Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988
29
Morgunblaðið/Júlíus
Erlingnr Jóhannsson, íþróttafulltrúi Reykjavíkur, Jóhannes ÓIi Garð-
arsson, vallarstjóri Laugardalsvallar og Júlíus Hafstein, borgarfull-
trúi og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur með plaköt-
in sem gerð voru í tilefni íþróttadagsins.
*
Iþróttadagur Reykvíkinga:
Fjölbreytt dagskrá við
sundstaði borgarinnar
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
Reykjavíkur heldur íþróttadag í
Reykjavík laugardaginn 2. júlí.
Reykjavíkurborg vill með þessu
vekja athygli á íþrótta- og útivist-
arsvæðum í borginni og verður
m.a. mikið um að vera við sund-
staðina. Leiðbeinendur i skokki
og sundæfingum verða fólki inn-
an handar auk þess sem efnt verð-
ur til keppni og leikja við sundlau-
garnar og í Laugardalnum.
A Iþróttadegi Reykvíkinga sem
íþrótta- ogtómstundaráð Reykjavík-
ur heldur á laugardaginn verður
boðið upp ýmsa möguleika til
íþróttaiðkana við sundstaði borgar-
innar og í Laugardalnum. Þá hefur
einnig verið gefinn út bæklingur sem
dreift verður þennan dag. I honum
er að fínna ýmsar ráðleggingar um
íþróttaæfingar og skokk.
Dagskráin við sundlaugamar
hefst kl. 9.30, en sundlaugamar
opna tveimur tímum fýrr. Leiðbein-
endur verða til staðar við laugamar
til kl. 17.30 og leiðbeina fólki í al-
mennu bringu-, bak- og skriðsundi
og teygjuæfingum í vatni. Þá verður
einnig keppt í sundknattleik og
sundkörfuknattleik sem sundlaugar-
gestir eru þátttakendur í. Æfinga-
tæki verða tekin í notkun í Laugar-
dalslaug og Vesturbæjarlaug og
Minigolf í Vesturbæjar- og Breið-
holtslaug.
Skokkað verður frá laugunum á
heila og hálfa tímanum og fólki leið-
beint um hlaupaleiðir, útbúnað og
fleira er lítur að skokki. Ólympíu-
hlaupið á vegum Ólympíunefndar-
innar og FRI verður einnig haldið
2. júlí. Lagt verður af stað frá Laug-
ardalsvelli kl. 11.00 og hlaupnar 5
og 10 km vegalengdir.
Tennisvellir verða opnaðir fyrir
almenning vi Fellahelli og gervigras-
völlinn í Laugardal og blakvellir
norðan gervigrasvallarins. Fyrir
bömin verður „mínítívolí" á ferð-
inni, og er fólk auk þess hvatt til
að koma með sundbolta og önnur
smærri vatnsleiktæki með sér í laug-
amar á laugardaginn.
íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur heldur íþróttadaginn,
en það var stofnað fyrir tveimur
árum þegar íþróttaráð Reykjavíkur
og Æskulýðsráð Reykjavíkur runnu
saman í eitt. Hluti af starfi ráðsins
er að sjá um kynningu á útivistar-
svæðum og hvetja fólk til hollrar
tómstundaiðju. Ifyrsta skrefið í þá
átt var stigið með Bláfjalladeginum
sl. vetur. Ætlunin er að halda
íþróttadag í sama formi og á laugar-
daginn á hveiju ári og auka með
því áhuga almennings á skokki og
hreyfingu og hvetja það til íþrótta-
iðkanna. Ef vel tekst til er hugmynd-
in að bæta aðstöðu fólks enn frekar
og jafnvel að bæta við tækjum á
fleiri stöðum í borginni en við sund-
staðina, að sögn forráðamanna
dagsins. Kjörorðið er „hreyfing er
heilbrigið, heilbrigði er lengra líf“.
Borgarráð:
Mótmæli við fyrirhug’-
aðri bifreiðageymslu
FULLTRÚAR minnihlutans i
borgarráði, bókuðu mótmæli
gegn hugmynd að fyrirhugaðri
bifreiðageymslu við Tjarnar-
götu, á fundi ráðsins í gær. Davið
Oddsson borgarstjóri segir að í
greinargerð með Kvosarskipu-
lagi, sé gert ráð fyrir bifreiða-
geymslu á þessum stað við Tjarn-
argötu.
I bókun sem undirrituð er af Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur, (Kvl.),
Bjama P. Magnússyni, (A) og Sig-
urjóni Péturssyni (Abl.), segir að:
„Vegna svars borgarstjóra til fé-
lagsmálaráðherra varðandi lausn á
bflastæðamálum Kvosar viljum við
koma á framfæri mótmælum okkar
við þeirri hugmynd sem þar er sett
fram. Hún hlýtur að teljast alger-
lega á ábyrgð borgarstjóra enda
hvorki hluti af deiliskipulagi Kvosar
né heldur hefur hún hlotið nokkra
formlega umQöllun í borgarkerfinu.
