Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 Snæfellsness- og Hnappadalssýsla: Sýslunefnd Rangárvallasýslu og ritari, frá vinstri: Þórður Tómas- 'son, Albert Jóhannsson, ritari, Ólafur Guðmundsson, Hermann Sigur- jónsson, Þorsteinn Þórðarson, Eggert Haukdal, Friðjón Guðröðar- son, sýslumaður, Bogi Thorarensen, Guðjón Ólafsson, Eyjólfur Agústsson, Pálmi Eyjólfsson, Friðrik Magnússon og Oddgeir Guðjóns- son. Sýslunefnd Rangárvallasýslu: Síðasti aðalfundur sýslunefndar Stykkishólmi. AÐALFUNDUR Sýslunefndar Snæfellsness og Hnappadalssýslu fyrir yfirstandandi ár var haldinn í Stykkishólmi dagana 13. og 14. júní sl. Sýslumaður, Jóhannes Ámason, setti fund og stjómaði honum. Bauð nefndarmenn velkomna til fundar. Hann sagði þetta vera seinasta aðal- fund sýslunefndar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu samkvæmt nýjum sveitarstjómarlögum, en þar er kveð- ið á að sýslunefndir sem stjómvöld skuli hafa skilað af sér fyrir lok árs- ins 1988. Þar með er lokið ferli þess- arar nefndar sem í núverandi mynd hóf störf 1872. En vegna ýmissa mála ólokinna var ákveðið að boða aukafund í sýslu- nefnd í haust og þá ganga formlega frá málunum. Jafnframt var ákveðið að boða til fundar með fulltrúum hreppanna í sýslunni og fulltrúum Ólafsvíkurkaupstaðar og Stykkis- hólmsbæjar til að ijalla um ráðsöfun einstakra verkefna og eigna sýslunn- ar, en fyrir liggur að sveitarfélögin taki afstöðu til nýs fyrirkomulags samkvæmt sveitarstjómarlögunum. Ýmsar tillögur og beiðnir höfðu borist sýslunefnd til ákvörðunar og samþykktar, meðal annars frá Amt- bókasafninu um flárþörf og fylgdi ársskýrsla bókasafnsins, einnig bréf dómsmálaráðuneytis um að leggja niður manntalsþing. Þá barst fundar- boð frá Ferðamálasamtökum Vestur- lands. Vegamál vom mjög til umræðu og mættur var til viðræðu og upplýs- inga Bjöm Jónsson héraðsstjóri Vegagerðar ríkisins. í sambandi við vegamál var samþykkt að lána af sýsluvegafé 4 millj. til að undir- byggja vegakaflann Núpá-Stórþúfa, en féð endurgreiðist fyrri hluta næsta millj. þar af framlag frá ríkissjóði 4.6 millj. Miklar umræður urðu um Amts- bókasafnið í Stykkishólmi og framtíð þess og rekstur, einnig um Norska húsið, sem nú er að opnast sem byggðasafn. Vom sýslunefndarmenn boðnir í báðar þessar stofnanir til viðræðna við stjómir þeirra. Norska húsið sem byggt var 1828 og er nú 160 ára hefir verið í endurbyggingu á vegum sýslunefndar undanfarin ár og er nú komið í það horf að vera til sýnis þeim sem áhuga hafa að kynnast byggðasafni. - Ámi Dregiðí happ- drætti Öldu- túnskórsins Vandi bænda og nei- kvæð þróun í verslun Síðasti aðalfundur sýslunefnd- ar Rangárvallasýslu var haldinn í Skógum undir Eyjafjöllum fyrir nokkru, en samkvæmt nýjum sveitastjómarlögum tekur hér- aðsnefnd við verkefnum hennar. Á fundinum vom samþykktar ýmsar- ályktanir, svo sem um skoðun og skráningu bifreiða, mennta- og fræðslusetur að Skógum, vanda bændastéttarinn- ar, verslunarmál