Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVÍKÍtDAGUR 29. JÚNÍ 1988 Stjórnsýsluendurskoðun Ríkisútvarpsins: Munum fara eftir þeim ábendingum sem fram koma - segir Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri RUV „ÞESSI skýrsla verður tekin alvarlega hér innan Ríkisútvarpsins og við munum reyna að fara eftir öllum þeim ábendingum sem þar koma fram,“ sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins, er hann var inntur álits á niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluendurskoðun hjá stofnuninni. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær telur Rikisendurskoðun meðal annars að ekki sé nægileg festa þjá yfirstjórn Sjónvarpsins og að efla beri yfirsljórn fjármála hjá Ríkisútvarpmu í heild. Hörður Vilhjálmsson sagði að unnið hefði verið að endurbótum á ýmsum þeim atriðum, sem bent er á í skýrslunni að séu í ólestri hjá Ríkisútvarpinu, og þeirri vinnu yrði haldið áfram. „Við munum hafa þessa skýrslu við hendina og leitast við að lagfæra þau atriði sem þar eru nefnd. Ég tel að þessi skýrsla sé mikils virði, bæði fyrir okkur starfsmenn Ríkisútvarpsins og aðra sem um málefni þess fjalla," sagði Hörður. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að unnið er að endur- skipuiagningu á stjómskipulagi stofriunarinnar og telur Ríkisendur- skoðun nauðsynlegt að flýta þeirri vinnu með það í huga að brátt verði öll starfsemin komin undir sama þak. í því sambandi bendir Ríkisend- urskoðun á möguleika á aukinni samvinnu hljóðvarps og sjónvarps, einkum á sviði frétta, dagskrárgerð: ar, tónlistar og skrifstofuhalds. í skýrslunni er ennfremur bent á að starfslýsingar og skráðar reglur um framkvæmd einstakra starfa séu yfirleitt ekki fyrir hendi hjá stofnun- inni. Afleiðingin sé sú að boðmiðlun sé veik og komi það m.a. fram í því að upplýsingar berist seint og illa innan stofnunarinnar. Ennfremur er bent á að starfemenn viti ekki í öllum tilvikum hver þeirra næsti yfirmaður sé. í skýrslunni segir m.a. að almennt megi segja að starfsemi Ríkisút- varpsins sé í samræmi við markmið og lög stofnunarinnar. Hins vegar hafi Ríkisútvarpið ekki náð þvi tak- marki að koma upp aðstöðu til dag- skrárgerðar og hljóðvarps í öllum kjördæmum landsins, en nú starf- rækir stofnunin svæðisútvarp í tveimur kjördæmum. Ríkisútvarpinu hafi hins vegar ekki verið skapaður ij árhagsgrundvöllur til fjárfestingar og endumýjunar dreifikerfis sem nær til alls landsins, þannig að ákvæði laga um Ríkisútvarpið, sem segir að það skuli senda út til alls landsins og næstu miða tvær hljóð- varps- og eina sjónvarpsdagskrá, hafi ekki náð fram að ganga. VEÐUR v í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá td. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 29. JÚNÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Á Grœnlandshafi er minnkandi lægðardrag en yfir Norðaustur- Grænlandi er vaxandi hæðarhyggur. Norðan til á landinu kólnar í veðri á morgun, en sunnanlands breytist hiti lítið. SPÁ: Gert er ráð fyrir hægri breytilegri átt. Skýjað verður viðast hvar en þurrt að kalla. Vindátt snýst til norðausturs þegar líður á daginn og léttir heldur til. Hiti verður 8—14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Austan- og norðaustan- átt. Skýjað og smáskúrir eða súld við norður- o’g austurströndina en víða bjart veöur um landið sunnan- og vestanvert. Hiti verður 10—15 stig syðra, en heldur svalara fyrir norðan. Heiðskírt TAKN: O Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: *' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld oo Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HjEIM kl. 12:00 í gær að isl. tíma Akureyri Reykjavík hhi 11 6 veóur alskýjað rigning og súld Bergen 17 lóttskýjað Helsinki 28 lóttskýjað Jan Mayen 4 skýjað Kaupmannah. 20 skýjað Narssarssuaq 9 léttskýjað Nuuk 6 heiðskfrt Osló 35 hálfskýjað Stokkhólmur 28 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 20 skýjað Aþena vantar Barcelona 22 skýjað Chicago 16 léttskýjað Feneyjar 25 hálfskýjað Frankfurt 24 hálfskýjað Glasgow 18 mistur Hamborg 20 skýjað Las Palmas vantar London 15 alskýjað Los Angeles 18 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Madrfd 22 þokumóða Malaga 22 súid Mallorca 24 alskýjað Montreal 18 léttskýjað New York 17 heiðskfrt Parfs 21 skýjað Róm 24 rigning San Diego 17 þokumóða Winnipeg 18 hálfskýjað Sólskinsstundir fyrstu 27 daga júnímánaöar Skífurnar sýna fjölda sólskinsstunda á dag fyrstu 27 daga mánaðarins. Heil grá skífa þýöir aö ekki hafi sést til sólar.