykjavík og
fáeinum byggðarlögum öðmm. Síðar
vom allar þessar hitaveitur byggðar,
þegar heimsmarkaðsverð á olíu fór
úr skorðum, og flestir sammála um,
að þótt fyrr hefði verið.
En framsýni og stórhugs Sveins
gætti einnig á öðmm sviðum. Hann
var einn helsti hvatamaður að því
að íslensku ráðgjafafyrirtækin, sem
þá vom fámenn og óreynd, mynduðu
samtök til þess að geta betur tekist
á við stór og margþætt verkefni, sem
þá tíðkaðist að fela erlendum ráð-
gjöfum til úrlausnar. Ég kynntist
Sveini einmitt um þessar mundir og
starfaði með honum og öðmm að
stofnun Virkis hf. 1969, þá tiltölu-
lega ungur verkfræðingur. Hann var
gæddur óvenjulegum persónutöfrum
og háttprýði. Skýr hugsun og rök-
fastur málflutningur ásamt einsak-
lega aðlaðandi framkomu og prúð-
mennsku hreif aðra til samstarfs,
og fór fór ég ekki varhluta af því.
Hann hafði „charisma", sem aðeins
fáum er gefið, en skiptir svo miklu
máli í mannlegum samskiptum.
Sveinn var sannfærður um að
íslensk sérþekking á eigin orkulind-
um og reynsla í að beisla þær til
hagsbóta fyrir land og þjóð væm
eftirsótt meðal annarra þjóða, sem
áttu líkar orkulindir, en skorti þekk-
inguna til þess að nýta sér þær. Ég
tel að Sveinn hafi átt einn stærstan
þátt í því við stofnun Virkis, að öfl-
un verkefna erlendis var á dagskrá
félagsins frá fyrstu tíð, eins og ver-
ið hefur jafnan síðan.
Sjálfur gekk hann á undan með
góðu fordæmi og réðst til starfa hjá
Sameinuðu þjóðunum, fyrst sem
tæknilegur ráðgjafi í jarðhitamálum
í Mið-Ameríku. Þar stjómaði hann
m.a. tilraunum með niðurdælingu
afgangsvatns frá jarðgufuvinnslu í
djúp jarðlög, er leiddu til byggingar
fyrstu jarðgufuaflstöðvar Mið-
Ámeríku við Ahuachapán í E1
Salvador, 1875. Með störfum sínum
í Nicaragua lagði hann síðar einnig
gmndvöllinn að jarðgufuaflstöð við
Momotombo, sem kom í gagnið
1981. Árið 1977 gerðist Sveinn aðal-
ráðunautur í jarðvarmamálum fyrir
orkuáætlun Mið-Ameríkuríkjanna á
vegum Sameinuðu þjóðanna í Hond-
úras og starfaði þar til 1980, er
hann gerðist aðalráðunautur tækn-
iaðstoðar SÞ í j arðvarmamálum við
höfuðstöðvar samtakanna í New
York, en þar starfaði hann tú ársins
1984. Þá sneri hann aftur til íslands
og gerðist m.a. ráðunautur Virkis í
markaðsmálum um erlend verkefni.
Öll árin meðan Sveinn starfaði
erlendis hafði hann reglulega sam-
band við forsvarsmenn jarðhitamála
á íslandi og fylgdist vel með þróun
þeirra mála hér. Hann hafði og
brennandi áhuga á vexti og viðgangi
félagsins, sem hann var einskonar
guðfaðir að, og gaf hið lýsandi nafn
Virkir. Bera bréf hans til Virkis-
manna þess glöggt vitni.
í ítarlegri ritgerð, sem Sveinn
samdi skömmu eftir heimkomuna
um þátt íslenskra jarðvísindamanna
í jaiðhitaverkefnum erlendis á 17
ára tímabili, frá 1969 til 1986, komst
hann að þeirri niðurstöðu, að saman-
lagt framlag þeirra hafi numið um
534 mannmánaða sérfræðingavinnu
í 36 löndum. Af því var um 2h hlut-
ar vinna einstakra sérfræðinga í
þjónustu Sameinuðu þjóðanna og um
þriðjungur vinna fyrirtækja, mest
af því á vegum Virkis hf. Mér er
kunnugt um, að Sveinn átti hlut að
máli í mörgum þeim verkefnum, sem
unnin voru fyrir SÞ á þessum árum,
og reyndist hann þannig ómetanleg-
ur talsmaður íslenskrar jarðhita-
þekkingar á erlendum vettvangi.
