Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Hvalveiðar og umhverfisvernd Olympíuleikarnir í eðl- isfræði settir í 19. sinn Frakkar hætta við þátttöku vegna tungumáladeilna Bad Ischl, Austurriki. Frá Hans Kr. Guðmundssyni, fréttamanni Morgunbladsins. Isíðustu viku náðist samkomu- lag milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna um hvalveiðar í vísindaskyni. Var þar komist að þeirri niðurstöðu, að bandarísk sfjómvöld myndu láta það óátalið, að veiddir yrðu 78 hvalir í ár við íslandsstrendur í stað 100 eins og ætlunin var. Ber að fagna því, að Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráð- herra, skuli með þessum hætti hafa tekist að koma í veg fyrir, að viðskiptaráðuneyti Banda- ríkjanna teldi sér skylt lögum samkvæmt að kæra hvalveiðar íslendinga til Bandaríkjaforseta með ósk um að hann setti á okk- ur viðskiptaþvinganir til vemdar hvölum. Frá því sjávarútvegsráð- herra hóf á árinu 1986 að ræða við Bandaríkjamenn um vísinda- veiðar á hvölum við ísland hefur þeim veiðidýrum fækkað stig af stigi, sem samkomulag verður um milli þjóðanna í slíkum við- ræðum. Samkvæmt upphaflegri áætlun Hafrannsóknastofnunar um átak í hvalarannsóknum árin 1986 til 1989 var ráðgert að veiða 80 langreyðar á ári, 40 sandreyðar árlega og 80 hrefn- ur. Samkvæmt þeirri niðurstöðu sem náðist í síðustu viku er ætl- unin að veiða 68 langreyðar í ár og 10 sandreyðar. Þessar tölur em nær því að umhverfisvemd- armenn og stjómvöld geti trúað því að í raun sé um að ræða veiðar í vísindaskyni en ekki sölu- hagsmuni. Þær tölur sem hér hafa verið nefndar sýna best hver þróunin hefur verið í þessu máli í sam- skiptum íslenskra og bandarískra stjómvalda. En hvað sem henni líður er ljóst, að endanlegar lykt- ir málsins fást ekki í viðræðum íslenskra og bandarískra ráða- manna, þótt þær séu því miður taldar nauðsynlegar vegna bandarískra laga. í hvalamálinu stöndum við Islendingar and- spænis öflugri hreyfmgu um- hverfisvemdarmanna, sem á mikinn hljómgrunn víða um lönd. Þeir sem veita umhverfíssinnum stuðning gera það á mimsunandi forsendum hver á sínum stað. Til dæmis teljum við Islendingar okkur eiga margt sameiginlegt með Grænfriðungum, þegar kemur að því að beijast fyrir því að Norður-Atlantshafí verði ekki breytt í kjamorkusorphaug. Annars staðar þar sem almenn- ingur hefur ekki skilning á nauð- syn þess að auðæfí sjávar séu nýtt með sama hætti og gróður jarðar, líta margir á hvali sem tákn fyrir þau dýr, sem miskunn- arlausar veiðiþjóðir séu að út- rýma. í huga þessa fólks fær ísland á sig svartan stimpil og fslendingar á sig vont orð sem fjandmenn vemdunarsjónarmiða vegna hvalveiða í vísindaskyni. Það hefur engin áhrif á allt þetta fólk, þótt okkur takist að semja við Bandaríkjastjóm og losa okk- ur undan hættu á kæru til Bandaríkjaforseta. Vísindaveiðar á hvölum skipta ekki meginmáli fyrir okkur ís- lendinga eða aðrar þjóðir, heldur hitt að um það náist samkomulag milli veiðiþjóða og vemdunar- sinna að réttmætt og siðlegt sé að nýta hvali eins og önnur sjáv- ardýr. Selavöðumar við Noreg minna okkur illilega á, hvað ger- ist, ef lífkeðjan í hafínu raskast. Það getur leitt til vítahrings í orðsins fyllstu merkingu. Ef vísindaveiðamar og framganga okkar í hvalamálinu að öðru leyti getur með einu eða öðru móti spillt fyrir því að framtíðarsam- komulag náist um hæfílega nýt- ingu á hvalastofnum hér við land eða annars staðar kann miklum hagsmunum að vera stefnt í voða. Grænfriðungar víða um lönd hafa á undanfömum mánuðum gripið til ýmissa úrræða til að vekja athygli á hvalveiðum okk- ar. í London settu þeir upp aug- lýsingu á áberandi stað með óhróðri gegn okkur sem fiskselj- endum. I Lúxemborg hafa þeir hengt upp veggspjöld gegn Flug- leiðum og blásið upp hval á þaki flugstöðvarinnar. I Þýskalandi reyndu þeir að hindra að Ögri gæti lagst að bryggju. í Banda- rílqunum ruddust þeir um borð í Jökulfell. I Finnlandi