Það sem af er júní hafa borgarbúar aðeins litið sólina í 60 stundir en meöaltal eru 174 sólskinsstundir þessum mánuði. Ekki er spáö sólskini fram að mánaðamótum og stefnir því í metár að þessu leyti. Morgunblaöiö/BS - Heimild: Veöurstofa íslands Sólarminnsti júní frá upphafi mælinga EF FER sem horfir verður jún- ímánuður sá sólarminnsti í Reykjavík frá því að mælingar hófust. Á þriðjudag hafði aðeins mælst sólskin í sextíu klukku- stundir í þessum mánuði, en meðaltal júnímánaðar árin 1951 til 1980 er 174 sólskinsstundir. Úrkoma í júní er ekki óvenju mikil að sögn Öddu Báru Sigfús- dóttur veðurfræðings. Fremur hvasst hefur verið þennan mánuð og sólarleysið á sér enga hliðstæðu. Frá því að samfeldar veðurmæling- ar hófust í Reykjavík hafa sólskins- stundir í júní aðeins tvisvar verið færri en 100. Það var árin 1926, þegar þær urðu 95, og 1986, þegar þær voru 80. Áður var veðurstöð á Vífílsstöðum og sýna gögn frá þeim tíma að árið 1921 mældist aðeins 51 sólskinsstund í júní. „Einn mánuður segir okkur ekk- ert um veðrið næstu mánuði. Það gæti þessvegna orðið metsólskin í júlí," sagði Adda Bára. Framan af árinu var fremur kaldara en í með- alári, en aprílmánuður sker sig úr sökum þess hvað hann var sólríkur og maímánuður var hlýrri en al- mennt gerist. Tal um mikla úrkomu í sumar er ekki á rökum byggt, samkvæmt gögnum Veðurstofunn- ar. Heimsbikarmótið í skák í Belfort: Urslit biðskáka urðu eins og við var búist „ Belfort, Frakkíandi. Frá Margeirí Péturs ÚRSLIT S biðskákunum hér á heimsbikarmótinu í Belfort urðu eins og búist hafði verið við. Þeir Sokolov og Andersson sömdu um jafntefli án frekari taflmennsku, en Karpov tefidi báðar skákir sinar til þrautar. Fyrst gegn Robert Hubner frá Vestur-Þýskalandi og lauk þeirri skák með jafntefli. Að henni lok- inni settist Karpov að tafli við Jan Timman og tókst honum að leggja Hollendinginn að velli. Kaipov er því kominn í 2. til 3. sæti með Ehlvest og á því enn möguleika á sigri, en þarf helst að vinna Kasparov i innbyrðis- uppgjöri þeirra í næstsíðustu umferðinni á föstudag. Ósigurinn gegn Karpov var mjög beiskur fyrir Timman. Hann átti lengst af vinningsstöðu í skákinni, en tefldi mjög illa í tímahraki, þrátt fyrir að hann ætti meiri tíma en Karpov. Timman er þriðji stiga- hæsti skákmaður í heimi, en er samt einn í botnsætinu hér í Bel- fort. Á heimsbikarmótinu í Brussel vegnaði honum heldur ekki vel og hann hefur því ekki verið farsæll í þessari nýju keppni þrátt fyrir, að það sé ekki síst fyrir hans tilstilli að henni var hleypt af stokkunun. Staðan eftir 11 umferðirerþann- ig: 1. Kasparov 8V2 vinningar, 2.-3. Ehlvest og Karpov V/2 v., 4.-6. Spasskíj, Hubner og Sokolov 6V2 v., 7. Ribli 6 v., 8. Short 5V2 v., 9.-12. Andersson, Nogueiras, Spe- elman og Jusupov 4'/2 v., 13.-15. ií, fréttaritara Morgfunblaðsins. Beljavskíj. Jóhann Hjartarson og Ljúbójevítsj 4 v. og Timman 3V2 vinningar. Páll Magnússon, fréttastjóri á Stöð 2 kom hingað til Belfort í gær, meðal annars til að taka við- tal við Kasparov og til að sjá að- stæður á mótinu. Það er Stöð 2, sem heldur þriðja heimsbikarmótið í Reykjavík í október. 12. umferð á mótinu verður tefld í dag. Þá hefur Jóhann Hjartarson svart gegn Ribli, sem hefur ekki tapað skák á mótinu til þessa, en gert 10 jafntefli og unnið eina. Flestra augu munu beinast að skák Kasparovs og Ehlvests og einnig þeirra Speelmans og Karpovs. Innbrot í íbúð og kjötvinnslu BROTIST var inn í mannlausa íbúð við Hátún í Reykjavík á mánudagskvöld og stolið þaðan myndbandstæki, myndböndum sjónvarpstæki og hljómflutnings- tækjum. Rannsóknarlögreglan fékk máiið til meðferðar og var það að mestu upplýst siðdegis i gær. Þá var brotist inn í kjötvinnslu við Vitastíg aðfaranótt þriðjudags- ins og hafði þjófurinn á brott með sér um 50 þúsund krónur í pening- um. RLR vinnur að rannsókn máls- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.