Hann sá og til þess, að eftirmaður
hans í starfi aðalráðunauts SÞ í jarð-
varmamálum yrði íslendingur.
Framlag Sveins S. Einarsson til út-
flutnings á íslenskri þekkingu var
þeim mun merkara, þegar haft er í
huga, að hann starfaði sjálfur er-
lendis öll þessi ár. M.a. fyrir þessi
störf til eflingar verkfræðingastétt-
inni var hann sæmdur heiðursmerki
Verkfræðingafélags íslands í fyrsta
sinn, sem slík viðurkenning var veitt
félagsmanni, árið 1984.
Ég kom á heimili Sveins í New
York eitt sinn, er við unnum að verk-
efni í Madagascar, sem hann sá um,
og kynntist þá frú Aðalheiði, eigin-
konu Sveins. Þar var sönglistin í
hávegum höfð og gestrisni góð. Þau
voru óvenju samhent hjón. Við Björk
sendum frú Aðalheiði, Margréti, Ein-
ari og Önnu Júlíönu og flölskyldum
þeirra einlægar samúðarkveðjur.
Andrés Svanbjörnsson
Enn eitt skarð hefur verið höggv-
ið í stúdentahópinn sem brautskráð-
ist frá Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1935: Sveinn Sigurður Einars-
son, vélaverkfræðingur, lézt í Vífils-
staðaspítala þann 19. júní síðastlið-
inn.
Sveinn fæddist á Leirá í Borgar-
firði 9. nóvember 1915. Faðir hans,
Einar Sveinsson bóndi, kunnur hag-
leiksmaður og listasmiður á tré, var
skaftfellskrar ættar. Sveinn erfði
nafn forföður síns, hins víðfræga
náttúruskoðara Sveins Pálssonar
landlæknis. Móðir Sveins, Þórdís
Guðmundsdóttir, hin ágætasta kona,
átti ættir að rekja á Álftanes.
Við Sveinn settumst í 4. bekk
Menntaskólans í Reykjavík haustið
1932, hann sem gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, ég frá
Menntaskólanum á Akureyri. Að lo-
knu stúdentsprófi hófum við, ásamt
bekkjarbróður okkar Vésteini Guð-
mundssyni, nám við Polytekníska
verkfræðiskólann í Kaupmannahöfn
og útskrifuðumst þaðan árið 1940.
Þó að starfsvettvangur eða starfs-
brautir okkar Sveins skildu að loknu
verkfræðinámi, lágu leiðimar einatt
saman, og ’sambandið hélst óslitið
alla tíð, annaðhvort með heimsókn-
um, á mannamótum eða með bréfa-
skiptum.
Éins og greint er frá í Verk-
fræðingatali frá 1981, sinnti Sveinn
ýmsum störfum hér heima áður en
hann réðst til Sameinuðu þjóðanna
árið 1969. M.a. var hann deildar-
verkfræðingur hjá Orkustofnun um
þriggja ára skeið, en stofnaði síðan
með öðrum verkfræðistofuna Vermi
sf., sem vann einkum að hönnunar-
verkefnum varðandi virkjun jarð-
gufu og jarðvarmavatns, og er þar
í talin fyrsta innlenda jarðgufuafls-
stöðin í Bjamarflagi við Námafjall.
Mannkostir og staðgóð grundvallar-
þekking, og sá árangur sem Sveinn
sýndi í starfi hjá Orkustofnun og í
eigin fyrirtæki ávann honum traust
og orðstír, sem barst út fyrir land-
steinana og leiddi til þess, að hann
var ráðinn af Tækniaðstoð Samein-
uðu þjóðanna sem jarðvarmasér-
fræðingur. Þar starfaði hann frá
árinu 1969 til ársins 1984, fyrst í
Mið-Ameríku (í ríkjunum E1 Salvad-
or, Nicaragua og Honduras), en
síðustu 4 árin við aðalstöðvamar í
New York, þaðan sem hann hafði
yfimmsjón með tækniaðstoð SÞ
varðandi kannanir og þróun jarð-
varmamála í ýmsum þróunarlönd-
um.