Af lokaorðum borgarstjóra mætti
ætla að borgarstjóm hafi þegar
tekið ákvörðun um að byggja bíla-
geymsluhúsið á næstu 3 ámm. Svo
er alls ekki og mótmælum við því
harðlega að borgarstjóri gefi slík
fyrirheit án pess ao iynr nggi vuji
borgarstjómar."
Alfreð Þorsteinsson (F), lagði
ennfremur fram svohljóðandi bók-
un: „Ég fagna því, að meirihluti
Sjálfstæðismanna skuli viðurkenna,
að bregðast þurfi við bílastæðis-
vanda Suðurkvosar, vegna fækkun-
ar bílastæða í ráðhúskjallaranum.
Hvort sú lausn, sem reifuð hefur
verið í brefi borgarstjóra er sú
heppilegasta, skal ósagt látið á
þessu stigi."
Þá lét Davíð Oddsson borgar-
stjóri, bóka að: „í greinargerð með
Kvosarskipulagi er það svæði, sem
nú er rætt um sem framtíðarstað
fyrir bflageymslu í Suðurkvos, sérs-
taklega nefnt og þarf því ekki að
koma neinum á óvart. Undirbúning-
ur að næsta skrefi í þvi máli hlýtur
að fara fram með þeim sama hætti,
sem jafnan er, að embætti borgar-
stjóra láti undirbúa tillögur, sem
síðan fari til meðferðar nefnda og
ráða borgarinnar til ákvörðunar.
Borgarstjóri starfar og talar í um-
boði og á ábyrgð meirihluta borgar-
stjóra og því eðlilegt að hann geri
grein fyrir þeim hugmyndum, sem
í gangi eru, ef eftir því er leitað.“
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JACKSON DIEHL
Sósíalisminn o g kreppan í
pólskum heilbrigðismálum
Bieganskiego-sjúkrahúsið i borginni Lodz í Póllandi er ekki sérlega
vistlegur staður. Gul og grómtekin málningin og jafnvel sjálf múr-
húðin er að hrynja af veggjunum og sumir sjúklinganna verða að
liggja á beddum á göngunum. Sjúklingafjöldinn er meiri en fá-
mennt starfsliðið fær ráðið við og á rannsóknarstofunni líður dagur-
inn við símhringingar og lyfjaleit. Læknana vantar allt til alls,
gúmmíhanska og hitamæla jafnt sem fullkomnari tækjabúnað.
Læknamir á Bieganskiego-
sjúkrahúsinu og starfsbræður
þeirra um allt Pólland eru nú að
búa sig undir róttækar breytingar
á heilbrigðisþjónustunni. í apríl, að
loknum skyndifundi í stjómmála-
ráðinu, skýrðu yfirvöld frá því, að
ókeypis heilsugæsla fyrir alla
landsmenn, einn af homsteinum
sósíalismans, myndi brátt heyra
sögunni til. Nú yrðu sjúklingamir
sjálfir að fara að greiða fyrir lyfm
og sjúkrahúsvistina.
Gjaldþrota kerfi
Læknamir í Lodz segjast efast
um, að komist verði fyrir rætur
meinsins með þessari nýju skipan
en viðurkenna þó, að ástandið í
pólskum heilbrigðismálum sé svo
alvarlegt, að ekki sé um annað
að ræða.
„Það er skelfilegt að þurfa að
segja fólki það eftir 40 ár, að
sósíalisminn geti ekki lengur
tryggt því ókeypis heilsugæslu,"
sagði Andrzej Kedziera, skurð-
læknir og yfirmaður Bieganski-
ego-sjúkrahússins og þriggja ann-
arra sjúkrahúsa í Lodz. „Hjá því
verður samt ekki komist. Ástand-
ið batnar ekki nema tilkomi meira
fé.“
Rósin er bliknuð
Einu sinni var sagt, að heilsu-
gæslan ætti að vera rósin í
hnappagati. pólsks sósíalisma en
nú er kerfið komið að því að
hrynja. Heilbrigðisstéttimar em í
uppreisnarhug og þegar stáliðn-
aðarmenn í Kraká fóm í níu daga
verkfall fyrir skömmu var það ein
meginkrafan, að heilsugæslan
yrði bætt. Kommúnistastjómin,
sem leggur nú alla áherslu á að
hressa við iðnaðinn, hefur hins
vegar neitað að auka framlög til
heilbrigðismála.
