Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29; JÚNÍ1988
Leikhópur barna og
unglinga til Evrópu
SJÖ félagar úr leikhópnum
Gaman Leikhúsið, sem skipað er
börnum og unglingum á aldrin-
um 10—15 ára, halda á Ieiklistar-
hátíðir í Evrópu 30. júní næst-
komandi. Hátiðirnar sækir ungt
fólk í svipuðum leikhópum og
mun sá islenski sýna söngleikinn,
„Kötturinn fer sínar eigin leiðir“.
Fyrst er förinni heitið á leiklistar-
hátíð í Almelo í Hollandi og að
henni lokinni bætast þrír ungir leik-
arar frá Hólmavík í hópinn. Þá verð-
ur haldið á leiklistarhátíð í Vín í
Austurríki.
Gaman Leikhúsið var stofnað 29.
ágúst 1985 og eru félagar 43
talsins. Krakkamir sjá um allt sjálf-
ir, leika, leikstýra, útbúa leikmynd,
búninga og fléira tilheyrandi.
Söngleikurinn „Kötturinn fer
sínar eigin leiðir" er byggður á
gamalli sögu Rudyards Kipling en
höfundur leikrits, laga og texta er
Ólafur Haukur Símonarson. Gunnar
I Þórðarson útsetti lögin en Magnús
Geir Þórðarson er leikstjóri.
Síðastliðið vor fóru félagar úr
Gaman Leikhúsinu á leiklistarhátíð
í Hollandi og sýndu þar leikritið
„Brauðsteikin og tertan" við góðar
undirtektir.
Nokkur fyrirtæki hafa styrkt
leikhópinn til fararinnar. Auk leik-
aranna fara tveir fararstjórar, þær
Soffía Vagnsdóttir og Vilborg Val-
garðsdóttir.
(Úr fréttatilkynningu)
Ssytryggingar SJÓVÁ
LOKSINS
kominn aftur
Vegna mikillar eftirspurnar um alla Evrópu
_________ höfum við átt í erfið-
leikum með að fá
Neistarann til lands-
ins. Okkur hefur þó
loks tekist að ná í tak-
markaðar birgðir.
VIKU
skilafrestur.
1. árs ábyrgð.
NEISTARINN
RAFMAGIMSMEÐFERÐ
„Sjálfsmeðferð viðverkjum, þrautum, harðsperrum,
krampa, sinadrætti, tognun, sinabólgu, taugabólgu,
gigt, liðagigt, settaugabólgu (ískístaug), sliti, tauga-
verk, höfuðverk o.fl. Á sviði húðsjúkdóma dregur
úr áhrifum ýmissa kvilla, s.s. exemi og kláða.“
(Dr. D. Dervieux, sérfræðingur í gigtarsjúkdómum.)
ÚTSÖLUSTAÐIR
Kristín - Innflutningsverslun,
Skólabraut 1, Seltjarnarnesi,
póskröfusími: (91) 611659.
Glóey hf., Ármúla 19.
Heilsuhúsið,
Skólavörðustíg 3.
Heilsuhúsið, Kringlunni.
Heilsubúðin, Reykjanes-
vegi 62, Hafnarfirði.
Verslun Jóns og Stefáns,
Borgarbraut 57, Borgamesi.
ísafjarðarapótek,
Hafnarstræti 18, Isafirði.
Ferska,
Aðalgötu 1, Sauðárkróki.
mk__/
Heilsuhomið,
Skipagötu 6, Ákureyri.
Egilsstaðaapótek,
Lagarási 18, Egilsstöðum.
Kreditkortaþjónusta
611659
Póstkröfur
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI:
KRISTÍN,
INNFLUTNINGSVERSLUN,
SKÓLABRAUTÍ, SÍMI91-611659.
BOX 127,172 SELTJARNARNESI.
Úr söngleiknum „Kötturinn fer sínar eigin leiðir“. F.v. Sigurveig, Sigríður sem leikur köttinn, og Magnús.
Yfírlýsing æskulýðsfull-
trúa þjóðkirkjunnar
TORFI K. Stefánsson Hjaltalín,
æskulýðsfulltrúi þjoðkirkjunnar,
hefur sent Morgunblaðinu eftir-
farandi yfirlýsingu:
„Yfirlýsing vegna fréttar í Morg-
unblaðinu laugardaginn 25. júní
1988.
í frásögn af Prestastefnu 1988
var haft viðtal við mig varðandi til-
lögur fermingarstarfanefndar um
„stóraukna fermingarfræðslu-
skyldu“.
f viðtalinu er haft eftir mér að
sumir „fermingarfræðarar hafa allt
að einum og hálfum árslaunum
prests fyrir fermingarstörf".
Ber að harma þetta því að þær
upplýsingar eru ekki réttar. Sökin
er þó mín en ekki blaðamannsins
því mér voru gefnar villandi upplýs-
ingar sem ég lét síðan hafa eftir
mér að óathuguðu máli.
Ennfremur er haft eftir mér að
það sé spuming hvort ekki beri að
„skikka" sóknarpresta sem hafa
flest fermingarböm „að ráða sér
aðstoðarfólk og láta um leið af hendi
hluta launa sinna". Harma ég það
hvemig blaðamaður setur þetta
fram. Það sem ég upplýsti hann um
var einungis það, að með tillögu
fermingarstarfanefndar um að „hver
fermingarfræðari hafí ekki fleiri en
áttatíu böm“ á fermingartímabilinu,
væri verið að binda hendur þeirra
presta sem hafa fleiri fermingar-
böm. Uppsetning fréttarinnar er
mjög gott dæmi þess að nauðsynlegt
er fyrir þann sem viðtal er tekið við,
að lesa viðtalið yfir áður en það er
birt.