Aðrir, sem mér em kunnugri
störfum Sveins á ýmsum tæknisvið-
um, munu í þeirra minningagreinum
gera skil mikilvægu framlagi hans
á þessum vettvangi. Ég tel mig þó
þurfa að minnast á þann starfsvett-
vang sem honum var hvað hugleikn-
astur, því að á þessu sviði vom tengd
ámóta viðhorf okkar, er lutu að nýt-
ingu náttúrlegra auðlinda, hvort
heldur var t.d. um að ræða jarðhita
ellegar jarðveg. Þannig spmttu
margs konar forvitnilegar spuming-
ar og bollaleggingar varðandi fyrir-
bæri í náttúmnni, náttúrlegar auð-
lindir og skynsamlega nýtingu
þeirra, jafnt hérlendis sem í hinum
fátæka þriðja heimi. Og raunar
æxlaðist það svo, að báðir lukum
við starfsferlum okkar á alþjóðavett-
vangi Tækniaðstoðar Sameinuðu
þjóðanna.
Sveinn hafði alhliða áhuga á
mannlegum málefnum, og um skeið
sinnti hann félagsmálum allnokkuð.
Þannig var hann bæjarfulltrúi Kópa-
vogs um 8 ára skeið og varaþing-
maður Reykjanesdæmis eitt
kjörtímabil. Hann var formaður
Verkfræðingafélags Íslands um
tveggja ára skeið. Það vitnar um
hans listfengi, að hann vann sam-
keppni um hönnun á merki fyrir
félagið. Hann var sæmdur heiðurs-
merki Verkfræðingafélags íslands
árið 1984. Ýmsum öðrum félags-
málastörfum sinnti Sveinn, en þau
verða ekki tíunduð hér.
Sveinn var óvenju vel gerður
maður. Það kom þegar f ljós sem
miklir námshæfíleikar, bæði í
menntaskóla (þar sem hann var
bekkjar-dúx) og í verkfræðiskóla,
einkum á sviði raunvísinda, eins og
stærðfræði og eðlisfræði. ítarleg og
gagnrýnin öflun þekkingar og
reynslu sem grundvöll fyrir réttar
eða bestu lausnir aðsteðjandi við-
fangsefna — hvort heldur þau köll-
uðu á svör á skólabekk, eða t.d. á
jarðhitasvæðum í E1 Salvador — ein-
kenndi vinnubrögð hans. Og þar sem
þekkingu, reynslu eða nauðsynlegar
upplýsingar skorti, þá var að því
spurt, hvemig helst mætti bæta úr
slíkum annmörkum. Forðast skyldi
fljótræði, sem síðar kynni að leiða
til þarflausrar sóunar verðmæta.
En Sveinn var ekki einn á ferð.
t
Litla dóttir okkar og systir,
ÁRNÝ LIUA,
lést 17. júní. Jaröarförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Gyða Árnadóttir, Egill Hermannsson,
Guðmundur Már
og Matthías Gfsli.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir,
NANNA KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR,
Ránargrund S,
Garðabæ,
lést í Landspítalanum 27. júní.
Gísli G. Kolbeinsson,
Unnur Ingibjörg Gfsladóttir, Hildur Gfsladóttir,
Jakob T ryggvason.
t
Eiginmaður minn og fósturfaðir,
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
Dvalarheimilinu Höfða,
áður á Vesturgötu 68, Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 27. júní.
F.h. aöstandenda,
Margrét Bjarnadóttir,
Bjarni Vósteinsson.
t
Sonur minn og bróðir okkar,
ORRI GÍSLASON,
Lundi, Svfþjóð,
lést 26. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrfður Bernódusdóttir,
Jónfna S. Gfsladóttir,
Ragnheiður Gfsladóttir,
Friðrik Gfslason.
t
Móöir mín og amma okkar,
GUÐRÚN A. JÓNSDÓTTIR,
Jaðarsbraut 6,
Akranesi,
veröur jarðsett frá Borgarneskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 14.00.
Hildur Slgurðardóttir,
Sigurður Halldórsson, Guðrún Hatldórsdóttir,
Svandís Halldórsdóttir, Brynja Halldórsdóttir.
t
Faöir okkar, afi og langafi,
STEINGRÍMUR ÞORSTEINSSON,
Flókagötu 47,
sem lést laugardaginn 25. júní, veröur jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni mánudaginn 4. júlí kl. 13.30.
' Ingibjörg Birna Steingrímsdóttir,
Helga Fanný Ólsen,
Amelfa Svava Graves,
Svava Marfa Jónsdóttir.
t
Móðir mín, tengdamóöir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR,
Kambsvegi 37,
Reykjavfk,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. júnf kl.
13.30.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélag
fslands.
Kristrún Guðmundsdóttir, Agnar Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
vegna jarðarfarar SVEINS S. EINARSSONAR verk-
fræðings miðvikudaginn 29. júní.
Vélar og verkfæri hf.
og Guðmundur Jónsson hf.,
Bolholti 6, Reykjavík.