Ekki hefur enn verið tekin end-
anleg ákvörðun um það hvenær
verðið fyrir lyf og læknisþjónustu
verður hækkað en stefna stjóm-
valda birtist t.d. í því, að þeim
fínnst ekki lengur neitt athuga-
vert við einkaframtak lækna og
annars hjúkmnarfólks. Raunar
hafa pólskir læknar lengi unnið
sín störf að hluta utan kerfisins
en nú hefur læknum, hjúkmnar-
fólki og sérfræðingum verið leyft
að taka sig saman í eins konar
einkafyrirtækjum. Auglýsa þessi
fyrirtæki í blöðunum og taka að
sér að skipuleggja ýmsa aðstoð
við sjúklinga, greiða fyrir rönt-
genmyndatökum og rannsóknum
og sjá um að útvega pláss á
sjúkrahúsum. Þjónustan er hins
vegar ekki gefín: Að fá lækninn
heim kostar yfir 1.500 ísl. kr. en
það er um fimmtungur venjulegra
mánaðarlauna.
Þjóðfélagsleg þátttaka
nauðsynleg
Pólskir andófsmenn og félagar
í Samstöðu hafa yfirleitt tekið
fyrirhuguðum breytingum vel en
margir læknar telja, að miklu
meira verði að gera ef bjarga éigi
heilbrigðiskerfinu.
„Ríkið eitt er þess ekki umkom-
ið, ástandið er orðið svo hroða-
legt,“ sagði dr. Marek Edelman,
hjartasérfræðingur í Lodz, einn
þeirra tiltölulega fáu, sem lifðu
af uppreisnina í gyðingahverfínu
í Varsjá árið 1943. „Þjóðfélagið
sjálft verður að taka miklu meiri
þátt í heilbrigðisþjónustunni, ein-
staklingar og sjálfstæð félaga-
samtök. Nú er allt ómögulegt og
því verður að breyta öllu.“
Aðeins 5% til félags- og
heilbrigðismála
Á þessum áratug hefur alvar-
legum sjúkdómstilfellum fjölgað
verulega í Póllandi og meðalaldur,
einkum karlmanna, hefur lækkað.
Aðeins 5% fjárlaganna er ráðstaf-
að til félags- og heilbrigðismála
og af Austantjaldsríkjunum eru
sjúkrarúm tiltölulega fæst þar.
Rúmlega 75% rúmanna eru í
sjúkrahúsum, sem voru reist fyrir
stríð, eða í byggingum, sem voru
ekki reistar sem sjúkrahús. Þau
eru svo yfirfull, að í borgunum
verður fólk að bíða vikum eða
mánuðum saman eftir plássi og
gera sér þá að góðu að hírast á
ganginum.
Gróðrarstía fyrir
sjúkdóma
Þessar aðstæður og ófullkom-
inn þrifnaður valda því, að pólskir
spítalar eru ömurlegar, sóðalegar
stofnanir þar sem mikil hætta er
á að sýkjast af alls kyns sjúk-
dómum.
„Á gjörgæsludeildinni í einum
spítalanum í Varsjá var gólfíð
fordrullugt," sagði nýlega í dag-
blaðinu Kurier Polski. „Glugga-
kistumar og borðin voru grómtek-
in af skít og ætli það sé ekki
þannig með önnur sjúkrahús."
Helmingnr
lyfjaf ramleiðslunnar
f luttur út
Lyíjaskorturinn er kapítuli út
af fyrir sig. Lyfjaverksmiðjumar,
sem alltaf eiga í erfíðleikum með
hráefni, eru skyldaðar til að flytja
út helming framleiðslunnar til
Sovétríkjanna og annarra Var-
sjárbandalagsríkja og geta því
aðeins sinnt þörfinni heima fyrir
að litlu leyti. Lyfjainnflutningur
er hins vegar lítill. Afleiðingin er
sú, að pólskar heilsugæslustöðvar
og sjúkrahús hafa árum saman
orðið að reiða sig á gjafmildi Vest-
urlandabúa, jafnvel hvað varðar
algengustu lyf.
Umræðan um heilbrigðismálin
hefur vakið athygli á kjörum
pólsku heilbrigðisstéttanna. Jafn-
vel áerfræðingar í hópi lækna
hafa tiltölulega lág laun og hjúk-
runarfólk og aðstoðarfólk er
næstum því á botni launastigans.
Nefna má sem dæmi, að í borg-
inni Bialystok í Austur-Póllandi
hefur venjulegur læknir innan við
4.000 kr. ísl. í mánaðarlaun en
verkamaður, sem vinnur við hol-
ræsin, um 4.500 kr. Lögreglu-
maðurinn hefur nokkuð á sjötta
þúsund.
(Heimild: International Her-
ald Tribune)
Heuter
I verkföllum stáliðnaðarmanna í apríl sl. var það ein meginkrafa þeirra, að bætt yrði úr ástandinu
í heilbrigðismálum.