Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 21 Mjóddin: Byggt yfir göngu- götuna á næsta ári MIKIL uppbygging á sér nú stað í Mjóddinni í Breiðholti. Mörg fyrirtæki og þjónustustofnanir hafa flutt aðsetur sitt þangað eða eru í þann veginn að gera það. Ýmsir forráðamenn þeirra gera ráð fyrir, að þessi uppbygging muni hafa mikil áhrif á rekstur slíkra fyrirtækja annars staðar, enda er þessi miðbæjarkjarni í næsta nágrenni við fjölmennustu íbúðarhverfi Reykjavíkursvæðis- ins. arhverfunum í nágrenninu. Til dæmis hafa bæði Búnaðar- og Verslunarbankinn flutt útibú sín í Breiðholti hingað." _ Aðspurður sagði Ólafur að offjár- festing í verslunar- og atvinnuhús- næði væri augljós, en hún kæmi ekki fram í Mjóddinni. „Það liggur í augum uppi að einhvers staðar þarf að gefa eftir, en það verður ekki hér.“ * Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Byggingarframkvæmdir í Mjóddinni eru nú að komast á lokastig. Amitsubishi Sjónvarpstækl Skipholti 9. Slmar 24255 og 622455. Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Nokkur tími er liðinn síðan fyrst voru gerðar áætlanir um fram- kvæmdir í Mjóddinni. Að sögn Þor- valds S. Þorvaldssonar, forstöðu- manns Borgarskipulags, eru fram- kvæmdir nú að komast á lokastig í miðbæjarkjamanum milli Álfa- bakka og Breiðholtsbrautar, en það svæði er hin eiginlega Mjódd. Norð- an Álfabakka er gert ráð fyrir grænu svæði, en þar eru nú skóla- garðar. Hins vegar er Suður-Mjódd, sunnan Breiðholtsbrautar hugsuð fyrir ýmis konar þjónustu í sam- bandi við miðbæjarkjamann. Þegar er fjölbreytileg starfsemi í Mjóddinni. Meðal fyrirtækja sem þar hafa tekið til starfa má nefna stórmarkaðinn Kaupstað, 3 banka- útibú, efnalaug, _ Breiðholtsapótek, Svein bakara, Útsýn, Breiðholts- blóm, auk nokkurra verslana. Einn- ig em Seljakirkja, Bíóhöllin og skemmtistaðurinn Broadway í næsta nágrenni. Seinna koma t.d. áfengisútsala, skiptistöð SVR fyrir allt Reykjavíkursvæðið og útibú Pósts og síma. Forráðamenn fyrirtækja í Mjódd- inni hafa af því töluverðar áhyggj- ur, að aðkoman að verslunarkjam- anum sé erfið. Hafa þeir meðal annars viljað opna umferðareyjuna milli Álfabakka og Reykjanesbraut- ar. í samtali við Morgunblaðið sagði Þórður Þ. Þorbjamarson borgar- verkfræðingur, að óráðlegt væri að fara þá leið. Hins vegar væm ýms- ar hugmyndir til umfjöllunar í borg- arstjóm um lausn þessa vanda. Hann benti jafnframt á að gatna- mót Stekkjabakka, Álfabakka og Breiðholtsbrautar við Reykjanes- brautina væm ekki fullfrágengin. Þegar því verki verður lokið, ætti að vera auðveldara að komast að Mjóddinni. Unnið er að lagningu göngugötu milli nokkurra bygginga á svæðinu og er stefnt að því að ljúka því verki fyrir haustið. Ætlunin er, að byggja glerþak yfir hana á næsta ári. Að þeim framkvæmdum stend- ur Svæðisfélag um göngugötu í Mjódd, sem er félag þeirra aðila, sem eiga húseignir við götuna. Rúnar Sigmarsson, verkfræðing- ur hjá Hönnun hf. hefur starfað fyrir félagið að undirbúningi fram- kvæmdanna. Samkvæmt útreikn- ingum hans, verður um að ræða meira en 20.000 fermetra samfellt verslunarhúsnæði í Mjóddinni. Að auki tengjast hús Pósts og síma og SVR hinum byggingunum með yfír- byggðu göngugötunni. Formaður _ svæðisfélagsins í Mjóddinni er Ólafur Stefán Sveins- son, framkvæmdastjóri Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. í sam- tali við Morgunblaðið sagði hann, að viðskipti í Mjóddinni færu stöð- ugt vaxandi. „Mjóddin er vel stað- sett,“ sagði hann. „Aðrir þurfa að gefa eftir í samkeppninni. Viðskipt- in hér aukast til dæmis á kostnað ýmissa minni þjónustukjama í íbúð- Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! fltiorgpmMftfrili ■ : ’ ■ ■ ■ m -: Er ekki tími til kominn... aö vera í öruggu sambandi viö umheiminn ? Mitsubishi farsíminn sér um þaö ! Komdu og kynntu þér kosti Mitsubishi það borgar sig ! ' Greiðslumáti Útborgun Verð Staðgreitt 127.510,- Almennt verð • 137.108,- Eurokredit 11 mán. 0,- 137.108,- Visa raðgr. 12 mán. 0,- 137.108,- Kaupleigusamn. 3 ár 0,- 137.108,- tö/íu*íL vel á vKóti jí&i !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.