og samgöngu- mál. Fundinn sátu allir aðalmenn í nefndinni, ellefu að tölu, auk ^Friðjóns Guðröðarsonar sýslu- manns, sem er oddviti nefndar- innar. Tekjur og gjöld sýslusjóðs árið 1988 nema rúmlega 6,5 milljónum og eru helstu útgjaldaliðir rekstur- og stofnkostnaður Fjölbrautarskóla Suðurlands, 1,6 milljón, nýbygging og tækjakaup Byggða- og skjala- safns í Skógum, 1,5 milljón og fé- lags- og menningarmál, 1,8 milljón. Telqur sýsluvegasjóðs 1988 nema alls um 16,5 milljónum. Til viðhalds fara 11,5 milljónir, til nýbyggingar 4,2 og tæp 800 þúsund eru ófyrir- séð_ útgjöld. Á fundinum voru sem fyrr segir *■»’ samþykktar nokkrar ályktanir. Nefndin mótmælti eindregið nýjum lögum frá Alþingi um skoðun og skráningu bifreiða og skoraði á þingið að taka aftur í gildi eldri lög um þetta efni. Telur nefndin ljóst að nýju lögunum fylgi stóraukinn kostnaður og óhagræði fyrir bif- reiðaeigendur í sveitum landsins. Nefndin minnti á ályktun sína frá 1987 um nauðsyn þess að efla mennta- og fræðasetur í Skógum undir Eyjafjöllum. Kvaðst hún vilja taka undir hugmyndir skólanefndar Héraðskólans í Skógum um að stofnuð verði ný námsbraut í þjóð- háttafræði og safnfræði, enda slíkt VERÐ á ferskum fiski í Bret- landi var í gær mun hærra en í síðustu viku. Verð á þorski var þá um 87 krónur fyrir hvert kíló, en þorskverð féll í siðustu viku niður fyrir 50 krónur vegna of- framboðs. Þorskverð hér hefur verið óvenjuhátt og fór það hæst i 49,50 á Faxamarkaði í gær, en það er svipað og það var í upp- hafi síðustu viku. Huginn VE seldi 90 tonn, mest ýsu og þorsk í Hull á gær. Heildar- verð var 6,7 milljónir króna, meðal- verð 74,82. Meðalverð á þorski og ýsu var um 79 krónur. Hluti afla Hugins var sendur áfram til Þýzka- lands til sölu þar, en það var aðal- nám nú hvergi í grunnskólum lands- ins. Skorar nefndin á ráðherra menntamála og landbúnaðar að þeir beiti sér fyrir nýrri stöðu kenn- ara og fræðimanns í Skógum er sinnti þessu verkefni, ásamt því að vinna með Þórði Tómassyni safn- verði í Skógum að ritun verksins „íslenskir búnaðarhættir". Sýslunefnd minnti í ályktun á vanda bændastéttarinnar og skor- aði á stjórnvöld að koma til liðs við þá, sem eiga við fjárhagsörðugleika að stríða, sem úr gæti ræst, fengist sanngjöm aðstoð og aðlögunartími. Bent var á að jarðir víða um land fari nú undir hamarinn og allstór hópur fólks verði að flytja eigna- laust á þéttbýlissvæðin. Benti sýsl- unendf Rangárvallasýslu á að eðli- legri lausn og mannúðlegri væri að þetta fólk fengi tækifæri til að búa áfram á jörðum sínum, gegn greiðslu hóflegs leigugjalds. Þá lýsti nefndin áhyggjum sínum yfír neikvæðri þróun í verslunar- málum Rangæinga og skoraði á alla íbúa sýslunnar að standa ein- huga að úrbótum. Það væri and- stætt hagsmunum sýslubúa að flytja stórar fjárhæðir gegnum við- skipti til stórmarkaða í höfuðborg- inni. Loks samþykkti sýslunefndin ályktun, þar sem minnt var á hvað góðar samgöngur