Að öðru leyti hef ég ekkert við
fréttina að athuga en vil benda á
að skv. greinargerð er fylgdi tillög-
um fermingarstarfanefndar kom
fram að með samþkkt þessarar til-
lögu ykist „gífurlega álag á prestum
í fjölmennari prestaköllunum" og því
væri nauðsynlegt að kalla til aðstoð-
arfólk til að taka á sig hluta ferming-
arfræðslunnar. Ætti slíkt og að vera
vilji þeirra presta sem mest álag er á.
Tillögu fermingarstarfanefndar
var alls ekki ætlað að rýra orðstír
þessara manna né gefa í skyn að
þeir sinntu ekki starfí sínu, heldur
þvert á móti. Tillögunni var fyrst
og fremst ætlað að kveikja umræður
um hvemig mætti létta vinnubyrði
þessara manna og samræma
fræðsluskylduna.
Því var í tillögunni sett fram
ákvæði um bindandi námsskrá hvað
varðar íjölda fermingarbama á
hvem fræðara. Slíkt verður þó ekki
gert nema til sé starfslið í söfnuðun-
um sem getur tekið að sér slík störf.
Ljóst er að það tekur tíma að þjálfa
starfsfólk til þessa starfa. í viðtalinu
í Morgunblaðinu kom og skýrt fram
að tillagan var hugsuð til lengri tíma
óg vert er að taka fram að hún var
fyrst og fremst lögð fram sem um-
, ræðugrundvöllur.
En eftir stendur að nauðsynlegt
er að létta vinnubyrði á prestum í
fjölmennustu prestaköllunum. Skv.
lögum skulu ekki vera fleiri en fjög-
ur þúsund manns á hvem prest en
reyndin er sú að nú hafa 15 prestar
' fleiri en 4.000 sóknarböm. Það gef-
ur augaleið að vinnuálag þessara
manna er gífurlegt og að rétt er að
þeir fái greitt sérstaklega fyrir þá
| miklu vinnu. En það er einnig ljóst
að þeim er umhugað að vinnuálagi
verði létt af þeim. Með það að mark-
miði var tillagan meðal annars lögð
frarn."
Leiðrétting frá
Biskupsstofu
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi frá Biskupsstofu:
„í Morgunblaðinu 25. júní birtist
viðtal við sr. Torfa Stefánsson
Hjaltalín, formann fermingarstarfa-
nefndar um störf Prestastefnunnar
1988. Þar koma fram atriði sem em
byggð á nokkrum misskilningi og
þarfnast leiðréttingar.
í viðtalinu kemur sú fullyrðing
fram að prestar kunni að vera með
allt að hálfum öðmm árslaunum
presta fyrir fermingarstörfín ein.
Þessi_ fullyrðing er hvergi nærri
sanni. í fjölmennustu prestaköllum
landsins hafa prestar nokkrar auka-
tekjur vegna fermingarstarfanna.
Þær ná þó aðeins í örfáum tilvikum
þriðjungi þeirrar upphæðar sem
nefnd var. Benda má á að fyrir þær
tekjur leggja prestar á sig gífurlega
vinnu sem bætist við önnur störf.
Þá kom fram í viðtalinu við sr.
Torfa sá skilningur að fermingar-
störfum væri verr sinnt þar sem
prestar hafa marga hópa í ferming-
arstörfum.
Tillögur um að takmarka skuli
ijölda fermingarbama hjá hveijum
presti hlutu ekki samþykki Presta-
stefnunnar enda illa framkvæman-
legar. Biskupsstofa telur ekki
ástæðu til að vefengja störf og upp-
fræðslu þeirra presta sem fermt
hafa flesta fermingarhópana. Hins
vegar er öllum ljóst að brýn þörf er
á auknu starfsliði í fjölmennari söfn-
uðum landsins til fermingarstarfa
sem annarra safnaðarstarfa.
Þá skal þess getið að Prestastefn-
an 1988 fól biskupi og nýstofnaðri
fræðsludeild að vinna áfram að
skipulagi fermingarstarfa kirkjunn-
ar. Fermingarstarfanefnd starfar
innan vébanda fræðsludeildar."
Úrslit forsetakosninganna á laugardaginn
Vigdís Sigrún Auð og ógild Á kjör skrá Kjörsókn Kjör- sókn’80
Reykjavik 45.650 92,3% 2.675 5,4% 1.131 2,2% 69.125 49.456 71,5% 89,9%
Reylganes 27.246 92,5% 1.594 5,4% 506 2% 40.720 29.446 72,3% 91,1%
Vesturiand 6.970 92,6% 395 5,2% 161 2,1% 10.102 7.526 74,5% 90,9%
Vestfírðir 4.604 92,8% 262 5,3% 94 1,9% 6.772 4.960 73,3% 90,1%
Norðuri.vestra 4.824 92,8% 316 6,1% 59 1,1% 7.268 5.199 71,5% 88,6%
Norðuri.eystra 12.399 94,2% 569 4,3% 193 1,5% 18.069 13.161 72,8% 90,5%
Austurland 6.193 93,4% 369 5,6% 65 1% 9.064 6.631 73,2% 91,5%
Suðuriand 9.408 92,6% 532 5,2% 222 2,2% 13.612 10.162 74,6% 92,0%
Landið 117.292 92,7% 6.712 5,3% 2.531 2% 174.732 126.535 72,4% 90,5%