hlekkjuðu þeir sig við gáma með hvalkjöti. Þá hafa þeir heijað á fyrirtæki sem kaupa íslenskan fisk og dæmi eru um, að þeim hafí tek- ist að fá þau til að hætta viðskipt- um við íslendinga. Þessar að- gerðir eru staðreynd, hvort sem okkur líkar þær betur eða verr. Þær gætu fyrr en varir haft önn- ur og meiri áhrif heldur en vangaveltur innan bandaríska stjómkerfísins um það, hvort kæra eigi hvalveiðar í vísinda- skyni til Bandaríkjaforseta. Hvalamálið er þannig vaxið, að meira þarf til en samkomulag við Bandarílgastjóm til að það leysist, þótt alls ekki skuli gert lítið úr því. Margar þjóðir sem við eigum almennt vinsamleg samskipti við styðja okkur alls ekki í þessu máli og má þá af mörgum nefna Finna og Þjóð- veija, sem sýnt hafa það í verki, og jafnt Ástrala sem Svía. 19. OLYMPÍULEIKARNIR voru settir við hátíðlega athöfn í Bad Ischl í Austurríki föstudaginn 24. júní. 135 ungmenni hlustuðu á þjóðlega tónlist og fjallað var i hátíðarræðu um jöfra Austurrík- is í eðlisfræði, þá Kepler, Doppl- er, Mach, Bolzmann og Schrödin- ger. Olympíuleikamir eru nú fjölmennari en nokkru sinni fyrr. Samtals keppa nú 27 þjóðir á leikunum og þijár þjóðir senda áheymarfulltrúa til að kynnast að- stæðum og taka síðan þátt á næsta ári. Þessar þjóðir eru íranar, Spán- veijar og Danir, en þeir eru eina Norðulandaþjóðin sem enn hefur ekki tekið þátt í þessum leikum. Það vakti athygli þegar tilkynnt var að Frakkar hefðu hafnað boðinu á þeim forsendum að franska væri ekki opinbert mál í keppninni. En þá stöðu hafa aðeins enska og rúss- neska á leikunum. Það vekur einnig athygli hve margar stúlkur taka þátt í keppninni. Þær eru sjö talsins og eru Islendingar þar í fararbroddi ásamt Kuvætmönnum með tvo kvenliðsmenn hvor þjóð. En Bretar, Belgar og Tékkar eiga eina stúlku í hveiju liði. Aðbúnaður keppenda er góður. „Við höfðum ekki búist við svona lúxus," sögðu íslensku keppendum- ir þegar þeir sáu íbúðina á skóla- heimavistinni sem þeim var ætluð. íslendingarnir standa i ströngn Að lokinni hátíðlegri opnun að kvöldi síðastliðins föstudags, kom alþjóðaráðið saman, en það er skip- að tveimur fararstjórum frá hverrri þjóð. Tilgangurinn var að ganga frá verkefnunum sem keppendumir áttu að Ieysa daginn eftir, í fræði- lega hluta keppninnar. Austurríska undirbúningsnefndin" hafði valið dæmi þar sem mikil áhersla var lögð á nútíma eðlisfræði. Ekki vom þó allir sammála um ágæti þessara dæma og urðu óvenjulega miklar og harðar umræður meðal farar- stjóranna. Eitt dæmanna fjallaði um orku- jafnvægi í eingildri jón sem endur- heimtir rafeind og óvissulögmál Heiselbergs gegndi lykilhlutverki. Þetta jaðraði við skammtafræði og tilheyrði að flestra dómi ekki venju- legu menntaskólanámsefni. Endan- legur dæmatexti var ekki tilbúinn fyrr en komið var fram á miðja nótt og var þá tekið til við þýðingar fram undir morgun. Hin dæmin tvö fjölluðu annars vegar um snúning á jójó-rúllu og hins vegar um Doppl- ers-hrif, þar sem jónir örvast í leis- er-ljósi og örvunarbylgjulengdin breytist með hraða í geislanum. „Þetta var ekki eins slæmt og við áttum von á,“ voru íslensku kepp- endumir sammála um þegar þau komu nokkuð ánægð út úr prófinu ELDUR kom upp í íbúðarhúsi við Kársnesbraut í Kópavogi að- faranótt þriðjudagsins. Engin slys urðu á mönnum en talsverð- ar skemmdir urðu af völdum reyks og hita. Húsið er forskalað timburhús og kom eldurinn upp í stofu á efri hæð og sögðust þau hafa unnið talsvert í tveimur verkefnunum þó fimmtu- bekkingamir, Ásta Kristjana og Agni, hefðu ekki séð neitt um svona fyrirbæri fyrr en í þjálfunartíman- um. „En við snertum ekki á þriðja dæminu," sögðu þau. Þegar þetta er skrifað sitja þau með sveittan skalla yfir tveimur verklegum þrautum sem fararstjór- amir áttu aðra vökunótt yfir. Þessi verkefni fíalla annars vegar um mælingar á skautuðu ljósi og skoð- un á tvíbroti ljóss í efni. Hins vegar fengu þau verkefni þar sem mæla