eru snar þáttur í að viðhalda öflugri byggð um landið. Taldi fundurinn mjög miður að ekki skuli hafa tekist að fylgja eftir áætlun Alþingis um að 2,4% vergra þjóðartekna skuli varið til samgöngubóta. Þá ítrekaði fundur- inn fyrri ályktanir um að bygging Markarfljótsbrúar verði hafin strax og framkvæmdum lýkur við Ós- eyrames, þ.e. á næsta ári. Krafðist fundurinn þess, að fé til brúargerð- ar við fljótið verði tekið af óskiptu framkvæmdafé vegaáætlunar, áður lega karfi og ufsi. Vigri RE seldi 235 tonn í Bremerhaven í gær og fyrradag. Heildarverð var 15,8 milljónir króna, meðalverð 67,22. Uppistaðan í aflanum var karfi. Lítð var selt úr gámum héðan í Bretlandi á mánudag, en 287 tonn í gær. Meðalverð fyrir þorsk þá, samtals 62 tonn, var 86,93 krónur, fyrir ýsu, 183 tonn, 70,98 og kola, 20 tonn, 80,66. Framboð héðan á brezka mark- aðinn í þessari viku nær ekki helm- ingi af því, sem það var í þeirri síðustu, en heimabátar hafa aflað vel. Svipaða sögu er að segja frá Þýzkalandi, þar er framboði stillt í hóf. en skipt er upp til landshluta, svo sem verið hafi með ýms stærri verk- efni í samgöngumálum. ÁRSFUNDUR Parísarsamnings- ins um varnir gegn mengun sjáv- ar frá landsstöðvum var haldinn í Lissabon 15. - 17. júni sl. Á fundinum voru tekin fyrir fjöldi máia er varða mengun hafsins. Samkomulag tókst um málefni varðandi losun geislavirkra úr- gangsefna í hafið og aðgerðir til þess að draga úr losun næringar- salta, köfnunarefnis og fosfórs í sjó. Á 10. ársfundi Parísarsamningsins um vamir gegn mengun sjávar sátu fulltrúar allra aðildarríkja samn- ingsins, tólf alls, auk áheymarfull- trúa Efnahagsbandalags Evrópu, Finnlands og Samnings um vamir gegn mengun Eystrarsaltsins. Magnús Jóhannesson, _ siglinga- málastjóri og Gunnar H. Ágústsson, deildarstjóri mengunarsviðs Sigl- ingamálastofnunar ríkisins voru fulltrúar íslands á fundinum. Full- trúar Landstjómarinnar í Færeyj- um sátu ársfundinn í fyrsta sinn. Samkomulag tókst um málefni er varða losun geilsavirkra úr- gangsefna í hafið og voru sam- þykktar tvær ályktanir þar um. Þær fjalla um endurvinnslustöðvar og upprætingu geislavirkra úrgangs- efna í sjó. Samþykkt var að aðilar að samningnum skyldu ekki ekki byggja nýjar endurvinnslustöðvar fýrir brennsluefni eða auka veru- lega framleiðslu núverandi stöðva nema viðkomandi ríki geti sýnt fram á áður að slík stöð hafí ekki í för 'með sér mengun af völdum geilsavirkra efna á hafssvæði París- arsamþykktarinnar. Þeir voru einn- ig sammála um að virða samþykkt- ir annarra alþjóðlegra stofnana á sviði geilsavama og beita bestu tækni til þess að minnka sem mest eða uppræta alveg mengun sjávar vegna losunar geilsavirkra úr- gangsefna frá öllum kjamorkuiðn- aði, þar með töldum endurvinnslu- stöðvum. Miklar umræður spunnust um losun næringarsalta og fjölgun eitr- aðra þörunga í Skagerak, Kattge- gat og hluta af Norskahafínu í vor sem ollu umtalsverðri röskun á lífríki sjávarins. Samþykkt var að árs. Þá benti sýslunefnd á að mjög víða er ástand vega að opinberum stofnunum í héraðinu ekki gott, nefndi til veginn að Lýsuhóli og Laugagerði. Áætlun um tekjur og gjöld sýslu- sjóðs yfirstandandi árs: Tekjur 4.930 millj. þar af sýslusjóðsgjald 3 millj. Af útgjöldum er hæsti liður til greiðslu skulda 1.619 millj. Áætlun um tekjur og gjöld sýsluvegasjóðs var lögð fram. Niðurstöður tekna 7.1 samningsríki skyldu undirbúa að- gerðir þegar í stað til þess að draga úr losun næringarsalta, köfnunar- efnis og fosfórs í sjó eða um allt að helming fyrir árið 1995. Sett verður á laggimar nefnd til að sam- hæfa og samræma aðgerðir til að draga sem mest úr mengun þessara efna þar sem losun þeirra er líkleg til að valda mengun sjávar beint eða óbeint. Helstu uppsprettur þess- arar mengunar eru sorphreinsi- stöðvar, landbúnaður, fiskeldis- stöðvar, iðnaður, orkuver og farar- Raufarhöfn. MÖRG gömul hús eru að hverfa af sjónarsviðinu víðs vegar um landið og er húsið á meðfylgj- andi mynd eitt af þeim. Norskir bræður, Gustav og Olaf Evanger, komu til Raufarhafnar eftir að síldarbræðsla þeirra varð ónýt eftir snjóflóð árið 1919 á Siglu- firði og byggðu hér síldar- bræðslu árið 1923, Þetta hús reistu þeir á árabilinu 1927 til 1929 og var það þá notað sem íbúðarhús og mötuneyti fyrir starfsfólk verksmiðjunnar. Árið 1936 keyptu Síldarverksmiðjur ríkisins eignir þeirra bræðra hér á Raufarhöfn en þótt húsið skipti um DREGIÐ hefur verið í happ- drætti kórs Öldutúnsskólans í Hafnarfirði þar sem vinningar voru málverk og ferðir. Upp komu eftirtalin númer: 2895, 2499, 3051, 3907, 1257, 8, 99, 2436. Handhafar þessara núm- era geta hringt í síma 622578, 54598 og 79916 og vitjað vinning- anna. (Birt án ábyrgðar úr fréttatil- kynningu.) tæki. Fundurinn fór einnig yfir aðgerð- ir sem einstök aðildarríki hafa fram- kvæmt til að minnka mengun af völdum kvikasilfurs, kadmíum og PCB til samræmis við fyrri ályktan- ir Parísamefndarinnar og lagðar voru fram tillögur um aðgerðir til þess að draga enn frekar úr losun þessara efna í sjó. Ekki náðist sam- staða um þessar tillögur nú en þær munu verða til frekar athugunar hjá samningsaðilum fyrir næsta ársfund. eigendur þjónaði það áfram sama hlutverki. Húsið gekk undir ýmsum nöfnum svo sem Norðmannabragginn, svo fékk það nafnið Tröð, en yfírleitt gekk það undir nafninu Bragginn eða mötuneyti SR á sfldarárunum. Sennilega kannast margir af mekt- armönnum þjóðarinnar við þetta gamla hús en í því dvöldu margir námsmenn á sfldarárunum þegar þeir stunduðu sína sumarvinnu hér á Raufarhöfn á þeim árum þegar síldin var og hét. Og ef veggir þessa gamla húss gætu talað hefðu þeir frá ýmsu að segja. - Helgi Bretland: Fiskverðið hækkar Ársfundur Parísarsamningsins: Samþykkir aðgerðir gegn losun úrgangsefna í sjó Hús Evanger-bræðra rifið á Raufarhöfn. Morgunbiaðið/Heigi óiafsson Hús rifíð á Raufarhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.