átti gamaldags útvarpslampa í rafr- ás og fínna losunarorku rafeinda í lampaskautinu. Fararstjórarnir voru almennt sammála um að þessi verkefni væru vel úr garði gerð og verður forvitnilegt að sjá hvemig íslensku keppendunum tekst að komast fram úr þeim. Þau hafa hins vegar varla séð neitt þessu líkt áður en eitthvað var þó fjallað um þetta í þjálfunartímanum fyrir ferð- ina. hússins. Talið er fullvíst að kviknað hafi í út frá vindlingaglóð í sófa og logaði glatt þegar slökkvilið kom á vettvang. Mikill reykur var í íbúð- inni og þurfti hluti íbúanna að forða sér út af svölum hússins. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Ahrifamenn í atvinnulífi: Kynntu sér þróun EB til eins markaðar HÓPUR manna úr íslensku at- vinnulífi var i Brussel í síðustu viku til að kynna sér umræður innan Evrópubandalagsins (EB) og viðhorf fulltrúa ýmissa ríkja utan þess. Er það mat þeirra, sem þátt tóku í ferðinni, að ís- lendingar verði að fylgjast náið með öllu því sem gerist innan bandalagsins á næstu misserum og árum og miðar að ná því yfirlýsta markmiði, að banda- lagssvæðið verði orðið að einum markaði 320 milljón manna á árinu 1992. Þá kom fram, að Norðmenn og Austurríkismenn vinna nú markvisst að þvi að búa í haginn fyrir inngöngu í bandalagið og brottför úr EFTA, þar sem þjóðirnar eru nú ásamt íslendingum, Svíum, Finnum og Svisslendingum. Ekki er búist við stækkun EB fyrr en eftir 1992. För íslendinganna til Brussel að þessu sinni má að verulegu leyti rekja til heimsóknar Cockfíelds lávarðar hingað til lands á síðasta ári. Hann á sæti í framkvæmda- stjóm EB og fer með innri mark- aðsmál og var hér á vegum lands- nefndar Alþjóðaverslunarráðsins og flutti erindi um þróun innri markaðarins. í erindum þeim sem flutt vom í höfuðstöðvum EB í Brussel kom skýrt fram, að ekki yrði til baka snúið á þeirri leið, sem mörkuð var á árunum 1983 til 1984 um innri markaðinn. Það voru evrópsk stórfyrirtæki og at- vinnurekendur, sem þá tóku hönd- um saman og þrýstu á um það, að stefnt yrði að einu markaðs- svæði í Evrópu, að öðrum kosti gætu Evrópubúar ekki staðist samkeppni við Bandaríkjamenn og Japani. Islendingar hafa jafnan mót- mælt fiskveiðistefnu Evrópu- bandalagsins, bæði þeim þætti hennar sem gerir ráð fyrir því, að fískimið séu sameiginleg eign bandalagsþjóða og einnig hinu að það kunni að leiða til markaðs- hindrana fyrir sjávarafurðir, ef ríki sem ráða yfír fiskimiðum heimili ekki skipum frá EB-ríkjum ein- hveijar veiðar í lögsögu sinni. Voru þessi sjónarmið bandalagsins áréttuð af talsmönnum EB en jafn- framt látinn í ljós vilji til að ræða allar hliðar þessara mála við ís- lendinga. í máli Norðmanna kom fram, að fískveiðisamskipti þeirra við EB séu eins og best verði á kosið og meðal forvígismanna í norskum sjávarútvegi gerist æ fleiri talsmenn aðildar að banda- laginu öfugt við það sem var í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1972, þegar aðild Noregs var hafnað. Er það ekki síst vegna eldisfísks- ins sem Norðmenn vilja öruggan aðgang að mörkuðum EB en einn- ig vegna annarra sjávarafurða auk þess sem þeir hafa þegar samið við bandalagið um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Til þess að EB verði eitt mark- aðssvæði er talið nauðsynlegt að framkvæma 300 fyrirmæli um samræmingu og stöðlun á næstu árum. Þessi fyrirmæli eiga að hafa laga- og reglugerðargildi í banda- lagsríkjunum og verða þeir, sem stunda viðskipti við bandalagið i flestum tilvikum einnig að laga sig að þeim. Eru uppi hugmyndir um það meðal forystumanna í íslensku atvinnulífí að þeir taki með einum eða öðrum hætti höndum saman í því skyni, að fylgst verði með því eins náið og kostur er í hveiju þessi einstöku fyrirmæli verða fólgin og hvað ríki utan EB þurfi að gera til að þau hindri ekki eðli- leg viðskipti. Eldur í íbúðarhúsi: Vindlingaglóð í sófa upptök eldsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.